Morgunblaðið - 23.07.1967, Side 10

Morgunblaðið - 23.07.1967, Side 10
.r 10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 19«7 Skálholt i. „Og Guð leit yfir landið. Og sjá, á þessum stað var sól án forsælu í allar áttir. Og Guð gerði Skálholt að fyrsta vígi kirkju sinnar á ís- landi.“ Þannig kemst rithöfundur- inn, Guðmundur Kamban, að orði í bók sinni Skálholt. Skálholt er helgur staður. I næstum þúsund ár hefur ís- FVR8TA GREIN lenzka þjó'ðin sungið þar heil- agar tíðir guði sínum til dýrð- ar. Þar var aðsetur höfðingja og stórmenna, þar var athvarf fátækra og vegalausra. Þangað litu menn eftir andlegri for- sjón. Þaðan teygði sig armur kirkjunnar, stundum strangur og áminnandi, stundum mild- ur og líknandi. Þar var um langt skeið hinn eiginlegi höf- uðstaður íslands. Þar gerðust hinir örlagaríkustu atburðir sögu vorrar. — Þess vegna er Skálholt helgur staður. Þar var fylgzt með, að þjóðr in ástundáði kristilega iðni, þrifnað, verkshátt og kunnáttu, en varaðist slímur og slen, hopp og hí. Að líkindum kemur venju- legur ferðalangur á tuttugustu öld í hlað Skálholtsstaðar með öðru hugarfari en landar vorir fyrr á öldum. Ef til vill hefur vegur kirkjunnar minnkað, því að nú á dögum virðist sumum erfitt að varðveita sína barna- trú. Nú koma menn ekki leng- ur til Skálholts til að læra latínu eða klerkleg fræði eða í von um embætti e'ða leið- réttingu mála sinna. Þangað reika ekki framar vegmóðir förumenn ' von um matarbita og húsaskjól né heldur koma þangað stásslegar yngismeyjar af hefðarstandi til að læra króksaum og baldýringar eða aðrar kvenlegar hannyrðir. Ef til vill eru til einhverjir þeir. sem einskis minnast eft- ir stutta heimsókn í Skálholt, nema hins rykuga malarvegar, kirkjunnar hvítu og svalans og þagnarinnar, þegar inn var komið. Þeir muna kannski eftir göngu upp þröngan turnstiga, 1*1 suði í fiskiflugu og tjöru- og sementslykt á kirkjuloftinu. Þá rámar í veðraða legsteina í kjallaranum, forna og eydda steinkistu bak við gler og göm- ul jarðgöng og sterkt sólskin, þegar út var komið. Ef til vill eru til slíkir menn, sljóir og grunnhyggnir, en því er erfitt að trúa, að nokkur máður geti komið í Skálholt án þess að skynja í svip brot úr sögu þjóðar sinnar og nið aldanna. Til þess þarf hvorki sérstaka þjóðrækni né trú. Hver hæð og hver laut, hvert örnefni á sér langa sögu um horfna menn og liðna atburði; Þorláksbúð, Skólavarða, Staupasteinn, íragerði og Söð- ulhóll. í átta aldir og fjörutíu árum betur sátu biskupar í Skál- holti, — fjörutíu og fimm full- trúar hins ósveigjanlega valds. Þeir voru af ýmsum þjóðern- um og ólíkir að mannkostum og skapferli, hinn miskunnar- lausi tími hefur að mestu gert Skálholt skirk ja. Séð inn eftir gólfi Sk að engu þeirra veraldlega brambolt, en hér i Skálholts- stað lifir minning þeirra, góð eða ill. Vindblærinn leikur enn í grængresinu, og enn hljóma kirkjuklukkur í Skál- holti og kalla lifendur og dauða. II. Og sólin er farin að lækka á lofti, þegar ég stíg út úr bif- reiðinni á hlaðinu í Skálholti. Ég er stirður og lerkaður og fæ ofbirtu í augun af sterku sólskininu. Ég stend neðan við kirkjuþrepin og lít upp. Hvít og mikil gnæfir hún við him- in, Skálholtskirkja sú, sem mínir samtímamenn hafa reist guði sínum til dýrðar og sögu staðarins til minningar. Sennilega hefur aldrei risið hér veglegri kirkja, þótt veg- ur staðarins kunni einhvern tíma að hafa verið meiri. Dyrnar standa opnar og í rykugum skóm geng ég inn. I fordyrinu er kliður og manna- mál. Þar standa sumarleyfis- legir menn í hvítum skyrtum og þriflegar konur með bera handlgggi. Þar er fjörugt höndl að með bæklinga, póstkort og merki. Eg geng í kirkju. Þar inni er þægilega svalt og þar ríkir þessi virðulega, djúpa kyrrð, sem hvergi þekkist nema í kirkjum, þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. Ég geng innar að prédikun- arstólnum og skírnarfontinum, prédikunarstólnum, sem þeir meistari lón Vídalín og Brynj- ólfur Sveinsson töluðu úr. Skírnarsárinn er nýr, gjöf frá frændþjóðinni Færeyingum. Skreyting kirkjunnar og mun- ir hennar eru undarlegt sam- bland gamals og nýs, dýrgrip- um úr fortíð og nútíð er rað- að hlið við hlið af smekkvísi. En ég er ekki hingað kominn til að gera skrá yfir innan- stokksmuni Skálholtskirkju, þar er sjón sögu ríkari og all- ar lýsingar verða dau'ðar og litlausar. í kirkjunni standa smáhópar fólks, sem virðir fyrir sér það, sem fyrir augu ber. Ég reyni að lesa úr svip þess, hvað það hugsar. En árangurslaust. Það Legsteinninn, sem Valgerður Jónsdóttir, ekkja Hannesar Finns- sonar lét gera manni sínum. gengur um hljóðlátt án svip- breytinga og skoðar kirkjuna með þögulli athygli. Hér inni er friður. Hér eru menn einir með hugsanir sínar. Til að komast upp í kirkju- turninn er genginn þröngur stigi upp á kirkjuloftið, en það- an liggur annar stigi í klukku- turninn. í einu horni turnsins hanga þrjár litlar klukkur, greinilega allfornar. Við nánari eftir- grennslan kemur upp úr kaf- inu, að tvær þeirra bera sömu áletran: GLOR.IA DEO IN EXELSIS: ANNO 1726: Gloria deo in exelsis — dýrð sé guði í upphæ’ðum. Hin þriðja er máð og slitin og ber enga áletran eða upphleypta stafi, en notagildi hennar er hið sama. Hún hefur hringt glaðlega á fagnaðarhátíðum, og kveinandi hljómai hennar hafa ómað úr turni, þegar váveifleg tíðendi hefur borið að höndum. Auk þessara þriggja öldnu systra eru í turninum hang- andi í járnbitum og stórviðum fimm stærri og nýrri klukkur, gjafir frá hinum Norðurlönd- utium. Stærst þeirra er gjöf frá íslandsvinum í Svíþjóð. Á henní stendur hið fornkveðna: DROTTINN MINN GEFI DAUÐUM RÓ HINUM LÍKN ER LIFA. Önnur mikil klukka er gjöf frá dönskum vinum og ber áletrunina: KLUKKNA HLJÓÐ / KALL- AR ÞJÖÐ / KRISTS í TJÖLD. Eftir að hafa skóðað klukk- urnar liggur leiðin aftur niður, að þessu sinni alla leið niður í kjallarann undir kirkjunni. „Hann lét og steinþró höggva ágæta haglega, þá er hann var lagður í eftir andlát sitt.“ Svo segir í sögu Páls biskups Jónssonar, sem var hinn sjö- Frambald á bls. 15 fi Jarðgöng þau, sem forðum lágu milli dómkirkju og staðarhúsa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.