Morgunblaðið - 06.09.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.09.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. SEPT. 1967 5 r MARGIR^blaðamenn hafa þá trú, að fátt sé skemmtilegra í blaðamennsku en að geta ferðazt um landa í milli, að eigin geðþótta, tekið ljósmynd ir og skrifað greinar til þeas að selja þeim, sem hafa vill, blöðum timaritum, útvarpi og sjónvarpt. En sé betu- að gáð, er það ekki eingöngu skemmtilegt fremur on ann- að — sérstaklega þegar kom- ið er út í hinn stóra heim, því að samkeppnin á þessu sviði er afar hörð, margir um hvern bitann og menn hafa þá heldur ekki það fjárhags- lega öryggi, sem föst laun tryggja. Menn f'ara út á þessa braut á margvíslegan hátt — sumir einbeita sér að þeim stöðum, þar sem stórfréttirnar gerast, annaðhvort af manna eða náttúrunnar völdum. Aðrir leggja e.t.v. fyrir sig fyrst og freimst að sikrifa beinar ferða- greinar — um sérkennilega og fa-llega staði — eða bregða Hjónin Betty og Alam Cash. Það þýöir lítið að bjóða út- gefendum rigningarmynd upp svipimyndum frá þeim þjóðum, sem þeir heimsækja. í hópi þeirra síðastnefndu eru brezku hjónin Betty og Alan Cash, sem nýlega gistu ísl'and með það fyrir augum að taka myndir og skrifa greinar. Þessi för þeirra var ágeett dæmi um það, hvernig dýrt ferðalag getur gefið misjafn- lega góðan árangur. Þau komu til Reykjavíkur í rigningu- og þar sem Ijóst var, að ekki mundi stytta upp á næstu dögum, héldu þau svo að segja beint norður til Akureyrar og Mývatns. Þar var veður sæmilegt til mynda töiku og þau áttu þar góða daga —“ en Reykjavík og nágrenni var eftir, sagði Al- an og við vildum svo gjarna geta tekið faillegar myndir í höifuðborginni og umlwerfi hennar." En þar brugðusc veð urguðimir þeim algerlega, stöðug rigning dag eftir dag. „Við hölfum tekið dlállítið af myndurn og innimyndir verða \ væntamlega í lagi, en það er tilgangslaust að bjóða útgef- endurn rigningarmyndir ofan af íslandi, þegar til þess kem- ur að selja þeim greinarnar". Þess er líba að gæta, að Betty og Alan Cash láta sér ekki nægja nema það allra bezta. Þau eru einir viður- kenndustu ferðagreina- og mynda hlaðamenn í Bret- landi, selja að staðaldri grein ar til beztu dagblaða og tíma- rita Bretlands. Jafnframt eiga þau eitt stærsta mynda- safn, sem um getur í eigu blaðaljóismyndara í Bretlandi, um það bil 250.000 myndir frá næstum öllum löndum heims, bæði í svart-hvítu og litum. Þau láta blöðum, tíma- ritum og sjónvarpi að jafnaði í té myndir til birtingar — „þegar stórtíðindi gerast á eimhverjum stað og blöðin eða sjómvarpið ná ekki mynd þegar í stað af atburðinum sjáifum leita þau oft til ~kk- ar og fá myndir til þess að geta gefið áhorfendum og les endum nokkra hugmynd um staðinn eða nánasta um- hverfi,“ sagði Alan. Þau hjónin hafa I sinni þjónustiu átta manna starfs- lið, er sér um mynda og greinasafn, kóperingu á filrn- um og þar fram e-ár götun- um. Þeim er nauðsynlegt að hafa allt þetta í góðum hönd- um, þar sem þau eru sjálf að heiman að minnsta kosti háliit árið. Þessi starfsferill þeirra hjóna hófst upp úr styrjaldar- lokum. Bæði eru fædd og upp alin í Bretlandi, en Alan ilutt ist að loknu háskólanámi I Kanada og starfaði þar sera ver'kfræðingur í meira en ára tug. í heimstyrjöldinni fór hann aftur heim og hóf að starfa sem ijósmyndari fyrir hermálaróðuneytið. Var hann þá um þriggja ára bil stað- settur í Kairo. Það var ekki fyrr en 1946—47, að hann hóf að starfa sjálístætt og fékk konu sína í lið með sér. Hún hafði eniga reynslu af að skrifa" en mér virtist þetta liggja fyrir henni, hún skrif- aði löng og sikemmtileg sendi- bréf og raunin varð sú, að „hún seldi strax sína fyrstu grein góðu verði“ sagði Alan! „Og síðan höfum við verið á sífelldu ferðalagi farið uim flest lönd heims, sagði frúin. Nokkur voru þó eftir, ísland höfðum við til dæmis ekká séð né Ástralíu og Nýja Sjáland en ætlum að bæta úr þessari vanrækslu á þessu og næsta ári. Og við höfum séð það mikið af landinu, þrátt fyrir rigninguna að við viljum korna sem fyrst aftur“. Þess má geta, að Alan Cish hefur skrifað átta mynd- skreyttar ferðabækur og átt þátt í nökkrum fleiri, ýmist skrifað hluta þeirra eða lagt til myndir. Málverk eftir 17 íslenzka listmálara í Glasgow HINN 21. ágúst var opnuð ísienzk listsýning á vegum The New 57 Gallery í Edinborg. Féiagi ís- lenzkra myndlistarmanna barst boð frá menningarsamtökum, sem kallast Festival Fringe Club um að efna til sýningar þessarar, og er hún í gamalli kirkju sem breytt hefur verið í sýningar- og fundarsal. Sýning- in var opnuð einmitt í sama mund og hin kunna Edinborgar- hátíð hófst, en ekki hefur frétzt ennþá af viðtökum. Lítið hefur verið um menningartengsl með íslendingum og Skotum, og var þetta boð því félaginu sérlega kærkomið, og vonir standa til að þetta sé upphaf að nánari tengsl- um við góða granna. Þessir eiga myndir á sýning- unni: Jóhannes Kjarval, Magn- ús Á. Árnason, Þorvaldur Skúla- AUGLYSIHGAR 5ÍMI SS«4*8Q son, Jón Árnason, Nína Tryggadóttir, Valtýr Pétursson, Jóhannes Jó- hannesson, Hörður Ágústsson, Guðmunda Andrésdóttir, Hrólf- ur Sigurðsson, Eiríkur Smith, Benedikt Gunnarsson, Bragi Ásgeirsson, Hringur Jóhannes- son, Hafsteinn Austmann og Ólafur Gíslason. Engar högg- myndir eru á sýningunni. Hin árlega sýning í Hásselby- höll í Stokkhólmi verður opnuð í byrjun októiber. Sýningin stend ur árlangt og hefur til þessa verið á vegum höfuðborga Norð- urlandanna en nú hefur orðið að samkomulagi að Norræna list- bandalagið tæki þær að sér. Að þessu sinni eiga þar mynd- ir: Einar Baldvinsson, Hrólfur Sigurðsson, Kjartan Guðjóns- son, Einar Hákonarson og Guð- mundur Elíasson. Hinn víðfrægi danski málari Asger Jorn, sem nú er búsettur í Ítalíu, var staddur hér fyrir nokkru. Hann er einnig kunnur fyrir rausnarlegar gjafk tíl menn ingarmála og hefur m.a. gefið fæðingarbæ sínum, Silkeborg, j afar dýrmætt safn listaverka. Hann frétti af því að listamenn hér væru af veikum mætti að safna fé til nýs sýningarskála og gaf hann Félagi íslenzkra mynd- listarmanna 3 steinprentanir I eftir sig, en gangverð þeirra á dönskum listaverkamarkaði mun samanlagt um 12.000 danskar krónur. Þótti listamönnum að vonum fengur i slíkri heimsókn. (Frá Fél. ísl. myndlistar- manna). Til sölu 140—150 ferm. jarðhæð í þríbýlishúsi á góðum stað í Kópavogi. íbúðin er öll nýstandsett og er 6 herb. og eldhús eða 2ja og 3ja — 4ra herb. íbúðir. Hentar fólki sem þekkist vel. 1. veðréttur laus. íbúðin er laus nú þegar. Allt sér. FASTEIGNASALA Sigurðar Pálssonar, byggingarmeistara, og Gunnars Jónssonar, lögmanns Kambsvegi 39, símar 34472, 38414. UTSALA Okkar árlega haustútsala stendur ytir STÓRLÆKKAÐ VERÐ Á LÍFSTYKKJAVÖRUM OG UNDIRFATNAÐI. LÍTILSIIÁTTAR GALLAÐAR LÍTSTYKKJAVÖRUR FYLGIZT MEÐ FJÖLDANUM. GERIÐ GÓÐ KAUP. LAUGAVEGI 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.