Morgunblaðið - 09.09.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.09.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. SEPT. 1967 17 - VEIZTU HVAÐ? Framhald af bls. 15 fyrir 11 árum voru negrar að byrja að flytjasf þangað. Þegar þau flut'tu þaðan sl. ár voru um 75% íbúa hverfisins negrar. Þessi hjón sögðu mér, að þau hefðu ekkert á móti því að búa í nágrenni við negra én eftir að konan hafði ítrekað orðið fyrir aðkasti svartra manna á götu töldu þau sér ekki annað fært en flytjast á brott. í Atlanta í Georgíuríki hitti ég unga og velmenntaða negrakonu, sem átti frumkvæði að því að stofna ásamt nokkrum hvítum mönnum og svörtum, samtök, sem vinna að því að fá hvítt fólk til þess að halda kyrru fyr- ir, þótt negrar flytji í hverfið. Hún sagði mér, að þeim hefði orðið töluvert ágengt. Hún skýrði mér frá einu dæmi, þar sem svartur læknir flutti í hverfi, sem áður var alhvítt. I fyrstu gerði hvíta fólkið sig lík- legt til þess að flytjast á brott en þá vildi svo til, að blöðin birtu greinar um lækni þannan og ýmis afrek hans á sviði lækna vísindanna. Hvíta fólkið hætti við að flytja. Það var allt í einu orðið „fínt“ að búa í sama hverfi og þessi maður. f öðru tilviki seldi fasteignasali svörtum manni hús í hverfi, sem áður var alhvítt. Þessi sami fasteignasali sendi síðan öllum öðrum í hverf- inu bréf, þar sem hann skýrði frá því á óbeinan hátt að negri væri í þann veginn að flytja í hverfið og tók síðan fram, að hann væri reiðubúinn að aðstoða fólkið við sölu á eignum þess. Innan skamms mátti sjá fyrir utan nær öll húsin í hverfinu skilti, þar sem sagt var að við- komandi eign væri til sölu og öll húsin hjá þessum sama fast- eignasala. Þannig reyna óprúttn- ir roenn að notfæra sér erfið- leikana í sambúð hvítra manna og svartra. Lögum samkvæmt eiga hvLt börn og svört að. ganga í sama skóla. Suðurríkin reyn-a nú að komast fram hjá þessu ákvæði með því að stofna einkaskóla fyr ir hvít börn. Fyrrnefnd negra- kona, sagði mér, að yfirleitt væri hvíta fólkið, sem ætti börn í skóla, sem svört börn sækja, rólegt, ef svörtu börnin væru ekki yfir 40% af heildarfjölda skólabarnanna. Um leið og svörtu börnin væru komin í meirihluta tækju hvítir foreldr- ar börn sín úr skólanum. Ástæð- an? Hvíta fólkið segir, að börn sín hafi ekki vanizt því að vera „minnihluti“ og vill ekki, 'að þau kynnist því hlutskipti. Að „sjá“ ekki negra Alabama er það ríki Banda- ríkjanna, þar sem hvítt fólk hef- ur einna mesta fordóma gagn- vart negrum, að undanskildu Missisippi. í Montgomery í Alabama hitti ég læknishjón, sem hafa nokkuð aðra afstöðu til negranna en Suðurríkjabúar yfirleitt. Læknisfrúin var kona með margvíslega lífsreynslu að baki, hafði verið forsetafrú í Costa Rica um margra ára skeið, átt sæti í sendinefnd Costa Rica hjá Sameinuðu þjóðunum og ferðast víða um heim. Hún og maður hennar búa skammt utan við Montgomery og eru eina hvíta fólkið í nágrenninu, sem hefur einhver samskipti við negra. Eina kvöldstund á heim- ili þeirra hitti ég ungan negra, sem búið hefur í þessu héraði frá barnæsku og sagði mér, að þetta væri eina hvíta heimilið, sem hann hefði nokkru sinni hieimsótt. Þessi hjón eru í aug- um nágrannanna „niggerlovers" og þar af leiðandi kommúnistar. Konan er uþpalin í Suðurríkj- unum og sagði mér, að í hennar æsku hefðu börn verið alin þann ig upp, að þau „sáu“ ekki svarta menn. — Hún kvaðst eitt sinn á yngri árum hafa verið í ökuferð með vinkonu sinni frá New York og þær hefðu villzt. Vihkonan bað hana að spyrja til vegar og hún sagðist hafa litið í kringum sig og sagt: „Það er ekkert fólk hérna?“ „Hvað meinarðu, er ekkert fólk hérna? Sérðu ekki negrann, sem stendur þarna við húsvegginn". Negrinn var ekki „fólk“. Hún sá ekkert „fólk“. Þessi kona sagði mér, að það hefði kostað sig geysilegt átak að breyta afstöðu sinni til svarts fólks. í þessu héraði er starfandi svonefnt „Head Start Program“, sem er liður í herferð Johnsons Bandaríkjaforseta gegn fátækt. Skv. því ieru negrabörn 4-6 ára tekin í undirbúningsskóla til þess að búa þau betur undir reglu- lega skólagöngu. Negrinn, sem ég hitti hj’á læknishjónunum hafði forgöngu um að koma þessari starfsemi á fót í sínu héraði. Ég spurði í fávizku minni, hvort til- gangurinn með þessari starfsemi væri sá, að búa negrabörn undir skólagöngu, þannig, að þau stæðu jafnfætis hvítum börnum, þegar í skóla væri komið. Hann sagði mér, að slíkt væri útilok- að. Ef svart barn er tekið 4 ára gamalt er útilokað að búa það svo vel undir skólagöngu, að það standi jafnfætis hvítum börnum, þegar í skólann er komið. Negra barnið þekkir ekki mun á óhreinu vatni og hreinu, það hef ur aldrei kynnzt peglulegum máltíðum, orðaforði þess er mjög takmarkaður, 30-35 orð. Læknis- frúin kennir í þessum undirbún ingsskóla og hún sagði mér, að í fyrstu hefði hún ekki skilið börni-n og þau ekki hana. Ef hins vegar svart barn er tekið árs gamalt og alið upp í sama um- hverfi og hvítt barn, stendur það jafnfætis hvíta barninu, þegar komið er að skólagöngu. Þetta litla dæmi lýsir ef til vill bet-ur en flest annað því vandamáli, sem hér er við að etja. Það sýnir okk-ur, að þetta vandamál vefð- ur ekki leyst á stuttum tíma eð-a nokkrum áratugum. Það tekur eina, tvær eða jafn-vel þrj-ár kyn- slóðir að leysa v’andamál, sem stendur svo djúpum rótum. „Þið eruð ekkert betri en ég“ Afstaða hvítra manna í Banda ríkjunum til negra er mjög mis- munandi. Óhætt er þó að full- yrða, að meirihluti þjóðarinnar gerir sér grein fyrir, að negrar eiga jafnan rétt á við aðra lands m-enn og það er næsta ótrúleg-t hve mikiil fjöldi hvítra manna leggur á sig mikið s-tarf sem sjálfboðali-ðar til þess að vinna að málefnum negra og bæta hlutskipti þeirra. Enn eru þó til í Bandaríkjunum menn, sem vilja hverfa aftur til fyrri tíma, þegar hlutverk svarta mannsins var hlut-verk þjónsins. Einn helzti foru-stumaður þeirra manna er Georg Wallace, fyrr- verandi ríkisstjóri í Alabama, og hinn raunverulegi valdamaður þar, vegna þess að kona hans gegnir nú ríkisstjórastarfinu, að nafninu til, en hann í ra-un. Ég átti þess kost að ræða nokkra stund við Wallace og var það býsna fróðleg.t sam-tal. Mér var vísað inn í skrifstofu ríkis- stjórans, þar sem Wallace virt- ist hafa aðsetur, þótt hann sett- ist aldrei í stól ríkisstjórans a.m.k. ekki meðan við ræddum-st við. Um leið og ha-nn heyrði, að ég var -frá íslandi sagði hann: „Þið útilokið negra frá banda- rísku varnarstöðinni á íslandi". Síðan sneri hann sér að þýzkri konu, sem var í fylgd með mér og sagði: „Þið Þjóðverjar hatið júða, þið drápuð júða, þarna sjáið þið, þið eruð ekkert betri en ég, munurinn er bara s-á, að ég viðurkenni mína fordóma en þið ekki ykkar“. Áð-ur en ég gat komið nokkrum vörn-um við sn-eri hann sér að hóp manna, sem var viðstadd-ur og hélt smá- ræðu: „Vitið þið, að fyrir nokkrum árum voru kosningar á íslandi og aðalmál kosning- anna var það, hvort leyfa ætti negrum að v-era í bandar-ísku varnarstöðinni á fslan-di og ríkis- stjórn landsins féll vegna þess að fólkið vildi ekki negrana“. Allar tilra-unir til þess að leið- rétta þennan þvætting fóru út um þúfur, vegna þess að Wallace vi'ldi einfaldlega ekki hlusta á slíkt. Ég spurði Wallace hvers vegna kynþáttaóeirðirnar færu fram í stórborgum Norðurríkjan-na en ekki í Suðurríkjunum, þar sem ástandið væri þó almennt talið verra. Hann sagði: „Það er vegna þess, að við kunnum tökin á þeim, við lítum ráunsæjum aug- um á þetta mál. Ef þú tækir þátt í óei-rðum hér léti ég skjóta þig“. Ég sagði honum, að mig hefði hryllt við því að sjá aðbúnað svartra manna í fátækrahverf- um St. Louis. Hann sagði: „Sástu glerbrot á götunni?“ Ég kvað svo vera. „Það er hægt að hreinsa glerbrot á nokkrum mínútum, en þeir nenna því ekki“. „Sástu bíla fyrir utan húsin?“ Ég sagðist hafa séð gamla skrjóða. „Já, þeir aka í 400—5000 dollara bílum. Sástu sjónvarpsloftnet?“ Ég sagðist hafa séð þau á stangli. „Já, það eru sjón- varpsloftnet út um allt þeir hafa peningá til þess að kaup bíla, sjónvarp, ísskápa og önnur tæki, en þeir hafa ekki peninga til þ-ess að hirða sóma- samlega í kringum sig“. Ég spurði, hvort hann mundi bjóða sig fram til forseta. Hann svar- aði þeirri spurningu ekki. Ég spurði þá, hvort hann teldi sig geta unnið, ef hann byði sig fram. „Ef ég býð mig fram þá vinn ég“. Og hver yrðu aðal stefnumálin? „Réttur einstakra ríkja g^gnvart sam-bandsstjórn- inni“. Síðan kallaði Wallace á ljósmyndara og lét taka mynd af okkur. „Nú f-ell-ur ríkisstjórn á íslandi, þegar fþessi mynd v-erður birt“, sagði hann. Ég sagði honum, að ég væri ekki í neinum tengslum við ríkiss-tjórn- ina á íslandi. „Þá fellur ei-tt- hvað“, sagði Wallace. Þótt skoð- anir George Wallace á svörtu fólki séu bæði ógeðfelldar og fráleitar, er því ekki að leyna að hann er á ým-san hátt skemmtileg-ur og aðlaðandi per- sónuleiki, sem er ef til vill skýr- ingi-n á veldi hans í Alabama. „Ég ætla ekki að gera lítið úr landinu þínu en.......“ í Montgomery hitti ég einnig að máli aldraðan svertin-ga, D. Nixon að nafni, sem -er forseti NAACP (National Associati-on for the Advancemen-t of Coloured Peoplej i Alabama, en samtök þessi eru ein virtust-u negrasam-tök í Bandaríkjunum. Maður þessi talaði ensku á þann veg, að erfit-t var að skilja og átti það ekki frekar við um mig en aðra fylgdarkonu mína, sem var fædd og uppalin í Suð- urríkjunum. Hann kva-ðst ánægð ur með þær framfarir, sem orð- ið hefðu í málefn-um svartra m-anna í Alabama á undanförn- um árum. Honum virtist mikið í mun að sannfæra mig um, 'að ástandið i Alabama væri ekk- er-t verra en í Norðurríkjunum. Hann k-vaðst geta hringt í hvaða valdamann sem væri í borginni, en slíkt hefði verið óhugsandi fyrir 10 árum. Aðspurður um skoðanir hans á svörtu ofstækis- mönnun-um Rap Brown og Stokely Carmicha-el sagði hann, að þeir gerðu málstað negra illt eitt -og kæmu eng-u jákvæðu fram. Hann sagðist v-era mótfall- inn því að brenna hús og drepa fólk -til þess að ná rétti svartra manna og sagði, að negrarnir sjálfir yrð-u fyrir mestu tjóni af slíku. Þegar hann var spurður að því, hvort það væri samt ekki staðreynd, að óeirðirnar hefðu orði-ð til þ-ess að vekja meiri at- hygli á hlutskipti negra í Banda ríkjunum, sagði hann, að löggjöf síð-ustu ára, s-em stefnir að því að bæta hag svartra man-na hefði ekki orðið til fyrir áhrif manna á borð við Brown og Carmichael heldur vegna starfa manna á borð við Roy Wilkins forseta landssamfaka NAACP. I Alabama er flokkur demó- krata tvískiptur, í öðr-um eru hvítir, í hinu-m svartir. Ég átti •tal við formann hins síðar- n-efnda, Rufus King, og tvo aðstoðarmenn hans. Þeir héldu fyrst, að ég væri frá Irlandi en þegar þeir kom- ust að raun um, að ég var frá íslandi sagði einn þeirra: „Ég ætla ekki að gera lítið úr landinu þínu, en hvers vegna bannið þið negrum að vera í bandaríska hernum á íslandi?“ Þassi fullyrðing hafði áður kom- ið frá Wallace. Nú kom hún úr þessari átt. Ég átti eftir að heyra hana einu sinni enn — úr ólíkri átt. Þessir menn voru tölu vert yngri en forseti NAACP. Meginstarf þeirra er að fá svarta menn til þess að skrá sig, svo að þeir hafi rétt til að kjósa. Þeir sögð-u, að þeim hefði orðið tölu- vert ágengt í þeim efnum. Þeir viðurkenndu, að margir n-egrar hefðu grei-tt eiginkonu Wallace atkvæði í síðustu kosningum og sögðu, að hún ‘hefði -verið betri kosturinn af tveimur illum. Þeir fordæmdu ekki jafn afdráttar- laust ögranir Rap Brown og Stokely Carmichael en kváð- ust þó ekki hlynntir manndráp- um, húsbrunúm og þjófnaði. Þeir voru ekki jafn ánægðir með -framfarir á sviði kynþáttamála í Alabama og forseti NAACP. í viðh-orfum þessara tveggja að- ila komu glögglega fram mis- munandi sjónarmið tveggja kyn- slóða. Eldri mennirnir meta meira það sem áunnizt hefur en þeir yngri. „Veiztu hvað er í Jessari krukku?“ I Atlanta í Georgíu ræddi ég við Calvin Craig »> stórdreka" Ku Klux Klan í Georgíu- ríki. Hann var til húsa í eymdarlegri skrifstof-u í lélegu hverfi í Atlanta. Ku Klux Klan er ekki jafn áhrifamikil hreyfing og áður. Ef Ku Klux Klan lýsir yfir fylgi við einhvern frambjóð an-da fell-ur hann. Þegar ég kom inn á skrifstofu hans tók ég eft- ir krukku á borðinu hjá honum, mér sýndist eitthvert kvikyndi vera í krukk-u-nni en „stórdrek- inn“ leiðrétti þann misskilning í lok samtalsins. Maður þessi sagði mér, að meginst-efnumið hreyfingarinnar væri að tryggja yfirráð hvítra manna í Banda- ríkjunum. Ég spurði hvernig 22 milljónir svartra manna gætu náð yfirráðum yfir 160 milljón- um hvítra. Hann sagði, að svo væri ekki enn, en að því gæti komið og að því stefndi: „Hvað gerðist í Rússlandi 1917?“ sagði hann (og átti við, að fámennur hópur man-na hefði sölsað undir sig völdin þar). Hann sagði, að hvítir m-enn og svartir ætt-u að búa aðskildir. „Maður, sem á veitingastofu á sjálf-ur að ráða því hverjum hann selur mat, það er frelsi. Maður, sem á hús á að ráða því hverjum hann selur húsið, það er frelsi. Negrar hafa alltaf v-erið þjónar, þeir eiga að vera það. Margir negrar hér eru ríkir menn, þeir hafa orðið ríkir, þótt þeir hafi búið aðskildir frá hvítum mönnum, þetta san-nar, að þótt aðskilnaður sé ríkjandi hafa negrar tækifæri til jafns við hvíta menn. Martin Luther King er kom-múnisti“. Svo? „Trúirðu því ekki? Sjáðu mennina í kring um hann. Við erum að berjast g-egn samsæri negra og kommún ista, sem ætla að taka völdin í Bandaríkjunum. Þið íslendingar eruð skynsamir menn. Þið bannið negrum að koma til íslands. Það hefðum við líka átt að gera“. Allt er þá þrennt er. Ég var orð- inn þreyttur á þessu „samtali“. Við töluðum ekki á sömu bylgju lengd svo að ég stóð upp og gerði mig líklegan til að fara. Hann tók upp krukkuna: „Veiz*u hvað þetta er?“ Ég tók krukk- una og skoðaði það sem í henni var. í krukkunni var einhver v*ökvi og á botninum lá eitthvað sem ég ekki gat gert mér grein fyrir hvað var. „Þetta er afskor- ið eyra af Víetkong manni, sem einn félagi minn drap í Víetnam og færði mér til minningar“. Mér var nóg boðið og fór. Niðurlag Ekki er ólíklegt, að aðrar þjóð ir hefðu leitazt við að sýna ferða manni ýmisl-egt annað en það sem miður fer. En það sem lýst hefur verið hér að framan sá ég og heyrði í boði utanríkisráðu- neytis Bandaríkjanna. Ég hafði ekki óskað eftir að hitta mann- inn með „eyrað“ eða Georg Wallace eða sjá fátækrahveríið í St. Louis. Bandaríkjamenn höfðu sjálfir frumkvæðið að því, að ég kynnist mörgu því versta sem þar er að finna. Fátt sýnir betur styrkleika opins og frjáls þjóðfélags en einmitt þetta. Kynþáttavandamálið í Banda- ríkjunum er risavaxið og það átak, sem gert hefur verið i il þessa að leysa það á undanförn- um árum er geysilegt. Almenn- ingur í Bandaríkjunum er mjög vakandi fyrir þessum málum og gerir sér grein fyrir nauðsyn þess að afmá þennan blett á bandarísku þjóðfélagi. Gífurleg- um fjármunum er varið til þess- ara mála. En peningar geta ekki leyst allt. Hér er það menntunin, sem gildir og það tekur langan tíma að veita svertingjum þá menntun, sem þeir þurfa á að halda. En að því er unnið, ekki aðeins af hálfu stjórnarvalda heldur fyrir framtak ótölulegs ■fjölda einstaklin-ga, hvítra og svarta, sem leggja á sig mikið starf sem sjálfboðaliða-r. Ég er sannfærður u-m að Bandaríkja- mönnum mun takast að leysa þetta mikla vandamál — ekki sízt fyrir tilverknað ungu kyn- slóð.arinnar sem nú er að vaxa upp í landinu. Unga kynslóðin í Bandaríkjunum er að mínum dómi einstæð — en um það verð- ur nánar rætt síðar. Styrmir Gunnarsson. Vegna þeirra ummæla, sem f-ram koma af hálfu nokkurra Bandaríkjamanna í grein þess- ari um afstöðu íslendinga til dvalar negra í varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli skal eftir- farandi tekið fram: Skv. upp- lýsingum, sem greinarhöfundur hefur ajflað sér hafa íslendingar sett þau skilyrði að „selected troops", þ. e. úrvalshermenn verði jafnan á Keflavíkurflug- velli. Greinarhöfundi er ekki kunnugt um skilyrði varðandi litarhátt varnarliðsmanna. í varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli eru nokkrir blökkumenn. - MINNING Framhald af bls. 11. heimili af þeirri gömlu gerð eru nú óðum að nverfa og önnur tízkulegri tekin við. En lengi verða þessi gömlu nosturheimili með margvíslegum útsaumi. h^tum sterkiuðum dúk um, hekli og útprjóni, fögrum myndum og tægðum hlutum, og indælum hátíðarblæ, geymd í minni þeirra sem nutu þar un- aðsstunda. Öðru hvoru ber sólargeisli, regn eða blær eða kaffiilmur, minningu þeirra inní hugann, eins og elskaða mynd sem liður snöggvast skír og lifandi fyrir innri sjónir með söknuð og gleði til samans. Þá heyri ég aftur snöggan, lágan nlátur húsbónd- ans og glettið svar, og sé fyrir mér ötul, blá augu húsmóður- innar, og ferskan, íhyglan svip- hennar, þegar hún útskýrir eitt- hvað sem hún hefur veitt at- hygli eða reynt. Augu hennar ljóma, þegar hún minnist ein- nvers, sem hun hefur verið hrif- in af. Hún er hreinskilin og hef- ur þá hreinskilni, sem er eðlileg, þannig að rétt er rétt. Hún er einlæg í viðmóti, ekki á barnslegan hátt, heldur á full- orðinslegan hát-t. Hreinskilni hennar er þægileg og líka skemmtileg, sérkenni sem manni þykir vænt um. Hún er óvenju frjálslega opinská og sí- fellt uppörfandi að hitta, eins og hún væri tæplega hálfnuð á ævi- göngunni. Hún er lífleg og hug- kvæm og hefur yndi af að viður- kenna allt sem er gott hjá ö'ðrum. Alltaf þykir mér vænt um að heyra rödd hennar, sem er þægi- leg, ákveðin og birtir hug hennar skírt. Hugheilar blessunaróskir send- um við hjónin afmælisbarninu. Að Hallveigarstíg „ að Hallveigarstíg 6 í Reykjavík. Þökkum hin góðu kynni. Rósa B. Blöndals.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.