Morgunblaðið - 12.09.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.09.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPT. 1967 Arétting frá formanni iandsprófsnefndar ÞAÐ mun talið hlýða að þakka fyrir sig, þegar mönnum berast bréf. Þykir því rétt að hefja áréttingu þessa með þökk til þeirra félaga Odds A. Sigurjóns- sonar og Óskars Magnússonar frá Tungunesi fyrir pistil til undirritaðs í nokkrum dagblöð- um höfuðstaðarins í gær. Ætla má, að með bréfi þeirra félaga hafi loks birtz þau ýtarlegu skil á athugasemd og rökfærslum landsprófsnefndar 27. júní s.l., er boðuð voru í dagblöðum 28. og 29. s.m., og undirritaður hef- ur nú beðið eftir liðlega tvo mánuði. Undirritaður telur það engan veginn samrýmast sjálfsvirðingu sinni að elta ólar við stóryrða- flaum þeirra félaga og persónu- leg skeyti, hvað þá að svara þeim í sömu mynt. Það hefur verið og er enn skoðun hans, að um mál sem dönskuágreining- inn á landsprófi miðskóla 1967 beri að ræða og rita með mál- efnalega könnun staðreynda eina að leiðarljósi, en spara sér yfirlýsingar skoðana sinna á andstæðingum, spara sér „argu- menta ad hominem" yfirleitt. Árétting þessi verður því ein- göngu miðuð við þau atriði málsins, sem málflutningur þeirra Odds og Óskars gæti bein- línis brenglað skilning á fyrir fólki og valdið ranghugmynd- um, svo og atriði, sem ekki hafa verið skýrð sérstaklega í fyrri athugasemd nefndarinnar. 1. Þeir félagar O.A.S. og Ó.M. virðast telja, að athugun prófs- ins í vor hafi verið hlutdræg, enda undirritaður „hald(ið) sjálfur um mundangið“. Svarið við þessari ásökun er það, að þær tölulegu niðurstöður prófs- ins, sem þeir félagar virðast fjandskapast svo mjög við, eru ekki fundnar og útreiknaðar af nefndinni, heldur tveimur mönn um utan hennar, þeim Sveini Björnssyni stud. oecon. og Herði Bergmann B.A. Þessir tveir menn bera sjálfir ábyrgð á vinnu sinni og niðurstöðum. Nefndin gerði ekki annað en að birta nið- urstöður þeirra óbreyttar og undanbragðalaust, og ræða þær í Ijósi þeirra ásakana, sem fram höfðu komið s.l. vor. 2. Sú niðurstaða, að þeir nem- endur í Reykjavík og nágrenni, sem s.l. vetur lásu bækur Har- alds Magnússonar og Eriks Sönderholms (alls 268 nem.) hafi að meðaltali reynzt slakari námsmtnn en hinir, sem lásu bækur Ágústs Sigurðssonar (alls 300 nem. á sgma svæði), er að dómi þeirra O.A.S. og Ó.M. „vægast sagt of brosleg til að verða tekún alvarlega“. Þessii niðurstaða — svo mjög háðuleg að dómi þeirra félaga — er sem hér segir: Sá nemendahópur, sem lesið hafði bækur H.M. og E.S. s.l. vetur, reyndist hafa hlotið að meðaltali 5,94 í aðaieinkunn, en 5.98, ef ekki er tekið tillit til hinnar umdeildu dönsku. Meðal- einkunn hins hópsins var 6.85, en 6.86, ef ekki er reiknað með dönsikunni. Þetta er óneitanlega nokkur munur á námsárangri, sem gerir það að verkum, að hóparnir verða ekki fyllilega sambærilegir. Þegar gerður er samanburður á dönskueinkunn- um, er því með öllu óeðlilegt að telja einkunnarvon beggja hóp- anna á dönsku hina sömu. Eðli- legra er að miða slíka einkunnar von í ákveðinni námsgrein við meðaleinkunn í öðrum greinum, og verður það því gert hér: 5.98 fyrir nemendur bóka H.M. og E.S., en 6.86 fyrir þann hóp, er las bækur Á.S. (Aths. í sam- anburðinum 27. júní s.l. var mið- að við 5.94 og 6.85. Breytingin er sáralítil). Mismunur á námsárangri þessara tveggja hópa á lands- prófinu í heild er m.ö.o. stað- reynd, en ekki broslegur tilbún- ingur. Eflaust má finna ýmsar skýringar á þessum mismuni, t.d. sjónarmið við val nemenda í landsprófsdeildir ýmissa skóla, en ákveðnir skólar hleypa aðeins beztu nemendum sínum í lands- pró'f, þar sem aðrir skólar verða að taka við misjafnlega undir- búnum nemendum úr ýmsum áttum. Fleira mætti ugglaust enn nefna. Hér verður þó ekki reynt að skýra mismuninn frekar, enda þyrfti til þess sérstaka athugun og umfangsmikla. Auk þess mun skýring fyrirbærisins væntan- lega vera andstaeðingum nefnd- arinnar í málinu kunnugri en undirrituðum. 3. Sú ályktun undirritaðs, að eihkunnin 6.50 í ólesinni dönsku sé nemendum bóka H.M. og E.S. hagstæðari en einkunnin 7.16 hinum hópnum, gefur þeim félögum O.A.S. og Ó.M. tilefni til þungra áhyggna af hæfileik- um undirritaðs. Málið er hins vegar ekki svo einfalt, sem O.A..S. vill vera láta í grein sinni í Alþýðublaðinu 4. júlí s.l., en þar telur hann, að verkefnið hafi reynzt fyrri hópnum óhagstætt um 7.16 — 6.50 = 0.66. Það hef- ur þega.r verið rökstutt hér að framan, að ekki er unnt að ætla misjöfnum nemendahópum sömu einkunnarvon. Ályktun undir- ritaðs verður skýr í ljósi þessa. Fyrri hópurinn fær með 6.50 í ólesinni dönsku 0,52 stigum hærra en sá einkunnavon nem- ur, sem eðlil'egast er að miða við. Síðari hópurinn fær með eink- unninni 7.15 í sama verkefni 0,30 stigum hærra en sambærileg einkunnarvon nemur. Ljóst er af þessu, að mismunurinn er lít- ill, én sá mismunur, sem fram kemur, er hagstæður nemend- um bóka H.M. og E.S. 4. Það kom frám í athugasemd landsprófsnefndar 27. júní s.l., að talsverður mismunur var á einkunnum í lesinni dönsku. Höfðu nemendur bóka H.M. og E.S. fengið 5.41 að meðaltali, en nemendur bóka Á.S. 8.05. Á þessar tölur var bent, eins og aðrax niðurstöður útreikninga, í athugasemd nefndarinnar. Hins vegar var ekki hirt um að skýra þær nánar þá, enda fjallaði at- hugasemdin aðeins um þær ásakanir, sem þegar voru fram komnar, en engin þeirra tók þetta atriði beinlínis fyrir. Aug- ljóst mál er, að hérna er i»m að ræða talsverðan mismun, jafnvel þótt það frávik, sem miða ber við, sé auðvitað ekki 2.64, eins og þeir félagar O.A.S. og ó.M. virðast telja, heldur nokkru lægra vegna þess mismunar á heildarnámsárangri hópanna, sem fyrr getur. Leita má ýmissa skýringa á þessu fráviki eink- unna. Ein hugsanleg skýring er vitaskuld sú, að viðkomandi nefndarmanni hafi að þessu sinni ekki tekizt að velja nógu sambærilega þyngd kafla úr báðum bókum. Það mun vart á mannlegu færi að velja nákværn- lega jafnþunga kafla úr ólíkum kennslúbókum, en auðvitað nauðsynlegt og sjálfsagt að keppa að sem minnstum mun. Önnur hugsanleg skýring frá- viksins er sú, að kennarar bóka H.M. og E.S. hafi að jafnaði ekki lagt eins mikla áherzlu á þýðingu og kennarar með bæk- ur Á.S., og enn mætti nefna ýmislegt, enda ugglaust fleiri en ein skýring að baki. Það er nauðsynlegt athugunar- efni, ef frávilk kemur fram í ákveðnum hluta prófs, eftir því, hvaða námsaðferð eða námsbók liggur að baki. Þó er hér ekki um verulegt tiltökumál að ræða, ef aðrir hlutar viðkomandi prófs jafna þetta frávik, svo að prófið kemur í heild svipað út hjá báð- um hópum. Á landsprófinu í vor varð meðaldönskueinkunn þeirra, sem lesið höfðu bækur H.M. og E.S., 5.60 eða 0,38 stig- um lægri en einkunnarvon. Meðaleinkunn hins hópsins í dönsku varð 6.76, eða 0,10 stig- um lægri en einikunnarvon. Frá- vikBmismunurinn er því 0,38 — 0,10 = 0,28. Þessi mismunur gerir 0.03 í aðaleinkunn á lands- prófi miðskóla. Því ber að líta svo á, að nemandi sem hlyti 6.00 á prófinu með bókum Á.S., hafi fengið 5.97 með bókum H.M. og E.S. Þessi mismunur er sáralít- ill, og engan veginn fjarstætt að varpa fram þeirri tilgátu, að enn meiri mismunur kæmi fram, ef rannsakað væri bókaval í ýms- um öðrum námsgreinum og áhrif þess á aðaleinkunn. Og það sem mestu varðar, er að þessi litli mismunur hefur ekki áhrif á gengi á landsprófi miðskóla eða réttindi þau, sem prófið veit- ir, þar sem allir nemendur sem fá 5,97 í aðaleinkunni, eru hækk aðir upp í 6.00 af nefndinni, og nefndin seildist jafnvel nokkru neðar í upphælkkunum sínum s.l. vor. Á þetta atriði var skýr- lega bent 1 athugasemd nefndar- innar 27. júní s.l., og þetta er það, sem langmestu skiptir við athugun klögumála þeirra O.A.S., Ó.M. og Ólafs H. Einars- sonar vegna dönskuprófsins 1967: sem sagt að það litla frá- vik, sem fram kom, hafði ekki áhrif á gengi nemenda á próf- inu eða réttindi þau ,er prófið veitir. Samt hafa þesisir menn allir forðazt eins og heitan eld að skeyta nokkru um þessa nið- urstöðu, eða eyða að henni einu orði. Landspróf miðskóla er mikil- vægt próf og erfiti, lagt fyrir viðkvæmt aldursskeið við örlaga rík sikil skólastiga og náms- brauta. Landsprófsnefnd gerir sér fiulia grein fyrir ábyrgðinni, sem á henni hvílir við tilhögun og framkvæmd prófsins, svo og athugun á þróun þess, breyting- um og bótum. í önn þeirra tíma- freku og mikilvægu verkefna, sem undirrituðum og nefndinni eru falin, virðist það heldur fánýt iðja að elta ólar við máls- meðferð og persónuleg skeyti andstæðinga nefndarinnar í deilumáli því, sem hér hefur verið gert að umtalsefni. Undir- ritaður telur, að með athuga- semd nefndarinnar 27. júní s.l. og ofanskráðri áiréttingu hafi verið gerð grein fyrir öllu því, er máli skiptir í deilunni. Því eru dönsku klögumálin 1967 hér með útrædd af hálfiu landsprófs- nefndar. Með kveðju. Andri isaksson. Til sölu Fjögurra herbergja íbúð á 1. hæð í húsinu no. 29 við Hlégerði í JKópavogi forstofuherbergi sér, sval- ir, bílskúrsréttindi. Nánari upplýsingar gefa: Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar og Guðmundar Péturssonar Aðalstræti 6, III. hæð. Símar 12002, 13202 og Árni Guðjónsson, hrl. Garðastræti 17 og Helgi Ól- afsson, sölustjóri, símar 24647 og 15221. Kvöldsími 40647. Útgerðarmenn — vélstjórar Vanti yður lensidælu, spúldælu, kælivatnsdælu, eða dælu til annarra hluta í bátinn þá munið að dælurnar með gúmmíhjólunum JUB8CO eru vinsælustu dælurnar í flotanum. Mikið úrval. — Stærðir %—2“. Með og án kúplingar. Með og án mótors. Ódýrar og handhægar. Varahlutir jafnan fyrirliggjandi. Sisli c7. cZofínsen />./. UMBOOS- O G HEILDVERZLUN SÍMAR: 12747 -16647 VÍSrilRliiiIM 45 Eden v] Egilsgötu Eden Elveragerði Haustverð á pottablómum: Gúmmítré (stór) kr. 135.— Stofugreni, 3ja ára plöntur kr. 200.— Burknar, 110 kr. Silfurfjöður 110 kr. Hawayrós 115 kr. Hengiplöntur frá kr. 85.— Skrautblaðka kr. 55.— og margar aðrar tegundir á ótrúlega lágu verði. Kaustlaukar nýkomnir Túlípanar (einfaldir og tvöfaldir) kr. 6.— stk. Páskaliljur kr. 7.— Crocus kr. 3. Perlu hyasinthur kr. 3.— Hyasinthur (sem blómstra á jólum) kr. 16.— Garðaíris kr. 6.— Scilla kr. 4.— Hringið í 23390. Við sendum um allan bæ. EDEN v] Egilsgötu EDEN Hveragerði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.