Morgunblaðið - 05.09.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.09.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPT. 1967 BÍLALEICAN -FERÐ- Daggjald kr. 350,- og pr. km kr. 3,20. SfMJ 34406 SENDUM MAGMÚSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR21190 eftirlokunslmi 40381 ICZ, Hverfisgröto 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt ieigugjald. Bensin innifalið < leigugjaldi. Sffiif 14970 BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. SPARIfl TÍMA FYRIRHQFN RAUOARARSTlG 31 SlMI 22022 Flest til raflagna: Rafmagnsvörur Heimilstæki (Jtvarps- og sjónvarpstæki Suðurlandsbraut 12. Sími 81670 (næg bílastæði) Goli KYLFUR BOLTAR og fleira. P. Eyíeld Laugavegi 65. *' * ODYRAR LITKVIKMYNDIR Gerum ódýrar litkvikmyndir fyrir einstaklinga og fyrir- tæki. Fullkomin tækni. Leitið upplýsinga. Opið um helgar. LINSAN SF. Símar 52556 og 41433. ÖTTAR' YNGVASON, hdl. 8L0NDUHi.ro I, SfMI 21296 VIÐTALST. KL. 4—6 MALFLUTNINGUR . LÖGFR/ÍOISTðRF ic Tillaga um nýja sorphreinsunar- aðferð Frú Valgerður Björns- dóttir skrifar: „Getum við hér í okkar boirg tekið upp sömu aðferð við sorphreinsun og Danir? Fyrir fjórum árum breyttu Danir um aðferð við sorphreins un. Þeir nota nú stóra og grófa pappírspoka, sem eru festir innan á sorptunnuna með einu handtaki. Mjög auðvelt er að ná pokanum úr tunnunni og afar fljótlegt. Þetta er einföld og hreinleg aðferð, sem reynist Dönum vel. Engin leið er að heyra, þegar skipt er um poka, svo hljóðlátlega fer það fram. Oft og mörgum slnnum hefi ég séð í blöðum borgarinnar hér kvartað undan miklum hávaða við hreinsun á sorpi í borginni, enda ekki undarlegt, þar sem víða er erfitt að draga þessar stóru og þungu tunnur upp og niður tröppur. Ég spurðist fyrir um, hvað svona poki kostaði, og var mér sagt, að það væri innan við eina krónu danska. Það er auð- vitað mikið. En er það svo dýrt, þegar tekið er tillit til þess vinnusparnaðar, sem af yrði? Auk þess yrði starfið í alla staði léttara og þrifalegra Einhvern hag hafa Danir áreið- anlega séð sér í að breyta hreinsunaraðferð sinni í þetta horf. Æskilegt væri, að forráða- menn okkar borgar tækju til athugunar, hvort ekki væri hægt að breyta sorphreinsun okkar í þetta horf. Valgerður Björnsdóttir, Velvakanda lízt mjög vel á þessa hugmynd, og ætti sann- arlega að athuga, hvort ekki hentaði að taka þessa aðferð upp hér. it Til skordýra- safnara „Ein, sem hefur áhuga“ skrifar: „Kæri Velvakandi! Ég hef mikinn áhuga á skor- dýrum og langar að koma upp smásafni til gagns og skemmt- unar, en mig langar til að vita, AVA BIFREIÐAVÖRUR TÓG ÞVOTTAKÚSTAR UMBOÐ STYRMIR HF HEILOVERZLUN Laugavegi 178 -Slmi B1800 Pósthólf 335 Sendisveinn óskast Viljum ráða sendisvein hálfa eða allan daginn. Upp- lýsingar á skrifstofum okkar, Lágmúla 9. BREIÐHOLT H.F. Jörð óskast Höfum verið beðnir um að leita eftir jörð til sölu fyrir félagssamtök, á svæði frá Snæfellsnesi suður undir Rangárvallarsýslu. Æskilegt að væri náttúru- fegurð og/eða hlunnindi. SKIP & FASTEIGNIB Austurstræti 18 — Sími 21735. Eftir lokun 36329. hvernig á að drepa þau og hvernig eigi að ganga frá þeim til að þau endist sem lengst. Vonast til, að einhver fróður um þessi efni skrifi og gefi upp lýsingar um þessi efni. Vonast eftir birtingu. Ein, sem hefur áhuga“. Velvakandi mundi með ánægju birta bréf með umbeðn um upplýsingum, a. m. k. ef það er ekki alltof langt. it Á móti Keflavíkur- sjónvarpinu í Velvakanda í dag, laugar- daginn 26. ágúst, er skemmti- lega vitlaust bréf um sjónvarp- ið, eftir einhverja, sem „álítur sig hafa þroska til að velja og hafna“. Hún byrjar á því að tala um, að nú eigi að fara að loka fyrir Keflavífcursjónvarpið, og auð- vitað er það harmsefni. Hún talar um, að „allir, sem eru á móti ameriska sjónvarpinu segjast aldrei horfa á það“, og hvers vegna eigi þá að láta þá ráða úrslitum í þessu (þ. e. að kxfa ekki íslendingum að horfa á það? Nú vil ég spyrja: hvernig hefir sú þroskaða frú komizt að því, að allir, sem eru á móti Keflavíkursjón- varpinu, horfi aldrei á það? Hefir hún haft tal af þeim öll- um? Ekki mér að minnsta kosti. Ég er á móti Keflavík- ursjónvarpinu, hefi alltaf verið það, horfi þó stundum á það. Og ég verð að segja, að mér finnst harla lítið í það varið, er það álit mitt í samræmi við skoðun Bandaríkjamanna sjálfra og ein af ástæðunum fyrir því, að þeir óska eftir því, að það (sjónvarpið) sé tak- markað við Keflavíkurflug- völl. Að þeir, sem hafa ekkert vit á þessum málum og aldrei horfa á Keflavíkwsjónvarpið, að dómi kounnar, hafi eitthvert úrslitavald að hægja burt Keflavíkursjónvarpinu, þar held ég að úlfaldi sé gerður úr mýflugu, og væri þó gott ef satt væri. Hin vitra kona talar um sviptingu mannréttinda og verið sé að leiða okkur austur fyrir járntjald o. s. frv., með því að loka fyrir Keflavíkur- sjónvarpið, en í grein sinni talar hún þó um „skikka“ (er ekki eins gott að nota íslenzka orðið (,,neyða“) andstæðinga Keflavíkursjónvarpsins til þess að horfa á það, að minnsta kosti í einn mánuð. Það virðist sem blessuð frúin sé ekki þroskuð þegar á að fara að skilgreina mannréttindi. Keflavikursjónvarpið er ekki fræðslumiðill, eins og frúin vill láta í skína, heldur eingöngu skemmtimiðill og það af lé- legra tagi, svo lélegur að banda rísku hermennirnir sjálfir kvarta undan. Þeir íslendingar, sem þykj- ast geta valið og hafnað og það eflaust skynsamlega, ættu að vera það þroskaðir að skríða ekki í skítnuim fyrir er- lendum lágkúruskap, hvaðan svo sem hann kemur. Einn sem ann íslenzku þjóðerni/ ir Bifreiðaeftirlitið „Bjössi" skrifar: „Herra Yelvakandi! Fyrir nokkru hirtuð þér 1 dálkum yðar harðorða árásar- grein á flámenna stétt manna. Ráðizt var að starfsmönnum Bifreiðaeftirlits ríkisins með skömmum. Svo vill til, að ég hef nokkur kynni af þessari stofnun, og hef ég aldrei orð- ið fyrir öðru en kurteisu við- móti starfsmanna hennar. Mér fannst bréf þetta í hæsta ó- sanngjarnt, ekki sízta vegna þess, að mennirnir geta tæp- lega borið hönd fyrir höfuð sér; þ.e. sjálfir farið að svara skammarhréfinu. Það leyfi ég mér að gera hér með, og mót- mæli ég skrafi bréfritara um, að starfsmenn bifreiðaeftirlits- ins séu dónalegir skapvargar. Hafi hann lent í einhverju mis jöfnu hjá stofnuninni, má hann eflaust annað hvort kenna bíl druslu sinni eða skapbrestum um. Með kveðju Bjössi/ NJARÐVIK SUÐURNES Húsvörður Óskum eftir að ráða húsvörð við íþróttahús félag- anna í Ytri-Njarðvík. Umsóknir um starfið sendist fyrir 10. september til Ólafs Sígurjónssonar, Þórustíg 8, Ytri-Njarðvík, sími 1204, sem einnig veitir nánari upplýsingar. Ungmennafélag og Kvenfélag Njarðvíkur. HVERFISGATA 4-6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.