Morgunblaðið - 23.07.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.07.1967, Blaðsíða 15
MCHGITNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1967 15 ■ ■ Onnum kafnir prinsar Lundúnáborg (AP). I>EIR, sem bera hinn háa titil, prins, vinna sjö daga í viku, langan vinnudag og hafa ekk- ert starfsfélag. Samt eru á- kaflega daufar horfur á verk- föllum. Hverjir eru hinir starfandi prinsar í Evrópu? Séu Ihinir kvæntu taldir fyrst, eru þeir: Bemharður prins, sem varð 56 ár« 29. júní, eiginmaður Júlíönu Hollandsdrottningar; Filippus prins, sem varð 46 ára 10. júní, eiginmaður Elíza betar II drottningar í Eng- landi; hinn 33 ára gamli Albert prins, bróðir Baldvins Belgakóngs, og Karl prins, bróðir Jóns stórhertoga í Lúx emborg. Hinir ókvæntu prinsar eru: Hinn 21 árs gamli Karl Gústaf, krónprins af Svíþjóð; Haraldur, krónprins af Nor- egi, sem er þrítugur að aldri, og Bertil prins, sem er 55 ára og næstelztur sonur Gústafs Adólfs Svíakonungs. Elzti sonurinn fórst í flugslysi árið 1947. Svo er að nefna Karl, prinsiran af Wales, erfingja brezku krúnunnar, en hann er 18 ára skólapiltur, og þess vegna er vart hægt að telja hann til hinna starfandi prinsa. Tveir önnum kafnir Bretar eru kvæntir inn í konungsfjöl skylduna, þótt ekki séu þeir af konunglegu bergi brotnir, Snowdon lávarður, 37 ára, og Angus Ogilvy, 38 ára. Jarlinn er Snowdon er eig- inmaður Margrétar prinsessu, systur drottningar. Hann er atvinnuljósmyndari og í miklu áliti sem slíkur. Hann er listrænn ráðunautur við Sunday Times, blað Thom- sons lávarðar. Ogilvy, sem hafnaði öllum nafnbótum, er eiginmaður Alexöndru prinsessu, en hún er náfrænka Elízabetar drottin ingar. Hann er ennfremur næstelzti sonur jarlsins af Airlie. Hann er forstjóri margra fyrirtækja og aðstoð- ar oÆt við samkvæmi kon- ungafjölskyldunnar. Hvað er hið erfiðasta á starfsviði prinsanna? Kunnugir segja, að erfiðast sé fyrir hina yngri og reynslu minni að hitta og ræða við svo margt fólk. Þar sem þeir eru kvæntir inn í konungsfjölskylduna, hvílir athygli almennings sí- fellt á þeim. Þúsutndir fólks fylgist með og ræðir gerðir þeirra. Þeim berst sífellt gagn rýni og ráðleggingar. Og að lokum eiga þeir oft samskipti við frábæra einstaklinga, sem stundum hafa háar hugmynd- ir um sjálfa sig. í einkalífi sínu kvarta þeir oft undan starfsskyldunum. I þágu Bretlands ferðast Filippus prins vítt um heim og er oft langdvölum í burtu frá Lundúnum. Alltaf þegar svo ber við koma gróusögur á kreik. „Er hin konunglega ást far- in að kólna?“ er spurt. Hvorki prinsinn né drottn- ingin svara slíku slúðri. Þess gerist ekki þörf. Um ekkert ósamlyndi er að ræða. Hinir vinnandi prinsar Evr- ópu eyða hundruðum stunda í veizlum og hanastélsboðum og á styrktarsamkomum og við aðra slíka starfsemi í fylgd með eiginkonum sínum. Piparsveinarnir fara venju- lega einir síns liðs. En stund- um er fundinn hæfilegur förunautur í slik samkvæmi. Þetta kemur líka slúðri af stað. „Konunglegt ástarævin- týri?“ spyrja menn. Krónprinsinn í Noregi vinn ur mest að því að efla íþrótt- ir og æskulýðsstarfsemi heima fyrir, og erlendis kepp ir hamn oft fyrir land sitt í alþjóðlegri siglingakeppni. — Hann er hljóðlátur og dálitið feiminn. Þótt Filippus prins og Bermharður prins vinni að því að auka viðskipti landa sinna og standi sig vel í sölu- mannsstarfinu, kærir Harald- ur prins sig kollóttan um við- skiptahliðina á embætti sínu. Haraldur er starfandi fór- maður í hinum Konunglega norska siglingaklúbbi. Ásamt föður sínum, Ólafi V., er hainn meðlimur í Alþjóðasigl ingafélaginu. í Svíþjóð gengur krónprins inn Gústaf enn í skóla, og kemur aðeins öðru hverju op- inberlega fram. Hann hefur nýlokið ferðalagi með sænska skipinu „Ælvsna/bben", en ár- lega sigla ung sjóliðsforingja- efni á því vítt um lönd. Krónprinsinn þroskaðist mikið á þessu. fierðalagi. Hann hitti marigt fólk á fjölmörg- um stöðum og viðurkennir, að hann hafi verið afiskaplega taugaóstýrkur í byrjun. „En ég vandist því fljótt", sagði hann, þegar hann kom aftur. Bertil prins hefur notið mikilla vinsælda sem nokk- urs konar sænskur sendi- herra á faraldsfæti. Hann er stöðugt á ferðinni milli húss síns á frönsku Rívíerunmi, hallarinnar í Stokkhólmi, Suður-Ameríku og annarra landa. Þegar konungurinn er veik ur eða utanlands, gegnir Bertil embætti ríkisstjóra. Hann er eftirsóttur ræðumað- ur, því að Ihanm er bæði fynd- inn og skemmtilegur. Hann heldur uppi sambandi við mörg sænsk æskulýðsfélög og hefur einna mest að gera af öllum hinum önnum köfnu prinsum. Albert prins í Belgíu er kvæntur einni af fegurstu prinsessum heims, hinni Ijós- hærðu Paolu prinsessu, sem fæddist á Ítalíu undir nafn- inu Donna Paola Margherita Maria Antonia Ruffo di Cala- bria. Albert prins er öldunga- deildarþingmaður og forseti belgíska Rauða krossins og stjórnar skrifstofunni, sem sér um utanríkisviðskipti Belga. Hann og Faola eiga þrjú ung börn. Albert prins fer að minns.ta kosti einu sinni á ári til ann- a.rra landa og stjórnar nefnd- um belgískra kaupsýslu- manna. Karl prins af Lúxemborg er nágranni Alberts. Hann er kvæntur stúlku frá Ameríku, dóttur Dillons, fyrrum fjár- málaráðher ra Ba ndaríkj anna. Karl prins stóð sig vel við að fá bandarísk fyrirtæki inn í landið, að fyrir 6 árum var ákveðið, að nóg væri komið af erlendum fyrirtækjum. Á árunum 1959 til 1961 var Karl prins formaður Iðnþró- unarnefindar Lúxemlbor.gar. Á síðasta ári kvæntist hann Joan Dillon. Bernharður prins af Hol- landi er ekki siður skrafhreif- inn en Filippus prins í Eng- landi. Harm er reiðubúinn að ralbba við fréttamenn blaða og sjónvarps um sig og fjöl- skyldu sína og starf sitt sem prins. Hann komst eitt'sinn þann- ig að orði um starf og að- stöðu hinna vinnandi prinsa: „Enginn konungur eða ríkis stjóri, hver sem hann kann að vera, hefur sjálfkrafa rétt til embættis síns. Konungur og fjölskyldumeðlimir þeirra hafa þennan rétt aðeins, þeg- ar þeir leggja sig fram og vinna landi sínu og þjóð, þannig að borin sé virðing fyrir þeim persónulega". - SKALHOLT FramhaJd af bLs. 10 undi af biskupum í Skálholti. Hann var af hinni göfugu ætt Oddaverja, sjálfur Sæmundur fróði var langafi hans, og Sverrir Noregskonungur og hann voru þremenningar að skyldleika. Hann var biskup í Skálholti á árunum 1195 til 1211 og er talinn í hóþi mestu hofðingja, sem þeim stað hafa þjónað. I kjallara Skálholtskirkju er steinkista þessi varðveitt og auk hennar nokkrir legsteinar og aðrir fomir munir. Þar er meðal annars legsteinn síðasta biskupsins, sem sat í Skálholti, legsteinn dr. Hannesar Finns- sonar, sem tók við af Finni föður sínum og gegndi bisk- upsembætti 1785 til 1796. Þenn- an legstein reisti Magnús Steph ensen þeim Hannesi biskupi og konu hans og syni, en fyrri kona hans var Þórunn, dóttir Ólafs Stephensens stiftamt- manns. 1 steininn er klöppuð eftirfarandi áletrun eftir því, sem ég fæ næsí komizt: HJÆR. HVtLA. / MIKILS. MERKIS. HJÓN. / DR. HANNES. FINNSSON. / BISKUP. SKÁL- HOLTS. STIPTIS. / OG. / ÞÓRUNN : ÓLAFSDÓTTIR. / FÆDD. / STEPHEN SEN. / ÁSAMT. / ÚNGUM. ÖÐR- UM. SYNI. ÞEIRRA. / ÓLAFI. / HANNES. FÆDDIST. VIII. MAJI. MDCCXXXIX. / DÓ. IV. AUGUSTI. MDCCXCVI. / ÞÓRUNN. FÆDDIST. IV. JULII. MDCCLXIV. / DÓ. VII. FEBRUAR. MDCCLXXXVI. / HANN. VAR. / LÆRÐRA. LJÓS. ÍSLANDS. UNAN. ALLRA. GÓÐRA. SÓMI. / ÞVÍ. MUN. OG. ANGRADT. ISALAND. / LENGI. SPYRJA. AÐ. LÍKA. HANS. EN. LENG- UR. ÞREYJA. / HÚN. VAR. / HONUM. SAMVALIN. AÐ. HVÖRRI DYGÐ. / OG. AT- GJÖRFI. ÖLLU. / JÖFN. AÐ. ÁSTSÆLD. OG. EPTIRSÝND. / BÁÐUM. LÍK. ECKJU. FRÚ. / BISKUPS. HANNESAR. / VALGERÐUR. JÓNSDÓTTIR. / VÍFA. PRÝDI. / VONAR. AÐ. HVÍLA. HÉR. VIÐ. HANS. SÍÐU. / UNDIR. ÞESSUM. ÚTHÖGGNA. STEINI. / SEM. HÚN. ÞEIRRA. SETTI. MOLD- UM. / SVOLÁTANDI. GRAF- LETUR. SETTI MDCCC. / MAGNÚS. STEPHENSEN. / Úr kjallara Skálholtskirkju liggja jarðgöng, sem til forna lágu til dómkirkjunnar frá staðarhúsunum. Þau hafa nú verið hlaðin að nýju, en neðsta hleðslulagið hefur að mestu haldizt óbreytt. Þegar ég hef lokið við að skoða hina ýmsu gripi og skrif- að niður grafletrið á steininum, sem ValgertSur biskupsfrú lét gera manni sínum, held ég út göngin. Á þessum sömu gólf- hellum igengu forðum Skál- holtsbiskupar í messuskrúða, konur þeirra og helztu stór- menni landsins. Þegar út er komið, leggst ég niður í grængresið til að hvíla lúin bein og horfi upp í heið- an himininn. Á þessum stað hlýtur hugur manns að reika aftur í liðna tíð. Hér á staðnum kviknuðu ástir þeirra Daða Halldórsson- ar og Ragnheiðar, dóttur Brynjólfs biskups. Þjóðin hefur nú í rúmar þrjár aldir geymt harmsögu þeirra, og hún hefur orði'ð skáldum að yrkisefni. Hér, einn dimman nóvember- dag, var Jón Arason, hinn síð- asti Hólabiskupa í kaþólskum sið tekinn af lífi ásamt sonum sínum, Birni og Ara. Þeim degi lýsir Gunnar skáld Gunn- arsson svo í hinu stórbrotna skáldverki sínu um Jón Ara- son: „Dapur og drungalegur rann yfir Island 7. dagur nóvember- mánaðar árið 1550, — dagur óafmáanlegrar svívirðu, dagur ævarandi sóma. Til dagrenn- ingarinnar sást raunar næsta lítið. Þungbúinn himinn hreytti snjé, en krapaskán frá nóttunni lá yfir hverri þúfu, hól, holti og steini. Elgurinn féll að ökl- um — sem bræddur hlekkur og kaldur þó — hverjum þeim, er út steig.“ Þessi atburður gerðist í bisk- upstíð Marteins Einarssonar, sem var annar í röðinni af hihum luthersku biskupum i Skáiholti. Hann átti Jóni Ara- syni ýmislegt grátt að gjalda, þótt það hafi að líkindum ver- ið að honuin nau'ðugum, að öxin og jörðir. var látin geyma Jón Arason og sonu hans. En fleiri víg hafa verið unn- in í Skálholti. Þar guldu Is- lendingar Jó.ni Gerrekssyni rauðan belg fyrir gráan. Þar fór síra Jón Héðinsson ásamt Grímseyingum og Hreppa- mönnum að fógetanum, Diðrik fra Mynden, og felldi hann og félaga hans árið 1539. En nú er sól farin að lækka á lofti og golan orðin kaldari. Ég legg upp frá Staupasteini að fornum sið, en þegar út á þjóðveginn kemur verð ég að nema staðar til a'ð hleypa fram hjá kúnum frá næsta bæ, sem stefna heim, kviðfullar, síð- júgra og þunglamalegar. Heimferðin er stutt, því að um margt er að hugsa. Ég ek upp hjá Laugarvatni og yfir Lyngdalsheiði og niður með Gjábakka, þar sem Ögmundur Pálsson hitti sendimann úr Skálholti, þegar hann var á leið heim af þingi. Sendimað- urinn bar honum þau tíðendi, að í fjarveru hans hefði Skál- holtskirkja brunnið til kaldra kola á ikammri stund. Sagan segii, að biskup hafi fallið me’ð- vitundarlaus af hesti sínum, '•nníremur er hann sagður haía mælt þessi orð: „Mér hefur hingað »il margt að óskum gengið, því er maklegt, þótt mé:' gangi nokkuð á móti.“ Síð- an hefur ekki brunnið kirkja í Skálholti. Á Þingvöllum, öðrum hinna helgustu staða þjóðarinnar, varpa klettar Almannagjár löngum skuggum. Fyrir ofan brúna fellur Öxará úr Drekk- inga'-hyl með þungum nið. — Þráinn. Gasprímusar Franskir gasprímusar kr. 340 með fyllingu og fót. Eins hólfa prímus kr. 610,— með kút. Eins hólfa prímus kr. 882.— með poka og kút. Eins hólfa stór, kr. 1.036.— með kút. 2ja hólfa kr. 1.036.— 2ja hólfa, stór, 1.385.— Prímusborð kr. 440.— Luktir kr. 345.—640.— Auk gaskúta og varahluta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.