Morgunblaðið - 05.09.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.09.1967, Blaðsíða 19
MOKGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPT. 1967 19 Landbúnaður og vegamál Athugðsemdir frá FIB í MORGUNBLAÐINU 5. ágúst 1967 birtist grein eftir Kristján Karlsson, sem nefndist „Mis- skilningur leiðréttur“. Er þar nokkuð fjallað um skýrslu frá ráðstefnu FÍB, sem haldin var á Akureyri 19.—20. nóvember 1966, og birtist í „ökuþór“, 1. tbl. 1967. í grein þessari er reynt að hrekj a ýmsar tölulegar stað- reyndir og ályktanir, sem fram kioma í skýrslu frá áróðursnefn ráðstefnu. Landbúnaður og samgöngur hafa ýmislegt sameiginlegt, en þetta eru tvö stór vandamál þjóðfélagsins. Til landbúnaðar- ins hefur á undanförnum árum verið varið gjfurlegu fé með of litlum árangri, en til vega að- eins litlu fé og einnig með litl- um árangri. Vandamál i sambandi við vega gerð eru aðallega tvíþætt. í fyrsta lagi tæknilegs eðlis og í öðru lagi fjárhagslegs eðlis. Flestir munu sammála, að tækrú lega sé tiltölulega mjþg auðvelt að byggja vegi á íslandi og miklu auðveldara en í mörgum öðrum löndum, en því hefur ver ið haldið fram af öllum stjórn- málaflokkum, að fjárhagslega höfum við ekki efni á því að koma okkur upp sóimasamlegu vegakerfi. FÍB hefur á undanförnum 7 árum iðulega bent á, að það sé fjárhagslega framkvæmanlegt og meira að segja tiltölulega auð velt að gera fjölfarna végi lands ins með sléttu og ryklausu yfir- borði. Á ráðstefnunni á Akur- eyri var á það bent, að þessar framkvæmdir er hægt að gera án nýrra skattlagninga. Við höf- um ekki efni á því að búa við núverandi vegakerfi á fjölförn- um leiðum. Það fé, sem varið er til landbúnaðar í einu eða öðru formi, er það mikið, að unnt er að taka af því nægi- legt viðbótarfé til vegafram- kvæmda og skilja samt eftir ívo stóran hlut, að framfarir í land- búnaði bíði ekki hnekki við, og jafnvel unnt að ná betri árangri en nú gerist. Það er að vísu ekki-þar með sagt, að útsölu- verð á landbúnaðarvörum geti haldizt óbreytt, enda mjög um deilanlegt, hvort það sé heppi- legt að selja þessar vörur á svo óraunverulegú verði sem nú tíðk ast. Bændur eiga að öðlast meira frelsi í sambandi við verðlagn ingu sinnar framleiðslu, þeir eiga ekki að vera ánauðugir þrælar þess opinbera. Og vissu- lega þurfabændur að bera úr býtum mikið meira heldur en þeir gera nú, og það er einung- is hægt með betri skipulagningu og skynsamlegri hagnýtingu nú- tíma tækni á sviði landbúnaðar. Fund-urinn benti á, að til land búnaðar er varið í beinum og óbeinum styrkjum um 900 millj. kr. árið 1965, og að allar líkur væru á því, að fjárhæð þessi mundi fara yfir 1.000 milljónir kr. árið 1966. Ríkisreikningar ársins 1966 liggja enn ekki fyr- ir, og verður því heldur ekki nú sagt um þessa tölu með vissu. Á ráðstefnu FÍB kom fram sú skoðun, að framleiðni í íslenzk- um landbúnaði væri of lítil og hefði aukizt óeðlilega lítið und- anfarin ár, þrátt fyrir gífurleg- an fjárstyrk, beinan og óbeinan, sem landbúnaðurinn hefur feng ið. Kristján Karlsson vitnar í skýrslu Torfa Ásgeirssonar, hag- fræðing*, og 1«« út úr henni, að framleiðni íslenzks landbúnaðar hafi fimmfaldazt á tímabilinu 1930 til 1965. Þetta er misskiln- ingur hjá Kristjáni Karlssyni, því að skýrsla Torfa Ásgeirsson- ar segir, að svo virðist, að „framleiðni íslenzkra bænda og annarra þeirra, er að landbún- aðinum standa, hafi fimmfald- azt á þessum 35 árum, eða að afköstin á vinnandi mann hafi aukizt um 4,5—5,0% á ári að meðaltali." í þessari niðurstöðu er því ekkert tillit tekið til kostnaðarhliðar málsins. Á öðrum stað í grein sinni getur Torfi Ásgeirsson þess hins vegar að árið 1930 megi ætla, að aðeins 5% af verðmæti land- búnaðarframleiðslunnar hafi orð ið til fyrir aðfanga frá öðrum atvinnugreinum. Þessa tölu áætl ar hann í dag uim 40%. Þar að auki hefur fjármagnskostnaður iandbúnaðarins aukizt stórkost- lega á þessu tímabili, eins og öllum er kunnugt, og styrkir til hans hafa sömuleiðis numið svimandi upphæðum. í þessu sambandi viljum við einnig gera samanburð á því, hve margir starfa að landbúnaði á íslandi og í nokkrum öðrum menningarlönduim. Við landbún að í eftirtöldum löndum störf- uðu árið 1965 samkvæmt tölum OECD (Observer febrúar 1967): ísland 19,2% Danmörk 17,0% Síþjóð 11,5% Bandaríkin 6,4% Þá sjáum við, að á íslandi er meira vinnuafl bundið við land búnað en í Danmörku, þó eru Danir mikil útflutningsþjóð á landbúnaðarvörur, og hafa land búnaðarvörur fram að þessu ver ið einn stærsti útflutningsliður Dana. Auk þess framleiða Dan- ir miklu fjölbreyttari landbún- aðarvörur en íslendingar. Þessi samanburður verður þó enn meira áberandi, ef við tökum Bandaríkin, þar sem 6,4% unnu að landbúnaðarframleiðslu. En þessi 6,4% framleiddu, auk þess sem íslenzkur landbúnaður fram leiðir, korn, grænmeti, ávexti, tóbak, trjávið, bómull o.m.fl. fyrir Bandaríkin, sömuleiðis mjög mikið af landbúnaðarvör- um fyrir önnur lönd, þar á með al ísland. Vísitölubúið, sem ákveðið var 19. september 1966, gefur nokkra mynd af því, hver framleiðni ís- lenzks landbúnaðar er, en stærð þess er sem hér segir: 7,5 kýr, 2,6 aðrir nautgripir, 137 kindur, 5 hross, auk þess nokkur hænsni og smávægileg garðrækt. Verð- ið, sem bóndinn þarf að fá fyrir afurðir af þessu litla búi árlega er 377.142 kr. brúttó. Þarna er meðal annars skýring á hinu háa afurðaverði, sem er jafnað með hinum gífurlegu niður- greiðslum. Útflutningsbætur og niður- greiðslur. Niðurgreiðslur á landbúnaðar afurðum eru af suimum taldar vera álíka mikill styrkur fyrir neytendur eins og bændur.' En þá er því til að svara, að féð, sem notað er til niðurgreiðsl- anna, er allt tekið af neytendum sjálfum. y Niðurgreiðslur og útflutnings- bætur eru í eðli sínu sams kon- ar að því leyti, að þar er opin- beru fé varið til þess að gera vöru seljanlega, sem of mikill framleiðslukostnaður hvílir á. Ef litið er á niðurgreiðslurnar að einhverju leyti sem styrk við íslenzka neytendur, þá eru út- flutningsbæturnar styrkur við erlenda neytendur. Munurinn er aðeins sá, að íslenzkir neytend- ur borga allar niðurgreiðslurn- ar á innlenda vöruverðinu og einnig allar útflutningsbæturn- ar. Þess vegna eru útflutnings- bæturnar raunhæfur styrkur við erlenda neytendur. Það er ekkert launungamál, að það er skoðun FÍB, að það sé hagkvæmara fyrir íslenzka þjóðarbúið að byggja hér vegi fyrir 250 millj. kr. á ári, en að verja sams konar fjárhæð til þess að styrkja erlenda neyt- endur. Það skal tekið fram, að 250 millj. kr. aukning á vegafé er ófullnægjandi. Sú aukning, sem þarf til þess að koma eðli- legum framkvæmdum í verk á nægilega stuttum tíma, eru a.m. k. 3—400 millj. kr. á ári, eins og kom fram á Akureyrarráð- stefnunni. Annað atriði, sem Kristján Karlsson gerir athugasemd við, er það, að FÍB telur, að bænd- ur borgi ekki eðlilegan benzín- skatt. Sá hluti af benzínverðinu, sem fer til vega, er almennt kallaður veggjald af benzini. Nemur það nú 3,67 kr. á lítra, en nam 2,77 kr. árið 1965. Það er rétt, að fram kom á Akur- eyrarráðstefnunni, að bændur fái benzín raunverulega á lægra verði en aðrir, þ.e. að þeir greiði ekki heldur samsvarandi þungaskatt af bifreiðum sínum og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Bændur fá endurgreiddán þungaskatt af jeppum, þegar þeir leggja fram vottorð hrepp- stjóra um, að framfærsla hvíli að mestu á landbúnaði. Árið 1965 fengu bændur endurgreitt veggjald af benzíni og nam sú endurgreiðsla kr. 51.170.000.00 kr. Svarar þetta til þess, að bændur hafi fengið það ár 5.476 lítra af benzíni án veggjalds. Nú mun talið, að benzín þetta sé notað á traktora í þágu land búnaðarins. Þessu hefur verið dálítið erfitt að trúa, því að okk ur er ekki kunnugt um nema gangfæra benzíntraktora á land- inu og traktorinnflytjendur hafa upplýst okkur nýlega um, að frá 1960 hafi aðeins örfáir benzintraktorar verið fluttir til landsins. Það virðist því mjög ótrúlegt, að hinir gömlu benzíntraktorar geti komizt yfir allt þetta bez- ín á venjulegu almanaksári, en sé það raunverulega rétt, sýnir það glögglega, hve hörmulegt skipulag tækninnar er i íslenzk- uim landbúnaði. Það er því senni legt, að eitthvað af því benzíni, sem hér er un\ að ræða, sé not- að á bifreiðir, og þá er það svo, að þessar bifreiðir fá ókeypis af- not af vegakerfinu, eins og sagt var í skýrslu FÍB frá Akureyr- arfundinum 1966. Kristján Karlsson telur það ó- réttmæta gagnrýni af hálfu FÍB, að styrkjum til landbúnaðar sé varið með óskipulegum hætti og að framkvæmdir komi ekki að nægilegu gagni fyrir komandi kynslóðir. Um þetta má að sjálf- sögðu deila, og viljum við aðeins benda á, að t.d. jarðræktarfram kvæmdir munu vera styrktar, hvar sem bændur framkvæma þær á landinu, og ekki tekið nægilegt tillit til þess, hvar framleiðsluaukning sé hagkvæm ust né hverjar þarfirnar verða í framtíðinni. í þessu sambandi viljum við minna á grein, sem birtist í einu dagblaðanna fyrir skömmu, en þar var einni jörð lýst þannig, að þar væri jarð- vegur að mestu ísaldarjökuls- ruðningur og ræktun erfið. Bónd inn hefði því orðið að rækta tún sitt í mörgum smáblettum víðs- vegar um landareignina. Þá má gæta þess, að eigi alls fyrir löngu urðu um það deilur milli fræðimanna hér á landi, hversu varanleg framræsla mýra er, og skiptir það að sjálf- sögðu miklu máli um varanleika margra ræktanaframkvæmda. Látum við þetta nægja sem leiðréttingu á grein Kristjáns Karlssonar, en viljum jafnframt benda mönnum á að kynna sér mál þessi með því að lesa 1. tbl. Ökuþórs frá 1967, þar sem ítar- lega er sagt frá þessum málum. Þá ber einnig að vekja athygli á því, að það er síður, en svo af óvild FÍB í garð íslenzkra landbúnaðar eða bænda, að við viljum, að þessi mál séu skoðuð niður í kjölinn. Við erum að benda á það, að þjóðin eyðir hér óhóflega miklu fé til lítils árangurs. íslenzkur landbúnaður á skil- ið og þarfnast annars stuðnings heldur en hann hefur fengið. íslenzkir bændur búa við lélegri kjör og minna sjálfsforræði en flestar aðrar stétfir í þjóðféla^ inu. í landbúnaði er bundíð alltof mikið vinnuafl miðað við framleiðslu. Leiðin til bóta er aukin framleiðni landbúnaðarins og meira sjálfsofrræði bænda. Við viljum einnig benda á það, að ríkisstyrkir og aukin fjárframlög er ekki alltaf leiðin til að leiðrétta þær efnahags- legu misfellur, sem fram kunna að koma, og má í því sambandi benda á, að fyrir rúmum 2 árum voru öll bifreiðatryggingafélög rekin með stór-tapi og töldu sig þurfa að hækka tryggingaið- gjöldin gífurlega mikið. Þar var málinu snúið þannig, að trygg- ingaiðgjöld hafa á undanförnum árum lækkað, tjónabætur hafa í sumum tilvikum verið hækk- aðar, laun starfsfólks við trygg ingastarfsemi hafa einnig hækk að og hagur allra bifreiðatrygg inga hefur stórkostlega batnað. Væri ekki hægt að fara svipaða leið í efnahagsmálum landbún- aðarins, og þá mundu fjárhags- vandræði vegamálanna leysast samtímis. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda. Bilarnir gljáfægðir og ökumenn þeirra. Stærstu leigubslarnir ÞETTA eru stærstu leigubíl- arnir sem nú eru í notkun hér í borginni — niu manna bílar, sem báðir eru eign Steindórsstöðvarinnar. Eru þetta amerískir leigubílar af Checker-gerð, en á Steindórs stöðinni eru nú fimm bílar af þessari gerð, sem taka ýmist fimm, sjö eða átta farþega hver. Eru hinir síðast töldu svo til nýir af nálinni. Sigurður Steindórsson, framkvæmdastjóri Steindórs- stöðvarinnar, sýndi um dag- inn blaðamanni frá Mbl. þessa tvo stóru bíla. Eru bíl- ar þessir hinir traustustu að sjá og létu bílstjórar þeirra vel yfir að aka þeim. Rúmast sex farþegar í tveimur sæta- röðum aftur í og var vel rúmt um þá sex starfsmenn á bílaverkstæðinu sem fóru upp í bílinn til að sýna að svo væri. Hægt er að loka milli framsætisins og aftur í með rúðu — og þá geta farþegar rætt öll sín ieyndarmál, sagði Sigurður, — án þess að það heyrist frammí til bílstjór- ans, — ef því er að skipta. — Við höfum keypt þessa stóru bíla, sagði Sigurður ennfremur, — til þess að mæta vaxandi þörf fyrir svona stóra bíla hér í Reykja vík. Það hefur frá fyrstu tíð verið kappsmál Steindórs- stöðvarinnar að geta veitt hin um fjöimörgu viðskiptavin- um sem bezta þjónustu. - mesta GEYM - MYJUIMG ársins compact 2501. með áberandi bezta geymslurýmið — með tilliti til utanmáls, aðeins 60x60x118 cm. Jafn nýtízkulegur og línur tizkuteiknarans. 3 hillur, sem hægt er að draga út, 22 lítra frystihólf, 2 grænmetisskúffur, 4 hillur í hurðinni, þá neðstu má víkka út eftir flösku- stærð. Segullæsing. Er á hjólum. KPS 250 lítra compact kæliskápurinn . . . byggður eftir kröfum tímans . . . IMYTIZKULEGASTI 8KÁPURIIMIM Á MARKAÐIMUM Verð kr. 12.700.— * * Húsgagnaverzlunin BUSLOD við Nóatún — Sími 18520.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.