Morgunblaðið - 02.09.1967, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.09.1967, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. SEPT. 1967 23 Arabar hef ja á ný olíusðlu til vestrænna ríkja —KÍSILGÚRVEGUR Framlh. af bls. 24 væri í at'h'ugun. FéUst samgöngu máLaráðuneytið á þetta. Niður- staða lögfræðinganna var sú, að Náttúruverndjarráð og mennta- málaráðuneytið brysti heimild tii þess að hindra með valdboði mannvirkjagerð á landsvæði, sem hafi ekki verið friðlýst. I>etta tjáði ráðuneytið Náttúru- verndarráði. Hinn 30. ágúst 1967 ákvað Nátt ffruverndarráð síðan að friðlýsa nýja hraunið milli Reykjahlíðar og Grímsstaða í Mývatnssveit, innan eins kQómetra fjarlægðar frá bakka Mývatns. Jafnframt samþykkti Náttúrnverndarráð að leggja bann við mannvirkjagerð og jarðraski á umræddu svæði, nema að fengnu samþykkti Nátt- úruverndarráðs. Samkvæmt ákvæðum náttúru verndarlaga kemur áikvörðun Náttúruverndarráðs um friðlýs- ingu ekki til framkvæmda, fyrr en menntamálaráðuneytið hefur lagt samþykki sitt á hana. Ráð- herrann sagði, að áður en menntamálaráðuneytið gæti tek ið afstöðu til friðlýsingarinnar teldi það nauðsynlegt, að úr því yrði skorið, hvort friðlýs- ing rifti hinum staðfesta skipu- lagsuppdrætti eða ekki. Hann kivaðst hafa haft samabnd við félagsmálaráðherra um mál þetta og hefðu þeir verið sammála um, að óæskilegt væri að málinu yrði skotið til dómsstóla, þar sem slíkt tæki langan tíma, nauðsyn legt væri að ljúka vegarlagning- unni í haust og í óefni stefndi, ef það drægist. Af þeim sökum hefði samstaða náðst um fyrr- nefnda lausn. Meðan beðið er eftir álitsgerðinni verða engar framkvæmdir á hinu umdeilda svæði. Aðspurður sagði menntamála- ráðherra að ekki yrði um um- talsverðan kostnaðarauka að ræða, ef breyta þyrfti hún fyrir hugaða vegarstæði, en hins veg- ar teldi skipulagsstjóm hættu á miklum snjóþunga á því vegar- stæði, sem Náttúruverndarráð hefði gert tillögu um og því hugsanLegur kostnaðarauki að því leyti tii. Gylfi Þ. Gíslason sagði að lok um, að ef álitsgerðin yrði Nátt- úruverndarráði í hag gæti það hugsanlega leitt til málaferia af hálfu einstaklinga, sem teldu sig hafa byggt á skipulagsuppdrætt inum og teldu sig jafnframt hafa beðið tjón af völdum breytinga á homum. - S-VIETNAM Framh. af bLs. 1 ar eru afstaðnar og þeir irepnir, ef fjölskyldur þeirra taka þátt í þeim. Venjulega hafa hryðju- verkamenn kommúnista þann hátt á, að drepa strax þá, sem hafa unnið fyrir stjórnina og neyða hina til liðs við sig. Er hugsanlegt, að þeir fari eins að nú. 1 í Saigon særðust margir menn 5 dag í árásum hryðjuverka- hianna. Handsprengju var varp- að inn í varðstöð eina með þeim afleiðingum að tveir óbreyttir menn og lögreglumaður særðust - NOVNOTNY Framh. af bls. 1 að leyfa útbreiðslu kenninga, sem skaða sósíalismann og komm únistaflokkinn, sem hijóta ætíð að vertSa drifkraftur í þróun þjóðfélagsins". Ræðu þessa hélt Novotny við skólasiit í einni af æðri mennta- stofnun hersins. Sem kunnugt er af fréttum, hafa um hríð staðið yfir deilur milli frjálslyndra rit- höfunda og menntamanna annars vegar og yfirvaldanna hinsveg- ar um frelsi í menningarmáium Tékkóslóvakíu. Einnig hefur ágreiningurinn náð til meðferð- ar efnahagsmálanna. Hinn ótví- ræði stuðningur tékknesku stjóm arinnar við Araba í stríði þeirra við Israel vakti mikla gremju meðal menntamanna og vai'ð mjög til þess að magna óánægju- raddirnar. alvarlega. Þá var handsprengju varpað að kínversku viðskipta- skrifstofunni og maður einn var gripinn með handsprengju rétt hjá bandarískri skrifstofu. Þá gerðu kommúnistar sprengjuárás á barnaskóla í miðborginni, þar sem kjörstaður verður á sunnu- dag og á tveimur stöðum í íbúð- arhverfum voru gerðar sprengju árásir. sem urðu tveimur borg- urum að bana og særðust þrjá- tíu manns. Meðai þeinra, sem urðu fyrir skotum Leyniskyttna kommúnista í miðbomgdnni, voru tveir Bandaríkjamenn óbreyttir, annar beið bana, hinn særðist alvarlega. Bandarísku eftirlitsmennirnir, sem komnir eru tQ Saigon að boði Johnsons, Bandaríkjafor- seta til þess að fylgjast með því að ekki verði beitt brögðum í kosningunum, hafa skýrt frétta- mönnum svo frá, að til þessa hafi þeir ekki orðið varir við neitt, er bendi til þess, að slíkt verði reynt og ekki sé neitt að finna að skipulagningu kosning anna yfirleitt. Kjörstaðir verða opnaðir kl. sjö árdegis á sunnudag og þeim lokað aftur klukkan fjögur síð- degis. Búizt er við, að um 80% atkvæðisbærra íbúa Suður-Viet- nam, sem nú eru 5,8 milljónir, taki þátt í kosningunum. Lítið hefur verið um beina bardaga í S-Vietnam síðustu daga, þar sem athyglin beinist öll að kosningunum. Þó gerðu 'kommúnistar sprengjuárás á herstöðina Phu Bai, 65 km fyrir sunnan hlutlausa svæðið og biðu þá fjórir bandarískir fót- gönguliðar bana en 31 særðust. Straums- vlkurdeilan MBL. hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Verkamannafé- laginu Hlíf, Hafnarfirði: „Vinnuveitendasamband ís- lands gerði Verkamannafélaginu Hlíf þau ein boð áður en til verkfalls kom, að verkamönn- um yrðu greidd laun skv. 4. taxta gegn því að verkfaili yrði frestað. Svo sem fram hefur komið í fregnum af lausn Straumsvíkur- deilunnar, voru samningar þeir, sem gerðir voru við atvinnurek- e<ndur tvíþættir: Annarsvegar samningur og hinsvegar yfirlýs- ing frá atvinnurekendum sem viðbót við samninginn- Með samningum og yfirlýsing unni náði Hlíf fram öllum sín- um kröfum og skipti það félag- ið að sjálfsögðu ekki miklu máli, hvort Vinnuveitendasambandið var aðiLi að hluta eða öllu sam- komulaginu, aðalatriðið var, aS atvinnurekandi sá, sem vinnuna átti að framkvæma gekk að öli- um kröfum Hlífar með samning- um og skriflegri yfirlýsingu, sem hefur samoiingsgUdL Að líkja slíkri yfirlýsingu við venjulega yfirborgun á vinnu- stöðum, stenst ekki, þar sem hér er um að ræða hluta samkomu- lags milli stéttarfélags og at- vinnurekenda. Viljí Vinnuveitendasambandið lifa áfram í þeim heimi sjálfs- blekkinga, að Hlíf hafi eigi tek- ist að tryggja verkamönmum sín- um sömu kjör og sömu laun og þeir höfðu áður í Straumsvík, er það með öllu óátalið af minni hendi“. Hafnarfirði 1. september 1967. Hermann Guðmundsson. formaður Verkamannafélagsins Hlífar. Rannsókn heldur áfram RANNSÓKN þjófnaðarins úr peningasendingunni, sem kom með Vatnajökli, heldur áfram. Hefur öll áhöfnin verið yfir- ‘heyrð. Enn hefur ekkert komið fram, er bent gæti til, hver hefði verið valdur að peningaþjófnað- inum. Khartoum, Súdan, 1. sept. - (AP) - LEIÐTOG ARÁÐ STEFNU Arabaríkjanna lauk í Khar- toum í dag. Sátu hana full- trúar 12 Arabaríkja, en Sýr- land sendi engan fulltrúa vegna ágreinings um bann við sölu á olíu til vestrænna ríkja. Fulltrúar á ráðstefn- unni ákváðu að hefja á ný olíuvinnslu með sölu til vest- rænna ríkja fyrir augum, en höfnuðu öllum samningatil- raunum við ísrael. Að ráðstefnunni lokinni gáfu fulltrúarnir út sameiginlega yfir lýsingiu, og segja þar m.a. að þótt ráðih-errafundur Arabaríkj- anna, sem haldinn var í Bagdad, hafi talið rétt að stöðiva alla oliu sölu tii vestrænna ríkj-a, litu leið to-gar ríkjanna þannig á að nota bæri olíunna til styrktar efnaihag landanna. Mætti til dæmis nota hagnaðinn af oliusöilunni til að bæta tjón þeinra Arabaríkja, sem verst urðu úti í júnistyrjöld- inni við Gyðingia, það er Egypta- lands, Jórdaniu og Sýrlands. Samþykktu fulltrúarnir tillögu frá Kuwiait-lfulltrúunum um að stofna sérstakan framkvæmda- sjóð, sem að mestu Leyti yrði kostaður af oliuríkjunum. Ráðstefnai. stóð í fjóna daga, og samþykktu fulltrúarnir ein- róma að banna allar erlendar herstöðvar á landsvæðum Araba, en Bandaníkin, Bretl'and og Frakkland haldi uppi herstöðv- um í Arabaríkjum. Einnig sam- þykktu fulltrúarnir að vinna að sameiningu varna Arabaland- anna og að samrýmángu á utan- ríkisstefnu landanna, Ráðstefnan í Khartoum átti að vera fyrsti leiðtogafundur Arabaríkjanna frá því árið 1965, en af 13 ríkjum Araha, sendu aðems átta þjóðarleiðtoga sína, fjögur þeirra sendu fulltrúa úr ríkisstjórnwm sínum, og fré Sýr- landi kom enginn. Sýrland neitaði að senda ful’l- trúa á ráðstefnuna eftir að ljóst varð að Arabaleiðtogiarnir féll- ust ekki á tiilögu írakstjórnar um þriggja mánaða bann við oliusölu til ve9trænna ríkja og algjört bann við olíusölu í fnam- tíðinni til Bandaríkjanna, Bret- lands og Vestur-Þýzk'aiandis, sem Arabar saka um stuðning við ísrael í júní-styrjöldinni. Einnig va-r ráð fyrir því gert í tillögu fraks að Arabaríkin slitu stjóm- málasambandi við ofangireind þrjú riki og flyttu gjaldeyris- eignir sínar úr bönkum þar til annarra landa. Það þóttd áberandi á ráðstefn- unni hve Nasser Egyptalands- forseti sýndi mikla hógværð, og þótt hann hvetti til uppbygging- ar herafla Anabaríkjannia var hann ekki frálhiverfur því að leita samningalausnar í deilunni við Gyðingia. Hann lagði á það á- herzlu að nauðsynlegit væri að eflia herstyrk Araba, en hinsveg- - BRETAR Framh. af bls. 1 Tuttugu og fjögur ríki eiga full- trúa í nýlendumálanefndinni, og var tillagan um gagnrýni á Breta samþykkt með 16 atkvæð- um gegn tveimur, en sex full- trúar sátu hjá. Þjóðaratkvæðagreiðsla á að fara fram á Gibraltar hinn 10. þessa mánaðar, og mæltist full- trúi Breta til þess að nýlendu- málanefndin frestaði afgreiðslu tillögunnar um gagnrýnina þar til eftir að íbúar Gibraltar hefðu gengið að kjörborði. Voru þau tilmæli Breta felld með 10 at- kvæðum gegn tveimur, en ell- efu fulltrúar sátu hjá. ar væru Egyptar alls ekki færir um að hefja nýja sókn gegn ísrael og endurtheimta töpuð landsvæðd með vopnavaldi. Ekki liggur það ljóst fyrir hvernig Sýrlendingar taka sam- þykktum ráðstefnunraar. Margiar af olíuleiðslunuim til Miðjarðar- hafsihafna, þar sem skdp eru fermd olíu til vestrænna landa, liggja um Sýrland. Framlag olíuríkjanna Þrjú auðugus'tu olíuríkin, Saudi-Arabía, Kuwait og Lilbýa, féllust á að veita Egyptalandi, Jórdaníu og Sýrlandi efniaihaigs- aðstoð vegna styrjaldartjónsins í júni. Egyptadand hlýtur bróður- partinn af þessari aðstoð, eða 95 milljónir sterlingspunda (rúmlega 11 milljarðia króna), Jórdia.mía fær 40 milljónir punda og Sýriand 5 milljónir. Alls eru þetta 135 milljónir punda. CXlíu- rikin þrjú greiða 140 milljónir punda, Kuwait 55 miflljónir, Saudi-Arabía 50 millljónir og Libýa 30 milljónir, og hljóta önnur Anabaríki þær fimm millj ónir, sean umfram eru. Lokun Suez-skurðarms hefur haft mjög lamandi áihrif á efna- hag Egyptaflands, því sk'Urðurinn var ein mesta gjaldeyrislind landsins. Var honuim lokað í júní stríðinu, og hafa Egyptar neitað að opna hann á ný á meðan ísraelskar hensvedtir sitja á aust- urböikikum skurðiarins. Á ráð- sbefnunni í Khantioum lýsti Nasser forseti því yfir að hann væri reiðubúinn að haida skurð- iinum lokuðum meðan hann nyti efna'hagsaðstoðar hinna Anaba- níkjanna, Nasser og Feisal semja um Jemen Ein af merkani samþykktun- umo, sem gerðar voru í Khair- toum, var samningur, sem þeir Nasser forseti og Feisal konung- ur Saudi-Aralbíu undiirrituðu um að binda enda á borgarastyrjöld- ina í Jemen, sem staðið hefur í fimm án. Egyptair bafa stutt lýð- veLdisstjórn Abdullah A1 Salíals her9höfðingja, en Saiudi-Arabía Imiaim (ikonung) Moíhammied Al- Badn. Lýsti Nasser því yfir, að 'hann væri reiðubúiinn að kalila heim þá 40 þúsund egypzika her- menn, sem sendir bafa verið til a@ berjast gegn konungssinniuim í Jemen, og Saudi-Araibia befur heitið þvi að hætta stuðningi við konungsisinna. Fulltrúar Mar- okkó, ínaks og Súdan hafa tekið að sér eftirMt með fnamkværnid þessa s,amnings, en eftir er að sjá hvem árangur hann ber. Hiefur Abdiullah A1 Sallal forseti Jemien látið í ljós óánægju sína vegna samningsins, og mætiti hann ekfci á síðustu funduim réð stefnunnar í mótmælaskyni yfir að hafa ekki verið spurður réða áður en þeir Nasser og Feisal sömdiu. í lok síðasta fundar á ráð- stefnunni í Khartoum í dag var skýrt fná því að fyrinhugað væri að boða til nýrrar leiðtogaráð- stefnu Arabaríkjanna, en hvorki hefur verið ákveðið hvenær né hvar sú ráðstefna verður hald- in. ----O----- Fréttir frá London og New York herrna að vesbræn oflíu- félög hafi tekið fregnum uim að olíufluitningur verði væntanlega hafinn að nýju frá Arabarikj- unum með varúð. Talsimenn bandarískra oláutfélaga telja þetta góðar fréttir, en benda á að afstaða Sýrlands sé ókunn. Sýrlandsstjórn gæti hæglega hindrað flutning oliu frá írak og Saudi-Ar.a'bíu til Miðjarðarhafs- hafna. Talsmaður olíufélagsiins „B.P.“ sagði að það væri vi&suflega spor í rétta átt ef olíuútflutningiur yrði leyfður á ný til vestrænna landa, ,,En það spor befur þó ekki naegilag áhrif á núverandi stöðiu okkar,“ sagðli hann. „Að- allatriðið er að Súez-skurðurinn verður áifram lokaður. Ef olíu- sala hefst á ný, neyðumst við — eins og málum er háttað — til að sigla með hana suður fyrir siuð- urodda Afríku.“ Tekinn nð togveiðnm NESKAUPSTAÐ 1. septembeir. — Varðsikdpið Þór kom hingað i miorgun með Guilfaxa NK 6, sem það hafði staðið að ólöglegum togveiðum á Sandvik, langt inm- an fiS'kveiðimarkanna. Var mál- ið tekið fyrir hjá bæjarfógetan- um hér kl. 11 og þar játaði skip- stjórinn á Gullfaxa að hafa ver- ið í landihelgi. Dómur verður líklsga kveð- inn upp í kvöld. Ásgeir. - ILYA LÁTINN Framh. af bls. 2 menntum. Ehrenburg hélt síð an lengi uppi merki frjáls- lyndis í menningarmálum i 'Sovétríkjunum og réðist á einstrengingslega hugmynda- fræði leiðtog'anna og lenti þar saman við Krúsjeff síð- ar, en einnig annarra hluta vegna. Hann var mikill mál- svari Boris Pasternaks, sem var góðvinur hans og lýsti því yfir seinast í vor að hann von aði að Pasternak hiyti upp- reisn æru. Fólk, ár, líf Ehrenburg hafði er hann lézt gengið frá og gefið út sex bindi æviminninga sinna, sem bera heitið „Fólk, ár, líf“ og vann að hinu sjöunda, sem ná átti frá árinu 1953 til 1964, og var beðið með mikilli eftirvæntingu bæði innan Sovétríkjanna og utan þeirra. Fyrri bindin sex, sem náðu allt til loka stjórnarára Stalíns þóttu menningarvið- burður í Sovétrí'kjunum og voru jafnan birtir kaflar úr þeim í bókmenntatímaritinu „Novy Mir“ og vöktu oftast mikið umtal og harðar deilur stundum. Meðal þeirra sem deildu á Ehrenburg fyrir skrif hans var Nikita Krúsjeff, sem átaldi Ehrenburg harðlega fyrir fullyrðingar hans um að bæði hann og aðrir háttsettir stjórnmálamenn og samstarfs m.enn Stalíns hefðu vitað full vel að einræðisherrann lét taka af lífi fjölmargt fólk al- saklaust. Krúsjeff hélt því fast fram þá að bæði hann og aðrir stjórnmálaleiðtogar þeirra tíma hefðu staðið í þeirri trú að allir þeir sem „hreinsaðir" voru og dæmdir hefðu verið réttaðir að sök þeirra sannaðri. Nokkuð hefur nú skipt um stefnu í mennir.garmálum í Sovétríkjunum, að því er virð ist, en Ehrenburg hafði ekki aðlagazt henni er síðast frétt ist. í maí sl. þegar haldið var með kurt og pí þing Rithöf- undasamtaka Sovétríkjanna í Moskvu, gerði hann sér lítið fyrir og fór í sumarleyfi til ftalíu og fékk fyrir mikil ámæli starfsbróður síns Sholo kovs, en skeytti því engu. Ehrenburg var maður um- deildur alla tíð en vinmarg- ur bæði af löndum sínum og eins erlendis, einkum þó í Fxakklandi og verk hans hafa verið mikið þýdd og les in víða um heim. Einn náinna vina hans var meistari Pablo Picasso, sem lokaði sig inni heima er hann frétti suður til Miðj arðarhafsstrandarinnar lát fornvinar síns og hefur ekki verið viðmælandi síðan. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.