Morgunblaðið - 08.09.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.09.1967, Blaðsíða 1
32 síður pimrfmnMaM^ 54. árg. — 203. tbl. FOSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kosningarnar í Vietnam kærðar Dzu boðar stofnun stjórnmálasamtaka Var hann studdur af Vietcong? Saigon,, 7. september — NTB .— ÁTTA hinna tíu borgaralegu frambjóðenda er biðu ósigur í forsetakosningunum í Suður- Víetnam á sunnudaginn kröfð- ust þess í dag, að kosningaúr- slitin yrðu ógild, en áreiðanleg- ar heimildir herma að krafa þeirra verði ekki tekin til greina. Frambjóðendurnir hafa sent bráðabirgðaþinginu kæru, þar sem sigurvegararnir í kosn- ingunum, Nguyen Van Thieu, forseti og Nguyen Cao Ky, for- ! sætisráðherra, eru sakaðir um aff hafa haft svik í fimm til- vikum. Að því er heimildirnar herma er ósenniregt að þingið taki kær una til greina, þótt hún bein- ist gegn meintum svikum í kosningabaráttunni en ekki gegn meintu svindH við atkvæða talninguna. Hershófðingjarnir Thieu og Ky eru sakaðir um að hafa notað aðstöðu sína sjálfum sér til framdráttar í kosninga- baráttunni og notað útvarp og sjónvarp um of. Frambjóðend- urnir halda því einnig fram, að Ky hafi hótað að steypa hverri þeirri þjóðkjörnu stjórn, sem mynduð yrði eftir kosningarn- ar, til þess að hræða kjósendur og fá þá til að kjósa herfor- ingjana af ótta við byltingu. Ný stjórnmálasamtök? Lögfræðingurinn Truong Dinh Dzu, sem var skæðasti keppinautur herforingjanna í kosningunum, sagði blaðamönn um, að hann og annar fram bjóðandi, Phan Khac Suu, hygð j ust koma á fót stjórnmálasam- tökum, er mundi halda uppi bar áttu gegn stjórninni, ef kröfunni yrði hafnað. Tveir frambjóðend ur hafa ekki undirritað kær- una, Tran Van Huong, fv. for- sætisráðherra og búddatrúar- maðurinn Ha Thuc Ky, sem voru I fjórða og fimmta sæti í kosn- ingunum. Þingið verður að taka afstöðu til þess, hvort kosning- arnar hafi verið heiðarlegar eða ekki, fyrir 2. október, Stjórnin í Saigon setti í dag Framihald á bls. 31 Þessi mynd er af fyrstu brezku hermönnunum, sem settir hafa verið til að gæta landamæra Hong Kong og kínverska Alþýðulýðveldisins. Þessir Bretar eru í flokki Gúrka-hermanna, sem gæta þjóðvegarins á landamærunum við Man Kam Fo. (AP-mynd.) Valdastreita í Damaskus Beirút, Líbanon, 7. september, AP. BLÖÐ í Beirút skýrðu í dag frá valdabaráttu innan hinnar vinstrisinnuðu stjórnar í Sýr- landi. Hinn voldugi kommúnista flokkur landsins, sem er bann- aður, er sagður hafa hvatt stjórn ina til að fylgja hófsamari stefnu í deilumálunum í Austurlönd- um nær. Blaðið „Sawtal Aruba", sem er vinveitt Egyptum, hermir að forseti Sýrlands, dr. Nureddin Atassi, sitji í stofufangelsi, en þessi frétt hefur ekki fengizt- staðfest í Damaskus, þar sem blöðin eru undir strangri ritskoð un. Hervörður er á verði í borg- inni, og myrkvun hefur verið í gildi síðan í júnístríðinu. Líbanonsku blöðin segja, að nýlokið sé 10 daga leynifundum í stjórn Baath-flokksins, sem fer með völdin í Sýrlandi, og forseti herráðsins, Ahmed Sweidani, hafi reynt að bola ríkjandi stjórn frá völdurn. Ekki er minnzt á byltingu, en svo virðist sem for- ingjar úr flokknum og hernum, sem allir eru í Baathflokknum, vilji að skipt verði um forystu- menn. Áður hefur helzti komm- únistaleiðtoginn í Axabaheimin um, Khaled Bagdash, tekið und- ir meintar áskoranir Rússa til sýrlenzku stjórnarinnair um að hún sýni meiri hófsemi. De Caulle í Póllandi: Oder-Neisse línan end- anleg v-landamœri PólL Varsjá, 7. sept., AP-NTB. DE GAULLE, Frakklands- forseti, sem nú er í sex daga opinberri heimsókn í Pól- Iandi, hóf í dag stjórnmála- viðræður við forseta Pól- lands, Edward Ochab, og, for sætisráðherrann, Jozef Cyran kiewicz. í ræðu í Varsjá í gærkvöldi talaði de Gaulle um Vestur-Evrópu, Mið- Evrópu og Austur-Evrópu, en pólskir stjórnmálamenn álíta að hér sé um að ræða nýjan skilning á þessum heitum í utanríkismálastefnu Frakk- lands, sem ef til vill gefi til kynna, að greina beri á milli Póllands og annarra fylgi- ríkja Sovétríkjanna í Evr- ópu. — De Gaulle kvaðst álíta, að Austur-Evrópulöndin gætu orðið brú milli Vesturlanda og Sovét- ríkjanna, ef þau tækju upp stefrau óháðari stjórnvölduinum í Kreml, og á þann hátt stuðlað að því að minnka spennuna í Evrópu. í sömu ræðu sagði Frakk- landsforseti einmig, að hann ósk- aði Póllandi gengis innan þeirra landamæra, sem landuvu til- heyrðu og mundu áfram til- heyra því. Litið er á þessi um- mæli, sem merki um að Frakk- land viðurkenni Oder-Neisse- línuna, sem varanleg vestur- landamæri Póllands. Varðandi Víetnam sagði for- setinn, að Pólland og Frakk- Þrjár stúlkur myrtar í Auburn — í Alabama-fylki — Morðingjans leitað Auburn, Alabama, 7. sept., AP. TVÆR systur og barnung gestkomandi stúlka voru myrtar á heimili systranna í borginni Auburn, Alabama- fylki, í dag. Talið er víst, að háskólastúdentinn Edward A. Seibold hafi framið morðin, en lögregluyfirvöld borgar- innar höfðu skipað honum að halda sig frá þessu heimili að viðlagðri fangelsisvist. — Seibold hafði um nokkurt skeið verið vonbiðill elztu systurinnar, Kathy Sinclair, tvítugrar að aldri, en hún hafði vísað honum á bug og hafði Seibold oft síðan ráð- izt. með ofbeldi á heimili hennar, unz lögreglan greip í taumana. Er morðárásin var gerð árla í morgun var Kathy Sinclair stödd á heimili ásamt móður sinni, fertugxi eikkju, systruim sínum tveimur, Söru, 18 ára að aldri, Mary Lynn, 9 ára og gest- komandi stúlku, Mary Durante, 8 ára að aldri. Morðinginn skaufc yngri stúlkurnar tvær en réðd Söru Sinclair bana með hnífi. Móðurina, Juanitu Sinelair, særði hann með sikoti í hand- legg. Kathy komst undan með því að fara í felur undir rúm. Þrjár handtökuheimilddr haía verið geínar út á hendur Seibold 21 árs gömluim, sem hvarf þegar eftir morðárásina. Hundruð lög- reglumanna í Auburn auk leyni- lögreglumanna og sjálfboðaliða leita nú Seibolds. land ættu að vinna betur sam- an að lausn þe.ss<a vandamáls. Gaf forsetihn það í skyn, að Frakkland væri reiðubúið að taka að sér stærra hlutverk til að koma á friði í Víetnam. Hann hvatti einnig Pólland til að taka upp stefau 6háðari Sovétríkjun- um. VJþýzka utanríkisráðuneytið hefur neitað, að ræða heimsókn de Gaulles opinberlega eða um- mæii hans um Oder-Neisse-lín- una, sem endanleg landamæri Póllands í vestri. Sagði talsmað- ur ráðuneytisins, að beðið yrði með yfirlýsingao- um ræðu de Gaulles, unz heimsókn hans lyki, og fengimn væri orðréttur texti ræðunnar. Viðræður Frakklandsforseta við pólska ráðamenn S'tóðu í rúma tvo klukkutíma. » ? ? Lnglingar í Aþenu dæmdir Aþenu, 7. septmber. NTB. HERDÓMSTÓLL í Aþenu hefur dæmt sjö unga menn í 1-14 ára fangelsi fyrir „kommúnistíska starfsemi" og óhlýðni við her- yfirvöldin í Grikklandi. Skothríð við Jórdan Tel Aviv, 7. september. NTB-AP. JÓRDANSKIR og . ísraelskir hermenn skiptust á skotum í 20 mínútur skammt frá Allenby- brúnni á ánni Jórdan í morgun, "» að því er ísraelskur talsmaður skýrði frá í Tel Aviv. Hann sagði að enginn tsraelsmaður hafi fallið í bardögunum, sem hafi byrjað er jórdanskir hermenn hófu skothríð á ísraelskan varð- flokk. Jórdaniumenn segja að ísraelsmenn hafi byrjað. í Kairó var tilkynnt í dag, að fimm borgarar hefðu særzt og nokkrar byggingar laskaat er ísraelskir hermenn gerðu skot- hríð á Ismailia á vesturbakka Súezskurðar í gær. Á mánudag- inn sló einnig í brýnu milli ísra- elsmanna og Egypta við Súez- skurð, og hyggjast ísraelsmenn kæra þánn aíburð fyrir Örygg- isráðinu, samkvæmt frétt frá w Jerúsalem. Vopnaviðskiptin við Ismailia stóðu í tvær klukkustundir og beitt var stórskotaliði. ísraelskir blaðamenn segja, að þeir hafi séð mikla elda og sprengingar í borginni. Vopnaviðskiptunum lauk eftir miðnætti þegar vopna- hlésnefnd SÞ skarst í leikinn. Málaliðar með stfórnarher Nigeríu? Enugu, . 7sept., NTB. ÚTVARPIÐ í Biafra fulilyrti í dag, að 20 hvítir málaliðar, sem barizt hefðu með her Sannbamds stjórnarinnar Nigeriu hefðu verið felldir við landamæraborg eina í miðvestur-iríkinu undan- fai-na daga- Sagði útvarpið, að margir málaliðanna hefðu verið skotnir út launsátrL Ríikisstiórn NigeTÍu hefur neit að því, að haía ráðið hvíta mála- liða tiil að berjast gegn upp- reisnarhermönnum firá Biafra. Útvarpið í Enugu, höfuðborg Biafra, sagði einnig í dag, að Sambandsherinn hefði orðið að hörfa undan eftir heifttuga bar- daga við borgina Ore, og einnig hefðu uppreisnarmenn á sínu valdi borgina Benin- >á sagði útvarpið, að Samtoandsstjórnin hefði nú látið hefja stórfelldar loftárásir á heimili borgara í Biafra, en í Lagos er þvi haldið fraim, að einungis hefðu verið sprengdir upp flugbækistöðvar ; Bdafra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.