Morgunblaðið - 06.09.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.09.1967, Blaðsíða 1
 28 SIÐUR ^raprittlilbibifr 54. árg. — 200. tbl. MiÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins HANOISTJÓRN AFNEITAR FRIÐARVIÐRÆÐUM — segir kosningarnar í S-Vietnam tilraun Johnsons forseta til að losa Bandaríkin urogongum Saigon, 5. sept. (AP-NTB). 0 Staðfest var opinberlega í Saigon í tlag að frambjóðendur fráfarandi ríkisstjórnar hersins, þeir Nguyen Van Thieu og Nguyen Cao Ky, hefðu verið kjörnir forseti og varaforseti landsins til næstu f jögurra ára. # Erlendir eftirlitsmenn, sem sendir voru til að fylgjast með kosningunum, telja yfirleitt að þær hafi farið heiðarlega fram, og að alls ekki hafi orðið vart við nein kosningasvik. # Nokkrir þeirra frambjóð- enda, sem féllu í kosningunum, hafa hinsvegar haldið því fram að brögð hafi verið í tafli. f Moskvu hefur því verið haldið fram að úrslit kosninganna hafi verið sviðsett í Washington. I Hanoi segir málgagn kommúnista stjórnarinnar að sérhverri til- raun Bandaríkjanna til að beita nýkjörnum forseta Suður-Víet- nam til friðarumleitana verði vísað á bug. Fyrir kosningar lýsti Thieu, sem nú hefur verið kjörinn for- seti landsins, því yfir að hann mundi fara þess á leit vi'ð stjórn- ina í Hanoi að teknar yrðu upp viðræður um frið. Þessari við- leitni vísar dagblaðið Nhan Dan, málgagn stjórnar Ho Chi Minhs, á bug í dag. Segir það í „rit- stjórnargrein: „Eins og fyrir kosn ingarnar í Suður-Víetnam, eru Thieu og Ky áfram mestu svik- arar lands síns, og þeir hjúfra sig að blóðiroðnum stígvélum banda rískra yfirmanna sinna." Blaðið álítur að vandamál Suður-Víet- nam ver'ði að leysast á grundvelli stef nu „þj óðf relsisf ylkingarinn- ar", þ. e. kommúnista. Blaðið telur sjálfsagt að kosn- ingarnar í Suður-Víetnam hafi verið skrípaleikur einn. „John- son vissi sjálfur mætavel að það var mikill skopleikur, sem hann setti á svið," segir í ritstjórnar- greininni. „En hann hafði ekki um aðra kosti að velja, því Bandaríkin hafa verið hrakin í ógöngur og sjá ekki fram á ann- að en ósigur. Johnson reyndi að láta líta svo út sem stjórnin í Brezku alþýðusam- tökin krefjast breyttrar stefnu varðandi Vietnam Brighton, 5. sept. (AP-NTB) Á ÁRSMNGI brezku alþýðu samtakanna, sem haldið er í Brighton, var í dag sam- þykkt áskorun á brezku stjórnina um að afneita stefnu Bandaríkjanna í Yíet- nam, og krefjast þess að Bandaríkin kalli allt herlið sitt heim þaðan. Var sam- þykktin gerð þrátt fyrir and- stöðu stjórnar alþýðusam- takanna. Fulltrúar á þinginu gerðu hróp að einum félaga sínum, sem reyndi að mæla stefinu Bandaríkjanna bót, og kröfðust 500 þús. lesta þess að hlýtt yrði ákvæðum samningsinis, sem gerður var í Genf árið 1954 um framtíð Indó- kína, og komið á friði í Víet- nam. Þetta væri aðeins unnt með brottflutningi bandaríska hersins og kosningum í báðum landshlutum Víetnam. Framhald á bls. 27 Saigon væri lögmæt stjórn, þann- ig að Thieu og Ky gætu komið fram fyrir hans hönd. Þetta var ástæðan fyrir því að Johnson kippti nokkrum dögum fyrir kosningarnar í brúðuleikhús- snúrurnar til að láta Thieu segj- ast vera reiðubúinn til að semja um að binda enda á styrjöldina," segir Nhan Dan. Moskvuútvarpið lýsti því yfir strax í gær að úrslit kosninganna í Suður-Víetnam hafi verið fyrir- fram ákveðin. í dag segir svo blaðið Pravda, málgagn komm- únis+aflokks Sovétríkjanna, að kosningarnar séu „bersýnilega undanfari nýrra og blóðugra glæpa." Erlendir frétta- og eftirlits- menn í Suður-Víetnam eru á öðru máli, og telja að kosningarn ar hafi í alla sta'ði farið mjög vel fram. Tveir þeirra fulltrúa, sem Bandaríkjastjórn sendd til að fylgj ast með kosningunum, þeir Bour- ke Hickenloper öldungadeildar- þingmaður repúblikana frá Iowa og Joseph Barr borgarstjóri de- mókrata í Pittsburg, segja til dæmis að enginn hafi getað bent á nein rök fyrir því að nokkurs- staðar hafi svik verið í tafli. í kvöld var lokið talningu í öllum kjördæmum nema fimm, og bendir allt til þess að Thieu forseti muni njóta verulegs fylg- is í nýkjörinni öldungadeild þingsins, þegar hún kemur sam- an í fyrsta sinn hinn 2. októ- ber n. k. Alls verða þingmenn 60, og er þegar vitað um 20 stuðningsmenn forsetans, sem þar taka sæti. Alls greiddu atkvæði í for- setakosningunum 4.735.404 af þeim 5.853.251, sem á kjörskrá voru, eða 80,9%. Ellefu fram- bjóðendur voru til forsetakjörs, og urðu þessir efstir: Nguyen Van Thieu 1.649.561 akv. Truong Dinh Dzu 817.120 — Phan Khac Suu 513.374 — Tran Van Huong 474.100 — Thieu hefur því hloti'ð 34,9% greiddra atkvæða, og telja sumir að hann hefði tryggt sér hærri hlutfallstölu, hefði hann sjálfur ráðið úrslitunum. Frá kosningunum í S-Vietnam á sunnudag. 34 farast í flugslysi á Nýfundnaiandi Tékknesk farþegatlugvél steypist til jarðar í flugtaki Ódráltur við Noreg — skrímsli í netinu olíuskip? Tókíó, 5. sept. NTB. JAPANSKA samgömgumála- ráðurneytið hefur í hyggju, að ' hefja athuganir á byggingu 500 þús. lesta olíuskipa. Verðiur til- laga þar að lútandi lögð fram á alþjóðlegu skipasýningunni, sem haldin verður í Noregi næsta vor. Ráðuneytið hefur þegar lát- ið gera teikningar atf slífcu skipi í samráði við japanska skipa- smíðastöð. Hingað til hatfa ekki verið byggð stærri sikip en 200 þús. lestir. Bodö, Noregi, 5. september (NTB). ÞEGAR norski fiskimaðurinn Káre Olufsen var að draga net sitt skammt fyrir utan Bodö fyrir helgi, var skrímsli fast í því. Að sögn Olufsens líktist skrímstlið manni, og greip þykkum klóm sínum um borðstokkinn um leið og það gaf frá sér hljóð, er líkt ust urri. Netið festist í bátnum, sem seig svo að aftan, að sjór gekk inn í hann. Lá við, að bátur- inn sykki, en þá rifnuðu möskvar netsins og ófreskjan hvarf í djúpið. Segist Olufsen aldrei hafa séð neitt svipað þessu skrímsli fyrr. Haft hefur verið samband við fiskasafnið í Osló, og seg- ir talsmaður þess að einu sinni áður hafi frétzt um svipað skrímsli, en það var í Mexikóflóa. Gunnar Rollefsen, forstjóri hafrannsóknarstofnuniarinn- ar í Bergen, er þeirrar skoð- unar að ófreskja þessi hafi í rauninni aðeins verið risa- vaxinn kolkrabbi. Segir hann að stórir kolkrabbar geti ver- ið ógnvekjandi á að líta, og svipi talsvert til þeirrar myndar, sem sumir hugsa sér þegar rætt er um „Óvininn" sjálfan. Olufsen er hinsvegar ekki á þeirri skoðun að skrímslið hans hafi verið kolkrabbi. Hann segist þó ekki hafa get- að skoðað það nákvæmlega, því honum hafi eingöngu ver- ið umhugað um að losna við skepnuna. Gander, Nýfundnalandi, 5. sept. (AP-NTB) TÉKKNESK farþegaflugvél fórst skömmu eftir flugtak frá Gander-flugvelli á Ný- fundnalandi snemma í morg- un. AIIs voru í vélinni 69 manns, og fórust 34 þeirra. Margir þeirra, sem komust lífs af, eru illa brenndir, og sumir enn í lífshættu. Flugvélin, sem fórst, var skrúfuþota af gerðinni Ilyus- hin-18, en vélar þessar eru smíðaðar í Sovétríkjunum. Var hún á leið frá Prag til Havana á Kúbu, og kom við á Gander-flugvelli til að taka eldsneyti. Flugumferðarstjórinn á Gand- er-flugvelli segist hafa verið að tala við flugstjóra tékknesku vél arinnar 32 sekúndum áður en Framhald á bls. 27 606 létust í umferðarslysum Ohicago, 5. sept. AP. 606 BANDARÍKJAMENN létu lífið í umferðarslysum yfir „Labor Day"-'helgina, sem er ein mesta umferðarthelgi i BandarSkj umum. Þetta er heldur lægri dén artala en í fyrra, er 636 manns létu lítfið. Helgi þessi markar lok sumarleyfisferða í Bandaríkjun- <um. Talsmenn bandarísika slyisa- varnafélagsins hafa látið í ljós ánægju með þessa lækkun dauðis falla, og segja hana stórt fram- fapaskref í umferðarmákiim landsins. Chagla segir af sér Utanríkisráðherra Indlands óánœgður með stefnu stjórnarinnar Nýju Delhi, 5. sept. (NTB) Utanríkisráðherra Ind- lands, MohammedaU Currim Chagla, sagði í dag af sér ráð herraembætti í mótmæla- skyni vegna utanríkisstefnu stjórnarinnar. Qhagla, sem er fyrsti Múha- mieðstrúarmaðiurinn er gegnt hef ur utanriíkisráðherraembætti á Indlandi, segir að ýmisar breyt- in,gar ríkisstjórnarinnar á skóla- löggjöfinni geti stefnt þjóðarein- ingu Indlands í voða, meðal ann- ars sú ráðstöfun að hætta skyndi lega að nota enska tunigu í skól- unum og taka í hennar stað mál- lýzkur og tungumál héraðanna. «c í afaagnarbréfi sínu segir OhagLa að hann sé því mjög fylgjandi að tungumál Indlands verði meira metin, en sú þróun hljóti að taka langan tima. — Stefna stjórnarinnar í þessu máli hljóti að ógna og grafa und- an einin.gu landsins. „Það verk- ar eins og martröð að hugsa til þess að á öllum ráðstefnum þurfi túlka til að þýða þegar tveir Indverjar ræðast við", 6aigða Chaigla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.