Morgunblaðið - 02.09.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.09.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. SEPT. 1967 BÍLALEIGAN ■ FEHD- Daggjald kr. 35«,- og pr. km kr. 3,20. SÍMI 34406 SENDUM MAGIMÚSAR IKIPHOi.u2l SiMAR21190 eftirlokun simi 40381 ” »íS3>SÍM' 1-44-44 \mimiR Hverfisgötn 103. Sími eftir lokon 3110«. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 1L Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið < leigugjaldi Sími 14970 BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundiangaveg 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. 4-7==’B/lAir/GA/t RAUOARARSTÍG 31 SfMI 22022 SNUUI FYBIRHOFN Hest til raflagna: Rafmagnsvörur Heimilstæki (Jtvarps- og sjónvarpstæki Kafmagnsvörubúðin sf Suðurlandsbraut 12. Simi 81670 (næg bílastæði). Goli KYLFUR BOLTAR og fleira. P. Eyfeld Laugavegi 65. Ms. Esja £er austur um land í hring- ferð 6. þ. m. Vörumóttaka á föstudag og mánudag til Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Fáskrúðsfjarð- ar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar, Vopnafjarðar, Raufarhafnar, Húsavíkur, Akureyrar og Siglufjarðar. Farseðlar seldir á mánudag. Vkr Sjónvarpið rétt einu sinni enn G. J. skrifar: „í>að er mikið talað og skrif- að um sjónvarp hér á landi, en flestir virðast á einu máli um það, að ekki beri að fjölgá út- sendingardögum ísl. sjónvarps ins. Rök fyrir því hafa verdð sett fram, svo ég ræðd þau ekki nánar. Þrátt fyrir mótmæli flestria, virðist sjónvarpsráð eða hverjir svo sem með þessi mál fara samt ætla að fjölga sjón- varpsdögum. Hv-ar annars stað ar á byggðu bóli ætli það þekk ist, að verið sé að troða upp á fólk ókeypis varningi. í þessu tilifelli skemmtdefni o. fl., gegn mótmælum þess? Sem sé. Sjón varpið ætlar sér að leggja í gifurlegan kostnað að nauð- synjalausu til að gefa fólki hluti, sem það kærir sig ekki um. Ég segi gefa, því að ekki er hægt að reikna með að ár- gjaldið hækki, vegna fjölgunar sjónvarpsdaga. Sé sú raunin á samt sem áður, kemur að sjálf sögðu ekki til greina að fjölga dögunum. Þá er beinlínis ver- ið að inn/heimta hjá fólki fé fyrir það, sem fólk óskar ekki eftir. Sá hins vegar reiknað með, að í þessu 2400 króna gjaldi sé miðað við 6 daga sjónvarp, væri okkur sjónvarpsnotend- um miklu kærkomnara, að gjaldið yrði lækkað, eða þá mismunurinn notaður til þess að gera 4 daga dagskrá vand- aðri. Einhvers staðar hefur sézt á prenti, að nauðsynlegt s að fjölga dögunum til þess að hægt sé að loka fyrir Kefla víkurstöðina. Þetta eru skrít- in rök. Því í ósköpunum er ekki hægt að loka fyrir banda- ríska sjónvarpið, þótt hið ísl. sé opið í 4 daga í stað 6. Sem sé, ef nauðsynlegt er að loka Keflavíkursjónvarpinu, er eng in þörf að fjölga útsendingar- dögunum þess vegna. Hitt er svo annað mál, að ég get ekki séð hver nauðsyn er í því að loka því bandarísika. Ég hef ekki átt sjónvarp lengi en skal viðurkenna, að fyrst eftir að ég fékk tækið horfði ég mikið á Keflavíkursjónvarp ið, og er það víst svo um flesta á meðan nýja brumið er á. Núna, aftur á móti, er ég far- inn að velja og hafna. Horfi ekki nema á einstaka þætti og þær kvikmyndir, sem mér falla í geð. Opna ekki fyrir það, sem ég hef ekki áhuiga fyrir. Annars get ég ómögulega séð hið siðspillandi og forheimsk- andi efni, sem andstæðingar Keflavíkursjónv. eru alltaf að tönnlast á. Sé um eitthvað slikt áð ræða, má nákvæmlega það sama segja um ísl. sjónvarpið. Við skulum taka nokkur dæmi: Glæpamyndir, eru þær ekki ein aðaluppistaðan í ísl. sjónvarpinu, og hvað vinsæl- astar. Kúrekamyndir, slíkt sýn ir hið íslenzka jafnvel í barna tímum. Nei, í bandaríska sjón- varpinu er sýnt margt efni, sem að fróðleik og vandvirkni ber af því, sem hið íslenzka mun nokkru sinni getað sýnt. Sem ekki er að furða, þar sem efnið er sótt til sjónvarpsst. stórveldis. Auðvitað er margt lélegt innan um, en hefur ekki sést slíkt einnig í því íslenzka? Það má kannski segja, að ýms ar stríðsfréttamyndir séu nokk uð hroðalegar, en slíkt sést einnig stundum í því íslenzka, enda vart hjá slíku komizt. Ég vona, að enginn taki þessi orð mín svo, að ég sé að deila á íslenzka sjónvarpið fyrir lélega frammistöðu. Alis ekki. ís- lenzka sjónvarpið hefur staðið sig með mikilli prýði. Vildi að- eins benda á staðreyndir. Ég minntist á glæpamyndir áðan. Ég er viss um að sakamála- þættir og myndir hvetji menn ekki til afbrota, eins og einn skrifar Velvakanda Mbl. ný- lega álítur. Ég held fremur, að slíkt efni hafi örug áhrif. Sporni við því að menn fremji afbrot. Slíkir þættir eru þann- ig gerðir, að skálkurinn hlýt- ur oftast, ef ekki alltaf, sín makleg málagjöld. Og það má segja Keflavík- ursjónvarpinu til verðugs hróss að þar sést aldrei né heyrist klám — hvorki í kvikmyndum, sem það velur né öðrum þátt- um. Er vonandi, að íslenzka sjónvarpið verði þar á verði. Ég veit ekki hvers konar efni er sýnt í sjónvarpi hinna Norð urlandanna, en sé það eitthvað í líkingu við flestar þær kvik- myndir, sem þaðan berast, eink um þó sænskra, þá hjálpi Guð börnunum þar. í stuttu máli: Mín tillaga er þessi. Alls ekki að fjölga sjón- varpsdögum úr 4. Tel ekki nauðsynlegt að loka Keflavík- ursjónvarpinu, en eigi að loka því hvort sem er, þá má eins loka því, þótt hið ísl. fjölgi ekki dögum. Varatillaga: Séu ráðamenn þrátt fyrir allt ákveðnir í að fjölga dögum um 2, því ekki að sýna þá á eftirmiðdögum þessa daga, t.d. kl. 4—6 eða 5—7. Það yrði þá nokkure kon ar sjóiwarp fyrir þá ,sem heima sitja“. Með því yrðu þá eftir sem áður 2 ,fríkvöld“ hjá fólki. Nú, og ekki yrði það verra fyrir starfsmennina, sem vinna að útsendingu. En, kannski að það hafi alltaf verið ætlunin. G. J.‘ ★ Svifreiðin „Sleipn- ir“ „Þegar ég heyrði í út- varpinu tillögu um nafnið „Gandreið" á hinu nýja farar- tæki (svifnökkvanum), sem kominn er hingað til reynslu, kom mér í hug, hvort ekki hentaði vel nafnið „Sleipnir", nafnið, sem hinn fornfrægi hestur Óðins átti að hafa bor- ið. Mér sýnist svo, að báðir eigi þeir það sameiginlegt að geta farið jafnt yfir láð og lög. Skilar þessum farkosti svo vel áfram, að mér finnst vel til fundið, að það beri þetta forna og fallega nafn. Með þökk fyrir birtinguna.. K. Guðl.“ Velvakanda datt í hug „svif- reið“ (sbr. bifreið) eða „renni- skeið“, en skeið er fornt skips heiti. Það orð er þó líka til í merkingunni hlemmiskeið. Sleipnir væri hins vegar ágætt sem sérheiti á farkostinum, Gandreið er della í þessu sam- bandi. Velvakandi hlýddi á tal tveggja manna, sem voru að skemmta sér við að búa til orð yfir gripinn, og man úr því hjali löglíðandi og nýinói. Athugasemd við sjónvarpsþátt „Ein óánægð" skrifar: „Kæri Velvakandi! Það er vegna þáttarins í sjón varpinu 16. ágúst um Tómas Guðmundsson skáld, sem ég skrifa. Það var gaman að við- talinu og kvæðin gullfalleg, en tónlistin var hreint morð. Lagið: „Við Vatnsmýr- ina“ — ein af perlum Sigfúsar Halldórssonar var mitt uppáhaldslag. Mér fyrir mitt leyti finnst, að úr því að þátturinn var endurfluttur, hefðu þeir ágætu sjónvarps- menn getað breytt tónlistar- flutningnum, t.d. með því að Sigfús hefði sungið lögin og spilað undir. Svo hefði mátt sýna myndir úr Reykjavík, meðan spilað var, það eru hæg heimatökin að ná góðum mynd um úr Reykjavík; mér fannst þær of fáar. Vertu blessaður. Ein óánægð." Mikið úrval af GOOD YEAR gólfflísum og NEODON og DLW góifteppum. — Gott verð. LITAVER S.F., Símar 3«280, 32262. Trésmiðir Vantar nokkra vana trésmiði helzt vana innréttingum. Upplýsingar í síma 36710 eða 19407 á kvöldin. 237 austurrísk frimerki úkeypis Um fjögurra vikna skeið hlýtur nú sérhver lesan’di ókeypis 237 hinna fegurstu Austurríkis-frímerkja, sérmerki og betri tegundir eftirstríðsgilda, af- greidd um leið og hann kaupir stóra „lúxus“- böggulinn sem inniheldur 3150 dýrleg mismunandi safnarafrimerki, mynda-merki (andvirði sam- kvæmt verðlista yfir 450 Michel-mörk) fyrir gjaf- verðið: aðeins 500 krónur gegn póstkröfu, fullur réttur til skipta. Engin áhætta! Allir verða stórhrifnir! Sendið í skyndi póstkort og biðjið um „lúxus“- böggul nr. 2, aðeins hjá MARKENKÖNIG, Bra- endströmgasse 4, Mozartstadt SALZBURG, Öster- reich. BLADBURÐARFOLK OSKAST í eftirtalin hverfi Laugaveg, neðri — Hávallagötu — Aðalstræti — Kjartansgat — Bergstaðastræti. Ta/ið við afgreiðsluna i sima 10100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.