Morgunblaðið - 10.09.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.09.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. SEPT. 1907 Hugmyndasamkeppni um smíöi einbýlishúsa Framkvæmdarnefnd bygg- ingaráætlunar (FB) hefur í sam- vinnu við Húsnæðismálastofnun ríkisins ákveðið að efna til hug- myndasamkeppni um einbýlis- hús, er henta mimi tii verk- smiðjuframleiðslu, samkvæmt útboðslýsingu og samkeppniregl- um Arkitektafélags islands. Þrenn verðlaun verða veitt fyrir beztu úrlausnir. Fyrstu verðlaun verða kr. 130.000,00, önnur verð- iaun kr. 80.000,00 og þriðju verð- laun kr. 50.000,00. Auk þess er dómnefnd heimillt að kaupa tii- lögur fyrir allt að kr. 40.000,00. Haiustið 1965 aiuglýsti FB eftir tilboðum í verksmiðjufram- leidd einbýlishús, framleidd innan lands eða erlendis. Af þeim tilboðum, sem nendinni bárust þá, var ijóst, að innlendir fram- leiðendur voru ekki eins vel undir það búnir að hefja slíka framleiðslu og erlendir keppi- nautar þeirra, sem langa reynslu höfðu á þessu sviði. Fram- kvæmdanefnd byggingaráætlun- ar telur mjög nauðsynlegt, að verksmiðjuframleiðsla húsa og húshluta verði tekin upp hér á landi, vegna ótvíræðrar hag- kvæmni, sem af slíkri fram- leiðslu leiðir, og vil] með þessari hugmyndasamkeppni stuðla að því að svo verði. Dómnefndina skipa fimm menn þeir Halldór Halldórsson, arki- tekt, Ingólur Finnbogason, byggingameistari, Gunnar Torfa- son, verkfræðingur, Stefán Jóns- son, arkitekt og örnólfur Hall, arkitekt. Dómnefndin hefur ekki neinar byggingaraðferðir eða byggingarefni í huga og gefur því þátttakendum frjálsar hendur til könnunar á mismunandi bygg- ingaraðferðum og byggingar- efnum. Húsin eiga að vera lát- laus að útliti og einföld að gerð og hentug til fjöldaframleiðslu. Heimild til þátttöku í sam- keppni hafa allir íslenzkir ríkis- borgarar. Keppnisgögn fást af- bent hjá trúnaðarmanni dómnefndar, Ólafi Jenssyni, Byggingaþjónustu Arkitekta- félags Islands, Laugavegi 26, gegn 500,00 kr. þátttökugjaldi, sem er óendurkraeft og rennur í félagssjóð Arkitektafédags íslands. Tillögum skal skila til ólafs Jenssonar í síðasta lagi kl. 18:00 hinn 31. janúar 1968. Haidin verður sýning á öllum keppnis- tillögum í samræmi við sam- keppnireglur Arkitektafélags Íslands. Áætlað er, að dómnefnd- in hafi lokið störfum í lok febrúar 1968. Púður gerf upp- tœkt í Hong Kong Hong Kong, 9. sept., AP. LÖGREGLAN í Hong Kong gerði í dag upptæk 30 tonn af byssupúðri og hvellettum, sem voru til sölu í smáverzlunum í Hong Kong. Sagði Iögreglan, að kommúnískir hermdarverka- menn kynnu að notfæra sér púðrið til sprengjugerðar. Púð- urverksmiðjur í portúgölsku ný lendunni Macao, sem selja fram leiðslu sina til Hong Kong, hafa mótmælt harðlega aðgerðum lög - ROMNEY Framih. af bls. 1 opinberlega, að hann myndi gefa kost á sér er Repúblikanaflokk- urinn útnefnir forsetaefni sitt. Er Hall var spurður um, hver áhrif grein framangreinds blaðs, sem gefið er út í heimaríki Rom- neys, kynni að hafa á framtíðar- áætlanir ríkisstjórans, svaraði hann: „Það veit ég efkfkii, en ég er viss um, a'ð hann mun tilkynna að hann verði í kjöri“. regiunnar, en verðbæti púðurs- ins, sem upptækt var gert er um 100 þús. bandarískir dalir. Verk- smiðjurnar í Macao selja 6% framleiðslu sinnar til Hong Kong. Dagblöðin í Hong Kong skýra frá því í dag, að hermenn Maos formanns hafi nú töglin og hagldirnar í iðnaðarborginni Kanton í S-Kína, en þar hafa geisað blóðugir bardagar milli fylgismanna og andstæðinga menningarbyltingarinnar. Ferðamenn frá Kanton segja, að hermenn með brugðna byssu stingi hafi vérið á ferli á stræt- um úti og náð á sitt vald öllum járnbrauarstöðvum. Kyrrð er nú komin á í Kanton eftir heiftar- lega bardaga milli verkamanna og rauðra varðliða. í fyrri fregnum frá Kanton var sagt frá mönnum, sem hengdir voru í ljósastaura við aðalstræti borgarinnar, og flokkum óaldar- manna, sem fóru með ránshendi um borgina. I GÆRMORGUN var stillt inu, og þá rigning sunnan- og gott veður um allt land lands og vestan, en úrkomu- nema síld var á stöku stað laust að kalla norðan lands. vestanlands. Lægðin, sem Horfur eru á að suðlæg átt sést á kortinu fyrir suðvestan verði ríkjandi, enn um skeið land ætti í dag að vera og fremur hlýtt í veðri. ( skammt suðvestur af iand- Nýjasta tegund IBM. - STRÍÐSFANGA- NEFND SKIPUÐ Framh. af bls. 1 um 30 km frá landamærum Kina. N-Víetnam beitti sovézk- urri fluigskeytum og öflugum. fluiglfliota gegn bandarísku flug- vélunnum, en þær sluppu ó- skaddaðar úr árásarferðinni. í vikunni hefur verið barizt af hörku á ýmsum stöðum í S- Víetnam en í morgun virtist eitt hvert lát vera að verða á bar- dögunum. Nýtt módel af IBM ritvélum FYRIRTÆKIÐ Skrifstofuvélar hj. sem hefur einkaumboð fyrir IBM skrifstofuvélar sýndi blaðamönnum í gær nýjasta módelið af IBM rafritvélum. Kallast það módel „D“ og er framleitt bæði í svokölluðum „Standard* ‘og „Executive“ vél- um. Síðasta módelið þar til nú var hin svokallaða kúluvél, sem kom á markaðinn 1961 og mátti heita algjör hylting í fram- leiðslu ritvéla, Ottó A. Michelsen stofnaði fyrirtækið Skrifstofuvélar h.f. 1946 og hefur hann stjórnað þvi síðan þar til nú nýlega að Jón Óttar Ólafsson og Sigurður Gunnarsson tóku við stjórn fyrirtækisins. Ottó tjáði blaða- mönnum að D módelið hefði alla þá kosti til að bera, sem fyrri vél hafði en auk útlits- breytinga hefur hún marga kosti fram yfir eldri módel. Hann sagði að fyrirtækið hefði fynst í stað eingöngu annast við- gerðir á skrifstofuvélum, en árið 1949 var á þess vegum hafinn innflutningur skrifstofuvéla og síðar á flestuim tækjum öðrum og húsgögnum, sem notuð eru á skrifstofum. Fyrirtækið var lengi til húsa að Laugavegi 11, og Klappar- stíg. Nú í vor flutti það að Hverfisgötu 33 í glæsilegt leigu- húsnæði, sem er í eigu Olíufé- lagsins. Ottó sagði að þó rekstur fyrirtækisins hafi með árunum færst inn á svið innflutnings- verzlunar, er kjörorð þess enn óbreytt, en það er að gefa við- skiptavinunum eins góða þjón- - VONAR AÐ Framhald af bls. 11 menn hefðu farið yfir landa- mæri Kína og Sikkim í dag og tveir kínverskir hermenn hefðu særzt í vopnaviðiskiptum. Seinna sagði útvarpið að bandarísk könnunarflugvél af igerðinni U-2 befði verið s'kotin niður í kínverskri lofthelgi í Austur-Kína í dag. Velin kom frá Formósu. Hámark móts Votta Jehóva MÓT Votta Jehóva í Ilafnarfirði nær hámarki sínu i dag, þegai opinberi fyrirlesturinn: „Miklum mannfjölda bjargað frá Harma- gedón“, verður fluttur ki. 15. f gær, iaugardaginn 9. sept. var flutt leikrit frá dögum Móse, um plágurnar 10 og Faraó. Auk þess fór skírnarathöfnin þá fram, en Votta Jehóva leggja mikið upp úr henni, en þar eru skírðir menn, sem eru komnir til vits og ára, en ekki ómálga börn, sem eru óhæf til að taka ákvarðanir, eða að vígja líf sitt Guði. Auk þessa voru fluttar margar ræður t. d. um bænina, frelsun mannheimsins og pré- dikur.arstarfið. Vottar Jehóva bjóða alla vel- komna á mótið og sérstaklega á opinbera fyrirlesturinn. ustu þeirra tækja sem það selur eins og frekast er unnt, enda hefur viðgerðarverkstæðið stækk að í réttu hlutfalli við aukna verzlunarumsetningu. Um fyrirtækið IBM er það að segja, sagði Ottó að 1935 sendi það frá sér fyrstu rafmagnsrit- vélina, en hefur síðan sent frá sér módelin A, B, C og D auk kúluvélarinnar. Fyrsta IBM raf- ritvélin fluttist til íslands 1937 og var lengst af í eigu Nielsar Dungal. Er sú tegund af vél auk allra annarra tegunda sem ÍBM hefur sent á markaðinn, til sýnis í verzluninni að Hverfisgötu 33. Islenzka sveitin mætti írsku sveitinni í 1. umferð á Evrópu- mótinu sem fram fer þessa dag- ana í Dublin. Leiknum lauk með sigri írsku sveitarinnar 5 stig gegn 3. Vinningsstigin voru 56 gegn 48. í hálfleik hafði irska sveitin 47 stig gegn 11, en í síðari hálfleik fékk íslenzka sveitin 37 stig gegn 9. Spilið, sem hér fer á eftir er frá þessum leik. Norður. A — ¥ Á-K-D-10-7-4-2 ♦ — * Á-D-G-8-6-5 Vestur. Austur. A Á-D-7-5 A K-10-9-8-3-2 ¥ G-9-6-3 ¥ 5 4 D-3 ♦ G-9-7-4 * K-7-3 * 4-2 Suður. A G-6-4 ¥ 8 ♦ Á-K-10-8-6-5-2 4> 10-9 Við annað borðið sátu Irsku spilararnir McHale og Pigot og hjá þeim varð lokasögnin 4 hjörtu. Suður opnaði á 3 tíglum, norður sagði 3 hjörtu, Su'ður 4 tígla og norður 4 hjörtu. Spilið vannst auðveldlega og fékk írska sveitin 650 fyrir. Við hitt borðið sátu Stefán Guðjohnsen og Eggert Benónýs- KB-ingor hefjo æfingor HANDKNATTLEIKSMENN KR eru um þessar mundir að hefja æfingar. Verður fyrsta æf- ingin í dag og eru þeir sem ætla að vera með í vetur, beðnir að mæta kl. 10 í íþróttaíhúsi KR og hafa með sér útigalla. Frá Saigion segir í NTB-tfrétt, að Johnson, forseti Bandaríkj- anna, hatfi sent nýkjörnum for- seta í S-Víetnam, Nguyen Van Thiau hersthöfðingja heillaóska- bréf, þar siem han-n jatfnframt minnir hann á nauðsyn þess, að landinu verði sett stjórn, er byggi á góðuim meirilhlurta í þing inu. í>á hafi JOhnson minnzt á það, að fulltrúarnir 22, sem hann sendi til S-Víetnam til þess að fylgjast með kos'ningiunum, hafi tjáð sér, að þær hafi farið réttilega fram og komið hafi fram álmennuT áhugi manna á því að kjósa sína eigin stjórn. Kosningarnar eru merkiur áfangi á leiðinni að þvi marki, sem S-Víetnambúar hafa sett sér, þ.e. frjálst öruggit og frið- sam.t S-Víetnam. En það yrði enn þá merkari áfangi ef unnt yrði að mynda stjórn á breiðum grund- velli, er hjálpað gæti þjóðinni til þess- að ná þessu marki, segir Johnson í bréfinu. son N—S og þar gengu sagnir þannig: Suður - Vestur - Norður - Austur 1 Tíg. - 1 Sp. - 3 Hjörtu - 4 Sp. pass - pass - 6 lauf - pass 6 tíglar - pass - 6 hjörtu - Allir pass Spilið varð einn niður eða 100 til írlands. Samtals fékk því írska sveitin 750 fyrir spilið e'ða 13 stig. Augljóst er að 6 lauf vinnast og segi Eggert pass við 6 lauf- um þá fær íslenzka sveitin 13 stig fyrir spilið og vinnur leik- inn 6—2. I 7. umferð í Evrópumótinu í bridge, sigraði ísland Spán með 7 stigum gegn 1. (68:37). Er þetta mjög góður árangur hjá sveit- inni því Spánverjarnir voru í öðru sæti fyrir 7. umferðina. Önnur úrslit í 7. umferð urðu: Frakkland vann Líbanon 8—0 Israel vann Grikkland 7—1 Svíþjóð vann Belgíu 6—2 ítalía vann Pólland 6—2 Noregur vann Irland 6—2 Finnland vann Portúgal 6—2 Holland vann Tékkóslóv. 6—2 Sviss vann Þýzkaland 6—2 England jafnt. við Danm. 4—4 Staðan eftir 7 umferðir er þessi: 1. Svíþjóð 44 stig 2. Frakkland 41 — 3. Spánn 38 — 4. England 38 — 5. Ítalía 37 — 6. Noregur 37 — 7. Belgía 33 — 8. Tékkóslóvakía 33 — 9. Sviss 31 — 10. Danmörk 29 — 11. írland 29 — 12. ísland 26 — 13. ísrael 26 — 14. Holland 26 — 15. Þýzkaland 22 — 16. Líbanon 19 — 17. Finnland 17 — 18. Portúgal 14 — 19. Pólland 13 — 20. Grikkland 7 — Bridgemótið í Dublin: Þegar islendingar töpuöu slemmunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.