Morgunblaðið - 12.09.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.09.1967, Blaðsíða 16
16 MORG-UNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SBPT. 1967 Úitgefahdi: Framkvæmdastjóri: IRitstjóriar: Bitstjómarfulltrúi: Auglýsingar: Œtitstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: í lausasölu: Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykj avík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-400. Aðalstræti 6. Sími 02-4-80. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. SPILIN LÖGÐ Á BORÐIÐ Ctjórnarandstæðingar virð- ^ ast nú ekki lengur telja sér fært að mótmæla því, að aflabrestur og verðfall hafi haft svo alvarlegar afleiðing- ar fyrir þjóðarbúið, að til ein- hverrar kjaraskerðingar hijóti að koma í bili. Þess í stað reka þeir nú þann áróð- ur, að stjórnarflokkarnir hafi blekkt kjósendur fyrir kosn- ingar, haldið uppi stöðugum áróðri um, að engir erfiðleik- ar væru framundan á sama tíma og stjórnarandstaðan hafi varað þjóðina við erfið- leikunum. Þessum áróðri er greinilega ætlað að sannfæra kjósendur um, að stjórnar- flokkarnir hafi unnið kosn- ingarnar á fölskum forsend- um. Það er í sjálfu sér ánægju- efni, ef augu stjórnarand- stöðuflokkanna eru nú að opnast fyrir því, að íslend- ingar verða nú um skeið að lifa sparlegar en áður. Hitt er alrangt, að gerð hafi verið tilraun af hálfu stjórnarflokk- anna til þess að blekkja kjós- endur fyrir kosningar. Sjálf- stæðisflokkurinn lagði á það áherzlu í kosningabaráttunni að minna kjósendur á það mikla uppbyggingarstarf, sem unnið hefur verið í tíð við- reisnarstjórnarinnar og þá lífskjarabyltingu, sem fylgt hefur í kjölfar alhliða upp- byggingar og umbóta á sviði efnahags- og atvinnumála. Jafnframt leitaðist Sjálfstæð- isflokkurinn við að gera kjós- endum glögga grein fyrir þeim erfiðleikum, sem þegar höfðu gert vart við sig á miðju sl. ári vegna verðfalls á helztu útflutningsvörum okk- ar. Talsmenn Sjálfstæðis- flokksins og þau málgögn, sem hann styðja, bentu ræki- lega á, að þjóðin væri nú bet- ur undir það búin en áður að fást við þessa erfiðleika, en það var undirstrikað mjög greinilega að héldi verðfallið áfram hlyti það óhjákvæmi- lega að koma fram í versn- andi kjörum. St j órnarandstöðuflokkarn- ir lögðu hins vegar áherzlu á það í kosningabaráttunni, að gera lítið úr þeirri upp- byggingu og framförum sem orðið höfðu í landinu í tíð viðreisnarstjórnarinnar. Öll- um almenningi var auðvitað Ijóst, að með þeim áróðri var vísvitandi leitast við að blekkja kjósendur um hina raunverulegu framþróun. Stjórnarandstæðingar létu svo, sem verðfallið skipti litlu máli og gerðu enga tilraun til þess, að gera kjósendum grein fyrir afleiðingum þess, ef það héldi áfram eða hvern- ig þeir teldu að bregðast ætti við því. Allar tilraunir af hálfu st j órnarandstöðuf lokkanna nú til þess að láta líta svo út, sem stjórnarflokkarnir hafi blekkt kjósendur eru dæmdar til þess að mistakast. Al- menningur veit, að stjórnar- flokkarnir hafa jafnan lagt spilin á borðið, hvort sem um hefur verið að ræða vel- gengni eða erfiðleika. Það hefur hins vegar orðið hlut- skipti Framsóknarmanna og kommúnista á undanförnum árum að reka barlómsáróður á velgengnistímum en halda því fram, þegar erfiðleikar steðja að, að þeir séu ekki fyrir hendi og jafnvel þótt það sé viðurkennt, að ástæð- urnar séu aðrar en þær raun- verulega eru. Vísvitandi til- raun til blekkingar er alvar- legt mál, en ef stjórnarand- stæðingar lifa í lokuðum heimi sjálfsblekkingar er sjúkleiki þeirra enn alvar- legri. GÖMLU LAUG- ARNAR HVERFA Pólk fagnar yfirleitt fram- förum á flestum sviðum. Ný mannvirki þykja fram- faraspor og svo mun einnig verða um sundlaugina nýju í Laugardal. Fullvíst má þó telja að býsna mörgum verði mikil eftirsjá af gömlu laug- unum, sem innan tíðar verður lokað. Þeir eru margir, sem þar hafa lært fyrstu sundtökin og ekki eru þeir færri, sem verið hafa fastagestir í gömlu laug- unum svo til á hverjum morgni í mörg ár, ef til vill áratugi. Nú verður þeim end- anlega lokað. Ný og fullkomn ari sundlaug kemur í stað- inn. Hún er betur búin á allan hátt og aðstæður til iðk- unar þessarar heilbrigðu íþróttar mun betri. Ekki er samt ólíklegt, að þeir, sem tekið hafa ástfóstri við gömlu laugarnar líti hinar nýju horn auga og telji að framfarir séu ekki alltaf teknar út með sældinni. GEORGES BIDAULT: GAMALL REIÐUR MAÐUR Sjaldan í annálum nútíma stjórnmála — jafnvel í Frakk- Iandi — hefur einn maður náð slíkum völdum, eða fall hans orðið jafn mikið og Georges Bidault. Hann var yfirmaður frönsku mótspyrnuhreyfingar- innar í síðari heimsstyrjöld- inni, tvívegis forsætisráðherra Frakklands og níu sinnum utanríkisráðherra landsins. Bidault hefur eytt síðustu fimm árunum í biturri út- legð, en hann var sendur í hana vegna starfsemi sinnar í OAS-hreyfingunni í Alsír- styrjöidinni, og var honum ennfremur gefið að sök, að hafa skipulagt samsæri til að ráða de Gaulle, Frakklands- forseta, af dögum. Bidault hef ur harðlega neitað öllum ákærunum á hendur sér, en de Gaulle hefur Iátið mótmæli hans sem vindu um eyru þjóta og einnig beiðnum áhrifa- mestu stjórnmálamanna Frakklands um að Bidault verði tekinn í sátt. Fyrir nokkru var Bidault veitt landvistarleyfi í Belgíu eftir fjögurra ára útlegð í Brasilíu. Hann hefur oftlega gefið í skyn, að franska lög- reglan hafi gætur á honum og er fremur í nöp við ókunnuga. Bidault þykir mjög háðskur og hæðni hans hefur keim af Georges Bidault biturleik. Stjórnvöldin í Brús- sel veittu honum landvistar- leyfi m. a. með þeim skilyr’ð- um, að hann gæfi engar póli- tískar yfirlýsingar á opinber- um vettvangi. í blaðaviðtali fyrir skömmu komst hann þó svo að orði um de Gaulle: „Hugmyndir hans hafa ekk- ert breytzt. Nú reynir hann einungis ekki framar að dylja hlutina. Hann var vanur að sneiða hjá hindrunum; nú þjösnais't hann einifaldiega í gegnum þær.“ Bidault hefur einnig mikla skömm á Robert Kennedy, en hann álítur, ’að það hafi verið Kennedy í embætti dóms- málaráðherra, sem neitaði hon um um landvistarleyfi í Bandaríkjunum árið 1963. 1 endurminningum sínum, sem Bidault gaf út fyrir skömmu komst hann svo að orði um Róbert Kennedy: „Kennedy forseti dó hugrakkur eins og hann hafði lifað. Hinn (Ro- bert) virðist hafa gleymt, að lögin eru hafin yfir frama.“ Hvað snertir þátttöku Bandaríkjanna í Vietnam- stríðinu hefur Bidault, sem á sínum tíma gagnrýndi hvað harðast þá ákvörðun Frakka að fara frá Indó-Kína 1964, látið svo ummælt: „Ef stríð- inu í Víetnam verður tapað þá verður því tapað í Wash- ington. Augljóslega getur það orðið a'ð þessum óleysanlegu vandamálum eins og t. a. m. Berlín. En ég fæ ekki séð hvernig Bandaríkin geta losn- að úr þessari klípu.“ Bidault neitar því að hafa frekari pólitískan feril í hyggju, en hann hlakkar auð- sjáanilega til þess dags, er hann fer yfir landamærin til Frakklands. Baráttumál þessa aldna stjórnmálagarps hafa ef til vill ekki ætíð verið rétt- lætanleg, en örlög hans síð- ustu árin hafa tæpast verið réttlætanleg með hliðsjón af því hversu vel og glæsilega hann þjónaði föðurlandi sínu fyrrum. Fjórir sænskir H-sérfræð- ingar koma til íslands Framkvœmdanefnd hœgri aksturs hefur þegar sent út fyrsta upplýsinga- bœklinginn um breytinguna 26. maí n.k. SIÐARI hluta októbermán- aðar koma til íslands fjórir sænskir sérfræðingar, sem unnið hafa að upplýsinga- starfsemi fyrir framkvæmda nefnd hægri aksturs í Sví- þjóð. Munu þeir dveljast hér um viku tíma og aðstoða hina íslenzku hægrinefnd í upplýsingaherferð, sem hún hyggst gangast fyrir. Benediikt Gunmarsson, fram- kvæmdastjóri nefndiarinnar, tjáði Mbl. í gær, að þessir fjór Tónlist á mál- verkasýningu MÁLVERKASÝNINGU Rósku í sal viðbygg'ingar Menntaskólans í Reykjavík lýkur annað kivöld, og hefur aðsókn verið með ágæt um. í kvöld kl. 8.30 ætlar hún aðeins að bregða út af vananum og hefur fengið til liðs við sig búlgarskan sólóista á selló, Kaltcho Gadewsky, og Atla Heimi Sveinsson, píanóleikara, og ætla þeir féiagar að leika nokkur tónverk þrna á sýning- unni. ir, sem kæmu væru Bengt Áfee Ottosison og Göran Tholerus frá útgáfufélaginu GBE, Gunnair Baoklund, blaðafulltrúi hægri nief.ndarinnar í Svíþjóð og Eíi- worth, sá er sá um alla upplýs- ingastarfsem<i í útvarpi og sjón varpi. Þessir menn hafa unnið mjög náið saiman og ætla að vera hér í um það bil viík.u og aðstoða við að setja á stafn upplýsinga kerfi í skólum og víðar. Hægri nefridin mun undirbúa vinnu Hlnn 26. ’fnaf að 6rl braytist umfsrðln ó Islandi úr vinstri ( heagri umforO. ’ Það far ekki hjá þvf, að þessi breyting hafi f för moð aér nokkra tlmabundna heattu, beeöi fvrir akandi og gangandl vegfarendur. Þess vegna verða for- eldrar öö brýna fyrir börnum slnum að fara eftir settum ’umferöarreglum og gæta sfn f umferðinni. Miðaö við (slenzk farartaaki, aetti hrngrl, umferð að vera mun öruggari hér á landi en vinstri umferö, «kki hvað s(zt fyrlr gangandi vegfarendur. Athugið þvf, að þegar þér hafið varið. barn yðar óhöppum, með árveknl og góöu fordæmi fyrir breytinguna og meðan á hennl stendur, munu hinir riýju umferðarhaet^ir koma þvf tH , góöa f framtiöinnl. Tfminn til 26. maf 1968 verður notaður til þess að kenria og þjálfa almennar umferöarreglur, og þaö r ijlöandlaö allir gerist þðtttakendur. Munið, aö atferli hinna fulforðnu er fyrirmynd barnanna. Kappkostiö þvf aö sýna þeim rétte hegöun f umferöinnl strax. Framkvaamdanefnd heegri umferðae þeirra hér, en endanleg dag- skrá neifndarinna'r hefur enn ekki verið ákveðln. Hini íslenzika hægri neínd, hefur sent frá sér foreldraibréf, sem dreiift hetfur verið í barina- s'kólunum, sem þegar eru byrj- aðir. Er það tfyirsti vísir að jþeiri herferð, sem hiún hyggst heíja nú og fram á að fara 1 öllum sikólum í vetur. Hægri nefndin er nú komin heim frá Svíþjóð og sagði Bema dilkt, að heiimsóknin, belfði ver- ið mjög gagnleg og netfndar- menn, sem aðrir er farið hefðu utan, væru fullir hugmynda um það, hvað gera skuli. Sagði hann enntfremur, að niú væri mun ljósara, hversu milkið verk: efni hér eir verið að ráðast L Leidin í skúlann -5>4- öruggasta leiöin fyrir barniö mitt I skólann er eftirí Undlrskrlft foreldrlt oða forréðamanrw. Foreldralbréfið, en þvi hetfur mú veiriS clreift meðal ba»«tk í skólum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.