Morgunblaðið - 20.08.1967, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.08.1967, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 27 Hver hefði trúað því fyrir 20 ár- um að hægt yrði að aka bíl fyrir Búlandshöfða Þuríður Magnúsdóttir frá Súðavík 75 ára Afmœlissamfal v/ð Ágúst í Mávahlíð ÞAÉ er á morgun, sem sá ágæti heiðursmaður, Ágúst í Mávahlíð undir Búlandshöfða á Snæfells- nesi heldur upp á sitt' sjötugasta ár. Mér fannst rétt að láta þenn- an merkisdag í lífi þessa góða snæfellska bónda, ekki fara fram hjá mér, svo ég tók mig til og heimsótti haran í vikunni og hafði af því bæði gagn og gaman. Hann Ágúst er hress í máli. Hefir lengi staðið framarlega í fylkingu snæ fellskra sjálfstæðismanna ein- arður og ákveðinn í skoðun, málafylgjumaður góður og ein- lægur hverjum góðum málstað. Auk þess að vera góður bóndi, var hann lengi póstur víða um Snæfel'lsnes í erfiðum veðrum og vegleysum. Kom honum þá, sem oft síðar róleg yfirvegun og yfir lætisleysi vel að notum. Eins og áður er getið er Mávahlíð við rætur Búlandshöfða og þegar þar var farið um, voru Höfða- skriðurnar erfiður faratálmi, og var því oft leitað fylgdar Ágúst- ar, hvort um sumar eða vetur var að ræða. Það hefir hann sagt mér, að oít hafi verið erfitt að koma ferðamönnum yfir skrið urnar, sérstaklega er svellalög voru. Voru þá spor höggin í svell in og munaði þá oft mjóu því fyrir neðan er hyldýpi, klettar og sjór. En ailtaf var hamingj- an með í för. Eitthvað það erfið- ásta, sem Ágúst komst í þegar um skriðurnar var farið, var þeg ar hann þurfti að sækja bygging- arefni að Bryggju, þar sem Tang og Riis höfðu útibú, þá varð tiann að reið efnið allt á klökk- um og það var snilld segir Ágúst að sjá hversu vel og gætilega hestarnir þræddu nauman veg inn. — Eg var á Stakkhamri til 1921, segir Ágúst. Þá giftist ég konu minni, Þuríði Þorsteins- dóttur. Hún er ætiuð af Suð- urnesjum, en alin upp í Hól- koti í Staðarsveit. Við fluttum a'ð Ingjaldshóli. Pétur föðurbróð ir minn bjó þar og vildi hann að ég kæmi og byrjaði búskap hjá sér og var hugmynd hans að ég tæki við jörðinni af honum, en þegar til kom gat hann ekki ráðið því og fór ég þaðan eftir rúmt ár. Þá vildi svo til að ég gat fengið Mávahlíðina keypta, en hún var þá í eigu tveggja manna. Var ég ekki lengi að hugsa mig um. Síðar fékk ég svo hinn helminginn keyptan. Hér hef ég svo búið í 45 ár. — Margt hefur breyst síðan þú hófst búskap? — Já, framfarirnar hafa verið stórstígar og kannski mestar síð astliðin ár. Það var ekki beint a'ð laðandi að koma hér fyrst að hálfföllnum húsum, þýfðu túni og litlu. Ég held ég hafi feng- ið rúm tvö kýrfóður fyrsta árið af hálflendunni. Svo var ekkert annað að gera en hressa við bæ- inn svo hægt væri að hýrast í honum. Seinna byggði ég svo þetta íbú'ðarhús og enn síðar gripahúsin eins og þau eru nú. í dag á ég gott bú. Fæ ca. 1200 hesta af túninu, og nú í sumar hefir heyskapur gengið með af- brigðum vel hér, tíðin góð og ég geri ráð fyrir meiri og betri heyjum en í fyrra. Nú er túnið slétt og vélakostur ágætur. Ég hefi við þetta notið styrks minn ar ágætu konu, og ekki má ég gleyma bömunum, en þau áttum við sex. Fjögur eni farin frá okkur, gift, en tveir drengirnir eru heima og vinna á búinu og þegar ég tala um það sem gert hefir verið eiga þeir sinn bróð- urpart í því. — Þú ert þá ekki svartsýnn? — Síður en svo. Ég tel mig hafa verið gæfumann í lífinu. Starfið hefur haft heillarík áhrif á mig, og þótt þa'ð hafi verið strangt á köflum hefur ánægj- an aukizt við að sigrast á erfið- um viðfangsefnum. Menn eiga að stækka en ekki minnka i baráttu við erfiðleikana. Það er undrunar og gleðiefni hversu þjóðin hefur lyfst til bjargálna á nokkrum árum, og hversu allt er auðveldara í dag, ef manndómur er fyrir hendi til að komast áfram. Tækifærin eru á hverju strái. Hver hefði t.d. Það eiga margir leið að Máva- MíS og gott að koma þangað. Menn fara þar jafnan „glaðari á svipinn" eins og í kvæðinu stendur. Frá mörgu er að segja, og þótt Agúst finnist það ekki í frásögur færandi er margt þann 'ig, sem hann segir frá, vel þess KrlrSi að þögnin taki ekki á móti því til sevarandi geymslu. Ágúst er fæddur að Stakk- ¦hamri í Miklaholtshreppi. Þar bjuggu rausnarbúi foreldrar hans Lilja Benjamínsdóttir, ætt- uð úr Staðarsveit og Óli Jóns- son, sonur Jóns í Borganholti Jónssonar. Óli var dugnaðarmað- <ur að hverju sem hann gekk, *svo sem hann átti kyn til. Ein- *uim bróðiur Óla kynntist ég, Elin- íusi, sem lengi var formaður, Verzlunar- og kaupfélagsstjóri í ölafsvík og gegndi þar auk þess taörgum trúnaðarstörfum. Elin- 4us var traustur og ákveðinn mað iur, vinfastur og mikill baráttu- taiaður aUs Þess er hann taldi Inorfa til heilla landi og lýð og á samtíð hans svipmiklar mynd ir frá kynnum við hann. fyrir 20 árum trúað því, að hægt yrði á'ð aka eftir góðum vegi um Búlandshöfðann í dag. Samgöng urnar hafa batnað og vegakerf- ið orðið með því bezta á land- inu. Ég held að engum manni sé einS að þakka hversu vel er komið í vegamálum og sam- göngumálum okkar Snæfellinga og Sigurði Agústssyni, þeim öt- ula og ósérhlífna manni. Sam- göngurnar létta okkur búskap- inn. Það er talað um dýrtíð, og auðvitað er meiri kostna'ður við framleiðsluna í dag en var fyrir nokkrum árum, en hinu má þá ekki gleyma, að það kemur líka mikíð í aðra hönd fyrir afurð- irnar, og myndi samanburður nú og fyrir 25 árum verða mik ill plús fyrir daginn í dag, að ekki sé talað um hversu vélarn- ar hafa tekið af manni erfiðið. — Þú varst var við í kosn- ingunum í sumar að Framsókn- armenn töldu allt á niðurleið? — Já, maður heyrði þetta vol og væl þeirra, en þjóðin sýndi þann þroska, að láta slíkt sem vind um eyru þjóta. Hún hefir annað að gera í önn uppbygg- ingar en að hlusta á harmagrát þeirra sem hafa orðið af strætis vagninum og reyna allt til að hindra eðlilega uppbyggingu, menn sem telja betur varið pen ingum í byggingu og rekstur veitingahallar í Reykjavík en í sameiginlegan bjargráðasjóð bændanna, en þa'ð tel ég stofn- lánadeildina vera og hvern eyri sem í hana kemur. Sl. 8 ár. eða tímabil Viðreisnarstjórnarinnar tel ég hafa verið bændastéttinni þau hagstæðustu, og mikið happ var það ísl. bændastétt aS fá Ingólf Jónsson fyrir landbún- aðarráðherra. Hann hefir frá fyrstu tíð sýnt það að hann er dugmesti og hagsýnasti maður í þeirri stöðu, sem landið hefir eignast, það er ekki ofmælt enda fékk hann veríSugt traust í sein ustu kosningum. Ég á þá ósk bezta ísl. bændastétt til handa, að hún megi njóta hans sem lengst. Að lokum vil ég segja, að mér finnst gaman, að sú kynslóð sem ég tilheyri skuli hafa öðlast þá hamingju að skila í hendur Tesk unnar betra landi og fleiri tæki færum en við okkur blöstu í æsku. Eg vona bara að hún reyn ist landi og þjóð þannig að á- framhaldandi sókn verði á öll- um sviðum, en um leið og hún tapi engu af þeim manndómi og því trausti sem við, þessir eldri menn berum til hennar, heldur bæti þar við og minnist lengi þeirra oroa að maðurinn lifir ekki af einu saman brauði. A. H. í DAG, 20. ágúst, er frú Þuríð- ur Magn.úsdóttir frá Súðavík 75 ára. Munu hinir mörgu vinir hennar samfagna benni á þess- um merkisdegi. Frú Þuríður er Arnesingur að ætt. Foreldrar hennar voru þau hjónin Magnús Símonarson í Þor lákshöfn og kona hans Helga Jónsdótfir. Þegar frú Þuríður Magnúsdóttir var að alast upp, gat ekki verið um jafn fjöl- breytt tækifæri til menntunar að ræða og nú. Hitt er óhætt að fullyrða, að þau fáu tækifiæri, sem gáfust, voru nýtt þeim niun betur. Frú Þuríður átti þess kost í æsku að sækja námskeið í bóklegum ' greirium á Éyrar- bakka. En bezta vegárnestið hygg ég að hún telji sjálf dvöl á fyrirmyndarheimilum bæði á Eyrarbakka og víðar. Svo mikið er víst, að frú Þuríður hefur ávaxtað sitt pund vel og margur hlotið blessun af lífsstarfi henn- Þurfður giftist 22. des. 1918, Grimi Jónssyni, útvegsbónda og kaupmanni í Súðavik. Bjuggu þau hjón á hinu forna höfuðbóli, Súðavík, við mikia rausn og höfðingsskap, unz þau fluttu til Reykjavíkur haustið 1951. Áttu þau lengst af heima þar á Reyni mel 50, í sama húsi og frú Sigur jóna, systir Þuríðar, og maður hennar Magnús Jónasson, hús- gagnasmiður. Síðustu árin hafa þau heiðurshjón, Þuríður Magn- úsdóttir og Grímur frá Súðavík, dvalið að Hrafnistu. Frú Þuríður Magnúsdóttir á langa og merka sögu að baki. Er þess enginn kostur og rekja hana í stuttu máli. Þuríður minn ir um margt á hinair rammís- lenzku höfðingskonur, sem uppi hafa verið á öllum öldum sögu vorrar. Þær virSast hafa verið beinir arftakar kvenskörung- anna, sem skipa öndvegi í bók- menntuTn vorum fornum við hlið hinna ágætu kappa. Grimur Jónsson, ma5ur Þur- íðar, rak lengi míkinn útveg í Súðavík, auk þess sem hann var hreppstjóri, hreppsnefndar- oddviti og gegndi ýmsum öðr- um opinberum tnúnaðarstörfum. Það kom því í hlut frú Þuríðar að stjórna landbúskapnum, jafn framt því, sem hún var húsmóð- ir á hinu stóra heimili. Öll þessi vandasömiu störf leysti frú Þuríður af hendi með miklum sóma. Hún er kona ágæt- lega gefin, fljóth'Uga og snar- ráð. Sópaði jafnan að henni og þótti muna um hana, þar sem hún beitti sér. En þrátt fyrir mikil umsvif vegna búsins og heimilisanna, gaf hún sér einnig tóm til að sinna ýmsum málefnum sveit- unga sinna. Var líka oft til henn ar leitað, þegar vanda bar að höndum. Hvort heldur voru veik indi eða önnur áföll, sem að steðjuðu, þá var frú Þuríður jafnan boðin og búin til að rétta hjálparhönd og lét engan bág- staddan synjandi frá sér fara, enda vor>u þau hjón bæði sam-. hent og samtaka í því, sem öðru. Frú Þuríður hafði fopgöngu um stofnun kvenfélags í hreppnum og vann þar, ásamt mörgum öðr um góðum konum, ómetanlegt starf. Þau hjón, Grímur í Súðavik og frú ÞuríSur, eiga einn son barna, Magnús Grímsson, skip- stjóra. Magnús og kona hans eiga hins vegar sex börn, sem nú eru flest upp komin, myndar- legt og vel gefið fólk. Hafa börn Magnúsar reynzt miklir náms- menn og getið sér hið bezta orð. Á ævikvöldi frú Þuríðar blas- ir við henni frá Hrafnistu út- sýni vitt og fagurt yfir hina ís- lenzku höfuðborg. En þegar henni, andspænis hinu fagra sól arlagi, verður litið i eigin barm, heim minninga, minninga um at hafnasama ævi og farsælt hjóna band, getur hún einnig glaðzt við fagurt útsýni í andanum. Allir hinir mörgu vinir þeirra heiðurshjóna, frú Þuríðar Magn úsdóttur og Gríms Jónssonar frá Súðavik, árna þeim heilla við þessi tímamót um leið og þeir þakka þeim ógleymanlega sam- fylgd á liðnum árum. J.G. - EVROPA SYNGUR Framhald af bls. 12. landis og Frakiklandis er sam- evropsik tónilistarsrtarfsami svo til nafnið tómt, þar eð þessi tvö lönd M(jóta að vera þeir méttar- stólpar, sem mest mæðir á. Það var því enigin tilviljun, að þegar Satmlbandið réðst í að halda Bvrópiu syngur 1, þá varð þýzka borgin Passau fyrir valinu sem mótisistaður. Evropa syngur I. var haldið árið 1961 og mótið sóttu um 2000 gestir. Árið 1964 var Evrópa syngur II. s>vo haldið í frönsku borginni Nevers með þátttöku hátt á þriðja þúsund manns. Saimíbandið hefur einnig geng- izt fyrir svonefnduim söngviteiim í hinuim ýimeu löndum oig var sú fyrsita haldin í Nevers árið 1066. Hyggst Samibandið leggja aukna áherzl'u á þennan þátt starísemi sinnar. Árið 1966 í júnímánuði vnr vegux Saanibandisins orðinn það mikill að það var tekið inn í „Conseil initernationai de la musique" sem fullgildur meðliirsi- ur þessa merka ráðe, sem sjálft er meðlimur í UNESCO. Um Evrópa syngur 111 í Nam- ur sagði Böurel, að forstöðumenn mótsins væru rajög ánægðir iteð hina mifclu þátttoku og þau verk, sem þarna væru fiutt. Aðalmark miðið væri að treysta tengs'lin milíli þjóðanna og einstakling- anna og Samibandið vissi ekkett öruggara merki til að starf und- ir en eimmifct tónlistina. Aðspurður uim þátttöku kóra utan Evrópu sagði Bourel, að Evrópa syngur yrði alltaf fyrst og fremst evrópsk en það væri álit Saimbands ungra kóra í Evrópu, að álfan mætti ekki ein- angrast. Hún yrði að standa np- in öUuim, sem þangað vildiu sækja og takimankinu yrði bezt náð með þátttöku allra þjóða. Evrópa syngur IV verður hald ið árið 1970 í borg af svipaðri stærð og Namur. Hvar sú borg verðuT er ekki enn áikveðið. -tj. VÉLSKIPIÐ Arnfirðingur frá Reykjavik lét veðurstofunni í té eftirfarandi upplýsingar um haf ís í gær: „Komum að ís á 68 gráðum og 5 mínútum norður og 18 gráðum og 20 mínútum vestur. Lá hann þaðan eins langt og sást í norð- ur og norðaustur." Arnfirðingur fylgdi ísnum í suður og suðaustur að stað 67 gráður 59 mínútum norður og 18 gráður og 5 mínútur vestur. Virtist þá, sem komið væri fyrir norðaiisturhorn íssins. Stutt athugasemd vegna Kirkjubrúðkaups í Arbæ ÞEGAR forstöðumaður svokall- aðs Bahaí-safnaðar óskaði leyf- is til að fiá irand fyrir kirkju- brúðkaup í Árbæjarkirkju og lagt fram skilríki sín frá kirkju- málaráðuneyti tjáði hann mér að hann hefði fyrst leitað til sr. Bjarna Sigurðssonar á Mosfelli sem sóknarprests, en hann tal- ið þetta afskiptaiaust af sinni hálíu. Þá benti ég forstöðumanni á, að kirkjuleg athöfn yrði að geta samræmzt hans trúarbrögð um, en um það var mér alsendis ókunnugt. Hann sagði að athöfn þeirra gæti alveg eins farið fram á kristilegum helgistað, auk þess hefði brúðurin óskað að eiga góða stund í kirkjunni, áður en hún yfirgæfi land sitt fyrir fullt og allt. Árangurslaust leitaði ég sambands við biskupsskrifstofu, sem mun hafa verið lokuð, og til biskups sjálfs, sem var ekki heima, um eðli og samríman- leika hins nýja trúarflokks, en brúðkaupið bar brátt að, þar sem brúðhjónin voru á leið tii lands ins frá ítalíu og ætluðu degi sfð ar að hverfa aftur, varð að taka skjóta ákvörðun. Annað mél er það að flugvélarbilun tafði brúð hjónin í Róm, svo brúðkaupið frestaðist frá laugardegi til mið vikudags, en mér þótti ekki ástæða til að bregða veittu leyfi. Til að spilla ekki góðum minningum kristinnar sálar um bernskutrú sina, þó um stund ráfaði inn á villigötu, sem ég raunar er ekki dómbær um, opnaði ég á eigin ábyrgð dyr kirkjunnar í Árbæ. Miegi hún hafa átt þar góða stund. Lárus Sigurbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.