Morgunblaðið - 06.09.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.09.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. SEPT. 1»67 3 ÞAÐ er mikið byggt á ís- landi þessa dagana. Hvert steinhúsið á fætur öðru rís af grunni, því að steinninn er það byggingarefni, sem ís- lendingar tigna í húsum sín- um. En suður í Garðahreppi reis á laugardaginn var ein- býlishús úr timbri, sem í einu og öllu er íslenzk framleiðsla og tók fimm tíma að reisa húsið. — Þetta er eins og í ævin- týri sagði maður nokkur, sem við hittum á gangi um Sunnu flötina. Þegar ég átti leið hérna fram hjá upp úr há- deginu sást ekkert nema plat an. Nú fimim tímum seinna er risið á plötunni heilt hús Fimm tímum eftir að hafizt var handa við að reisa húsið var fáninn dreginn að hún. ÍLjósm. Sv. Þ.) Húsið reist á 5 klst. Kostar fokhelt um 400.000 kr. — Frjdlsíþróttamenn Framhald af bls. 26 Vorum við ánægðir með árang ur okkar fyrri daginn. Síðari daginn var veður mjög gott, sólskin og hiti og mjog gott keppnisveður. Keppnin varð og mjög skemmtileg í ýmsum greinum og þá sérstaklega í 5000 m. hlaupinu, en þá vegalengd hljóp í fyrsta skipti einn efni- legasti millivegalengdahlaupari Norðmanna nú og sigraði á 14:00.6 mín. Jón Þ. Ólafsson sigraði örugg lega í hástökkinu með 2 m. stökki, en átti ekki góðar til- raunir á næstu hæð. Annar varð Arne Holm með 1.93 m. Erl. Valdimarsson keppti einn ig í hástökki og stökk 1.80 m. í 110 m. grindahlaupi átti Val- j björn við ramman reip að draga þar sem var m.a. Kjeld Weum sem er nýbakaður Norðurlanda- methafi með 13.7 sek. Hann sigraði nú á 14.1, en Valbjörn varð 4. með 15.1 sek. Þórarinn Arnórsson hljóp 400 m. á 50.7 sem er langt frá hans bezta árangri. Pólverji sigraði á 47.1 sek. íslendingur var og með í spjót kastinu. Þar sigraði Willy Rass- mussen með 76.04 m., sem er hans lengsta í sumar. Valbjörn varð aftarlega í röðinni með Það er gaman að verða vitni að svo ánægjulegum breyt- ingum. Við gengum heim að hús- inu, því okkur langaði til að fræðast dálítið um byggin- una. Þegar okkur bar að garði var verið að ganga frá siðustu kraftsperrunni, sem hífð var upp með krana og henni síðan tyllt í réttar skorður. Þarna unnu alls sex menn og náðum við tali af eigandanum, Rúnari Einars- syni, og smiðnum, Halldóri Vilhelmssyni. — Hvað kom til, að þú fórst, að byggja úr timbri, Rúnar? — Til þess liggja aðallega tvær orsakir. Ég hef alltaf viljað eiga timburhús vegna þess að í timbuT,húsi hefur mér liðið bezt og einnig treysti ég mér til að byggja það ódýrar en steinhús. Þá eru timburhús líka mikið skemmtilegri viðfangsefni en steinhúsin. — Hvenær byrjuðu fram- kvæmdir við húsið? — Það var í ágúst í fyrra. Þá steyptum við upp sökkla og bílskúrinn en síðan ekki söguna meir það sumarið. — Og í sumar? — í júnímánuði keypti ég efnið í sjálft húsið fyrir ut- an klæðninguna á þa.kið, sem ég átti í mótatimbrinu utan af sökklur.um. — Hvað kostaði efnið í hús ið? — Ætli timbrið hafi ekki kostað um 40.000 en með flutningskostnaði og öðru komst það í 55 til 60.000 ■— 56.38 m. Næst förum við til bæjar um 100 km. frá Osló. Við sendum beztu kveðjur heim, segja þeir að lokum. - Golf Framhald af bls. 26 athygli fyrir frábær byrjunar- högg og réði illa stefnu þeirra og það varð honum dýrt. Ólafur Loftsson og Helgi Jak- obsson sáu um mótsstjórn og fórst vel úr hendi, svo og golf- klúbbi Ness öll framkvæmd. Sigurður Matthíasson fulltrúi afhenti bikar Flugfélagsins að 'eiklokum. ríflega áætlað. — En framkvæmdirnar í fyrra? — Ég er nú ekki alveg með þetta allt í hausnum, sagði Rúnar og brosti, en ég gæti trúað að þær hafi kostað upp undir 300.000 og er þá lóða- gjaldið — 132.000 krónur — ■ eiknað ineð. — Svo húíið fokhelt kost- ar þig þá um 400.000 krónur? — Það má teljast nokxuð ódýrt — er það ekki? — Ég veit það ekki svo nákvæmlega, því ég hef ekki kynnt mér verðið á sambæri- legum steinhúfum. Halldór Vi'Jielmsson sagði oxkur síðan staðreyndir um húsið sjálf'. — Húsið er reist úr níu flekum, seirn voru smiðaðir hérna á plötunni í sumar. Að- alefnið er fura. Stærð hússins er 134 fermetrar og auk þess er kjallarinn svo 70 fermetr- ar. Smíði flekanna og kraft- sperranna tók einn mann rúman mánuð. Þess má geta. ao Rúnar teiknaði sjálfur frumdrögin að húsinu en síð an útfærði Guðlaugur Frið- þjófsson, iðnfræðingur, teikn inguna. — Hvenær á svo að flytja inn? — Ég hef nú enga fasts áætlun um það, sagði Rúnar. Margt er enn ógert og ætli það verði ekki tíminn og pen ingarnir, sem róða því hve- nær við flytjum. lYforðingi Trotskys á lífi Mexico City, 5. sept. AP. DAGBLAÐ nO'kkurt í Mexico City, skýrði frá því i dag, að Jacques Mornad, morðingi Trot- skys, sé á lífi og við beztu heilsu í Prag í Tékkó s lóvakiiu. Blaðið hefur þessar fréttir eftir löig- fræðingi í Mexico Ciiy, sem stað ið hefur í bréfasambandi við Mornad. Mornad afplánaði 20 ára fangelsi í Mlexico fyrir morð- ið, en hvarf úr landi þegar er hann var látinn lauis. STAKSTEI^AR Batnandi manni er bezt að lifa Stjórnmálaritstjóri Þjóðvilj- ans segir i blaði sinu i gær: „I Danmörku þykir eðlilegt, að menn ræði ágreining stjórnmála samtaka sinna fyrir opnum tjöld um á málefnalegan hátt“. f þessum orðum virðist felast ásökun um, að einhverjir vondir menn á íslandi séu annarrar skoðunar í þessum efnum, en ritstjórinn sjálfur sé auðvitað ekki í þeim hópi. Þetta er býsna athyglisvert. Það bendir til þess, að maður þessi sé nú fúsari en áður til þess að ræða ágrein- ingsniál Alþýðubandalagsins opinberlega. Um margra ára skeið hefur Morgunblaðið flutt almenningi fréttir af átökunum innan Alþýðubandalagsins hér á landi, og skýrði m. a. ítarlega frá aðdraganda þess, að formað- ur Alþýðubandalagsins sá sig til knúðan að fara í framboð í Reykjavík á móti flokki sínum. Allan þennan tíma þagði stjóm- málaritstjóri Þjóðviljans þunnu hljóði og taldi greinilega „óeðlilegt að ræða ágreining stjórnmálasamtaka sinna fyrir opnum tjöldum á málefnalegan hátt.“ Það var ekki fyrr en dag- inn, sem maðurinn í efsta sæti á lista kommúnista í Reykjavík í vor stóð frammi fyrir þeirri staðreynd, að fram var kominn annar listi, í nafni flokksins I Reykjavík, að hann fékkst til þess að ræða ágreininginn opin- berlega og þá auðvitað á þann hátt að varla gat talist „mál- efnalegur“ en e. t. v. var honum vorkunn í þeim efnum. Tæplega var hægt að kalla málflutning hans eigin flokksmanna, sem honum voru andstæðir málefna- Iegan. En sé hér um raunveru- lega hugarfarsbreytingu að ræða, ber að fagna því og vænt- anlega eru orð hans nú merki þess að hann muni héðan í frá ræða þessi mál undanbragða- laust í blaði sínu. Batnandi manni er bezt að lifa. Eru sveiílurnar sízt meiri f forustugrein kommúnistablaðs ins í gær er þessari fullyrðingu haldið fram: „Kenningin um, að atvinnuvegir íslendinga og þá sérstaklega sjávarútvegurinn séu völt undirstaða er afar einkenni- leg. Ekki er ýkjalangt síðan stjórnarblöðin héldu fram, með ívitnunum í alþjóðlegar hag- skýrslur, að þjóðartekjur á mann væru hérlendis einhverjar þær hæstu í heimi. Sú auðlegð stafar fyrst og fremst af því, að íslenzkur sjávarútvegur er ein- hver arðsamasta atvinnugrein í víðri veröld og sveiflur í lion- um eru sízt meiri en í þeim at- vinnugreinum, sem beztar eru taldar í öðrum löndum.“ Það er óneitanlega „afar einkennilegt", þegar því er haldið fram, að sjávarútvegurinn sé ekki ótrygg atvinnugrein. Alkunna er, að ©ft berst gífurlegt aflamagn að landi og oftast þegar svo hefur verið hefur fylgt í kjölfarið blómaskeið í efnahags- og at- vinnumálum íslendinga, eins og undanfarin ár. En íslendingar þekkja lika af langri reynslu, hina hliðina á sjávarútveginum, aflabrest, ýmist vegna þess að veður leyfir ekki veiðar, eða að fiskurinn veiðist ekki, og nú á síðustu misserum hafa íslend- ingar kynnzt bæði aflabresti og mjög alvarlegu og vítæku verð- falli á helztu útflutningsvörum. Erfitt er að skilja þá menn, sem halda því fram, að slík atvinnu- grein sé ekki ótrygg. Á sama hátt væri fróðlegt að fá nánari skýringar á þeirri fullyrðingu Þjóðviljans að „sveiflur í sjáv- arútvegi séu sízt meiri en í þeim atvinnugreinum, sem beztar eru taldar í öðrum Iöndum.“ Hvað á kommúnistablaðið við?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.