Morgunblaðið - 05.09.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.09.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPT. 1967 tJitgefaiidi: Framkvæmdastjóri: iRitstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: í lausasölu: Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-400. Aðalstræti 6. Sími 212-4-80. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. NYJAR STÓRFRAMKVÆMDIR *,«!V UTAN ÚR HEIMI Fréttir frá S.Þ, að er enn í minnum haft og mun lengi verða, að Framsóknarmenn og komm- únistar börðust heiftarlega gegn því að auka fjölbreytni íslenzkra atvinnuvega með uppbyggingu orkufreks iðnað ar hér á landi í samvinnu við erlent stórfyrirtæki. Það er nú öllum ljóst, aðeins rúm- lega ári eftir að lokaorustan stóð á Alþingi um mál þetta, að stefna ríkisstjómarinnar í máli þessu er þegar farin að bera ríkulegan ávöxt. Afla- brestur og verðfall á útflutn- ingsvörum okkar hefur sýnt okkur og sannað, að nauð- synlegt er að auka fjöl- breytni Menzkra atvinnu- vega, ef við eigum að búa sjálfum okkur og niðjum okkar betri framtíð í þessu landi. Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra, ræddi mál þessi nokkuð í útvarpsviðtali sl. laugardagskvöld og skýrði frá því m.a., að því hefði ver- ið hreyft, hvort byggja ætti Þjórsárvirkjun stærri nú þeg ar en í upphafi var ákveðið og jafnframt hvort hraða beri stækkun álbræðslunnar, ennfremur skýrði forsætis- ráðherra frá umræðum um stækkun Áburðarverksmiðj- unnar. Þá kvaðst Bjami Benediktsson telja tímabært að taka til athugunar á ný, hvort unnt sé að byggja hér á landi olíuhreinsunarstöð, en svo sem kunnugt er, fóru nokkrar athuganir fram á því máli á vegum einstakl- inga og olíufélaga fyrir nokkmm árum. Þótt álbræðslan sé enn ekki tekin til starfa hefur sú framkvæmd þó fært okkur sönnur á mikilvægi þess að byggja upp stóriðnað hér á landi, fyrr en nokkurn gat órað fyrir. Og væntanlega sjá þeir sem börðust svo hat- ratnmlega gegn þeirri fram- kvsemd, nú, að þeim skjátlað- ist Fyllsta ástæða er því til að ætla að meiri samstaða ná ist um svipaðar stórfram- kvæmdir í framtíðinni. Af ummælum forsætisráð- herra má marka, að þessi mál hafa verið til umræðu innan ríkisstjómarinnar og er fyllsta ástæða til að fagna því. Við stöndum nú enn einu sinni frammi fyrir þeirri staðreynd, að sjórinn getur bmgðizt, þótt hann sé gjöfull á stundum. Þess vegna er þýðingarmikið að ekki verði látið hér við sitja heldur haldið áfram að leita sam- vinnu við aðra aðila um nýj- ar stórframkvæmdir, sem treysta imdirstöður efna- hags- og atvinnulífs á ís- landi. EINKENNILEG MÁLSMEÐFERÐ Í fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna, sem haldinn var í Reykjavík í aprílmánuði sl., lögðu ís- lendingar fram tillögur til lausnar Loftleiðadeilunni svo nefndu. Á þeim fundi var samþykkt að vísa þessum til- lögum til skjótrar meðferðar hjá ríkisstjómxim SAS-land- anna. Af hálfu þeirra hefur engin afstaða verið tekin til þessara tillagna enn og virð- ist drátturinn vera orðinn býsna langur. Ráðgert var að halda sér- stakan fund um málið fyrir utanríkisráðherrafundinn í Helsingfors, sem haldinn var í ágústmánuði og skyldu Dan ir hafa forgöngu um að boða til þess fundar. Sá fundur var aldrei haldinn. — Emil Jónsson ræddi mái þetta á utanríkisráðherrafundinum í Helsingfors og kvartaði þar undan því, að málið hefði ekki fengið greiða meðferð og var þá ákveðið að haldinn skyldi sérstakur fundur utan ríkisráðherra og samgöngu- málaráðherra landanna og skylsi sá fundur haldinn um miðjan september, en SAS- löndin þrjú ætluðu að þinga sín á milli um málið siðustu dagana í ágúst. Nú hefur fundinum sem halda átti í september verið frestað. Svíar hafa lýst því yfir, að þeir telji tillögur fs- lendinga ekki viðunandi og hafa óskað eftir því að SAS- löndin komi saman til fundar um miðjan september. Ekki verður hjá því komizt að draga þá ályktun af síð- ustu atburðum í máli þessu, að lausn þess strandi fyrst og fremst á Svíum. íslending ar hljóta einnig að vænta þess, að SAS-löndin sýni til- lögum þeirra þá tillitssemi, að þær fái sómasamlega máls meðferð, en svo hefur því miður ekki orðið að þessu sinni. Af hálfu fslands hafa verið lagðar fram sanngjam- ar tillögur til lausnar deilu- máli, sem hefur verulega þýð ingu fyrir ísland. Er varla til of mikils mælzt af SAS- löndunum, að þau fáist a. m. k. til þess að ræða þessar til- lögur við fulltrúa fslands. Konur hafa pólitísk réttindi, en geta ekki ævinlega fært sér þau í nyt í FLESTUM löndum heims tryggir löggjöfin nú konum sömu borgaralegu og póli- tísku réttindi og karlmönn- um. I reyndinni eru þó víða ýmsar hömlur á því, að kon- ur fái notið þessara réttinda. En þar eð hin efnahagslega og félagslega þróun krefst þess beinlínis að konur taki sem allra virkastan þátt í öllum greinum þjóðlífsins, verður að ryðja þessum höml um úr vegi. Þetta var niSurstaðan af ráðstefniu sean haldin var í Helsingfors fyrri hluta ágúst mánaðar. Umiræðuefni réð- stefnunnar var borgaæaleg og pölitfek menntun kvenna. Ráðstefnuna sátu sérfræðing ar frá 27 löndum, en hún var haldin af Sameinuðu þjóðunum í samrvinnu við finnsku rlkisstjórnina. Meðat þeirra atriða, sem hamla kon- unni að neyta réttar síns, eæu eftirtaldar orsakir þyngstar á metunum: • Vanþróað efnahags- og félagsmálaáistand. • Léleg líf skjör. • Fáfræði. • Einangnun í afskekkt- um þyggðarlögum. • Mjög mikJar heimilis- annir. • Hefðlbundnar hugmynd ir um hegðun kynjanna. Á ráðstefnunni var því slegið föistu, að uppf-ræðslan, s-em nauðsynleg er, ætti að vera þá'ttur í fræðslukerfi þjóðfélagsins. Vandamál jafn réttis beggjia kynja varðar alla þegna þjóðfélagsins og verður einungis leyst með samieigiwlegu átaki karla og kvenna. Til þess þarf stiuðn- ing ríkisstjórna, stjórnmála- flokka, stéttarfélaga og óháðra samtaka. Efnahagslegt sjálfstæði til að fræðsla um takmörkun barneigna yrði öllum til- kvæmileg. Ástandið eins og það er í einu heimildarsikjali ráð- stefnunnar, sem tekið var saman af Önnu-Liisiu Sysi- harju frá Finnlandi, var lagt mat é ástandið eiiys' og það er, erfiðleikana s-em við er að etja og hugsanleg skref til að auka þátt'töku kvenna í þjóð- lífinu. Skjalið byggir á alil- mör-gum skýrslum Sameinuðu þjóðanna. 124 lönd hafa veitt Samein- uðu þjóðunum upplýsingar um kosningarétt kvenna. Einungis í 11 þessara landa hafa konur ekki þennan rétt eða verða að sætta sig við hömlur sem lekki enu lagðar á karlmenn. 66 þessara 124 landa hafa gert grein fyrir, að hve miklu leyti konur hiafa gegnt ákveðnum ábyrgðar- stöðurn í stjómsýslu, réttar- gæaiu og utanríikisiþjónustu. í ljós kemur, að aigengast er að konur sitjii á þingi (90 pnósent landanna hafa a.m.k. eina konu á þingi) og þar næst að þær sóu dómarar (55 prósient) og sendifuiiltrúar hjá Sameinuðu þjóðunum (55 próisent). Sjaldgæfaæa er að konur séu ráðuneytisstjór- ar (40 prósent), hæstaréttar- dómanar (25 próisent) eða sendiherrar (25 prósent). Norðurlönd Konur eru í minniihluta á öllum þjóðþingum. Hæst er hlutfallstala þeirra í komrn- únisitairífcjiumum. í Æðstaráði Sovétríkjanna er þriðjungur- inn konur. Á Norðurlöndium er hlutfall kvenna einnig til- tölulega hátt á þjóðþingum; í Noregi eru 9 prósent þing- manna konur, í Danmörku 10 prósent, í Sviþjóð 14 pró- sent og í Finnlandi 17 prósent. Sagt er að konuir á þjóð- við af ívari Guðmundssyni, sem skipaður hefur verið í annað embætti hjá upplýsinga deild aðalstöðvanna í New York. Lehmkuhl tekur við embættinu í september. Dik Léhmkulhl er fæddur í Osló árið 1914. Að lofcnu námi í Noregi vann ha-nn við kaupsýsilustörf og blaða- mennsku í Noregi, Bretlandi, Þýzkalandi, Belgíu og Banda rikjiunum. Frá 1940 til 1942 var hann blaða- og útvarpis- starfismaður fyrir upplýsinga skrifstofu norsku stjórnar- innar í Lundúnum. Árið 1945 var hann lánaður upplýsiniga stofnun Sam-einuðu þjóðanna (UNIO). Árið 1946 gekk Difc Lehm- kuhl í þjónustu Sameinuðu þjóðanna og starfaði á upp- lýsingaskrifstafunni í Lund- únum fram til 1949. Frá 1949 til 1960 vann hann í útvarps- og blaðadeiildium aðalstöðv- anna í New York. Árið 1960 var hann skipaður aðstoðar- forstjóri upplýsingaskrifstof- unnar í KaupmannaJhöfn og starfaði þar til 1962, en þá var hann sendiur sem upplýs- ingafulltrúi til igæzlusveita Sameinuðu þjóðanna í Kongó. Árið 1963 var hann sbipaður í núverandi s'töðu sína sem forstjóri upplýsingas'krifstofu Sameinuðu þjóðanna í Bagd- ad í írak. Ör vöxtur iðnaðar Japan oig Sovétríkin geta státað af öruistum vex'ti og útþenislu í iðnaði meðál hinna þróuðu stórþjóða á ánunum 1953—65, segir í mýbirtu riti frá Sameinuðu þjóðunum. Vöxtur í iðnaði varð annars sífellt örari með (hverjiu ári um heim allan. Meðal vanþróuðu landanna hafa Indland og Mexíkó stig- ið stór skref fram á við í iðnaði. Ritið hefur að geyma yfir- liit frá 80 löndum. Auk þess eru í viðauka við það fram- lei'ðs'luskýrslur frá 27 löndum um ákveðnar neyzluivörur, svo sem bíla, kæiliskápa, þvottavélar, ryksiuigiur, út- Það er náið samhand milli stöðu konunnar í fjölskyld- unni og í Þjóðfélaginu. Efna- hagslegt sjiálfstæði kvenna er þáttur sem í æ ríkara mæli stuðlar að bættri aðstöðu þeirra á báðum sviðum. Þátttakendur ráðistefnunn- ar voru sammála um, að brýn þörf væri á að fræða konur um réttindi þeirra, í þvi skyni að þroska hæfileika þeirra og persómuleik, gera þeim kleift að neyta réttar síns og rækja skyldur sínar til jafns við karlmennina, og aðhæfa konur öllum aðstæðum þjóð- félagsins. Konum ber skylda til að neyta borgaralegs og póli- tísks réttar síns. Þess vegna verða þær að fræðast um pólitíska uppbyggingu þjóð- félagsinis og um þá ábyrgð sem er samfara æðri störfum þjóðfélagsins, pólitískum og embættisilegum. Meðail þeiræa tillagna sem samþykfct var að leggja fyrir ríkisstjórnir var bvatnimg um að leggja sérstaka ræbt við menntun kennara, sem unnið geta undirbúningsstörfin við að móta æstouilýðinn, svo hann verði fær um að gera skyldu sína í þjóðfélagimu og axla ábyrgð sína í fj'ölskyildunni í samræmi við jafnréttisregl- una. Ráðstefnan lagði einnig þingum seu vandvirkar og mákvæmar, tali minna en karlmenn í þinigsölunum, en séu duiglegar í nefndum. Bæði í ræðum og nefndastörf um virðast þær sérhæfa sig í ákveðnum greinum, fynst og fremst heilbrigðismálum, fjöl skyldumálum, fræðslumálum, vandamálum vinnumartkaðs- ins og ispurningunni um rétt- irndi kvenna. Þær skipta sér sjaldnar af utanrfkismálum, efnalhagBmáluim, stjórnsýslu og áætianagerð. Forsætisráffherrar Sérhæfing kvenna á til- teknum sviðum virðis't líka vera reglan þegar þær setjast í ráðherrastóla. Þeim eru að jafnaði fengin ráðuneyti sem varða fjölskylduvandamál, fræðslumál, mienningarmál, heilbrigðismál o.s.frv. Þó eru þess dæmi að konur hafi orð- ið fórsætisráðherrair. Það hef- ur gerzt í löndum þar sem konur hafa ebki notið póli- tískra réttinda mjög lengi. Nýr forstjóri upplýsinga- skrifstofu S.Þ. í Höfn Framkvæmdastjóri Samein uðu þjóffanna hefur skipaff Norffmanninn Dik Lehmkuhl forstjóra upplýsingaskrlf- stofu samtakanna fyrir Norff- urlönd, sem hefur affsetur í Kaupmannahöfn. Hann tekur varps- og sjónvarpsviðtæki. „The Growtlh of World Industry 1953—65, National Tablas“, kostar andrvirði 10 dollara, og er hægt að panta ritið hjá Bókaverzlun Sigfús- ar Eymundssonar eða beint frá Einar Munksgaards Bog- handel, Nörregade 6, Köhen- havn K. Orkuforffi heimsins „World Energy Supplies 1962—1965“ heitir bók sem er nýkamin á markaðinoti frá Sameinuðu þjóðunum. Þar er að finna töflur um fram- leiðslu, neyzlu ag verzlun með bal, hrtáolíu, brenns'lu- alíu, j.arðgas, rafmagn og aðr- ar orkulin'dir í 170 löndum og landsivæðum. Þar kemur m.a. fram að siamanlögð ortou- neyzla heimsins jókst um 18 prósent á fjögurra ára skeið- inu 1962—1965. Meginhluti aúbninigiarinnar stafaði af aukinni notfcun olíu tiil elds- neytis og samuleiðis aukinni notkun jarðgass. Sé orkuforða heimsins 1965 skipt á hvert mamnsbarn koma 1564 kg. í hlut hvers. Norðurlönd eru allmifklu fyrir ofan meðál'lag: Danmörk 4.171 kg., Finnlamd 2.680 kg.. ísland 3.960 kg., Noregur 3.588 kg. og Svíþjóð 4.506 kg. á hvem íbúa. Bók- in kostar andvirði tveggjia dollara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.