Morgunblaðið - 06.09.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.09.1967, Blaðsíða 28
FERBA-OG FARANGIIRS TRVGG NG ALMENNAR TRYGGJNGAR P PÓSTHÚSSTRÆTI9 SÍMI 17700 MiÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1967 RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGR EIÐSLA • SKRIFSTOFA SÍMI '10*100 DAUDASLYS Á AKRANESI SAUTJAN ára gamall piltur lézt á Akranesi síðastliðið mánudags- kvöld, af völdum áverka sem hann hlaut við að falla sjö metra niður um húsþak. Hann var að vinna að því að lagfæra þakið á gamia skipa- íekinn í smíðahúsinu við Dráttarbraut Akraness, þegar siysið varð um kl. 4.15. Gat var á þakinu og hefur hann að öllum líkindum verið að fást við það, þegar hann af einhverjum ástæðum missti jafnvægið og féll niður á gólf. Hann var þegar fluttur á sjúkra- hús og lézt þar um kvöldið. Nafn hins látna verður ekki birt að sinni. Nemendur, kennari og prófdómari, við kennsluvélina. Skorinn upp um borð í rússnesku spítalaskipi Ofremdarástand á síldarmiðunum, hata ekki einu sinni kort yfir veiðisvœðið landhelgi — r annað skipti á skömmum tíma GULLFAXI NK var tekinn að ólöglegum veiðum níu sjómílur innan landhelgislínunnar út af Héraðsflóa aðfaranótt þriðjudags ins. Er þetta í annað skiptið á skömmum tíma sem báturinn er staðinn að ólöglegum veiðum. Varðskipið Albert fór með hann til Neskaupstaðar, þar sem mál- ið var tekið fyrir í gærmorgun. Skipstjórinn játaði umsvifalaust sekt sína og verður málið sent saksóknara. Gullfaxi er farinn aftur út til veiða. í GÆR fór fram annað og síð- asta nauðungaruppboð á fast- eignum Byggingafélagsins Brú h.f. við Borgartún 25. Nauð ungaruppboði er haldið var í síðustu viku hafði verið frestað, en þá var hæsta boð orðið 10 milljónir króna. Átti það Guðni Helgason, rafvirkjameistari. Á uppboðinu í gær komu tvö boð. Frá Guðna Helgasyni 10,7 millj. kr., og frá Magnúsi Árna syni hrl. vegna Diðriks Helgason Skipverji af vb. Hrafni Svein- bjarnarsyni var skorinn upp við bráðri botlangabólgu um borð í rússnesku spítalaskipi síðastlið- inn Iaugardag. Báturinn var að veiðum um 800 mílur frá fslandi. ar of fl., að upphæð 10.8 millj- ónir. Tók fógeti sér 14 daga frest til svars um hvoru tilboðinu skyldi tekið. Veðskuldir er hvíldu á fast- eign Byggingafélagsins Brú h.f. voru hins vegar töluvert hærri, eða um 14 milljónir króna. Fasteignirnar er boðnar voru upp í gær voru leigulóðarrétt- indi félagsins við Borgartún og húseign þes. Morgunblaðið náði í gær sam- bandi við Pétur Sæmundsson, skipstjóra Hrafni Sveinbjarnar- syni, sem sagði: „Þessi skipverji er Færeyingur, búsetturr í Keflavík, og heitir Jóhann Toftum. Hann kenndi sér lasleika á föstudag og þegar hann ágerðist hættum við veiðum því að ég ákvað að reyna að leita uppi rússneskt spítalaskip. Við keyrðum til klukkan þrjú um nóttina, en þá fundum við rúss- neskt skip sem hafði lækni um borð. Hann kom yfir til okkar, skoðaði Jóhann og taldi að hann væri með bráða botnlangabólgu. í hans eigin skipi var ekki a'ð- staða til skurðaðgerðar, en þeir höfðu samband við spítalaskip fyrir okkur, sem var í um fjöru- tíu mílna fjarlægð. Frá spítala- skipinu komu þau skilaboð að við fengjum fúslega alla þá að- stoð sem þeir gætu látið í té, og við komum upp að því um níuleytið á laugardagsmorgun. Jóhann var fluttur um borð og vélstjórinn okkar fór méð hon- um. Rússnesku læknarnir töldu að Jóhann þyrfti uppskurðar með og við biðum þarna í eina þrjá tíma meðan aðgerðin var undirbúin, en fórum. svo. Við höfðum samband við vs. Albert, gáfum honum upp kallmerki skipsins og nafnið, Vilis Lacis, og Albert hafði svo samband við það á sunnudag og mánudag. Jó- hanni líður vel eftir aðger'ðina og við megum sækja hann eftir átta daga, tökum hann þá þegar við förum út aftur, en nú erum við á leið til Raufarhafnar með um 170 tonn, og verðum komnir þangað í fyrramálið." „Það hefur verið léttir yfir ykkur að koma Jóhanni um borð í rússneska skipið.“ „Já, það er óhætt að fullyr’ða. Rússarnir reyndust okkur mjög vel, vildu allt fyrir okkur gera. Þetta spítalaskip þeirra er um 22 þúsund tonn, og mjög vel út- búið. Það fór semsagt betur en á horfðist í þetta skipti, ég vil helzt ekki hugsa um hvað hefði getað skeð ef við hefðum þurft að stíma heim í fjóra sólarhringa, með Jóhann fársjúkan. Það má segja að ófremdarástand ríki á síldarmiðunum, og ekki aðeins hvað snertir skort á læknisþjón- ustu. Mikill hluti bátanna er á leið í land vegna skorts á olíu og vatni, og margir okkar hafa ekki einu sinni kort af miðunum. Ég veit ekki hvernig á því stendur en kort yfir þetta svæði eru ekki fáanleg og aðeins lítill hluti bát- anna sem hefur þau. Við sjáum engin merki þess að síldin sé að færa sig nær svo að ástandið er næsta óglæsilegt. Við lifum bara í voninni um að eitthvað fari að birta til.“ Reyðarfirði, 5. sept. TVEGGJA hæða timburhús brann til kaldra kola í Reyðar- firði aðfararnótt þriðjudagsins. Undanfarin ár hefur það verið notað sem verbúðir fyrir söltun- arstöð GSR, og m. a. verið þar mötuneyti. Ráðskonan varð fyrst vör við eldinn um kl. 3.40 og vakti strax aðra sem í húsinu voru. Slökkviliðið var síðan kallað á vettvang og kom mjög fljótlega. En þá var húsið orðið alelda, því að það blossaði upp á skömm um tíma. Einbeitti slökkviliðið Sex luku flugprófi - á Egilsstöðum Egilsstöðum, 5. sept. HÉR hefur undanfarið verið starfandi flugskóli á vegum Helga Jónssonar, flugkennara. — Hann byrjaði í fyrrasumar og voru þá nokkrir menn vlð flug- nám hjá honum. Síðan byrjaði hann aftur snemma í ágúst í sum ar og hafa nú sjö ungir menn lokið sóló-prófi, þar af einn í vor. En í dag tóku sex menn próf- ið, þeir: Sigurður Jónsson, Péfcur Sigurbjörnsison, Sigurðiur Björg- vinsson, Gunnar Egilsson, Ed- mund Bellersen og Einar Björg- vinsson. Prófdómari var Sdgur- jón Einarsson frá Reykjavik. Að sögn hans gekk þetta mjöig vel og allir stóðust prótfið, enda heíði kennarinn sýnt vandvirkni og kostgæfni við kennsluna. — Steinþór. sér því að því að verja nær- liggjandi hús, og var slökkviliðið á Eskifirði beðið aðstoðar. Bíll frá því kom laust fyrir sex um morguninn og það var ekki fyr en klukkan átta sem tókst að slökkva síðustu logana en þá var húsið gjörónýtt. Ekki urðu nein slys á fólki, en hinsvegar varð það fyrir . tilfinnanlegu eigna- tjóni því að engu tókst að bjarga. Þá er það og mjög bagalegt fyrir söltunarstöðina að missa þarna aðstöðu sína. G.W. Tveir tollþjónar í varðhaldi vegna faktúrumálsins - hafa nú verið látnir lausir Fasteignir Brú hf. seldar á uppboði Húsbruni varð í Reyðarfirði Mjólkursamsalan til- búin með nýju umbúðirnar — Sala strandar á ákvörðun um tollflokk og því nœst nýtt verð TVEIR tollþjónar voru úrskurð- aðir í gæzluvarðhald fyrir skömmu vegna rannsóknar í faktúrumálinu svonefnda, en þeir hafa nú verið látnir lausir. Sem kunnugt er snýst málið um við- skipti Páls Jónassonar við danskt fyrirtæki, og er hann grunaður um að hafa látið útbúa tvennar faktúrur yfir sömu vör- una, og voru þær misjafnlega háar. Þórður Björnsson, yfirsaka- dómari, tjáði Mbl. 1 gær, að í bréfi frá fjármálaráðuneytinu til saksóknara 21. ágúst hafi verið óskað eftir því, að athug- aðar yrðu nokkrar tilgreindar vörusendingar, sem flestar voru stílaðar á Pál Jónasson og flutt- ar voru hingað til lards að ut- an á árunum 1D63—65. Ennfrem ur að athugað yrði, hvort þær hefðu fengið löglega meðferð í tollafgreiðslu og hvort greidd hefðu verið lögmæt aðflutnings gjöld af þessum vórum í ríkis- sjóð. Með bréfi saksóknara til saka dóms Reykjavíkur hinn 24 f.m. er þess krafizt, að þessi rann- sókn fari fram. Hófst hún sl. miðvikudag. Allar vörusending- arnar voru virtar af tollvörð- um, og vegna rannsóknarinnar voru tveir tollþjónar úrskurðað ir í gæzluvarðhald — annar sl. miðvikudag en hinn sl. fimmtu- dag. Voru þeir látnir lausir eft- ir yfirheyrslur í fyrrakvöld. Rannsókn málsins heidur áfram. STEFÁN Björnsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, tjáði Morg unblaðinu í gær, að lokið sé upp setningu véla til að pakka mjólk í 2 lítra rétthyrndar umbúðir. Eru umbúðir þessar frá Tetra- Pak í Svíþjóð, sem framleiðir mjólkurhyrnurnar, sem samsal- an notar nú. Stefán Bjönnsson sagði, að Mjólkursamsalan sé tillbúin að hefja sölu í hinum nýju umbúð- um, en það strandi á áikvörðun um í hvaða tollflokki þær skuli teljast. Og þegar sú ákvörðun hafi verið tekin þurfi að fá sam- þykki fyrir verðákvörðun mjólk uiT í nýju umbúðunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.