Morgunblaðið - 06.09.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.09.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. SEPT. 1967 "Útgefandi: Framkvæmdastjóri: ORitstjórar: Ritstj órnarf ulltr úi: Auglýsingar: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: í lausasölu: Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá. Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 212-4-80. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. JÖKULSÁRBRÚ Á BREIÐAMERKURSANDI fTm síðustu helgi var vígð ^ Jökulsárbrú á Breiða- merkursandi. Með þeirri fram kvæmd hefur mikill farar- tálmi verið brúaður, en Jök- ulsá á Breiðamerkursandi hef ur jafnan verið álitin erfið yfirferðar og ekki hafa allir komizt klakklaust yfir, sem það hafa reynt. Brúin kost- aði 20 millj. króna og er mik- ið mannvirki. í ræðu, sem Ingólfur Jóns- son, samgöngumálaráðherra flutti við vígslu Jökulsárbrú- ar á Breiðamerkursandi sagði hann m. a.: „Þegar Austur-Skaftfelling ar og aðrir landsmenn, sem fylgjast með framkvæmdum hér í sýslunni, sjá hvað hér hefur áður verið framkvæmt, munu menn spyrja, hvað enn sé eftir til þess að komast landleiðina úr Öræfum í vegasamband við Vestur- Skaftafellssýslu. Margir telja víst, að komið verði á vegasambandi úr Vestur-Skaftafellssýslu yfir Skeiðará og austur. Það er mikið ógert, áður en slíkt sam band kemst á. Vegalengd yfir Skeiðarársand er yfir 30 km. Þrjú stór vatnakerfi eru á sandinum, Núpsvötn og Súla vestast, Sandgígjukvísl nokkru austar og Skeiðará og Morsá austast. Vandkvæð- in við þessi vatnsföll stafa af því, að í þau koma geysileg jökulhlaup. Mest eru hlaupin í Skeiðará, en þau koma úr Grímsvötnum. í Súlu koma einnig mjög stór hlaup úr Grænalóni, hið síðasta haust- ið 1965.“ Það hefur lengi verið fjar- lægur draumur að aka mætti hringinn í kringum landið. Með gerð Jökulsárbrúar á Breiðamerkursandi er sá draumur ekki jafn fjarlægur og áður. í fyrrnefndri ræðu gerði Ingólfur Jónsson þetta að umtalsefni og sagði: „f sambandi við hlaupið 1965 fóru fram fyrstu mæl- ingar og undirbúningsathug- anir á Skeiðarársandi. Miðað við aðstæður, eins og þær voru í hlaupinu 1965, telja verkfræðingar, að brúargerð á Skeiðarársandi sé tækni- lega framkvæmanleg. Áður en slíkt er fastráðið þarf að framkvæma mikið undirbún- ingsstarf, rannsóknir og til- raunir. Það er augljóst, að hér er um mjög kostnaðar- samar framkvæmdir að ræða. Það væri mikill ávinningur, ef takast mætti innan langs tíma að ráðast í þessar fram- kvæmdir. Landleiðin milli Hornafjarðar og Reykjavík- ur sunnan jökla mun vera um 500 km. en þegar farið er norður fyrir er vegalengdin nærri 1000 km. Allir lands- menn mundu nota hringveg- inn um landið og njóta þann- ig náttúrufegurðar um leið og tækifæri fæst til þess að kynnast landinu. í augum Austur-Skaftfellinga, var það fjarlægur draumur fyrir fá- um árum að allar ár í sýsl- unni yrðu brúaðar. Nú þegar sá draumur er orðinn að veru leika munu Austur-Skaftfell- ingar og margir fleiri telja, að brúargerð á þau vötn, sem eftir eru á hringleiðinni, kom ist í framkvæmd áður en mörg ár líða. Um það skal ekki fullyrt hér hversu lang- ur tími líður, þar til þessi vötn verða brúuð, en sjálf- sagt verða allir sammála um að gera fullnaðarrannsóknir til undirbúnings því verki, og hrinda því í framkvæmd, þeg- ar fært þykir.“ KOSNINGAR í S-VÍETNAM f Trslit forsetakosninganna í ^ Suður-Víetnam urðu á þann veg, sem við var búizt, að hershöfðingjarnir tveir, unnu sigur og voru kjörnir forseti og varaforseti til næstu fjögurra ára. Hins veg- ar er ljóst, að atkvæði hafa dreifst mikið. Þannig hlutu hershöfðingjarnir aðeins 35% greiddra atkvæða og bendir það til þess, að leikurinn hefði orðið jafnari, ef and- stæðingar þeirra hefðu verið sameinaðir í eina eða tvær fylkingar, en sem kunnugt er voru hinir borgaralegu fram- bjóðendur 10 að tölu. Gefur aug»deið, að það hefur dregið mjög úr sigurmöguleikum hinna borgaralegu frambjóð- enda. Fyrstu fregnir, sem borizt hafa frá Suður-Víetnam, benda til þess, að kosningarn- ar hafi farið fram með skap- legu móti, og um 120 fulltrú- ar 24 landa, sem fylgdust með kosningunum virðast á einu máli um, að þær hafi farið fram á heiðarlegan hátt og eftir lýðræðislegum regl- um, að svo miklu leyti sem hægt er að gera strangar kröfur um slíkt í landi, sem hefur takmarkaða reynslu af frjálsum og lýðræðislegum kosningum og á í stórstyrjöld. Athygli hefur vakið, að sá frambjóðandi úr hópi Hvernig getur Afrika lært af Noröurlöndum — umræðuefni á námskeiði menntðmanna í Kaupmannah. NÝLIÍGA var haldið í Kaup- mannahöfn námskeið fyrir menntamenn frá Norðurlönd- um og ýmsum ríkjum Afríku. Ráðuneyti það í Danmörku, sem fjallar um tæknilega samvinnu við vanþróuðu ríkin, skipulagði námskeiðið en frumkvæði þess, að það yrði haldið, hafði frönsk kona, Grundtvig-fræðingurinn, Erica Simon. Meðal þeirra, sem fram komu á þessu námskeiði, sem stóð yfir í vikutíma, var Magnús Gíslason, fil. lic., sem talaði um íslenzka tungu og bókmenntir. Einnig skemmti hann þátttakendum með því að syngja íslenzka söngva og sýna kvikmyndina um Surtsey. f lok námskeiðsms var birt yfirlýsing, eða boðskapur eins- konar, þar sem sagði meðal ann- ars, að meðal Norðurlandaþjóð- anna hefði verið vakinn ljós skilningur á sögulegum grund- velli þeirra og með því móti hefði þeim tekizt að finna at- hyglisverða lausn á ýmsum vandamálum, sem fram hefðu komið á öllum sviðum siðmenn- ingarinnar, pólitískum, efna- hagslegum, menningarlegum, trúarlegum, tæknilegum, iðnað- arlegum og þeim, er lúta að tungum þjóðanna. f orðsendingunni sagði enn- fremur: „Vilji Afríkuþjóðirnar sigrast á vandamálum sínum og vinna sér nýjan persónuleika, verða þær að læra — með hlið- sjón af reynslu Norðurlanda — að byggja upp sögulegan sjóð, sem fólkið geti sótt í skýra sögu- lega meðvitund. Þannig verða þjóðirnar færar um að skapa þjóðlega menningu, sem orð- ið getur til þess að brúa bilið milli „hinna útvöldu“ og alþýðunnar, svo sem orðið hef- ur á Norðurlöndum. Þessi vakn- andi vitund hlýtur síðan að leiða til þess, að Afríkuþjóðirnar hefji í æðra veldi arfleifð sína á sviði þjóðfélagshátta, stjórnmála, menningar- og tungumála og aðlaga hana síðan þeim kröfum og ábyrgð, sem vísinda- tækni- og iðnaðarþróun 20. aldarinnar leggur þeim á herðar. Einnig ætti þetta að gera Afríkuþjóð- unum kleift að virða og meta menningargrundvöll Norður- landaþjóðanna, og sjá hann í réttu ljósi svo og þróun þessara þjóða, eins og hún hefur orðið með því að víkka menningar- vitund í samræmi við kröfur nútímans. Afrískir þátttakendur í nám- skeiðinu sendu einnig frá sér sérstaka yfirlýsingu — eða boð- skap, þar sem látin var í Ijós aðdáun og viðurkenning á þeim árangri, sem Norðurlandaþjóð- irnar hafa náð. Segir þar, að þessi árangur sé í sjálfu sér boð- Á SUNNUDAG sl. lögðu trvelr Kanadaimenn upp frá Tralee á írlandi á 6,7 metra langri tvímastra leðurkænu og ætl- uðu þvert yfir Atlanbshaf að ströndum Ameríku að færa sönnur á ferðir íra þangað fyrr á öldum, fyrir daga Kól- umbusar og áður lílka en Leif heppna bar þangað. Þjóðsag- an segir að Sankti Brendan hinn írski hafi siglt vetstur um haf á sjött'U öld á currach sínum eða curragh eins og frar kaHlia kænur þessar, sem mikið voru notaðar til forna og eru siuims staðar enn til. Kænur þessar eru gerðar úr leðri sem strengt er á tré- grind og minna um margt á húðkeipa Bskimóa og fleyt- ur sumra Indlíána þjóðfloktka í Vesturheiimi. Kanadamenn- irnir tveir eru Louis Lourm- ais, 46 ára gamall, virkur fé- lagi í andspyrnuhieyfinigunni frönsku á stríðsárunum og hötfiuðsmaður að tign, og fé- lagi hans, Vinton Lloyd. 26 ára gaimall. Ekki hefur þeim blásið byrlega félögunuim og síðuistu fregnir herma að þeir séu aðeins kiomnir sjö sjómíl- ur í haf út frá frlandi sva milklar stillur sé nú á þessum slóðum. skapur til mannkynsins í heild en þó sérstaklega til Afríku. í orðsendingunni segir m.a.: Sú er skoðun okkar, að þessar viðræður eigi að verða upphaf stöðugs sambands milli Norður- landanna og þjóða Afríku. Því óskum við: a) að afrískum þjóðum og leið- togum þeirra verði skýrt frá þeim tengslum, sem skapazt hafa. b) að komið verði á nánari menningarskiptum og samvinnu milli þjóða Afríku og Norður- landa, sérstaklega að þvi er Fr.amhald á bls. 20. óbreyttra borgara, sem flest atkvæði hlaut, beitti óspart þeim áróðri, að hann mundi leita eftir samningum um vopnahlé við Norður-Víet- nam, næði hann kosningu. Það atkvæðamagn, sem hann hlaut er stuðningur við þá stefnu. Menn munu veita því nokkra eftirtekt að miðað við fólksfjöldann í landinu er fjöldi atkvæða ekki ýkja mik- ill, en þegar hafðar eru í huga þær aðstæður, sem þar ríkja, ofsafengnar tilraunir kommúnista til þess að koma í veg fyrir þátttöku í kosn- ingunum verður að telja að kosningaþátttakan sé furðu mikil og hefur húp vafalaust farið fram úr björtustu von- um manna. Suður-Víetnam hefur nú í fyrsta skipti um langt árabil fengið löglega kjörna stjórn og fólk um heim allan mun vona og vænta þess, að það skref verði hið fyrsta í áttina að nýjum tilraunum til þess að koma á sómasamlegum friði í Suður-Víetnam.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.