Morgunblaðið - 06.09.1967, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.09.1967, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. SEPT. 1967 Keppt var á malarvöllum í öll skiptin þr|ú KEFLVÍKINGAR fóru í keppn- isför til Þýzkalands og komu heim í gær. Var heimsóknin far- in í gagnkvæmu boði fyrir heim sókn þýzka liðsins SC-07 til Kefl vikinga í fyrra. Ekki sóttu Kefl- víkingar sigra til Þýzkalands að þessu sinni, töpuðu tveim leikj- um, en hinn þriðji varð jafntefli Mótherjar þeirra voru lið' í KR í eld línuna í kvöld í KVÖLD kl. 7 eftir enskum tíma ganga KR-ingar í eld- linuna í evrópskri knatt- spyrnu. Þá mæta þeir liði Aberdeen í fyrri leik liðanna í 1. umferð í keppni bikar- meistaraliða um Evrópubik- ar. Síðari leikur liðanna verð ur í Reykjavík miðvikudag- inn 13. sept. — að viku lið- inni. KR-ingar héldu utan í mánu daginn. Leikur þeirra í kvöld verður í flóðljósum á venju- legum „brezkum“ knatt- spyrnutíma eða kl. 6 eftir ísl. tíma. KR-ingar eru ekki óreynd ir í þessum efnum, því þeir gengu fyrstir ísl. liða til Ev- rópuleikja og mættu þá Liv- erpool — ensku meisturunum — í fyrstu umferð. Fréttir af Ieiknum verða í blaðinu á morgun. fremstu röð áhugamannaliða í V-Þýzkalandi. Mbl. átti stutt tal víð Hafstein Guðmundsson í gær. Kvað hann Keflvíkinga hafa haldið utan 20. ágúst, séð landsleikim í Höfn en haldið síðan til Þýzkalands, þar sem liðsmönnum hefði ver- ið tekið mjög vel, mikið um ferðalög og góðar móttökur að ógleymdum kappleikjum. Fyrsti leikur Keflvíkinga var við gestgjafa liðsins lið SC-07 í Bad Neuenahr. Leikið var á malarvelli í flóðlýsingu. Þjóð- verjarnir sigruðu með 4 gegn 2. f þýzka liðinu voru 5 þeirra sem komu hingað, en ýmsir beztu liðsmenn liðsins gátu ekki kom ið til íslands í fyrra. SC-107 varð i fyrra nr. 3 í svonefndri Landsligu, sem er efsta deild áhugamanna í þýzkri knatt- spyrnu. Flytjast tvö úr henni upp í deild hálf-atvinnumanna — svo að litlu munaði hjá SC- 07. Næst kepptu Keflvíkingar við FC Blaid í borginni Blaid, þar sem líka var leikið á flóðlýst- um 1-1. malarvelli. Jafntefli varð Þriðji leikurinn var gegn Ess- en-Byfang og sigraði lið Essen 5-2. Þar var leikið á malarvelli á dagsbirtu. Bæði síðasttöldu liðin eru ofarlega í „Landsliga." Keflvíkingar fengu góðar mót tökur, ferðast var mikið um og margt skoðað. Auk þess tók yf- irborgarstjóri Essen móti þeim, svo og sátu þeir boð borgar- stjórans í Bad Neuenahr. Sendi- ráð íslands í Bonn hafði mót- töku vegna komu liðsins. IJrsiitaleikir í kvöld í DAG fara fram tveir úrslita- leikir í yngri flokkunum á Mela velli. í kvöld kl. 18 leika til úr- slita í íslandsmóti 5. flokks liðs Vals og Víkings. Kl. 7 hefst leikur milli KR og Víkings í úrslitakeppni í 4. fl. B. Þriðji sigurvegari í riðla- keppni þess móts er lið Vest- mannaeyinga. Leikurinn í kvöld er því fyrsta leikurinn af þrem- ur í úrslitakeppninni. Óskar jafnhendir 152.5 kg. Öskar lyfti 397,5 kg. í Ármannsmóti Á SUNNUDAGINN efndi Glímu félagið Ármann til móts í lyft- Dágóður árangur hjá IR- Noregsförinni mgum i Tóku jbátt i stórmóti á Bislett 31. ágúst og 7. september NOKKRIR frjálsíþróttamenn úr ÍR og tveir gestir þeirra eru nú á keppnisferðalagi um Norður- lönd. Þeir kepptu í Bislett 31. ágúst og 1. sept. og má segja að þeir hafi farið vel af stað, sam- kvæmt bréfi er Mbl. hefur bor- izt frá þeim. Þar segir m.a. svo: Meistararnir fimm. Frá v. Gunnar Sólnes, Þorbjörn Kjærbo, Pétur stein«son og Ólafur Bjarki Ragnarsson. (Ljósm. S»\ Þorm.) Björnsson, Atli Aðal- Fyrridaginn kepptum við í stangarstökki, kúluvarpi, 800 m. hlaupi, kringlukasti og lang- stökki. Valbjörn sigraði í stangar- stökkinu, stökk 4,20 m., en ann- ar varð Norðmaður með 4 m. rétta. í kringlukasti sigraði norski methafinn Sten Haugen 52 42 m. Erlendur Valdimarssor. varð 4. með 47,38 m. Langstökkið fór fram um leið og stangarstökkið og missti Val björn því af keppninni í A-riðli þar sem hann var skráður, en fékk að stökkva með B.-riðils- mönnum. Valbjörn stökk 6.94 m. Hann átti ógilt stökk um 7.20 m. Lengsta stökk dagsins í A-riðli var 7.02. í kúluvarpinu sigraði Erlend- ur Valdimarsson eftir harða og skemmtilega keppni við fyrrv. norska methafann Stein Haugen sem, lengst hefur varpað 16.30 m. Erlendur varpaði 15.05 m. en Haugen 14.92. Þórarinn Arnórsson tók þátt í 800 m. hlaupi en þar voru um 30 keppendur. Hanr. varð 11. í röðinni. Framhald á bls. 3 ingum og kepptu allir í sama flokki, þó aðskilið eigi að vera eftir líkamsþunga lyftinga- manna. Sigurvegari í mótinu varð Óskar Sigurpálsson Hann lyfti samtals 397,5 kg. (Pressaði 145 kg. snaraði 100 kg. og jafnhatt- aði 152,5 kg.) Óskar reyndi síðan við 160 kg. í hinni síðasttöldu aðferð en snerist á ökla og varð að hætta keppni. Árangur Óskars í „pressu“ er jafn sænska metinu, en þar hafa lyftingar verið iðkaðar um ára- tugi. Á það að sjáMsögðu við um þyngdarflokk Óskars sem er milliþungavigt. Annar varð Guðmundur Sig- urðsson (er í léttaþungavigt) sem Tyfti samtals 357,5 kg. (120 kg, 102.5 kg og 135 kg.) Þriðji varð Svavar Carlsen (þungavigtarmaður) sem lyfti 340 kg. (110, 95 og 135 kg.) íslandsmótið í Kandbolta innanhúss ÍSLANDSMÓTIÐ í handknatt- leik innanhúss er nú á döfinni hjá Handknattleiksróði Reykja- víkur. Vill ráðið fá þátttökutil- kynningar í alla flokka fyrir 20. sept. og berist þær til skrifstofu ráðsins í íþróttamiðstöðinm í Laugardal. Óákveðið er með mótsbyrjun og mótsdaga, enda fer slíkt mjög eftir þátttökunni. Eltt jafntefli og tvö töp Keflvíkinga í Þýzkalandi Olafur Bjarki tryggöi sigurinn í byrjun Á LAUGARDAGINN fór fram hin árlega keppni um Flugfélags bikarinn í golfi. Til þeirrar keppni býður Flugfélag íslands meisturum allra golfklúbba Iandsins og veitir FÍ einnig verð launin. Keppnin á laugardaginn fór fram á vegum golfklúbbs Ness, og tókst vef í alla staði. Keppt var í 18 hoiu höggleik og mættir voru 5 meistarar til keppninnar, Ólafur Bjarki Ragn arsson frá GoMkl. Rvíkur, ís- landsmeistarinn Gunnar Sólnes frá Akureyri, Reykjavíkurmeist arinn Pétur Björnsson frá Golf- klúbbi Ness, Atli Aðalsteinsson frá Vestmannaeyjum og Þor- björn Kjærbo goMmeistari Suð- urnesja. Ólafur Bjaiki Ragnarsson kom eiginlega í veg fyrir að keppnin yrði nokkru sinni hörð um efsta sætið. Hann fór fyrstu holuna höggi undir pari og end- urtók það afrek á 4. og 6. holu keppnin.'.ar Náði hann því snemma forskoti, sem hinum reyndist ómögulegt að vinna upp. Ofan á bættist að ýmsum hinna gekk illa í byrjun t.d. lenti Pétur Björnsson í ógöngum sem kostaði dýr högg þegar á 1. holu. Ólafur Bjarki hafði því for- ustu frá upphafi- til loka. Hann lék völlinn á 34 höggum og 37 eða samtals 71 höggi. Par á vell inum er 35. Þorbjörn Kjærbo varð annar með 37 og 38 eða 76 högg. Hann var sá eini sem ógnaði Ólafi Bjarka um tíma. Lék Þorbjörn 4., 14., 15 og 16. holu undir pari og skildu þá aðeins 3 högg á milli hans og Bjarka en Ólafur Bjarki var sterkari í lokin. Pétur Björnsson varð 3. með 78 högg (40 og 38). Hann lék 6. holuna undir pari. Gunnar Sólnes varð 4. með 82 högg (42 og 40). Hann lék 3. og 12. holuna undir pari. Atli Aðalsteinsson varð 5. með 84 högg (42 og 42.) Hann vakti Framhald á bls. 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.