Morgunblaðið - 02.09.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.09.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. SEPT. 1967 Aldarafmæli NTB- fréttastofunnar Osló, 1. sept. — NTB 1. SEPTEMBER er merkis- dagur í norska blaðaheimin- um. Fréttamiðstöð norsku dagblaðanna NTB hefur ver- ið þá starfandi í 100 ár. Með- al sjálfstæðra fréttastofnana í Evrópu geta einungis Reut- er fréttastofan í Bretlandi og Ritzau í Danmörku státað af hærri aldri. NTB hefur ætíð verið í svo nánum tengslum við norsku dagblöðin, að vöxtur og viðgangur þessar- ar stofnunar er táknrænn fyrir vöxt norskrar frétta- þjónustu í heild. í fyrstu var NTB einskonar útibú frá fréttastofu Wolffs í Benlín, en síðar tóik fulltrúi Wolffs, Daninn A. H. E. Fich alla stjórn í sínar hendur. Árið 1879 seldi Fich Jens Gran, kamm erherra frá Björgvin fréttastotf- una. Þá sendi NTB frá sér 120 orð á dag, en nú heilli öld siðar sendir fréttastotfan út 25.000 orð á dag. Werner Eriohsen, forstjóri NTB, sagði í raeðu, sem hann hélt í hófi í tiletfhi afmælisins í dag, að menn mættu búa sig und ir að dagblöðum fækkaði eitt- hvað í Noregi með þróun sam- göngiumála, nýjum fjöilmiðlunar- tækjium og ekki sízt vegna meiri samvinnu innan fréttaþjónuist- unnar. Erichsen minntist tveggja manna, sem hvað mest hafa lagt af mörkum tii að gera NTB- fréttastofunna að því, sem hún er í dag, þeirra Per Wendeilbo og Birger Knudsen, sem á her- námsárun/um fylgdi norsku rík- isstjórninni í útiegðina. í afmælishófinu voru meðal gesta Per Borten, forsætisráð- herra Noregs, Kjell Bondevik, f r aeðslu má iia ráðherr a, og fjöldi blaðamanna norskra og erlendra. Fréttaritari NTB í Rvík er Sverrir Þórðarson, blaðamaður. Ritgerðasafn IVfagnúsar IVfás Lárussonar, próf. FRÓÐLEIKSÞÆTTIR og sögu- brot heitir bók, sem í dag kem- ur á markað, ritgerðasafn eftir Magnús Má Lárusson, prófessor, sem Skuggsjá í Hafnarfirði gef- ur út. Er bókin gefin út í tilefni af fimmtugsafmæli prófessor Magnúsar. í eftirmála við Fróðleiksþætti og sögubrot, sem Björn Þor- steinsson. sagnfræðingur ritar, segir m.a.: „Þær ritger'ðir, sem hér verða bók, eiga sammerkt um það, að hafa allar birzt áður í tímarit- um: Andvara, Kirkjuritinu, Skírni, Sögu o. s. frv og að vera grundvallarrannsóknir. Þar er persónusaga tekin til meðferðar, réttar- og tónlistarsaga, grund- völlur íslenzkrar hagsögu er treystur til muna, leystar gátur Valþjófsstaðarhurðarinnar, lesið í eyður fomra handrita, galdra- blað dregið fram í dagsljósið og brú skotið yfir veraldarhafið á stólpum erlendra menningarleifa, sem hér finnast. Byggingarlist, hagspeki, kukl og særingar, lög- vísi, málfræði, persónusaga og tónlist eru helztu efni ritgerð- anna, þótt höfundur sé einn, og þannig er á málum haldið, að hingað er að leita upphafs við- urkenndra rita, en öðrum em mörkuð skapadægur, kenningum þeirra hrundið, greitt er úr áður Magnús Már Lárusson, prófessor. óleystum gátum og grunnur lagður að áframhaldandi rann- sóknum á íslenzkri sögu eftir þeim leiðum, sem hér eru mark- aðar“. Frágangur bókarinnar er óvenju góður. Hún er prentuð í Alþýðuprentsmi’ðjunni hf. á krem gulan norskan „Jubileums“- pappír, en kápumynd er hand- ritssíða rituð af Magnúsi prúða, þegar hann var þrettán ára gam- all. Meirihluti gegn hægri akstri sem kemur þó til framkvœmda á morgun Stokkhólmi, 1. sept. (NTB) RÚMLEGA helmingur allra íbúa Svíþjóðar eru mótfallnir breyt- ingunni yfir í hægri handar akst- ur, sem koma á til framkvæmda þar í landi aðfaranótt sunnudags. Kemur þetta fram í skoðanakönn un, sem nýlega var gerð í Sví- þjóð á vegum blaðsins „Afton- bladet“ í Stokkhólmi, og voru niðurslöður könnunarinnar birt- ar í blaðinu í dag. Aftonbladet fól skoðanakönn- unarskrifstofu að ræða málið við um 1,000 manns, sem teljast mætti þverskur'ður af þjóðinni og búsettir voru víða um landið. Aðspurðir hvort þeir teldu rétt að breyta yfir í hægri handar akstur svöruðu 53% nei, 32% töldu það rétt, en 15% treystu sér ekki til þess að taka afstöðu. Eldri bifreiðastjórar tóku það skýrt fram að þeir hyggðust ekki aka bílum sínum næstu mánuðina eftir breytinguna. Þrátt fyrir alla fræðslu um breyt inguna að undanförnu töldu 82% þeirra sem spur'ðir voru að hún mundi leiða til mikillar aukning- ar umferðaslysa. Aðeins 8% töldu að engin slysaaukning yrði breytingunni samfara, og 10% voru óráðnir. Arne Bru, fréttaritari norsku fréttastofunnar NTB símar frá Stokkhólmi í dag að frá klukk- an tíu á laugardag verði Stokk- llya Ehrenburg látinn Moskvu, 1. september. — AP-NTB — ILYA G. Ehrenburg, einn kunnasti og umdeildasti rithöfundur Sovétríkjanna og áhrifamaður um menn- ingarmál þar í landi allt síðan á byltingartímunum, lézt aðfaranótt föstudags að heimili sínu í Moskvu, 76 ára gamall. Banamein hans var hjartaslag. Opinber tilkynning um andlát Ehrenburgs var gef in út sameiginlega af mið- stjóm sovézka kommún- istaflokksins, fram- kvæmdastjórn æðstaráðs Sovétríkjanna og Sovét- stjóminni, þar sem sagði að Ehrenburg væri látinn eftir langa sjúkdómslegu, öllum harmdauði, er til hefðu þekkt. Þess var og getið í til- kynningunni, að Ehren- burg hefði átt sæti í Æðstaráðinu, unnið til Leninverðlaunanna og verið áhrifamaður bæði í stjómmálum og menning- armálum. Ehrenburg verður jarð- settur á mánudag og graf- inn í hinum opinbera grafreiti framámanna í Sovétríkjunum, að því er tilkynnt var í dag. Þar til jarðarförin fer fram, mun lík hans liggja á viðhafn- arbörum í salarkynnum Rithöfundasamtakanna sovézku í hjarta Moskvu- borgar. Ilya Ehrenburg var fædd- ur 27. janúar 1891 og var Gyðingaættar. Hann hóf snemma afskipti af stjórnmál um og var handtekinn og sakaður um byltingarstarf- semi 1908, þá sautján ára Ilya Ehrenburg gamall, en tókst að flýja og komst til Parísar. Þar dvald- ist hann svo lengst af næsta áratuginn eða til 1917. Hann var í fyrstu mjög gagnrýn- inn á byltingu bolsévikka 1917 en gekk í lið með bylt- ingarmönnum í kringum 1920 og gerðist fréttamaður ýmissa blaða sovézkra í Vestur- Evrópu og sat enn lengst af í París, eða á árunum 192:1— 1924. Fram undir 1940 vann hann mest að ritstörfum og oftast erlendis og varð fræg- ur fyrir og var lengi einna kunnastur sovézkra rithöf- unda utan Sovétríkjanna. Heimkominn til Sovétrikj- anna seint á fjórða áratug ald arinnar studdi Ehrenburg dyggilega þáverandi valdhafa þar í landi, Jósef Stalín, og naut þess síðar að því er talið var, þegar hófust ofsóknir Stalíns á hendur Gyðingum í Sovétríkjunum. Þá slapp Ehrenburg úr hverri „hreins- uninni“ á fætur annarri þótt aðrir sovézkir Gyðingar og margir menningarfrömuðir þeirra yrðu unnvörpum fyr- ir barðinu á „hreinsunarliði“ Stalíns og það svo að gyðing- leg menning í Sovétríkjunum bar ekki sitt barr eftir það. Sjálfur sagði Ehrenburg síð- ar í æviminningum sínum, að hann hefði aldrei getað skilið hversvegna hann hefði verið einn hinna örfáu er undan komust öllum ósköpunum. Ehrenburg var alla tíð mjög umdeildur maður og þótti mörgum það með ólík- indum hversu hann sá fyrir þróun mála og kunni flest- um betur að sæta lagi um orð sín og gerðir. Hann tók nokk urn þátt í stjórnmálum á fimmta áratug aldarinnar og var kjörinn í Æðstaráð Sovét ríkjanna 1946, en vann ann- ars lengst af að ritstörfum sem fyrr. Árið 1954, ári eftir að Stalín lézt, kom út skáldsaga Ehrenburgs, „Þíða“, og var fyrsta opinbera vísbendingin um að vetrargaddur stjórnar ára Stalíns í menningarmál- um sem öðrum væri úti. Við bók Ehrenburgs var tímabil þetta síðan oftlega kennt og kallað „þíðan“ eða „hláku- tímabilið" í sovézkum bók- Framh. á bls. 23 Ummœli Halldórs Laxness: Hafði mjög sterka skopkennd HALLDÓR Laxness var vel kunnugur Ilya Ehrenburg. Blaðamaður Mbl. hringdi því til hans í gærkvöldi og spurði um kynni hans af þessum látna skáldbróður. — Jæja er hann dauður, var það fyrsta, sem Halldór Laxness sagði, en síðan rakti hann í fáum dráttum kynni sín af Ehrenburg og lýsti hon um. Fórust honum orð m.a. á þessa leið: — Ég kynntist Ilya Ehren- burg fyrst lauslega haustið 1937 í Tíflis, á rithöfunda- þingi, sem þar var haldið og mér var boðið að taka þátt í ásamt fáeinum öðrum vest- rænum höfundum, öllum nafn lausum og óþekktum. Ehren- burg vakti þar sérstaka at- hygli mína vegna þess hve hann stakk í stúf við all* hina. Hann hafði á sér París- arsnið, en hann var mennt- aður og þroskaður í París og nýlega fluttur til Rússlands, þegar þetta var. Síðan hef ég iðulega hitt, Ilya Ehrenburg, bæði í Sovét ríkjunum og utan þeirra og kunningsskapur okkar hefur haldizt öll þessi ár. Síðast hitti ég hann í Moskvu fyrir tveimur árum og vorum við kona mín þar með honum í heilan dag. Um okkar kynni hefur Ilya Ehrenburg offrað nokkrum línum í hinni miklu ævisögu, þar sem hann fer um mig fallegum orðum óverðskuldað. Ehrenburg hafði hlotið vestræna menntun og hann gat alltaf skrifað og talað þannig að menn á Vesturlönd um skildu; hann var laus við allt fræðilegt orðaglamur. Hann var einnig þarfur mað- ur fyrir sitt land. Hann var einn af fáum skörpum penn- um í Rússlandi, en gat einnig skírskotað til manna utan Sovétríkjanna. Enginn komst í hálfkvisti við hann að því leyti. Ilya Ehrenburg var Gyðing ur og hafði til að bera í rík- um mæli einkenni menntaðra Gyðinga, skarpa greind, beitta heimsádeilu ef því var að skipta og mjög sterka satírska skopkennd. Þrátt fyr ir alveg vestræna menntun var Ehrenburg eins hlýðinn þegn Rússlands og nokkrum manni var hægt að vera, en þátttaka hans í átökum inn- anlands og utan er athyglis- verð og merk. Hann var merkur persónu- leiki og eftirminnilegur þeim sem kynntust honum. Sólskinsdagar með Völker freundschalt hólmur eins og dauð borg. Þar eru skráðar 176 þúsund bifreið- ar, en aðeins um tvö prósent þeirra fá að vera í umferð frá því á laugardag til klukkan 3 síð- degis á sunnudag. Þá segir frétta- ritarinn að hægri umferðin hafi þegar valdið fyrsta dauðaslys- inu í Svíþjóð. Var það 67 ára gamall hjólreiðamaður, sem varð fyrir bifreið í Linköping eftir að hafa um skeið verið að æfa sig í að hjóla á hægri vegar- helmingi. Sextugsafmæli SEXTUG er í dag frú Sigríður Jónsdóttir, Hlíðarvegi 26, Kópa- vogL í GÆR kom skemmtiferðaskipið Völkerfreundschaft hingað til lands eftir velheppnaða hálfs- mánaðar ferð til nokkurra Evrópulanda. Samkvæmt upp- lýsingum, sem Mbl. aflaði sér í gær hjá Jóni Gunnlaugssyni Ferðaskritfstofunni Sunnu voru farþegar í þessari ferð yfir fimm hundruð talsins, en Jón sagði, að lítið hefði þess orðið vart á leiðinni, hve margir voru með, því að í skipinu eru margar vist arverur. Sól skein dag bvern alla ferðina, meira að segja í Berg- en og Lonidon. Héðan var haldið 16. ágúst og siglt til Bergen, en þaðan var haldið innan skerja til Osló í yndislegu veðri. Á þeirri leið las Andrés Björnsson lektor ís- lendingasögur í útvarpsstöð skips in og flutti fyrirlestur um heim- kynni landnámsmanna, sem margir hverjir bjuggu á þessum slóðum. í Osló var dvalizt tvo daga, en síðan haldið til Kaup- mannahafnar og þaðan um Kíl- arskurð til Hollands og heim um London. Skemmtiatriði voru mörg um borð, kabarettar, kvikmyndasýn- ingar, grímudansleikur og fleira. Haldið var úti daglegu frétta- blaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.