Morgunblaðið - 10.09.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.09.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÍHÐ, SUNNUDAGUR 10. SEPT. 1067 17 Sííólarnir taka til starfa Skólarnir eru nú að taka til starfa á ný að lokniwn sumar- leyfuim. Þessi tími er jafnan nokkurt tilhlökkunarefni fyrir skölanemendur, gamlir vinir og félagar hittast á ný og flestir hef.ja nýbyrjað skólaár með þeim fasta ásetningi að stunda námið af samvizkusemi, þótt ef til vill farist misjafnlega úr Ihendi hjá sumum, þegar á skóia- árið líður. Á þessu hausti munu rúmlega 9000 börn stiunda mám í barna- skólum Reykjavíkur og er aukn- ingin frá fyrra ári líklega um 120 börn. Það er ekki mikil aukn ing, miðað við það, sem áður var. Á árunum 1951—1954 var aukningin milli ára 400—500 börn. Þessi hægíi aukning dreg- ur að sjálfsögðu úr álaginu á skúlakerfið í Reykjaivík en hún undirstrikar líha þá staðreynd, að mikill fjöldi ungs fólks hef- ur flutt frá Reykjavík í ná- grannabyggðir á undanförnum árum. Talið er að um 5300 nemendur verði í skólum gagnfræðastigs- ins í Reykjavík í vetur og er fjölgun frá fyrra ári um 150. Árgangarnir á gagnfræðastiginu eru einungis fjórir en árgang- ar barnaskólastigsins eru sex. Það er því ljóst, að fjölgunar- bylgju fyrri ára gætir enn á gagnfræðastiginu en einnig kem ur fram í þessum tölum sú stað reynd, að sívaxandi fjöldi þeirra sem ljúka unglingaprófi halda áfram námi. Tímabil mikilla framkvæmda Hvað sem líður öllum deil- um og dægurþrasi, verða allir að viðurkenna, að á undanförn- um árum hafa fraimkvæmdir verið hérlendis geysimiklar og framfarirnar á öllum sviðum meiri en nokkru sinni áður. Hvort sem menn líta á sjávar- útveginn eða landbúnaðinn, iðn- aðinn eða samgöngurnar menntamálin eða viðskiptin, sjá þeir að gífurlega miklu hefur verið áorkað til framfara á ör- fáum árum. Sjálfsagt hefur ým- islegt farið verr en skyldi, og auðvitað fer sitthvaö forgörð- uim í umrótinu, sem unnt hefði verið að spara eða hagnýta bet- ur. Hjá því verður ekki komizt á byltingartímum, eins og þeim, sem að undanförnu hafa verið í íslenzku atvinnulífi. En þrátt fyrir það að sumt hefði sjálfsagt betur mátt fara, er hitt staðreynd, að á viðreisn- artímabilinu hefur þjóðarauður íslendinga aukizt um nær 50% og eignir íslendinga í atvinnu- tækjum aukizt um rúm 50%, ef miðað er . við fast verðlag. Á saima tíma hefur þjóðinni fjölg- að um rúmlega 11% og hefur því verðmætisaukning þjóðar- eignarinnar verið fjórum til fimm sinnum meiri en nemur aukningu mannfjölda. Tímabundnir erfiðleikar En nú er þetta framfaraskeið á enda. Á síðast ári jukust þjóð artekjur Íslendinga einungis um 2% á mann miðað við 6% árin á undan, og í ár er gert ráð fyrir því, samkv. síðustu áætlunum, að þjóðartekjurnar muni jafnvel minnka um nálægt 4%. Ástæð- urnar fyrir þessum miklu breyt ingum eru alkunnar; aflabrest- ur, erfitt tíðarfar og síðast en ekki sízt geigvænlegt verðfall á helztu útflutningsafurðunum. Skal það ekki rakið hér nánar, heldur á hitt bent, að þegar slíka óviðráðanlega erfiðleika ber að höndum, verður þjóðin að bera gæfu til að sníða sér stakk eftir vexti. konung. En tengsl hans við Norðurlöndin og árásir herfor- ingjastjórnarinnar á þau og eink um þó Dani, þjóð Önnu Maríu Grikklundsdrottningar, bendir þó til þess, að herforingjastjórn in óttist einmitt hin lýðræðis- legu áhrif Norðurlanda. Vissulega væri það ánægju- legt, ef hin unga drottning og uppruni hennar yrði til þess að auka traust Grikkja á konungi sinum og norræn áhrif nægðu honum til að breyta á þann veg á örlagastund, að hann gæti öðl ast traust þjóðar sinnar og orð- ið það sameiningartákn, sem hún vissulega þarf á að halda, er hún á ný brýzt fram til frels- is undan valdaræningjunum. íslenzk f járfest- ing erlendis Börnin þyrpast í skólana á ný REYKJAVÍKURBRÉF Á tímum minnkandi fram- leiðslu og þar af leiðandi minnk andi þjóðartekna er vissulega ástæða til að hugia vel að sem beztri nýtingu, skipulagningu og fullvinnslu afurða. Á tímum uppgripanna hlýtur alltaf sitt- hvað að fara í súginn, eins og áður var að vikið, en þegar að þrengir verður hugsað bet- ur og huigaö að öllu hinu smáa, sem sannarlaga getur gert eitt stórt. Betri nýting sjávarafla, land- búnaðarafurða, húsakosts og véla, samgöngutækj a og hrá- efna iðnaðar, í einu orði sagt, betri nýting fjármunanna og skynsamleg meðferð peninga get ur vissulega vegið upp á móti nokkurri tekjurýrnun. Tímabil minnk- anditekna Þannig er vissulega engin ástæða til að örvænta, þó að tekjur þjóðarinnar rýrni nokkuð um skeið, vonandi aðeins í stutt an tíma. Þann tíma nota menn til að líta í eigin barm, huga að því, sem forgörðum hefur hjá þeim farið á tímum upp- gripanna, tileinka sér betri með ferð verðmætanna, endurskipu- leggja fyrirtæki sín og bæta rekstur. Og þannig búum við okkur undir miklu meiri ár- angur en ella hefði orðið, þeg- ar aftur batnar í ári. Sumir halda því raunar fram, og þá einkum kommúnistar og sálufélagar þeirra í forustu Framsóknarflokksins, að hin mikla verðmætasköpun und- anfarinna ára og hin al- menna velmegun sé að gjör- spilla íslenzku þjóðinni og gera hana að peningadýrkendum. Ek'ki getur Morgunblaðið fallizt á það sjónarmið, en hitt er ljóst, að hver og einn hefur gott af því að hugleiða, hver gæfa það er að búa á Íslandi velmegunar- innar, og kannski þurfa menn að standa frammi fyrir nokkr- um örðugleikum til þess að gera sér grein fyrir þessu. Ef svo er, hefur forsjónin gríp- ið fram fyrir hendurnar á okk- ur, sem viljum sækja sem hrað ast fram tiil stöðugt bættra lífs- Laugardagur 9. sept. kjara, og bent okkur á að ganga ekki allt of hratt um gleðinn- ar dyr. • • Oniiur gæfa meiri En þótt það sé vissulega mikil gæfa að búa við velmegun, þá er hitt margfalt sinnum meira virði að lifa í landi lýðfrelsis, þar sem menn ekki þurfa að óttast um líf og limi, hverjar skoðanir, sem þeir hafa á mönn- um og málefnum, hver sem lífs- viðhorf þeirra eru. Þessarar gæfu erum við fslendingar að- njótandi. Og eins og lífskjör hér eru einhver hin beztu — ef ekki hin allrabeztu í víðri veröld — á sama hátt erum við í hópi mikils minnihluta mannkyns, sem býr við lýðfrelsi. Þótt undarlegt sé, hefur lýð- ræðið, fullkomnasta stjórnar- form, sem þekkzt hefur, ekki verið í sókn í heiminum að und anförnu, heldur fremur á und- anihaldi, og þau þjóðlönd eru sárafiá, þar sem lýðræði er svo traust, að útilokað mætti telja, að því yrði kollvarpað innan frá. Þó eru í öllum löndum starf- andi klikur, sem á mála eru hjá erlendu valdi og leynt og ljóst vinna að því að kollvarpa lýðræði og svipta fólk frelsi, og hér á landi hefur þetta hyski hlotið ótrúlega mikinn stuðn- ing fól'ks, sem blekkt hefur ver- ið til fylgis við erindreka mesta kúgunarvalds nútímans, heims- kommúnismann. En sem betur fer eru áhrif þessara manna samt sem áður lítil, ekki sjzt vegna fjarlægð- ar okkar frá veldi kommúnis- mans, og þess vegna ætti að mega telja ísland í hópi þeirra fáu ríkja, þar sem lýðræði verð ur að teljast sæmilega öruggt og ekki líkur til að unnendum of- beldis gæti tekizt að hrifsa völd in. Fyrir þessu er þó ekkert öryggi, nema þjóðin sé vel á verði, það sanna dæmin, og skal hið nýjasta nefnt hér á eftir. Hlátur og kvein- stafir Hið forna lýðræðisríki, Grikk- land, býr nú við einræðisstjórn, hefðu þó flestir talið ólíklegt, að svo gæti farið á síðari hluta 20. aldarinnar í rótgrónu lýðræðis- ríki. Valdaræningjarnir þar kenna sig að vísu ekki við kommúnista, heldur þykjast vera sérsfakir baráttumenn gegn kommúnistum, rétt eins og Hitler sálugi og hajis lið. En fram að þessu hefur nú ekki tek izt að skilja á milli kommún- isma og fasisma, 1 framfcvæmd að minnsta kosti, hvað sem líða kann „teoríum", svo að minnsfcu skiptir, hvort einkennislitur of- beldismannanna er brúnn eða rauður. Hitt er staðreynd, að í Grikklandi tókst að svipta fólk frelsi og koma á einræði. En „valdhafarnir" eru þegar teknir að kvarta og kveina. Fólk ið hefur sem sagt, með lista- mennina í broddi fylkingar, tek ið upp á því að hæða þá og spotta, nota vopn, sem illa verð- ur hönd á fiest, en hárbeitit hafa reynzt í Grikklandi, rétt eins og í Rússlandi. Og nú síð- ast var hlegið um öll Norður- lönd, er herforingjastjórnin í Grikklandi hótaði því að slíta viðskiptatengsl við Norðurlönd- in, ef þau hættu ekki að gagn- rýna stjórnarvöldin í Grikk- landi. Norðurlandamenn selja ekki sannfæringu sína, verzla ekki með samvizku sína. En það virð ist vera ofvaxið skilningi „snill- inganna", sem við stjórnarvöl- inn sitja í Grikklandi. Annars er önnur hlið ánægju- leg í sambandi við ásakanir grískra stjórnarvalda á hendur Norðurlandabúum og einkum þó Dönum. Bjargar dönsk drottning? Síðan bylting herforingjanna í Grikklandi var gerð, hefur nokkuð verið óljóst, hver væri afstaða Konstantíns konungs. Ýmsir hafa legið honum á hálsi fyrir það að snúast ekki hat- ramlega gegn byltingunni og uppreisnarforingjunum. Aðrir telja afstöðu hans skynsamlega og nauðsynlega til þess að geta síðar beitt áhrifum sínum og reynt að koma á heilbrigðu stjórnarfari á ný. Áreiðanlega munu þó margir andstæðingar herforingjastjórn- arinnar tortryggja hinn unga All mikið hefur að undan- förnu að vonum verið rætt um erlenda fjárfestingu hér á landi, einkum í sambandi við álbræðsl una. Hins vegar hefur miklu minna farið fyrir umræðum um íslenzka fjárfestingu erlendis, en hún er þó ekki síður þess virði að eftir henni sé munað. Auðvitað er þar fyrst og fremst um að ræða hinar stóru verk- smiðjur Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna og Sambands ísl. Samvinnufélaga í Bandaríkjun- um, sem vinna úr íslenzkum fiskafurðum fullunna fiskrétti, sem seldir eru neytendum í Ame ríku. En þar að auki má nefna aðstöðu þá, sem flugfélög og skipafélög hafa skapað sér á er- lendri grund til þess að annast þjónustustarfsemi. fslenzki fiskiðnaðurihn í Bandaríkjunum varð grundvöll- urinn að því að tryggja mark- - aði þar í landi og afla hagstæðs verðs fyrir framleiðsluvörur okkar. fslendingar gerðu þar hið sama og allar aðrar þjóðir, sem þekkingu hafa til að ráða málum sínum sæmilega til lykta. Þeir lögðu kapp á að nýta á sem hag kvæmastan hátt framleiðslu- vöru, sem þeir hafa mesta þekk ingu á — sem er þeirra sérgrein og þeir leituðu samstarfs við bandaríska aðila í því efni og reistu sjálfir sínar verksmiðjur til þess að fullvinna vöru sína. Þetta er síður en svo nokkurt einsdæmi. f heimi nútímans fara alþjóðaviðskipti stöðugt vaxandi og sjálfsagt er talið að heimila allmikla fjármagnsflutn inga milli landa og nýta þannig fjármagn og tæknikunn- áttu sem bezt. Þess vegna þekk- ist það naumast lengur, að nokk ur þjóð banni flutning fjór- magns inn fyrir sín landamæri, þvert á móti sækiast þær flest- ar eftir slíkum fjármagnsflutn- ingi að ákveðnu marki og þar á meðal kommúnistaríkin nú hin síðari árin. Smáríkin mörg hafa lagt meg- inkapp á að fá erlent fjármagn til framkvæmda og er nærtæk- ast það kapp, sem Norðmenn hafa á þetta lagt og sá árang- ur, sem þeir hafa náð. Við Íslendingar hljótum að nota erlent fjármagn til fram- kvæmda hér innanlands, að ákveðnu marki. Heilbrigð og eðlileg stefna hefur verið mörk- uð í því efni, það er að segja að leita eftir samstarfi við að- ila, sem hafa yfir að ráða tækni kunnáttu og fjármagni, en tak- marka hins vegar erlenda fjár- festimgu, þannig að hvenær sem um stórverkefni væri að ræða, yrði að semja sérstaklega, stjórn völd að hafa hönd í bagga og málið að koma til afgreiðslu Al- þingis. Á þennan hátt er fyrir það girt, að óheppileg erlend fjár- festing gæti átt sér stað, eða hún orðið í svo ríkum mæli, að ein- hver hætta gæti stafað, en sam- hliða tryggt að innilokunar- og afturhaldssjónarmið, sem heyra til löngu liðinni tíð, fár ekki að ríkja hér á landi og hindra stórframkvæmdir, iðnvæðingu og aukna tæknikunnáttu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.