Morgunblaðið - 20.08.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.08.1967, Blaðsíða 11
MORGtnSTBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 11 Guðmundur lllugason: SKORRADALUR Sumarkvöld við Skorrdalsvatn. SKORRADALUR er af mörgum talinn fegurstur og hlýlegastur allra dalanna í Borgarfjarðar- héraði. Hann er syðsti dalurinn norðan Hafnarfjalls og Skarðs- heiðar. Dalurinn snýr nokkurn veginn austur og vestur, en þó lítið eitt norðvestur og suð- austur. Hann er ekki beinn, heldur dálítið hlykkjóttur og misbreiður, ef fara á eftir því sem vötnum hallar. Neðan hans og vestan er suðurhluti Anda- kílshrepps. Neðsti hluti Anda- kílsár, sem kemur úr Skorra- dalsvatni, er Andakíll só er sveitin ber nafn af, síðan á sögu- öld. Dalurinn er um 50 m. hærri en sveitin fyrir neðan hann. Þar í mynni hans er harð- ur bergþröskuldur, sem ísald- arjökuli hefir lítt unnið á. Fram af honum fellur Andakílsá í mörgum fossum, sem lítið ber nú á nema í leysingum, vegna þess að þeim hefir nú verið breytt í ljós og aflgjafa fyrir Borgarfjarðarhérað með virkj- un þeirra: (Andakílsárvirkjun). Að norðan rís við mynni dals- ins Hastfjall, sem er um 225 m. hár bergkambur, sem rís upp af flatneskjum Andakíls og sést víða að. Vestan úr Borgarhreppi má greina að eggjar Hestfjalls bera svip af baki hests og mun nafnið af því dregið. Austan HestfjaUs er Hestháls, sem er þyrping ása og holta með slökk- um og daladrögum á millL Síðan kemur samfeldur háls milli Lundar-Reykjadals að norðan og Skorradals að sunnan. Ber hann ýmis nöfn, eftir bæjum þeim sem við hann standa beggja megin. Eftir þvf sem austar dregur á hálsinum, er hann flatlendari að ofan og hæðarmunur milli hans og dal- anna beggja vegna, fer minnk- andi. Endar hann þa r með tveimur fellum, Eiríksfelli og Vörðufelli. Fyrir botni Skorradals eru Skúlafell og Bollafell, en sunn- an við þau eru heiðadrög Botns- heiðar og Gagnheiðar, allt austur að Kvíyndisfelli á Bláskóga- heiði. Takmörk þessara heiða eru nokkuð óljós, en landa- merki jarða sem að þeim liggja skera úr um það, hvað hverjum hreppi tilheyrir. Að sunnanverðu, takmarkast Skorradalur austast, af Botns- heiði, en síðan af Vatnshorns- hálsi. Dalslakki inn af Svina- dal, sem er næsti dalur fyrir sunnan Skorradal, var áður í landi Vatnshorns í Skorradal. Þar var á 17. öld byggður bær sem nefndur var Grafardalur og var talinn í Skorradalshreppi þar til fyrir nokkrum árum að hann var sameinaður Svínadal og Hvalfjarðarstrandarhreppi. Vestan hálsins er dalverpi sem kallast Þófadalur eða Þjófadal- ur, en siðan kemur Dragafell (478 m.) Sunnan við það er Geldingadragi. Þar fyrir vestan eru suðurtakmörk Skorradals Skarðsheiði og við mynni dals- ins að sunnan er Brekkufjall. Til Skorradals liggja götur og gangvegir úr öllum áttum. Að vestan, úr Andakíl, liggja tveir vegir upp í dalinn, sinn hvoru megin við Andakílsá. Norðan ár er Fossavegur, upp hjá bæjun- um Miðfossum og Syðstu-Foss- um og þaðan upp Fossabrekku upp í dalinn. Að norðan er veg- ur yfir Hestháls úr Lundar- Reykjadal. Að austan er ennþá enginn akvegur, en framtíðar áætlunin er sú að leggja veg af Uxahryggjum niður í Skorra- dal. Að sunnan er vegur úr Svínadal yfir Geldingadraga, austan Skarðsheiðar. Vegurinn sunnan Andakílsár upp í dalinn að vestan heitir Mófellsstaða- vegur, upp hjá bæjunum Neðri og Efri-hreppi, sem eru neðstu bæir í Skorradal, að sunnan verðu. Þetta eru nú hinir ak- færu vegir í Skorradalinn, góðir vegir og akfærir öllum bifreið- um. Við skulum nú athuga þessai- leiðir í Skorradalinn og um hann og vita hvað fyrir augu ber. Við förum þá fyrst Fossaveg- inn. Hann liggur þvert af Vest- uriandsbraut í austur, rétt fyrir norðan Andakílsárbrú, yfir holt og flóasund. Fossa-bæirnir tveir eru sunnan við hann undir all háum melbrekkum, sem heita Fossabrekkur. Vegarafleggjari liggur heim að bæjunum, og þaðan að Andakílsárvirkjun og bústöðum starfsmanna við virkjunina. Þegar upp á Fossa- brekkur er komið, taka við sléttir melar inn að neðsta bæn- um í Skorradal, að norðanverðu, sem heitir Hálsar. Af Fossa- brekkubrúnum er mjög víðsýnt yfir undirlendi Borgarfjarðar- héraðs, og fjallagarðurinn, alla leið frá Baulu í Norðurárdal og vestur á Snæifellsjökul blasir við augum. Á melunum liggur vegurinn yfir tvær gamlar göt- ur, sem áður voru fjölfarnar. Akranes var áður aðal verzlun- arstaður Borgfirðinga og leiðin milli Akraness og uppsveita Borgarfjarðarhéraðs lá yfir Hestháls. Sú leið skiptist þarna nyrzt á melunum, eftir því hvort farið var utan Hafnarfjalls eða yfir Skarðsheiði. Nú sést lítið fyrir hinum gömlu götum, sem hestalestirnar liðuðust um áður fyr, enda eru þær nú fáfamar. Frá bænum Hálsum liggur vegurinn inn dalinn, með Anda- kílsá á hægri hönd. Áin er þar lygn og liðast um sléttlendi sem er þarna allmikið, þar sem dal- urinn er breiðastur. Á vinstri hönd eru skógi vaxnir ásar Hest hálsins. Fram undan blasir við Skorradalsvatn og skógi vaxnar hlíðar Skorradals báðu megin við það. Inn undir vatnsósnum koma krossgötur. Vegurinn til hægri liggur þvert yfir Skorra- dal, en til vinstri yfir Hestháls til Lundar-Reykjadals. Fram undan er vegurinn inn Skorra- dalinn norðan vatnsins. Þar er höfuðbólið Grund á vinstri hönd og liggur vegurinn í gegn- um túnið, sem er bæði stórt og vel slétt. Grund í Skorradal var byggð í stekkjarstæði næstu jarðar, Vatnsenda, um 1660 af Páli Teitssyni frá Lundi. Byggði hann fyrir Brynjólf biskup Sveinsson, sem átti jörðina og þótti þarna svo fagurt bæjar- stæði að hann lét þarna byggja bæ, sem hann ætlaði Margréti konu sir.ni til eignar og ábúðar ef hann félli frá. Setti hann þarna upp hálfkirkju, sem svo var kallað og voru þar tíðir veittar um 30 ára skeið. Um 1690 eignaðist Sigurður í Leir- árgörðum, sonur Árna lög- manns Oddssonar, jörðina. Hefir hún síðan verið í eigu þeirrar ættar og þeir ættmenn búið þar oftast og búa þar enn í dag. Næsti bær fyrir innian Grund, er Vatnsendi. Það hefir alla tíð verið talin góð bújörð. Vegur- inn er þar um túnið. Næsti bær er Hvammur, lítill bær í grösug- um hvammi. Fyrir ofan (norðan) hann eru klettar allháir í háls- inum, en fyrir austan og innan allmikil hæð, sem er skógi vax- in. Hvammur hefir verið í byggð síðan á söguöld. Þar bjó þá Þor- gríma smiðkona. Hún átti nauta hóp fyrir sunnan vatn, sem hólm verjar ætluðu að ræna, en for- ustuuxinn, sem var alpagrár, tók þá á rás út í vatnið og synti frá Drageyri yfir í Hvamm og öll nautin á eftir honum. í Hvammi býr nú umsjónarmað- ur skógræktarinnar í Skorradal. Frá Hvammi liggur vegurinn upp ali bratta brekku, því segja má að lágur fjallsrani gangi þar suður úr hálsinum og myndi þar stutt og digurt nes út í vatnið, svo að á vatnið kemur þarna allmikil beygja. Efst á þessum rana er bærinn Dagverðarnes, sem áður mun hafa heitið Digra nes. Þaðan er best yfirsýn um dalinn, því bærinn stendur það hátt upp í hlíðinni að sjá má þaðan yfir Skorradalsvatn allt og endiiangan dalinn. Frá Dagverðarnesi hallar veg- inum aftur niður undir vatnið. Þar á hægri hönd, niður við vatnið er lítil og slétt eyri, sem nú er búið að gjöra að ræktuðu túni. Þar var um langan aldur smábýli, sem öðru hverju var í byggð, fram yfir síðustu alda- mtó og hét Gunnarseyri. Við Gunnarseyri eru landa- merki jarðanna Dagverðarness og Stlpastaða, Eigandi Stálpa- staða, Haukur Thors, gaf Skóg- rækt ríkisins jörðina fyrir nokkrum árum og er hún nú af- girt og friðuð og er þar árlega unnið að skógrækt og margvís- legum skógræktartilraunum. Gamli bærinn á Stálpastöðum stendur þó enn og falleg reyni- viðarhrísla á hinu gamla hlaði. Næsti bær fyrir innan Stálpa- staði er Háafell. Þar bjó á ár- unum 1821 — 1866 merkilegur maður sem hét Guðmundur Þor- valdsson. Hann var langt á undan samtíð sinni í jarðabót- um. Var búinn að slétta allt sitt tún um 1850, hlaða garð í kringum það og láta gera stein- lagða tröð í gegnum það, því götur lágu um hlað á Háafelli og þar liggur vegurinn enn. Hann var líka alkunnur læknir. í Iandi Háafells er volg upp- sprettulind. Guðmundur lét gera þar laug og byggði hús yfir hana fyrir holdsveikis og gigt- asjúklinga sína. Sjást ennþá ummerki þessa mannvirkis rétt ofan við veginn, nokkuð fyrir innan girðinguna milli Stálpa- staða og Háafells. Drykkfeldur var Guðmundur og þá óróa- maður og umsvifamikill. Heima var hann aldrei drukkinn, því hann vildi ekki tefja vinnufólk sitt með drykkjulátum sínum. Vinnukonur hans þóttu frjó- samar í meira lagi, en vinnu- menninir voru skráðir feður áð börnum þeirra. Á hlaðinu á Háa felli er stærsta og limmesta reyniviðarhrísla sem til er í Borgarfirði og þó víðar sé leitað. Fyrir innan Háafell er stór- vaxnasti birkiskógur í Skorra- dal norðanverðum. Er þá komið í Fitjaland, en Fitjar eru næsti bær fyrir innan Háafell. Er það nokkuð löng bæjaleið þar á milli. Þar eru sléttar grundir ofan vegarins sem heita Eini- berjaí'latir. Við enda vatnsins þrýtur skógurinn að mestu. Innan vatnsins er allstórt og slétt undirlendi, fitjarnar. Eftir þeim rennur Fitjaá í enda vatnsins, lygn og tær. Hinu megin árinnar, gegnt ósnum er bærinn Vatnshorn. Þar bjó Helgi Harðbeinsson á söguöld, kappi mikill og hraustmenni. Sá bær er nú í eyði. Fagurt og staðarlegt er að horfa heim að Fitjum frá grund- unum fyrir oftan vatnsendann. Bærinn stendur þar sunnan undir grasi gróinni hlíð, sem er all há og með nókkrum kletta- beltum efst i brúnum. Vestur og suður frá bænum liðast Fitjaá eftir sléttlendi, þöktu kjarngresi. Á Fitjum er kirkju- staður og hefir svo verið um langan aldur. Er það annexía frá Lundi og þar hafa búið lærðir menn og fróðir um lang- an aldur. Fitjakot var smábýli vestan við túnið á Fitjum. Það var í byggð annað veifið fram yfir síðustu aldamót og sést enn fyrir tóptum þess. Gegnt Fitjum, hinu megin við ána er bærinn Bakkakot, nú í eyði. Vegurinn liggur um hlaðið á Fitjum og gegnum túnið, sem er Framhald á bls. 18. Jí slófíi um eroa rsitis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.