Morgunblaðið - 09.09.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.09.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. SEPT. 1967 19 Gerðardómur um vegarstæði í Mývatnssveit HINN 31. ágúst 1967 ritaði nmenntamálaráðiherra Hæsta- rétti bréf. Er þar frá því skýrt, að deila hafi risið miili skipu- lagsyfirvalda og náttúruverndar aðilja um vegarstæði við Mý- vatn. Hafi félagsmálaráðherra staðfest skipulagsuppdrátt, þar sem gert sé ráð fyrir vegarlagn ingu á svæði, sem Náttúruvemd arráð hefur samnþykkt að frið- lýsa. Er því lýst í bréfinu, að félagsmiálaráðherra og mennta- málaráðherra hafi orðið ásáttir urn að fara þess á leit við Hæsta rétt, að hann tilnefni þrjá hæsta réttardómara, „til þess að segja álit sitt um, hvort þessi frið- lýsing náttúruverndaraðilja rifti hinum staðfesta skipulagsupp- drætti.“ Hinn 1. septemiber þ.á. voru undirritaðir dómarar nefnd ir af Hæstarétti til þessa starfa. Með bréfi sama dag til nefndra dómara lýsti menntamálaráð- herra því, að ráðuneytið muni „byggja áframihaldandi meðferð málsins á niðurstöðu þeirra." FélagsmálaráðheiTa hefur hinn 2. september gefið sams konar yfirlýsingu. Samkvæmt lögum nr. 22/1964 skal reisa kísilgúrverksmiðju við Mývatn. Þar sem augljóst var, að kísilgúrverksmiðjan mundi hafa í för með sér stór- fellda aukningu byggðar við Mý vatn, úrskurðaði félagsmálaráð- herra hinn 15. október 1964, sam kvaamt 4. gr. skipulagslaga nr. 19/1964, að ákvæði skipulags- laga skyldu taka til Skútustaða- hrepps. Hinn 27. nóvember 1965 ritaði skipulagsstjóri ríkisins oddvita Skútustaðahrepps bréf Þar segir m.a. svo: „Með vísan til bréfs yðar, dags. 27. okt. 1965, og ályktunar hreppsnefndar þ. 24. okt. 1965, þar sem hún fellst á tillöguupp- drátt að skipullagi við Reykja- hlíð með þeim fyrirvörum, er þar eru greindir, sendist yður hér með tillöguuppdrátturinn á ný með þeim tiknælum, að þér leggið hann fram opinberlega al- menningi til sýnis og auglýsið hann á þann hátt, sem venja er um auglýsingar stjórnvalda í yðar byggðarlagi. Skal í aug- lýsingunnd tilgreint, hvar upp- drátturinn sé til sýnis og hve lengi, en það má eigi vera skem- ur en 6 vikur, hvert skila skuli athugasemdum við tillöguna og innan hvers frests, en hann má eigi vera skemmri en 8 vikur frá birtingu auglýsingar, og jafn framt skal tekð fram, að þeir sem eigi geri athugasemdir inn- an tilskilins frests, teljist sam- þykkía tillöguna, sbr. 17. gr. laga nr. 19/1964. Athugasemdum við skipulags- tillöguna skal skilað til eveita- stjórnar. Síðan skal sveitarstjórn innan 8 vikna, nema skipulagsstjórn ákveði lengri frest, senda skipu lagsstjórn athugasemdir þær, er borizt hafa, ásamt umsögn sinni, um hverja athug&semd og end- anlega umsögn um uppdráttinn, sbr. 18. gr. laga nr. 19/1964. Að því búnu mun skipulagsstjórn ganga endanlega frá uppdrætt- inum og senda hann ráðherra til staðfestingar. Að því er snertir breytingar- tillögu yðar á legu þjóðvegar- ins, þar sem hann liggur yfir tún, þá hefur vegamálastjóri tek ið að sér að athuga það mál nán ar, og jafnframt, hvaða kosti og galia slík breyting hefði í för með sér, og hef ég því ekki breytt uppdrættinum, að því er þett.a snertir enn sem komið er.“ Sam kvæmt vottorði þáverandi odd- vita Skútustaðahrepps, Jóns Gauta Péturssonar, dags. 5. sept ember 1967, var .uppdrátturinn ásamt tilkynningu festur upp á þingstað hreppsins hinn 15. des- ember“ 1965 . . . og var í til- kynningunni „farið nákvæmlega eftir þeim fyrirmælum, sem í samræmi við 17. gr. laga nr. 19 frá 1964.“ Frestur samkvæmt 17. gr. skipulagslaganna var runn- inn út 15. febrúar 1966. Höfðu þá borizt ýmsar athugasemdir frá hreppsbúum. Sendi hreppsnefnd Skútustaðahrepps skipulags- stjóra athugasemdirnax ásamt uppdrættinum 12. marz 1966. Umsögn hreppsnefndarinnar um athugasemiddrnar voru sendar skipulagsstjóra í bréfi 11. apríl 1966. Skipulagsstjóri tók afchuga semdirnar til meðferðar á fimdi 27. apríl 1966. Tók hún þær til greina að ýmsu leyti og breytti skipulagsuppdrættinum í sam- ræmi við það. Afskiptí. Náttúruverndarráðs af máli þessu hefjast í ágúst- hrepps, dags. 3. þ.m., þar sem skýrt er frá viðhorfi hrepps- nefndar og hlutaðeigandi land- eigenda. Skipulagsstjórn telur með hliðsjón af umsögninni eðlileg- ast, að leið, sem auðkennd er 1 B, verði valin. Skipulagsstjórn samþykkir að senda Náttúru- verndarráði áðungreind gögn ásamt ályktuninni. Hún vekur athygli á, að ekki verður sé að hlutaðeigandi náttúruvernd- arnefnd hafi fjallað um málið. Skipulagsstjóri tílkynntí Nátt úruverndarráði þessa niðurstöðu með bréfi 28. desember s.á. og sendi ráðinu jafnframt uppdrátt „er sýnir hina fyrirhuguðu legu þjóðvegarinsi, 1 B“. Hér skal tek ið fram, að vegarstæði það, sem skipulagsstjórnin upphaflega ákvað og augljóst var, er í mál- sléttara en þar, sem veglínur I og II séu áætlaðar. Það er hans álit, að vegur nr. IV muni fara' bezt í umhverf- inu, ef vel yrði frá honum geng ið. Hann telur, að velja beri milli veglína II og IV. Verði veglína II valin, legg- ur hann tid, að hún yrði lögð aðeins fjær húsi Jóns Péturs Þorsteinssonar, sem stendur á hraunjaðrinum. Formaður nefndarinnar er samþykkur tillögum Jóhannes- ar, en mælir þó fremur með vali leiðar nr. II.“ Þriðji nefndarmaðurinn, Bjart mar Guðmundsson, alþingismað ur, hefur í bréfi til Náttúru- verndarráðs, dagis. 29. marz 1967, lýst afstöðu sinni þannig: „Mín skoðun er sú, að æskileg- ast sé, að leið IV verði valin. Ef sú leið verður farin, yrði að mestu sneitt hjá, að vega- gerðin spilli sérkennilegu lands lagi og merkilegum nátfcúrufyr- irbærum. f öðru lagi virðist mér, að veg ur þar uppfrá mundi fara um- hverfinu betur en leiðir I, II og III. Vegurinn hentar byggðiimi betur á þeim stað, þegar fram í sækir, en ef hann verður lagð ur við húsdyr þeirra giistihúsa, staðsetningu vegarins fjær Mý- vatni um hálsinn austan Reykja heiðar, en þeir þóttu ekki heppi legir tæknilega séð. Auk þesa væri vegur á þeim stöðum ó- þægilega langt frá meginbyggð- inni og hindraði stækkun flug- vallar. Eftir að málið var tílbúið til endanlegrar afgreiðslu, nánar tiltekið í septembermánuði sl., komu þau tilmæli frá Nát.túru- verndarráði, að vegarstæði yrði ákveðið fjær Mývatni en skipu- lagstillagan gerði ráð fyrir. Rök ráðsins voru þau, að lagning veg ar svo nærri vatninu mundi trufla fugialíf þar. Skipulagstjórn lét í framhaldi af þessu fara fram frekari könn un á vegarstæði og sendi hrepps nefnd tillögur um þrjá aðra möguleika á legu vegarins. Voru tveir um legu vegar austan byggðarhverfisins, en einn vest- an, nokkru austar en upphaflega tillagan. í bréfi oddvita Skútu- staðahrepps, dags. 3. des. sl., kom fram, að meiri hluti hrepps nefndar og landeigenda aðhyll- ist upprunalegu tillöguna um legu vegarins. Hins vegar töldu sömu aðilar mikil tormerki á þeim möguleika, sem Náttúru- verndarráð hafði bent á, vegna snjóþyngsla og spjalla á rækt- Mývatnsvegurinn nýi. mánuði 1966. Voru nokkrir fund ir haldnir um málið. í bréfi þess til skipulagsstjóra og vegamála- stjóra, dags. 21. september 1966, segir svo: „Með vísan til um- ræðna á fundi yðar með Náttúru verndarráði hinn 19. þ.m. stað- festist hér með, að það eru ein- dregin tilmæli ráðsins, að fyrir- huguðum nýjum þjóðvegi um Reykjahlíð tíl Húsavíkur verði eigi, næst ReykjahMð, ákveðið stæði, svo nærri Mývatni sem ráðgert er, heldur sam næst nú- verandi vegarstæði meðfram brekkunum, rétt áður en komið er að Reynihtíð og Reykjahlíð, og síðan á hraunið þar norður af. Tilmæli þessi eru fram komin af þeirri ástæðu, að nauðsynlegt er talið að hafa veginn sem fjærst Mývatni á þessum slóð- uim til þess að draga úr trufl- unum umtferðar á fuglalíf á vatn inu og í næsta nágrenni þess.“ Mál þetta var tekið fyrir á fundi Náttúruverndarráðs 26. október 1966. Var þar samþykkt, „að leggja eindregið til, að hinum fyrirhugaða vegi verði ákveðið stæði sem næst gamla veginum fyrir austan Reykjhtíð og Reyni hlíð.“ Á fundi skipulagsstjórnar- 19. desember 1966 var gerð svo- felld ályktun uim mál þetta: „Skútustaðahreppur. Lögð fram að nýju tíllaga, dags. í nóv. sl., þar sem sýndir eru möguleikar á legu þjóðveg- ar um Reykjahlíðarland sunnan Reynihlíðar. Ennfremur lagt frarn bréf oddvita Skútustaða- inu nefnt leið nr. I. Vegarstæði það, sem skipulagsstjórnin sam- þykkti á fundi sínum 19. desem- ber 1966 liggur fjær Mývatni en leið nr. I, er nefnt leið nr. II. Loks er vegarstæði það, sem Náttúruverndarráð vill sætta sig við og er sem næst núver- andi vegi ofan Reykjahlíðar- byggðarinnar, nefnt leið nr. IV. Með bréfi 14. febrúar 1967 sendi Náttúruverndarráð Náttúru- verndarnefnd Suður-Þingeyjar- sýslu málið til afgreiðslu. TVeir nefndartmanna, Jóhann Skapta- son sýslumaður og Jóhannes Sigfinnsson, héldu fund um mál ið hinn 22. febrúar 1967. Álykt- un þeirra hljóðar þannig: „Jó- hannes Sigfinnsson, sem frá blautu barnsbeini hefir kynnzt fuglalífinu við Mývatn, skýrir fra því, að hann álíti, að fugla- lífinu við vatnið stafi engin sér stök hætta af því, að vegur verði lagður þarna nærri vatn- inu. Bæði sé mikil mannaumferð þarna við vatnið vegna byggðar innar, svo að fuglar haldi þar lítið til, og svo venjist fuglarn- ir fljótt bílauimferð og láti lít- ið truflast af henni, ef ekki sé stanzað og menn komi út úr bílunum. Þá kveðst hann kunnugur snjóalögum og landinu, sem veg urinn eigi að liggja uim. Telur hann, að ef byggður yrði nokk- uð hár vegur á veglínu IV, ætti umferð um hann ekki að tefj- ast vegna snjóalaga. Hraunið þar norður undan sé tiltölulega sem þarna eru nú. Um snjóþunga á hinum ein- stöku leiðum, sem um er að ræða, dæmi ég ekki, en tel, að umsögn Jóhannesar Sigfinnsson ar í bréfi náttúruverndarnefnd- ar Suður-Þingeyjarsýslu, dags. 22. febr. 1967, sé mjög athyglis- verð. Jóhannes er þama þaul- kunnugur og þekkir allar að- stæður." Eftir þetta fóru fram miklar viðræður og bréfaskriftir þeirra sem hlut áttu að máli. Horf skipulagsstjórnarinnar kemur glöggt fram í bréfi hennar til félagsmálaráðuneytisins, dags. 23. maí 1967. Þax segir svo: „Eft ir að Skútustaðahreppur varð skipulagsskyldur seint á árinu 1965, var hafizt handa um gerð tillögu að skipulagi byggðar- hverfis við Reykjahlíð. Skipu- lagsstjórn sendi hreppsnetfnd til- löguna, og var tillagan lögð fram almenningi til sýnis seint á árinu 1965, svo sem lög gera ráð fyrir. Umsögn hreppsnetfnd- ar barst snemma á árinu 1966, og voru ýmsar ábendingar hreppsnefndar teknar til greina. Samkvæmt þessari tillögu var gert ráð fyrir, að ofangreindur vegur lægi milli núverandi aðal byggðar og Mývatns, þó hvergi hær vatninu en um 70 m. og það aðeins á um 100 m. kafla. Þessi tillaga um legu vegarins var byggð á því meginsjónar- miði, að þjóðvegir eigi að liggja í útjaðri byggðarhverfa frem- ur en gegnum þau. Athugaðir voru sérstaklega möguleikar á uðu landi og ýmissa erfiðleika, er sá möguleiki hafði í för með sér, hvað snertir búrekstur og tengsl núverandi byggðar inn- byrðis. Að þessari umsögn fenginni og með tilliti til óska Náttúru- verndarráðs, samþykkti skipu- lagsstjórn 19. des sl. nýja til- lögu, sem byggist aðallega á upp runalegri tillögu. Er þó vegurinn sveigður frá vatninu, svo sem kostur er. Þessi tillaga var send hrepps- nefnd og Náttúruverndarráði hinn 28. des. sl. Var þar vakin athygli á því, að Nátfcúruvemd- arnefnd Suður-Þingeyjarsýslu hatfi ekki fjallað um málið. Með bréfi 1. febr. sl. ítrekar Náttúruverndarráð ósk sína um, að tfyrirhugaður vegur verði lagður sem næst núverandi vegi „otfan Reykjahtíðarbyggðar.“ Þetta bréf var síðan sent hrepps nefnd ásamt ítrekun á svari við bréfi 28. des. sl. Hinn 22. febr. sl. varð að sam kamulagi við oddvita Skútu- staðahrepps, að vegamálastjóri sendi mann til frekari athug- unar á staðháttum með tilliti til þess, sem á undan var gengið. í lok aprílmánaðar barst um- sögn Náttúruverndarnefndar Suður-Þingeyjarsýslu. Tveir af þremur meðlimum náttúru- verndarnefndarinnar hallast að skoðun Náttúruverndarráðs um legu um túnin austan byggðar. Þessi afstaða byggist á því, að Framhad á bls- 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.