Morgunblaðið - 28.07.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.07.1967, Blaðsíða 32
V) ALMENNAR TRYGGINGARfí PÓSTHÍISSTRÆTI9 SlMI 17700 RITSTJORN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA • SKRIFSTOFA SÍMI lO'IQO FOSTUDAGUR 28. JUIA 1967 Bækur hrukku úr hillum múrhúöun brotnaöi 27 jarðskjálftakippir fundust í Villingaholti í Flóa í fyrrinótt og gærdag MIKLAR jarðhraeringar urðu á Suðurlandsundirlendi, í Flóa, í Grimsnesi og víðar í fyrrinótt. Fundust þær m.a. í Reykjavík, Hafnarfirði, Surtsey og jafnvel í Borgarfirði og á allflestum stöðum í Árnes- og Rangárvallasýslum. Hófust jarðhræringarnar um kl. 10 á miðvikudagskvöld og síðasta kippsins varð vart í gærdag, 19 mín- ntur yfir tvö. Var það í Villingaholti í Flóa, en þar fundust flestir kippir — alls 27. Snarpasti kippurinn varð kl. 05.18 í fyrrinótt. Samkvæmt upplýsingum Ragn ars Stefánssonar, jarðskjálfta- fræðings hjá Vetðurstofunni, var snarpasti kippurinn 5 stig á Riehters-fskala og mun hann hafa mælzt á öllum þeim stöðum, sem jarðskj álfrtamælar eru hér á landi eða 5 stöðum. Jafnframt varð all harður kippur fyrir norðan í fyrrakvöld um kl. 22 og eru upp- tök hans skammt fyrir sunnan Grímsey. Mun styrkleiki hans Ihafa verið 4,5 á skala Ritíhters. Upptök jarðskjálftanna hér sunn anlands munu hins vegar vera nokkuð norðan og austan við Villingaiholt á allstóru svæði þar, við sýslumörk Árnes- og Rang- árvallasýslna eftir því sem næst verður komizt, 65 km frá Reykja vík. Ragnar Stefánsson tjáði Mbl. í gær, að Suðurlandsundirlendi — Árnes- og Rangárvallasýslur — væru eitthvert mesta jarðskjálfta svæði landsins og væri þetta með snörpustu kippum, sem komið hetfðu síðan 1912. Tveir aðrir kæmust ef til vill í samjöfnuð. Skjálftarnir miklu fyrir aldamót in síðustu — 1896 voru þó langt- um sitærri. Er styrkleiki þeirra á- ætlaður 7.5—8 stig. Stærstu jarð skjálftarnir, sem mælzt hafa eru um 9 stig á Riehter-skala. Ragnar sagði, að allt benti til, að upptökin væru á allstóru svæði um 65 km frá Reykjavík, en ekki taldi hann ástæðu til að setja orsök þeirra í sam- band við gos. Almennt er talið, að landið sé að togna, samanber kenningarnar um sprunguna í Atlantshafi. Við það, að sprunga þessi gliðnar myndast spenna, sem síðan leysist úr læðingi á vissum stöðum. Myndast þá jarð hræringar og munu þessir jarð- skjálftar líklegast eiga sér slik upptök — bæði sá er fannst í Grímsey, og sá á Suðurlands- undirlendi. Frú Gréta Jónsdóttir og Krist- ján Jómsson, bóndi í Viliinga- holiti í Flóa, fundu fynstu kippina kl. 22.03 í fyrrakvöld. í>au og fjölskylda þeirra skrifuðu upp tíma allra kippa, sem þau fundu og jafnframt, hvort þeir voru harðir, snarpir, meðalsnarpir eða litlir. Snarpasti kippurinn varð kl. 05.15, að því er frú Gréta sagði okkur, og stóð hann ýkju- laust í 15 til 20 sekúndur. Þá varð einnig snarpur kippur sex mínútur yfir miðnætti og fann hann maður, sem stóð úti á hlaði við bæinn. Framhald á bls. 31 Allmörg skip fengu góðan afla í gær I síldarfréttum LÍÚ frá því í gær segir: S.L. SÓLARHRING voru flest síldveiðiskipin einkum að veiðum á sömu miðum og að undanförnu, eða um 120 — 140 sjómílur SV- af Bjarnareyj- um. Á þessum slóðum var gott veður . Síldarflutningaskipin Síldin og Haförninn eru bæði á heimleið með fullfermi og þurfa því síldveiðiskipin nú að halda með afla sinn til lands. Eigi var kunnugt um afla bjá ís- lenzku síldveiðiskipum í Norður sjó. Undangenginn sólarhring til- kynntu 18 skip um afla, samtals 4.950 lestir. Hjá nokkrnm skip- anna er um að ræða afla, er Mikil laxveiöi enn sem komið er Aðeins dregið úr stangveiði siðustu daga vegna undangengis þurrviðris SUMARIÐ hefur verið mjög gott veiðisumar, það sem af er, og hefur verið ágætis laxagengd í flestum ám landsins. Það hef- ur verið mjög góð netaveiði í Árnessýslu og í Borgarfirði, og góð veiði hefur verið á stöng, enda þótt nokkuð hafi dregið úr henni síðustu dagana, vegna þurrviðris og lítils vatnsmagns í ánum, að þvi er Þór Guðjóns- son veiðimálastjóri, tjáði Mbl. Kvað hann þó góðar vonir um miklar aflahrotur seinna í sum ar, þegar vatn ykist aftur í veiði ánum. í Elliðaánum höfðu 305 laxar komið á land hinn 21. júli sl., en 2842 laxar farið í gegnum teljarann. í Korpu hefur orðið vart við allmiklar laxagöngur. 249 laxar höfðu komið á land i Laxá í Kjós hinn 25. þ.m. og 18 laxar í Bugðu. Hinn 21. þ.m. höfðu 467 laxar veiðzt í Norð- urá, en 411 laxar á sama tima í fyrra. Hefur heldur dregið úr veiði þar síðustu dagana vegna þess hve lítið vatn er í ánni. í Víðidalsá höfðu 233 laxar feng- izt 21. júlí sl. og um miðjan mánuðinn voru 226 laxar komn ir á land úr Blöndu. í Laxá í Þingeyjarsýslu höfðu 324 laxar veiðzt 21. júlí sl. Veiðimálastjóri tjáði Mbl. að hann væri mjög ánægður með þann ánangur, sem fengizt hefði í laxeldisstöðvunum. Hann sagði, að í Kollafirði hefðu ver- ið taldir 80 laxar allt upp í 15— 16 pund að stærð, en ekki hefði verið talið enn í öllum kistun- um. í Lárósi í Grundarfirði hefðu tveir laxar fengizt 1 gildru og í Tungulæk í Skaftaíellssýslu hefðu verið taldir milli 10—15 laxar. Engir þessara staða eru upprunalegir laxastaðir, heldur eru þetta allt laxar, sem sleppt hefur verið á þessum stoðum og þeir snúið aftur. landað hefur verið í flutninga- skip að undanförnu svo og afla, sem þau eru með á leið til lands. Bækurnar er hrundu úr bókahillum í Villingaholti í Flóa í jarðhræringunum í fyrrinótt. (Ljósin.: Sv. Þorm.) Misferli forstjóra B.H. vísað til bœjarfógeta Tryggt að endurgreiðsla fáist á fjárdrættinum BÆJARSTJÓRN Hafnarf jarffar kom saman til fundar í gær, og fór fundurin fram fyrir luktum dyrum. Til umræðu á fundinum var m.a. misferli fyrrverandi forstjóra Bæjarútgerðar Hafnar fjarðar, Kristins Gunnarssonar, en við endurskoðun reikn. út- gerffarinnar fyrr í þessum mán uði kom í ljós að forstjórinn hafði tekið út 700.742.35 kr. án þess að gera grein fyrir þeim. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam- þykkti á fundi sínum í gær, að faliast á ráðstafanir þær, er út- gerðarráð B.H. hefur gert tll a® tryggja hagsmuni útgerðarinn- ar, en vísaði málinu að öðru leyti til bæjarfógetaembættis- ins. llngir afbrota- menn KÆRT var til lögreglunnar hinn 17. þ.m. að stolið hefði verið 18 þúsund krónum úr bifreið, sem stóð við Arnarhvol. Rannsóknar- lögreglan hefur nú handsamið þrjá drengi á aldrinum 9-12 áTa, og hafa þeir viðurkennt þjófnað- inn. Voru þeir búnir að eyða 12 þúsund krónum, en gátu skilað 6 þúsund krónum. Upphaf þess máls er, að hinn 17. þ.m. kom útgerðarráð B.H. saman til fundar, og voru allir útgerðarráðsmenn mættir á fundinum að Kristni undanskild um. Voru þar lagðir fram reikn ingar B.H. fyrir árið 1966 og með þeim fylgdi bréf frá löggilt um endurskoðanda útgerðarinn ar, sem bendii m.a. á það í sam bandi við endurskoðunina, að upphæð sú, sem tilgreind væri á viðskiptamannalista, sem er biðreikningur vegna Kristins Gunnarssonar kr. 700.742.35, séu greiðslur, sem útgerðin hafi innt af hendi fyrir Kristin og pening ar, sem hann hafi tekið út. Séu greiðslur þessar á engan hátt 1 sambandi við reikstur útgerð- arinnar. Sé upphæðin öll frá ár- inu 1966, og hafi hún orðið hæst 1.026.650.35 kr. Á þessu stigi málsins samþykkti útgerð arráðið að fela framkvæmda- stjóra og lögfræðingi að ræða strax við Kristin Gunnarsson um greiðslu á fyrrgreindri upp- Framihald á bls. 31 Snjóaði i fjöll fyrir norðan VONZKUVEÐUR gekk yflr landið í fyrrinótt og gær. Norð- anlands snjóaði í fjöll og aur- skriða féll á Múlaveg við Ólafs- fjörð. í gærkvöldi var veðrið víðast að ganga niður aftur en heldur fór kólnandi í veðri. Mbl. hafði í gær samband við nokkra fréttaritara á Norður- og Austurlandi. Á Siglufirði og við Eyjafjörð hafði gránað nið- ur í miðjar hlíðar og bílstjóri, sem kom til Raufarhafnar, hafði þá sögu að segja, að Vaðlaheiði hefði verið hvít og í Ljósavatns skarði hefði verið snjókoma. Á sjöunda tímanum í fyrrakvöld féll aurskriða á Múlaveginn um 3 km. frá Ólafsfjarðarikaupstað. Var vegurinn lýstur lokaður 1 útvarpi, en þó ruddur af og til 1 gær og honum haldið opnum eft ir mætti. Áætlunarferðin til Ól- afsfjarðar féll niður en Siglu- fjarðarleið komst á leiðarenda. Á Akureyri var 4 stiga hiti um kvöldmat í gærkvöldi. Vélbáturinn Kristjám Valgeir kom með 190 tonn af síld til Vopnafjarðar í fyrrakvöld. Voru bæði astic-tæki bátsins bogin og reyndist ófært að gera við þau á Vopnafirði vegna sjógangs. Varð báturinn að sigla til Seyð- isfjarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.