Morgunblaðið - 09.09.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.09.1967, Blaðsíða 10
f 10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. SEPT. 1967 Miklar framfarir í ræktun íslenzka kúastofnsins — Sýningarumferð á Suðurlandi lauk með glæsilegri loka- sýningu í Laugardælum — AÐ lokinni sýningarumferð Bún- aðarfélags íslands á Suðurlandi, en slíkar sýningarumferðir eru í hverjum landsfjórðungi fjórða hvert ár — ákvað Búnaðarsamb- band Suðurlands, að efna til stórr ar nautgripasýningar að Laugar- dælum og fór sú sýning fram sl. miðvikudag. Er það í fyrsta sinn sem svo stórt félagslegt á- tak er gert tU að örva starfsemi í nautgriparækt. Lokasýningin í Laugardælum var haldin að loknum 23 sýning- um í nautgriparæktarfélögunum vfðs vegar á Suðurlandi. Þessar sýningar voru með öðru fyrir- komulagi en venjulega hefur ver ið til þessa. Var miðað að því, að hvert félag sýndi úrval gripa, að undangenginni forskoðun hjá öll- um félagsmönnum. Fékkst með þessu betra yfirlit yfir kúastofn félagsmanna og einnig leiddi þetta til þess, að sýndir voru þeir gripir, sem til greina koma við áframbaldandi ræktun stofns ins. Urslit sýninganna á Suðurlandi sýna, að alls hlutu 653 kýr fyrstu verðlaun, þrátt fyrir það, að hert hefur verfð á kröfum til að hljóta þessa viðurkenningu, bæði hvað snertir nythæð og bvggingarlag kúnna. Á þessum sjýningum hlutu tvær kýr heiðursverðlaun, en til þess burfa kýr að sýna fjögur afkvæmi og skulu þrjú þeirra hljcta fyrstu verðlaun og það fjórða annaðhvort önnur eða þriðju verðlaun. Þessar tvær kýr voru: Brandrós 9 frá Sólheimum í Hrunamannahreppi. Auk heið- ursverðlaunanna hlaut Brandrós 9 Huppuhornið, sem er fagur farandgripur, gerður af Ríkharði Jónssyní, og veittur beztu kúnni, sem sýnd er á hverri nautgripa- sýningu í Hrunamannahreppi. Huppuhornið var fyrst veitt ár- ið 1947. Flestar 1. verðlaunakýrnar voru í Hrunamannahreppi, 95, í Hraungerðishreppi 84, og í Skeiðahreppi 74. Þeir bændur, sem áttu flestar 1. verðlauna- kýrnar voru: I.augardælabúið 15 Guðmundur Kristjánsson, Arnar- bæli Grímsnesi, og Runólfur Guðmundsson Ölvesholti Hraun- gerðishreppi, 12 hvor, og Ólafur Ögmundsson, Hjálmholti Hraun- gerðishreppi, 11 1. verðlauna- kýr. Það naut, sem átti flestar 1. verðlauna dætur á þessum sýn- ingum var Bolli S46 frá Bolla- stöðum í Flóa, e'óa 52 alls. Næst- ur kom sonur hans, Sómi S119 með 49 1. verðlaunadætur. Alls hlutu 28 naut viðurkenn- ingu á þessum sýningum, þar af 27 frá Kynbótastöðinni í Laug- ardælum. Hæstu einkunnir fyrir bygg- ingu hlutu kýrnar: Lind 14 frá Hreiðurborg Sandvikurhreppi, og Skrauta 92 frá Vorsabæ Gaul- verjabæjarhreppl. Hlutu þær báðar 86 stig og 1. viðurkenn- ingu. Næstar komu Bolla 125 frá Votmúla Sandvikurhreppi, Flóra 40 frá Haukholtutn 1 Hruna- mannahreppi og Búprýði frá Stærri-Bæ í Grímsnesi. Þær hlutu allar 85,5 stig og 1. við- urkenningu. Kolskeggur S288, einn mesti kynbótagripur Kynbótastöðvarinnar í Laugardælum. Lokasýningin í Laugardælum að afurðageta kúnna hefur auk- izt jafnframt bættu byggingar- lagi. Ljómalind 5 er dóttir Bolla S46. hlutu fjögur önnur naut, sem áður höfðu verið sýnd með af- kvæmum, sömu verðlaun. í Laug ardæium eru nú átta 1 verðlauna Húfur S309 frá Borgarkoti á Skeiðum. Hann hlaut 1. verðl. á afkvæmasýningunni í Laugardælum. var haldin til að kynna og sýna þann árargur, sem náðst hefur með starfsemi kynbótastöðvarinn ar og afkvæmarannsóknastöðv- arinnar í Laugardælum sl. 15 Þarna var um að ræða af- kvæmasýningu á tuttugu naut- um kynbótastöðvarinnar auk þess sem sýnd voru 33 naut, þar af nokkur holdanaut. Þá voru einnig sýndar í Laugardælum nokkrar úrvalskýr, þ. á. m. Bolla 125, Búprýði, Búkolla 27 og Kinna 99, en þrjár þær fyrst- töldu eru allar dætur Bolla S46 Þá var og sýnd þarna kýrin Ljómalind 5 frá Stóru-Sandvík í Sandvíkurhreppi, en hún hefur mjólkað að jafnaði um 6000 Jtg. undanfarin átta ár. Sýnir þetta, Búkolla 27 er frá Kolsholti 111 í Villingaholtshreppi en Kinna 99 frá Hjáimholti í Hraungerð- ishreppi. Allar þessar fjórar úr- valskýr, sem hér eru taldar upp hlutu 1. verðlaunaviðurkenningu á sýningunum á Suðurlandi í sumar. Kínna 99 frá Hjálmholti hlaut að verðlaunum fagurlega ut- skorna mjólkurfötu, sem veitt er beztu kúnni í Hraungerðis- hreppi. Kinna er dóttir Austra S57 og móðir hennar Skrauta 80 hafði áður hlotfð þessa viður- kenningu, sem Kinna 99 hlaut nú. Af sex ungum nautum, sem sýnd voru í Laugardælum með afkvæmum hlutu fjögur 1. verð- launaviðurkenningu og auk þess naut en 1. verðlaun eru ekki veitt fyrr en reynsla er komin á minnst tólf afkvæmi hvers nauts. Á þessari lokasýningu í Laug- ardælum gafst bændum kostur á að sjá þann efnivið, sem not- aður verður vi'ð áframhaldandi kynbótastarf á staðnum. Sýning- in tókst vel í alla staði og var mjög fjölsótt. Meðal gesta voru búnaðarmálastjóri, Halldór Páls- son, Ingólfur Jónsson, landbún- aðarráðherra fulltrúar naut- griparæktarinnar í Eyjafirði og hópar borgfirzkra bænda. Að lokinni sýningu fluttu for- menn dómnefnda, þeir Ólafur E. Stefánsson og Jóhannes Eiríks- son, nautgriparæktarráðunautar Bú.naðarfélags íslands, erindi um niðurstöður sýninga sumarsins. Fór sá hluti fram í Selfossbíói. Þar sýndi einnig Hjalti Gestsson, héraðsráðunautur, skuggamyndir fró sýnincum sunnlenzkra naut- griparæktunarfélaga í sumar. Eins og fyrr segir tókst sýn- ingin í Lougardælum mjög vel og er það samdórna álit, að nið- urstöður hennar og annarra sýn- inga sumarsins sýni mikla fram- för í ræktun íslenzkra kúastofns- Ólafur Ögmundsson í Hjáímholti með verðlaunakúna sína, Kinnu 99. Attrœður: Einar Björnsson EINAR BJÖRNSSON fr<á La.x- nssi, nú til heimiliis hjó dóttur sdlnni að Liltlalandi Mos/felisisiveit, er áittræður í dag. Hann sá fyrst dagsins ijós í Laxmesi ag forelidrar harus vomu sæffndairhjónin Margrét Jónisdótft- ir af Friem'ra-'Háils-iæftt í Kjós og Björn Kaprasiu.sson frá Reyikj- um í Lundiarreykjiardal. Elkki miun ha£a verið miuilið undir hínn unga svein í upp- vextinum, frekar en tíðikaðisft á þessum áruim almenmt. Einar hief ur alla tíð vsrið vcokur mjög og sk'æðuir gilímiumað.uir var bann á ynigri ánurn. Búskap sftundaði Einar í Moisíellssiveift, en lengst af bjó hann í Laxnesi. Þá jörð áttu þeir saman, hann o>g Eyjólf- ur vélisíjóri, bróðir bism.3, sem Fraimhald á bls. 27.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.