Morgunblaðið - 02.09.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.09.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. SEPT. 1967 3 ,Ég ber mikla virðingu fyrir stórám' — seg/r Örn Johnsson, sem einn síns liðs þurfti að sundríða ár með 5 til reiðar á leið yfir Skeiðarársand ÖRN Johnson, forstjóri Flug- félags íslands, fór sl. mánu- dag einn með fimm til reið- ar vestur yfir Skeiðarársand og varð hann að sundriða ár þar vegna þess, hve mikið var í þeim eftir rigningar. Hannes Jónsson á Núps- stað sagði í símtali við Morg- unblaðið, að Örn hefði farið yfir Gígjukvísl, Súlu og Núpsvöin sl. mánudag og hefði hann orðið að sundriða, því annars hefði hann ekki komizt yfir, þar sem mikið vatn var í ánum vegna rign- inga. Örn hefði sagt, er hann kom að Núpsstað, að mesta vatnið hefði verið í Súlu. Hannes sagði, að forstjóra Flugfélagsins hefði ekki frem ur brugðið við að sundríða en að vera í háloftunum. Morgunblaðið hafði sam- band við Örn Johnson í gær og bað hann að segja frá ferðalaginu, en hann var treg ur til í fyrstu, en lét þó til leiðast að lokum. — Hvernig stóð á þessu ferðalagi þínu, Örn? — Tilefnið var það, að við hjónin ákváðum að eyða sum arleyfi okkar í Hornaíirði og hafa hesta okkar með og ferð ast svo um Hornafjörð og Lón. — Við þurftum því að koma hestunum austur og fór ég með þrjá þeirra á bíl austur á Núpsstað fyrrihluta júlímánaðar og reið þaðan einn á þremur dögum til Hornafjarðar. — Fékk ég frekar lítið í vötnum á Skeiðarársandi í þeirri ferð, en sundlagði þá í Jökulsá á Breiðamerkur- sandi. Sjálfur fór ég yfix ána á báti. Tvo hesta sendum við með skipi til Hornafjarðar. — Ferð mín yfir Skeiðar- ársand nú á dögunum stafaði af því, að sumarleyfi okkar var lokið og þurftum við að koma hestunum heim. Við hjónin riðum vestur í Öræfi í fylgd með nokkrum góð- kunningjum og hestamönnum frá Hornafirði. — Aðfaranótt sunnudags sl. gistum við i Skaftafelli. Ætlaði ég að leggja einn á sandinn naesta dag, en nú hafði rignt mikið og vaxið í vötnum. Ákvað ég því að bíða einn dag í Skaftafélli í von um betra veður. — Á mánudag var enn rign ing og nokkuð mikið í ánum, en ég ákvað samt að leggja á sandinn. Fékk ég Skeiðará all vatnsmikla, en hún lá á góðum brotum, þannig að ég sand er Gígjukvísl og er hún stundum vatnsmikil í rigning um, en þó þekktari fyrir sand bleytur. Mér gekk vel yfir hana, þótt ég slyppi naum- lega við sund. Vestast á sand inum, skammt austan Lóma- gnúps, eru svo tvær ár, Súla og Núpsvötn. — Báðar þessar ár voru í miklum vexti. Súla rann í sjö eða átta kvíslum. Tókst mér að komast sundlaust yf- ir þær allar, nema aðalkvísi- ina. gert ráð fyrir að koma að Núpsstað kl. 6 síðdegis en kom þangað ekki fyrr en um það bil klukkustundu síðar. — Núpsvötn fékk ég í ein- um ál, djúpum, en straum- þunginn var ekk; eins mikill og í Súlu. Hestana flutti ég svo á bíl frá Núpsstað vestur í Hreppa, þar sem þeir eru nú. — í>ú nýtur hestamennsk- unnar ajltaf jafn mikið? — Við eigum sex hesta og mér finnst ekkert sumar, ef við hjónin komumst ekki á hestunum okkar í ferð um landið. — En eru árnar ekki stund Frú Margrét og Örn Johnson á reiðskjótum sínum, Pretti og Víkingi. Ljósm.: Ingim. Magn. slapp nokkurn veginn sund- laust yfir. Var ég með alla fimm hestana og hafði þann hátt að að teyma einn við hvora hlið, en taglhnýta tvo. — Það eru fleiri torfærur á leiðinni yíir Skeiðarársand, Örn. — Jú, vestan við miðjan — Þar var skársta brotið, sem ég fann, svo djúpt, "að ekki var komizt sundlaust yfir. Þetta gekk þó vel, en hestana hrakti allmikið und- an straumþunganum. — Vegna þess hve vatns- mikil Súla var tafðist för min nokkuð. Upphaflega hafði ég um erfiðar, eins og í þessari síðustu ferð? — Jú, vissulega eru þær það. Ég ber mikla virðingu fyrir stórám. Og því er ekki að leyna, að ég hef mikla ánægju af að giíma við þær, sumar hverjar, sagði Örn Johnson að lokum. VOLKSWAGEN árgerðir 1968 © B Í L A S V N IIM G í sýningarsal okkar að Laugavegi 170—172 VOLKSWAGEN 1200 VOLKSWAGEN 1300M500 VOLKSWAGEN 1600 Ennfremur Luncfi-Rover Sýndir verða: lL AHD- -ROVt RJ Sýningin verðiu- opin frá kl. 1 e.h. til kl. 10 e.h. á laugardag og sunnudag. Komið — skoðið og kynnizt Volkswagen 1968 árgerðum. S'imi 21240 HEILDVFRZLUNIN HEKLA hf Laugavegi 170-172 STAKSTEIMAR Spilin lögð á borðið í kosningabaráttunni fyrir al- þingiskosningarnar hinn 11. júní sl., lögðu stjórnarflokkarnir annars vegar áherzlu á það ' niikla uþpbyggingarstarf, sem unnið hefur verið hér á landi frá því að núverandi ríkisstjórn tók við völdum, seint á árinu 1959 og liins vegar að vekja at- hygli kjósenda á þeim erfið- leikum, sem þá þegar höfðu skapazt vegna mikils verðfalls á útflutningsafurðum þjóð- arinnar. Stjórnarflokarnir bentu einnig á þær ráðstafanir, verð- stöðvun og fleira, sem þeir þeg- ar höfðu beitt sér fyrir til þess að takast á við þau vandamál, sem þá höfðu skapazt. Hins veg- ar væri augljóst, að áframhald- andi verðfall og aflabrestur hlyti óhjákvæmilega að hafa al- varlegar afleiðingar í för með sér. „Ekki gert mikið úr verðíalli afurðanna" í Ijósi þeirra víðtæku um- ræðna, sem fram fóru fyrir kosningarnar um efnahags- og atvinnumál þjóðarinnar, þar sem afleiðingar verðfallsins voru mjög til umræðu, hlýtur for- ustugrein Framsóknarblaðsins í gær að vekja furðu. Þar segir, að kosningarnar hafi stjórnar- flokkarnir „ekki gert mikið úr verðfalli afurðanna". Hér tala Framsíknarmenn gegn betri vit- und. Engum, sem les málgögn stjórnarflokkanna frá því fyrir kosninga og á sl. vetri eða kynn- ir sér ræður forustumanna stjórnarflokkanna frá þeim tima blandast hugur um, að af hálfu þeirra var sérstök áherzla lögð á að gera þjóðinni grein fyrir afleiðingum þess, ef verð- fallið héldi áfram. Hins vegar | var athygli einnig vakin á því, að án þeirra víðtæku efnahags- Iegu umbáta og almennu at- vinnuuppbyggingar, sem núver- andi ríkisstjörn hefur beitt sér fyrir á undanförnum árum, hefði verðfallið þá þegar og e.t.v. strax á síðastliðnu hausti eða um síðustu áramót haft víð- tækar og alvarlegar afleiðingar. í grundvallarariðum er efnahag v i ur þj ðai innar hins vegar svo | traustur, að hún hefur getað ■ staðizt þ s i áföll fram til þessa, en auglj st er, að þegar verð- fallið heldur áfram og aflabrest- ur bætisí við, hlýtur það óhjá- kvæmilega að koma fram með einum eða öðrum hætti. „Magnaður barlómur" í Ijósi þessara staðreynda er því tilgangslaust fyrir Fram- | s knarmenn að halda því fram, að stjórnarflokkarnir hafi reynt . ð blekkja kjósendur fyrir kosn- * I ingar, — öðru nær. Spilin voru ; lögð á borðið, eins og þau þá ! lágu fy: ir, hið jákvæða og hið neikvæða í stöðu þjóðarinnar var ský,t, svo að enginn gat faiið í grafgötur um. Framsókn- a blaðið talar nú um „magnað- an barl m“. Spyrja má, hvort ‘labrestur á vetrarvertíð og síldveiðum og áframhaldandi ! verðfall á útflutningsafurðum ; okkar flo’-kist undir „magnað- i barlórn".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.