Morgunblaðið - 05.09.1967, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.09.1967, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPT. 1967 23 námunda við gamla Stýrimanna skólann, lengst eða í rúm 40 ár að Ránargötu 16. Strax eftir að þau giftust veitt ist ömmu sú ánægja, að móðir hennar kom á heimili hennar og dvaldi þar 9 síðustu æviár sín við mikið ástríki allra, en með ömmu og móður hennar var alltaf mjög kært. Keimili ömmu og afa varð hrátt mannmargt, því þar dvöldu frá fyrstu tíð og oft langdvölum ættingjar beggja, sem komu il náms í Reykjavík. Sömuleiðis kom á heimilið mikill fjöldi skólapilta úr Stýrimannaskólan- um, því afi kenndi alla tíð pilt- um á heimilinu. Jafnframt var afi líka skipstjóri á surnrin og leiddi það líka til mikillar gesta komu á heimilið. Á húsmóður- ina hlóðust því fljótt mikil heim ilisstörf, en amma var frábæri- lega myndarleg og reglusöm hús móðir og ákaflega hjúasæl svo oft voru sömu stúlkur til hjálp- ar árum saman. Amma og afi lifðu í farsælu hjónabandi þar til afi lézt 1947, okkur öllum harmdauði. Þeim varð 4 barna auðið, þriggja dætra og eins sonar. Dæturnar eru allar á lífi, Ingibjörg, Her- dís og Ragnheiður, en þau urðu fyrir þeirri sáru sorg að missa einkason sinn, Skúla, barn að aldri. Bróðurdóttur ömmu, Ernu, tóku þau í fóstur tveggja ára og ólu upp sem sitt barn, Amima og afi voru einstaklega samhent um uppeldi dætra sinna, þau lögðu allt kapp á að vanda uppeldi þeirra sem bezt og veita þeim þá menntun, sem hugur þeirra stóð til. Það varð þeim því mikið gleðiefni og þær komust vel til manns. Eftir að amma missti afa, bjó hún áfram að heimili sínu, Rán- argötu 16. Þangað heimsóttu hana dætur hennar, tengdasynir og við barnabörnin og barna- barnabarnið. Öll elskuðum við hana og virtum. Okkur fannst engir eiga betri ömmu en við og öll vildum við dvelja hjá henni langtímum saman. Það var eins og bezti skóli, því amma talaði svo vandað mál og var svo fróð um öll þjóðleg fræði og stálminnug á skáldskap, ætt- fræði og þjóðsögur og hún hafði svo mikið yndi af að miðla okk- ur af fróðleik sínum og kenna okkur fallegar bænir — ekki sízt úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar, sem hún hafði mikl ar mætur á. Hvergi naut amma sín betur en á heimili sínu, með okkur í kringum sig, enda var hún frá- bærlega heimiliskær og undi hvergi betur en þar. Hún var fáskiptin um annarra hagi, en jafnframt nærfærin í samskipt- um við aðra, enda háttvísi ásköpuð, því var hún bæði alveg óvenju orðvör og umtals- fróm. Um hana átti því vissu- lega við, það sem langömmu bróðir hennar, Bjarni Thoraren- sen skáld, orti um aðra merkis- konu: „Kurteisin kom að innan, sú kurteisin sanna — sið-dekri öllu æðri af öðrum sem lærist“. Amma var höfðingi í lund, gjgfmild og góðviljuð, þess nut um við í rikum mæli. Með henni er gengin góð kona og merk, sem við öll söknum mikið. Blessuð sé hennar minning. Barnabörnin. Davíð Ólafsson Efri-Steinsmýri í DAG, 5. okt. verður til moldar borinn, Davíð Ólafsson frá Efri- Steinsmýri í Meðallandi. Hann lézt þann 28. ágúst síðastliðinn, að Elli- og hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði, rúmlega níræður að aldri. Davíð var fæddur í Fagurhlíð í Land'broti 25. ágúst 1877, sonur Ólafs Ólafssonar er þar bjó, og síðar á Steinsmýri, og Steinunn- ar Davíðsdóttur. • Systkini hans voru: Margrét, hálfsystir hans, dótt- ir Ólafs frá fyrra hjónabandi hans. Ólafur er bjó á Steinsmýri, eftir föður sinn ásamt móður sinni og systkinum, og síðar með Önnu Bjarnadóttur frá Mosum. Sigurður er fór ungur að heiman, var skipstjóri í Reykja- vík og síðar í Hafnarfirði og lézt þar tæplega 38 ára gamall, 1921. Halldóra, sem var yngst. Hún átti við langa sjúkdómsraun að stríða. Hún dó 1922. Þarna var skammt stórra högga á milli, því Ólafur bróðir þeir.ra dó 24. október 1928 frá 2 börnum, kornungum, og heimilið leystist upp. Reyndist Davíð' þeim þá sem bezt hann mátti, og bar hag þeirra og ástvina fyrir brjósti alltaf síðan. Móður sinni var hann svo elskulegur og nærgætinn að af ibar, og lýsir það honum ef +il vill betur en nokkuð annað. Lífssögu Davíðs kann ég ekki að rekja að ráði; ég kynntist honum lítið, þar til hann gerðist vistmaður á Sólvangi í Hafnar- firði, fyri-r 9 áruin. Hann var dulur og vildi lítið um sig tala. Um 9 eða 10 ára aldur fór hann að heiman, og var smali í Skaftafelli í Öræfum frá því og fram yfir íermíngu. Eftir það Jíklega hjá foreldrum sínum við algeng sveitastörf; einnig sótti hann sjó með föður sínum við brimbarða úthafsströndina. Fað- ir hans var góður smiður, smið- aði sína báta sjálfur, og líka heyrði ég að hann hefði smíðað myllu, sem hann lét mala korn sitt í. Það mun ekki hafa verið algengt, . ef .ekki einsdæmi þar um slóðir. Móðir Daví0s var orð- lögð gáfúkonu, eins pg móðir hennar, sem í heimildum var sögð hágáfuð. Davíð var hógvær í allri fram- göngu, dulur eins og ég sagði, óáreitinn við aðra að fyrra- bragði, en trúlega fastur fyrir, ef því var að skipta. Tilfinningum sínum flíkaði hann lítið, og ekki lagið að opna öðrum hug sinn. Þó sá ég bréf, sem hann skrifaði ungum vini sínum, þar sem hann segir hon- um lát móður sinnar. Mér finnst bezt að lýsa því með orðum Stefáns frá Hvítadal, þegar hann segir: „Ég vildi svo gjarnan verjast, þó verður mér á að kvarta. Ó, Guð minn þaggaðu grátinn, þú gafst mér of viðkvæmt hjarta“. Þuríður Sigurðardóttir. Illllllllllllllllll BÍLAR Bílaskipti- Bílasala Mikið úrval af góðum not- uðum bifreiðum. Bíll dagsins Carvair árg. ’62, verð 130 þús. Útb. 35 þús. Eftir stöðvar, 5 þús. á mánuði. Simca 1300 árg. ’64 Rambler American árg. ’66 Classic, árg. ’63, ’64, ’65 Simca árg. ’63 Volvo Amazon árg. ’63, ’64 Volga árg. *58 Taunus 12M árg. ’64 D.K.W. árg. ’65 Chevrolet Impala árg. ’66 Plymouth,- árg. ’64 Opel Record, árg. ’62, ’65 Carvair, árg. ’62 Mustang, árg. ’65 Rambler Marlin, árg. ’65 Verð og greiðsluskilmálar við allra hæfi. irm Rambler- uUm uooboðið LOFTSSON HF. Hringbraut 121 — 10600 lllllllllllllllllll Starfsstúlka óskast á vistheimilið að Tjaldanesi um miðjan sept. Upplýsingar í síma um Brúarland. Hótel Fell *r. iísú % Grundarfirði W*- .... \t ■> verður starfrækt til 1. október. ?%>. Sigrún Pétursdóttir. Afgreiðslustúlka - vefnaðar- vöruverzlun Vön afgreiðslustúlka ekki yngri en 25 ára óskast í vefnaðarvöruverzlun hálfan eða allan daginn. Þarf að geta unnið nokkuð sjálfstætt. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 12. þ.m. merkt: „Afgreiðslu- stúlka — vefnaðarvöruverzlun — 547“. Gardinia gardínubrautirnar eru það sem nota skal. Þœr fást með eða án kappa, einfaldar og tvofaldar, allir viðarlitir vegg- eða loftfestingar. (pfatdi. nia /if Skúlagötu 63. — Símar 14845 og 20745. Öll þau FYRIRTÆKI, VERZLANIR og VERKSTÆÐI eða aðrir, sem hafa hug á að panta GJAFAAUGLÝ SINGAR í ár, ATHUGI — að til þess að fá af- greiðslu fyrir áramót, þarf pöntun að berast okkur í hendur í síðasta lagi í septemberlok. Hundruð af nýstárlegum hlutum á boðstólum. — Sýnishorn á staðnum. — Komið — skoðið — pantið. HERVALD EIRIKSSON SF. Austurstræti 17, 3. hæð. — Sími 22665.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.