Morgunblaðið - 06.09.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.09.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. SEPT. 1967 Alan Williams: PLATSKEGGUR múra og síðan í hlykkjum inn á milli trjánna. Tveir Arabar sátu uppi á múrnum og störðu á þau. — Hvað er langt til landa- mæranna? spurði Neil. — Tvö hundruð og áttatíu kílómetrar. Hann leit á bensínmælinn. Hann var ekki með nema fjórða part af því, sem hann tók. Hann sagði órólegur: — Veo-ður erfitt að fá benzín utan borgarinnar? Án þess að líta við, svaraði hún: — Við þurfum ekkert. benzín. Hann starði á hana: — En ef við eigum tvö hundruð og átta- tíu kílómetra eftir. Hún sagði ekkert. Nú óku þau undir trjánum. Hér var jarð vegurinn dökkrauður á litinn og Neil sá nokkrar magrar geitur milli trjánna. Hann sagði: — Við erum ekki að fara til landamæranna .....og vorum aldrei! Hún sneri stýrinu og hemlaði, en laufþungar greinarnar struk- ust við þakið á bílnum. Bíllinn stanzaði. Rólega drap hún á vél inni, og hallaði sér aftur á bak og sléttaði úr græna pilsinu á hjánum á sér. Neil beið, starði á Anne-Marie og fann allt í einu til ofsalegr- ar hræðslu. — Til hvers erum við að stanza? Hún sneri sér að honum. — Herra Ingleby, þú ert svikari! Hann heyrði suðu innan í höfðinu á sér. Lauf sópuðust yf- ir framrúðuna, og hann þóttist sjá eitthvað á hreyfingu milli trjánna framundan. Hárin á háls inum á honum voru eins og feld- ur á blautum rakka. — Hvað áttu við? sagði hann. — Þú veizt vel, hvað ég á við. Hún sneri sér og tók upp tösk- una. Hann hrifsaði í hana. Hún hörfaði undan og hann fann negl urnar á henni stingast í kinnarn ar á sér. Hann seildist eftir henni og eitthvað lamdist í aug- að í honum. — Fantur og svik- ari! æpti hún. Hann greip hendinni um höfuð ið, hallaði sér aftur á bak og fann til svima. En þá varð hann þess var, að hém var orðin mjög kyrr. Hann leit á hana og sá, að hún var að stara út um glugg- ann. Andlitið á henni var ná- fölt. Þarna voru menn að koma í áttina til þeirra, úr öllum áttum í senn, og umkringja þau. Hún greip í handfangið á hurðinni og aflæsti henni. Ósjálfrátt greip hann í handfangið sín megin. — Læstu! öskraði hún. — Læstu! Hún kveikti á vélinni, steig fast á benzínið, og bíllinn slagaði áfram og rakst á einn manninn sem hörfaði undan æp andi, og steytti hnefana. Hjólin runnu áfram og út á veginn, hoppuðu yfir óslétta jörð ina, undir trjánum og sneru síð- an til hliðar. Gaddavírsflækja lá á braut- inni, rétt fyrir framan þau. Hún gat eki stanzað nógu fljótt og urgaðist upp á vélarhúsið og alla leið upp að framrúðunni. Vélin stöðvaðist. Hún setti strauminn á aftur. Bíllinn var Mikið úrval al GOOD YEAR gólfflísum og NEODON og DLW gólfteppum. — Gott verð. LITAVER S.F., Símar 30280, 32262. Athygli vefnaðarvöruverzlana er hér með vakin á því, að samkvæmt gildandi reglu- gerð má eigi hafa útsölu eða skyndisölur eftir 5. september ár hvert. Félag vefnaðarvörukaupmanna. KAU PMAN NASAMTÖK ÍSLANDS FERSKT ÁVAXTABRAGÐ ROYAL ávaxtahlaup hmSvhUap «r f|6ff«ng» m*8 þsyttum rjíma log® tm ffll af ROYAl Araxtoblaopl. I6ti8 rtffno, SpanlS htaupffl «n*8 <k«D og UflB I ■UB fflg I M gffli, «8 þ«y1fum ijðmo 4 «fltt fago. Innitiotd pokkon* tey»- bt vpp t 1 bolto ’of *Jó8óndt vatnt. Basti8 I I þolta af lcðlctu vatnt Hellffl ifrax f mót. enn í gíri og rykktist nú f.ram og inn í víraflækjuna, svo að sprakk á báðum framhjólum. Neil greip í handlegginn á henni. — Stanzaðu, í guðs bæn- um! Hann leit við og sá menn- ina koma hlaupandi fyrir horn- ið. Þeir voru hlæjandi og veif- uðu prikum og ljáum, sem blik- aði á í sólskininu. Neil hafði gripið vegabréfið sitt og Al- þjóða-blaðamannsskírteinið. Hann ýtti niður handfanginu á hurðinni og fór að opna dyrnar. Hún kastaði sér á hann og öskr- aði: — Nei! Nei! En það var um seinan. Einn maðurinn var búinn að ná hurð inni upp og hann fann sig drea- inn út, æpandi: — Enskur! Ég er enskur! Einn maðurinn var i opinni kakískyrtu, hnappalausri og vinnubuxum, sem voru gyrtar með snæri. Hann var berfættuT' og fæturnir huldir rykskán, og vestið, sem var utan yfir skyrt- unni var atað olíu. Hann glotti og stakk skammbyssu i magann á Neil. Neil leit framan í mann- 49 inn, sem var svo snoðklipptur að sé í höfuðleðrið. Hann æp*i aftur: — Ég er enskur! og veif- aði vegabréfinu sínu. Maðurinn hélt áfram að glotta. Neil sá í bættar tennurn ar og svörtu, blikandi augun og heyrði um leið öskrin i Anne- Marie. Þeir voru að draga hana út úr bílnum með höfuðið á und an, niður í rykið, rifu af henni töskuna og hlógu. Græna pilsið hafði dregizt upp á lærin á henni og hann sá andlit hennar, dökkbrúnt af ryki, og hún sendi honum eitt örvæntingarfullt, hálf brjálað augnatillit, og hann reyndi að beygja sig niður og hlaupa til hennar. Einhver barði hann aftan frá og handleggurinn á honum varð máttlaus. Grannur maður með ullarhúfu á höfði hafði gripið um fætur hennar og var að draga hana inn á milli trjánna. Annar skórinn var farinn af henni og lá á hliðinni á vegin- um. Neil hafði sleppt vegabréfinu sínu og varð þess óljóst var, að handleggurinn á honum var vot ur, svo að lak úr erminni niður í rykið. Hann hélt áfram að æpa á ensku: — Ég er enskur! Ég er blaðamaður! Enskur blaða maður! Þeir hlógu og skildu ekkl neitt. Einn þeirra var að hvolfa úr tösku Anne-Marie niður á veginn. Budda og spegill duttu úr henni, svo og greiða og vasa- klútur. Maðurinn lyfti töskunní enn og hristi hana, og skamm- byssa, sem var í einum vasanum í töskunni, datt niður í rykið. Hlaupið var sívafið klút. Þeir tóku allir að æpa eitt- hvað á arabísku. Hann sá fæt- urna á Anne-Marie brjótast um í rykinu. Hún engdist þarna og á andlitinu voru skuggablettir frá trjálaufinú og hann sá, að hún leit á hann aftur, æpandi. Hann heyrði hvern skothvell- inn á fætur öðrum og sá kúlurn- ar bylja á græna kjólnum henn- ar. Og svo féll andlitið til jarð- ar bak við stórt tré. Hann reyndi að hlaupa til hennar, en þá umkringdu þeLr hann á allar hliðar, með prik og hnífa á lofti, og einn hljóp fram með byssu, þangað sem fæt urnir á Anne-Marie lágu hreyf- ingarlausir undir laufguðum greinunum. Himinninn varð dimmur. 8. kafli. Maðurinn kom inn um hveifu dyrnar utan úr rigningunm úr Fleet Street og gekk inn í bar- inn í E1 Vino. Þeir sátu þarna lengst inni í drykk j ustof unni kringum borð við glervegginn, þar sem gestir máttu hafa með sér kvenfólk og fá veitingar. Þetta var hávaxinn maður með sléttgreitt hár og áhyggju- svip á andlitinu. — Afsakíð. að ég kem svona seint, en þsð voru tálmanir yfir hjá A.dwych. — Hvað viltu fá? sagði sæi- legur maður með þverslauíu. — Hock og seltzer, þakka þér fyrir. Hann hengdi upp yíirhöfn ina og hristi vætuna úr hárinu Andspænis honum sat lítili mað- ur og var að sjúga á sér þumai- fingurinn. — Engar fréttir eða hvað? — Nei, ekkert. Sællegi maðurinn kom með glasið. — Fréttamermirnir hafa verið við í allan morgun, sagði hann og settist niður. — Ég sagði þeim að bíða eftir boðum frá þér eða ritstjóranum. Hávaxni maðurinn kinkaði kolli. — Gott og vel. Ég nitti hann Davíð klukkan þrjú Við segjum ykkur eitthvað efór að við höfum heyrt f>'á utanríkis- ráðuneytinu. Hann dró djúpt að sér andann. — Ég botna bara ekkert í þessu. Við vitum frá honum Tom Mallory, að hann var kominn út á flugvölhnn, til þess að fara með fyrstu vél — og að hún fór síðdegis daginn eft ir. Hvers vegna í ósköpunum kom hann ekki með hennh’ Litli maðurinn sagði: — Við verðum að muna, að þarna var svo mikið uppnám. Frakkar við- urkenna, að það hafi verið mjög tvísýnt, alveg fram á síðustu stund, og svo áhafnirnar allar í verkfalli. Það er alveg hugsan- legt, að hann hafi bara haldið, að engin vél mundi fara þennan dag. — En hvað var hann að /iija, að fara að aka út í sveit með þessari stelpu? sagði sá hái. — Þekkti hann hana nokkuð’ — Augsýnilega hefur hann ekki gert það, sagði sá litli, — kannski hefur hún boðið honum að koma honum út úr landinu? Sá sællegi hallaði sér fram og sagði: — Það, sem ég skil ekki, er hvað hann var að vilja þarna í landinu. Ég hélt, að hann hefði farið til Grikklands, tii þess að semja einhverja bók. — Það gerði hann líka, sagði sá hái, en svo hitt.i hann ein- hvern Frakka í Aþenu, og fór svo með honum í einhverjum báti. Hann var einhver fyrsti blaðamaðurinn, sem komst þarna á vettvang — svo að við getum ekki láð honum það, — Hvern sendið þið nú? sagði sá litli. — Saunders frá Parísarskrif- stofunni. Hann er talsvert seig- ur fréttamaður — og ætti að geta komizt til botns í málinu. Gallinn á þessum veraldarvönu og háskólagengnu roönnum er sá, að þeim hættir ti! að fara of óvarlega. Hann sat og starði á vínánurnar bak við barinn. — Þetta er meinbölvað, sagði hann, — og það eina sem ég fékk frá honum, var þetta sjónarvotts- bréf um sprenginguna í Casino. En ég vildi fá hjá honum eitt- hvað fræðilegt um pólitískan að- draganda byltingarinnar. — Hann virðist nú hafa rann- sakað það svið, sagði sá litli, — og þó heldur um of, — Að því er ég fæ bezt séð, sagði sá hái, — varði hann mest- um tíma sínum til að vera að flækjast um, hér og hvar, með sijúpdóttur eins hermdarverka- foringjans, og blanda sér inn í hverskyns óhæfuverk í landinu. Það kann að vera allt í lagi, ef menn eru að semja bók, en fyr- ir fréttamann er það ekki eins heppilegt, og ég legg mesta áherzluna á fréttirnar. Þeir litu allir upp, er svart,- hærður maður í regnkápu kom inn, og sagði með alvöru brosi: — Nú, þarna ertu, Foster. Hái maðurinn kinkaði kolli að auðum stól. — Jæja, hefurðu frétt nokkuð þín megin? — Já. Hann fór úr regnkáp- unni og settist, án þess að flýta sér neitt að neinu: — AP er bú- ið að senda af stað nokkrar myndir af líkunum. Að minnsta kosti því, sem fannst af þeim. Þær eru ekki sérlega fallegar. Hái maðurinn, Foster, bar hönd fyrir auga. — Ó guð minn góður! sagði hann í hálfum hljóðum. — Frakkarnir halda, að þeir hafi verið skotnir fyrst, bætti sá svarthærði við. — Þeir fundu talsvert af fatnaði og hluta af ensku vegabréfi. Ég held það geti enginn vafi leikið á því um hvern sé að ræða. Það voru franskir hermenn handan við þorpið. Þeir sáu bíl fara fram hjá og reyndu að vara hann við, að því er virðist. Har.n leit kring um borðið. Hitt er það, að fransk ur verkfræðingur frá Sahara var skotinn til bana, nóttina áð- ur, en hann var í herbergi beint uppi yfir herbergi Inglebys. Ég veit vitanlega ekki, hvort nokk- urt samband er þar í milli. Foster stóð upp og fór að fara í yfirhöfnina. — Ég verð að ná í ritstjórann strax. Hann þagn- aði, en bætti síðan við: — Ingle- by var góður þingfréttaritari — og hefði átt að láta sér það nægja! Hann hristi höfuðið þreytulega. — Ég skil ekki, hvað þessi blövaður bjáni var að vilja þangað. — Kannski hefur hann ætlað að hjálpa, sagði litli maðurinn. (Sögulok). 3ja herb. íbúð Til sölu er rúmgóð 3ja herbergja íbúð á 2. hgeð í húsi við Mávahlíð. íbúðin er í ágsetu standi. Stórar suðursvalir. Bílskúrsréttur. ÁBNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur. Fasteignasala. Suðurgötu 4. Sími: 14314.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.