Morgunblaðið - 20.08.1967, Síða 14

Morgunblaðið - 20.08.1967, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST ÚtgefaTidi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: 1 lausasölu: Áskriftargj.ald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti -6. Sími 10-1100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. 7.00 eintákið. á mánuði innanlands. BRAÐLÆTI FRAMSÓKNAR - GÆFUSNAUÐ STEFNA UTAN ÚR HEIMI Longley berst við ránsmennina í Portsmouth. Gleymska á glæpi SVIÐIÐ er fjölfarið stræti. Skyndilega hlaupa tveir menn að verzlunar- glugga, mölva hann og láta greipar sópa um skartgrip- ina, sem þar eru til sýn- is. Þeir hefðu vafalaust komizt fyrirhafnarlaust á hrott með ránsfenginn, ef einn vegfaranda hefði ekki skorizt í leikinn. Þessi veg farandi var Peter Long- ley, póstþjónn að atvinnu. Hann greiddi öðrum ráns- mannanna hnefahögg á gagnaugað og hélt öðrum þar til hjálp barst. Af öll- um manngrúanum á þessu stræti í Portsmouth var Longley sá eini, sem reyndi að gera eitthvað í málinu. Hins vegar hafði Longley ekki hina minmtu hugmynd um að þetta rán var sett á svið, að tillhlutan sjónvarps- fyrirtækis eins, sem vildi kanna hversu margir almenn ir vegfarenduir væru reiðu- búnir að taka lögin í sínar eigin hendur. Árangurinn var mjög at- hygliisverður. f öllum þeim glæpum. sem settir voru á svið var Longley eini maður- inn, sem tók til sinna ráða. Lögreglustjórinn í Hamps- hire, Douglas Osmond, sagði um árangurinn: „Áhugi al- mennings á því að stemma stigu við glæpum virðist því miður hlutlægur fremur en persónulegur.“ Faldar kvikmyndavélar tóku myndir af öllum hinum sviðsettu glæpum ag árangur inn er heimildarkvikmynd, sem var frumsýnd 8. ágúst sl. í Lundúnum. Það, sem áhorfendur sáu á hvíta tijaildinu, var þetta: 1. Þrettán ára gömul telpa var dregin gegn vilja sínum, æpandi inn í bifreið, sem síðan ók á brott á ofsahraða. Þetta gerðist á fjölförnu verzlunarstræti. Tugir manns horfðu á atburðiinn, en eng- iinn hreyfði hönd eða fót til að koma í veg fyrir hann. 2. Lögreglumenn rændu skartgripaverzlun í Bourne- mouth um háibjartan dag. Þeir hlupu frá verzluninni með ránsfenginn og báru á milli sín særðan mann. Fóik átti leið fram hjá — en enginn sfcarst í leikinn né einu sinni tók eftir númeri bifreiðarinn- ar, sem ránsmennirnir flúðu í. 3. Þjófnaður í verzlun í Winchester. Einn vegfaranda kvaðst muna númer bifreið- arinnar, — en það reyndist rangt. 4. Lagreglumenn sýndu myndir af eftirlýstum manni, farþegum í ferjunni í Sout- hampton. Maðurinn gekk á meðal farþeganna og ræddi við þá, en enginn veitti því athygli, að hann var sá sami og lögreglan hafði lýst eftir. Síðar neituðu sumir farþeg- anna að hafa séð hann þótt þeir hefðu talað við ha.nn rétt óður en myndin var sýnd þeim. Peter Clark, sá sem lét gera heimildarkvikmyndina, sagði við frumsýninguna: „Gleymsk an á glæpi er furðuleg. Fólk virðist svo staðráðið í að skipta sér ekki af öðrum en sjálfum sér, að það bókstaf- lega veit ekki hvað er að ger- ast fyirir framan nefið á því.“ TLffargur skyldi halda, að nægilega hefði verið rætt um nytsemi gjaldeyrisvara- sjóðs þjóðarinnar, til þess að Framsóknarflokkurinn og málgagn hans væru farin að skilja kjarna þess máls og hefðu látið sannfærast. Svo virðist þó ekki vera. Æ ofan í æ — og síðast í gær tönnl- ast blaðið á því, að nær hefði verið að fylgja tillögum Framsóknarmanna á sínum tíma um að draga úr sjóðn- um. öllum sæmilega skyniborn- um mönnum er ljóst, að þessi stefna Framsóknar mundi hafa leitt til þess, að gjald- eyriseign þjóðarinnar væri nú þegar á þrotum. Skakka- föllum útflutningsframleiðsl- unnar hefur einungis verið hægt að mæta haftalaust, af því að sjóðurinn var ekki skertur meðan betur áraði. Það er hin hyggilega stefna viðreisnarstjórnarinnar, sem þjóðin hefur notið að undan- förnu. Endurtekin skrif framsókn armálgagnsins um að rétt- ara hefði verið að ráðstafa gjaldeyrisvarasjóðnum fyrr verða með engu móti skilin á annan veg en þann, að blaðið sé mjög farið að lengja eftir því ástandi, sem skap- azt gæti er sjóðinn þryti með öllu. Er svo að sjá í ritstjórn- argrein blaðsins í gær, að far ið sé að gæta einskonar til- hlökkunar yfir því, að nú sé e.t.v. farið að hilla undir að það ástand skapist, sem Fram sóknarmenn lögðu svo mikla áherzlu á að stefnt yrði að í tillögum sínum um eyðslu gjaldeyrisvarasjóðsins. Blaðið segir m.a.: „Mjög gengur nú á gjald- eyrisvarasjóðinn og verður hann fljótt þrotinn með sííku áframhaldi. Þá taka við inn- flutningshöft og jafnvel skömmtun brýnustu nauð- synja . . . Sú staðreynd, að þetta höf uðmálgagn stjórnarandstöð- unnar telur svo skammt í höft og skömmtun brýnustu nauðsynja — en telur þó ekki nóg hafa gengið með ráð stöfun gjaldeyrisvarasjóðs- ins, er enn ein staðfesting á hinni ömurlegu og gæfu- snauðu stefnu þessa stjórn- málaflokks. Hann þráir höft- in. ÞJÓÐHOLLUSTA ÞEIRRA C[ú tilhlökkun, sem vart ^ verður í skrifum stjórn- arandstæðinga um erfiðleika þjóðarbúsins um þessar mund ir, er góður mælikvarði á þjóðhollustu þeirra. Af því að þeir sjálfir fara ekki með stjórn í landinu, finna þeir til gleði yfir því að við marg- an vanda skuli þurfa að glíma. Þeir gera sér vonir um, að vandamálin muni bæta vígstöðu þeirra til gagn rýni á ríkisstjórnina og stuðn ingsflokka hennar. Þegar þeir eygja möguleika á slíku, láta þeir sér fátt um finnast þó að þessir erfiðleikar — verðfall, aflaleysi og fleira — hljóti að sjálfsögðu óhjá- kvæmilega að bitna á þjóð- inni allri, ef svo fer fram um langa hríð. Þessi lítilmannlega afstaða stjórnarandstæðinga lýsir ekki þjóðhollu innræti. Þvert á móti sýnir hún, að enn sem fyrr eru það völdin, sem hugur þessara manna snýst um — en ekki hagur þjóð- arinnar. Hagur og afkoma þjóðarinnar má þeirra vegna verða eins slæm og verkast vill, aðeins ef slíkt gæti greitt götu þeirra í valdastólana. Þar vilja þeir svo geta ráðsk- azt yfir hlut hvers manns, eins og þjóðin hefur áþreif- anleg dæmi um frá fyrri tíma. Óhjákvæmilegt er að gera sér grein fyrir þessu eðli hinn ar misheppnuðu stjórnarand- stöðu, sem við eigum nú við að búa í þessu landi. Með til- liti til þess mikilvæga hlut- verks, sem heilbrigð og þjóð- holl stjórnarandstaða getur gegnt í lýðræðislandi, er vissulega illt til þess að vita, að hún skuli svo aum vera hér. Af tvennu illu má þó flestum vera gleðiefni út af fyrir sig, að slík öfl skuli stöðugt vera í stjórnarand- stöðu — en þeim ekki hleypt til ráða. Það ber vitni góðri dómgreind þjóðarinnar. - VISINDAMENN Framhald af bls. 10. an hátt hefur hlaðizt upp bunki af jarðlögum, sem unnt er að tímasetja. f öðrum löndum, þar sem eldvirknin hefur ekki komið til, hafa yngri meginjöklar rót- að eldri lögunum, þannig að erfitt er að setja loftslagssveifl- urnar inn á raunverulegt tíma- talskerfL Bezt eru ísaldarminjar með tilliti til rannsókna varðveittar á Tjörnesi. Þar hafa verið að hlaðast upp jarðlög nær óslit- ið frá því að lok tertíer eða síð- ustu 4—5 milljón árin. Komið hefur í ljós við rannsóknir á Tjörnesi, að jökulskeiðin hafa verið 10 — þ.e. fundizt hafa 10 lög af jökulruðningi. Um all lang an tíma hefur það verið álit manna, að jökulskeið hefðu að- eins 4—5 sinnum gengið yfir jörðina, en rannsóknir á Tjör- nesi hafa nú tvöfaldað þá tölu. Þá hefur einnig verið litið, að ísöldin hefði staðið í 600 þúsund ár eða eina milljón ára, en við síðustu rannsóknir, þar sem stuðzt er við bergsegulmæling- ar og aldursákvarðanir, hefur komið í ljós, að ísöldin nœr yfir nærri 3 milljón ára skeið. Þessu til söunnunar má geta þess að Búlandshöfðalögin, sem eru frá miðri ísöld, eru rúmlega milljón ára gömul. — Jú, ef við víkjum nú aft- ur að Tjörnesi, þar eru gömul skeljalög, sem fræg eru orðin. Ofarlega í þessum lögum verður skyndileg breyting í tegundum hinna steingerðu skelja við Hall- bjarnarstaðaá. Þar koma til sög- unnar skeljar, sem ekki verður vart í neðri hluta laganna — og reyndar ekki lifað í Atlantshafi þar til lögin í Hallbjarnarstaða- kamibi fóru að hlaðast upp. Það var álitið, að loftslag hefði versnað skyndilega, enda eru nýju skeljarnar tegundir, sem nú lifa í fremur köldum sjó, t.d. við strendur fslands t.d. Krók- skel. Hins vegar hefur komið í ljós við rannsóknir Síðustu ára, að allar þessar nýtilkomnu skelj ar eru ættaðar úr Kyrrahafi. Þær munu hafa sloppið gegnum Beringshaf, þegar það myndað- ist og meginlandið, sem þar var sökk í sæ, en fram að þeim tíma höfðu Norður-Ameríka og Asía verið tengd landssvæði, eitt meginland. — Af þessari ástæðu beinist áhugi bandarískra jarðfræðinga að Tjörnesi, því að þar er unnt að aidursákvanða þann atburð, er Ameríka losnaði út tengsium við Asíu. Setlögin og blágrýtis- lögin á Tjörnesi gera þessa ákvörðun kleifa. Eftir bráða- birgðaniðurstöðum virðist þessi atburður hafa gerzt fyrir um það bil þremur milljónum ára. — Vart verður við sams kon- ar breytingar á sjávardýralífinu á fleiri stöðum. í Norðursjó verða sömu breytingar og fram til þessa hefur verið álitið á ís- öld hafi gengið í garð, þegar „Kyrrahafs“skelj a tekur að gæta í jarðlögum þar. Þar af leiðandi fengu Bretar áhuga á þessum rannsóknum og aldursákvörðun- um á Tjörnesi, en með þeim er unnt að tengja þessi elztu ís- aldarlög í Norður sjávarlöndum við raunverulegt tímatal. Er það ástæðan fyrir því að Bretar vinna nú að aldursákvörðunum fyrir okkur í Cambridge. — Af þessu má sjá, að ísland er einstakt land í þessum ís- aldarrannsóknum. Það sem við getum lagt til málanna er m.a. raunverulegt tímatai í hundruð- um þúsunda ára eða ármilljón- um, og þar með stutt það ártala lausa tímatal, sem byggt hafði verið upp með rannsóknum á steingerfinigum og gerð og legu jarðlaga. Þessar jarðfræðirann- sóknir, sem ég hef getið, eru auðvitað árangur sumranna í mörg ár, en verkefnið er ótæm- andi og heillandi. Jú, eins og ég sagði áðan, hefur ísland upp á einstakar aðstæður að bjóða til jarðfræðirannsókna. Hins vegar er aðstaða okkar jarðfræðing- anna fremur erfið og reyndar nú hin síðari árin að verða óvið- unandi, sagði Þorleifur Einars- son að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.