Morgunblaðið - 02.09.1967, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.09.1967, Qupperneq 1
24 SÍÐUR 54. árg. — 197. tbl. LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins BRETAR RÝNDIR Sameinuðu þjóðunum. New York, 1. sept. AP—NTB NÝLENDUMÁLANEFND Sam- éinuðu þjóðanna samþykkti i dag gagnrýni á brezku stjórnina GAGN- HJÁ SÞ fyrir ákvörðun hennar um að láta fara fram þjóðaratkvæða- greiðslu á Gibraltar um framtíð nýlendunnar. Einnig var sam- þykkt yfirlýsing frá nefndinni þar sem harmað er að samninga- Viðræður Breta og Spánverja um Gibraltar skuli hafa farið út um þúfur. Tillöguna um gagnrýni á Breta fluttu fulltrúar íraks, Chile og Uruguay, og hafði Cara don lávarður, fulltrúi Breta, lýst tillöguna mjög hlutdræga og al- gjört frávik frá hefðbundnum reglum Sameinuðu þjóðanna. Framh. á bls. 23 Svo sem frá hefur verið skýrt í fréttum urðu hörkuátök úti fyrir kinverska sendiráðinu í London fyrir nokkrum dögum, Meðfylgjandi myndir voru teknar við það tækifæri; önnur af kínversku sendinefndinni á tröppum hússins, syngjandi lof- söngva um Mao og vígorð gegn brezkum heimsveldasinnum — hin úti á götunni, er við áttust brezkur lögregluþjónn og ónafngreindur Kínverji. Novotny boöar strangari aga — í Tékkóslóvakíu Prag, 1. sept. NTB — AP. ANTONIN Novotny, forseti Tékkóslóvakíu, hefur boðað aukinn kommúnískan aga í landi sínu og gefið frjálslynd- um öflum ljóslega til kynna, að ekki verði við unað neins konar kröfur um tilslakanir. Novotny sagói í ræðu í dag, að friðarhreyfingar, kæruleysi og léttúð hefðu magnazt í Tékkósló- slóavakíu, jafnvel náð til skóla- kerfisins og uppeldis barnanna, auk þess sem trjálslyndi breidd- ist út óðfluga. Væri nauðsynlegt að berjast gegn öllum slíkum ósóma. ..Lýðræði og frelsi verður að setja takmörk", sagði hann. „í sósíalistísku ríki er óhugsandi Framh. á bls. 23 Ungu sovézku rithöfundarnir dœmdir: Bukovsky hlaut 3ja ára f angelsi De/one og Kustsjov I árs skilorðsbundið Moskvu, 1. sept. NTB — AP. f DAG var kveðinn upp dóm- ur í máli ungu sovézku rithöf- undanna þriggja, sem fyrir nokkru voru handteknir í Moskvu. Vladimir Bukovsky, sem játaði að hafa stjórnað ólöglegum mótmælaaðgerðum á Púskin-torginu í Moskvu, var dæmdur í þriggja ára fang elsi, en hinir tveir, Vadim Delone og Evgeni Kustsjov í eins árs fangelsi, skilorðs- bundið. Þeir voru þegar látn- ir lausir og munu ekki þurfa að afplána refsingu nema því aðeins þeir verði sekir fundn- ir öðru sinni um sömu brot. Haft er eftir góðum heimiid- um, að Bukovsky muni áfrýja dómi sínum. Ekkert var sagt um dóminn af opinberri hálfu, né í blöð- um eða útvaxpi enda hefur hvergi verið minnzt á rétt- arhöldin, sem staðið hafa yf- ir í þrjá daga. Erlendum fréttamönnum var ekki leyft að vera við dómsuppkvaðn- inguna en nokkrir menn, er þar voru viðstaddir sögðu þeim frá því, sem við hafði borið. Ekki fengust nánari fregnir af því, sem gerðist, þar eð lögreglan kom á vett- vang og bægði mönnunum burt. Einnig tjáði hún frétta- mönnum, að þeim væri betra að hafa sig á brott. Fyrr í dag höfðu tveir Rússar verið handteknir, þar sem þeir höfðu gert sig seka um að ræða við vestrænu fréttamennina um réttar- höldin. Kváðust báðir vera rithöfundar og eins og hinir dæmdu aðilar að SMOG- ólöglegum samtökum ungra rússneskra rithöfunda. Ekki er vitað, hvert var farið með ungu mennina, en annar þeirra a.m.k. veitti verulega andspyrnu er hann var hand- tekinn. Kosningarnar í S-Vietnam nálgast: RÆNTÍ — tugir sœrðir og aðrir felldir í vax- andi hryðjuverkaherferð kommúnista Saigon, 1. sept. AP-NTB. Hryðjuverkastarfsemi kommúnista í Suður-Vietnam fer vaxandi eftir því sem nær dregur forsetakosningunum, sem fram eiga að fara á sunnudag. Þær eru kommún- istum sár þyrnir í augum og heyja þeir baráttuna gegn þeim að mestu á þrennan hátt; með því að skjóta niður úr launsátri óbreytta borgara í Saigon, að sprengja upp brýr og vegi víðsvegar um landið og með því að ráðast á þorpin og taka gisla, með það fyrir augum að fæla fjölskyldur þeirra frá þátttöku í kosningunum. Bú- izt er við, að hryðjuverkin nái hámarki á laugardag og kosningadaginn sjálfan en víðtækar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að tryggja, að kosningarnar geti tarið fram með skipulegum hætti. Áköfust er hryðjurverkastarf- semi kommúnista í norðurhéruð um landsins. Þar hafa þeir rænt að minnsta kosti á þriðja hundr- að manns síðustu dagana, þar af 65 manns í dögun í morgun, er sveit skæruliða réðst á þorpið Kim Nam nokkra kílómetra frá Da Nang. Komu þeir að þorps- búum sofandi, vöktu þá og skip uðu þeim út. Síðan söfnuðu þeir saman öllum karlmönnum þorps ins, þar á meðal þorpsstjóranum og höfðu á brott með sér. Senni- legt er talið, að þeim verði hald ið sem gislum unz kosningarn- Framh. á bls. 23 Aþenu, 1. sept. NTB — AP. HERSTJÓRNIN í Grikklandi hefnr tilkynnt, að bannið við því, að fleiri en fimm manneskjur komi saman, muni framvegis ekki gilda, þegar um sé að ræða JOHNSON, Bandaríkjaforseti, heimilaði í dag, að ein milljón lesta af hveiti yrði send til Ind- lands, til viðbótar því, sem Bandaríkjamenn þegar hafa sent þangað til þess að forða Ind- verjum frá hungursneyð. Þá hafs alls verið sendar þangað 2,5 milljón lesta og jafnvel búizt við, að 500.000 lesta verði leyfðar að auki. sérstaka atburði í fjölskyldum, svo sem brúðkaup og jarðarfar- ir. Ennfremur verður hér eftir leyft að skipuleggja fyrirlestra svo fremi þeir séu ekki stjóm- málalegs eðlis. VIÐ BRÚÐKAUP OG J ARÐARF ARIR 4 — mega vera fleiri en fimm 4»

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.