Morgunblaðið - 12.09.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.09.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPT. 1967 Sigurjón Sigurðsson bygg.meistari - Kveðja Fæddur 20. jan. 1905 Dáinn 3. sept. 1967 >AÐ varð mér reiðarslag, þegar ég frétti um andlát tengdaföður míns. Hann, sem hafði verið mér sem annar faðir og velgjörðar- maður. Allir, sem þekktu Sigurjón heitinn dáðu hann sem dreng- skaparmann, enda vart furða. Hann var maður. Sigurjón Sigurðsson fæddist að Bekánsstöðum í Skilmanna- hreppi, sonur hjónanna Helgu Sigríðar Árnadóttur og manns hennar Sigurðar Sveinssonar. 9 voru þau systkinin, 4 systur og 5 bræður, en 2 þeirra dóu ung að árum. Sigurjón ólzt upp við krapp- an kost í föðurhúsum, enda ekki úr miklu að spila hjá fátækum t Paðir okkar Jónas Tómasson, ísafirði, lézt í St. Jósefssprtala, Landa- koti laugardaginn 9. sept. Tómas Á. Jónasson, Invar Jónasson, Gunnlaugur Fr. Jónasson. t Elskulegur &onur okka>r og bróðir Guðjón Geirsson, lézit af slysförum lauga.rdag- inn 9. september. Málfríður Guðmundsdóttir, Geir Herbertsson og systkin. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Sigurður Ásgeirsson, húsasmiður frá ísafirði, sem andaðist í Borgarsjúkra- húsinu 2. eeptember, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn þann 13. sept- ember, kl. 10.30 f.Jh. Blóm vinsamlegast afþökk- uð, en þeim sem vildu minn- ast hins lártna er bent á lákn- ars'tafnanir. Athöfninni verð- ur útvarpað. Jóna ísaksdóttir, börn, tengdabörn, barnaböm og bamabarnaböm. t Útför eiginmanns míns, föðiur okfcar, tengdaföður og afa Sigurjóns Sigurðssonar, byggingameistara, Dunhaga 18, fer fram frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 12. sept. kl. 13.30. Sigrún Sturlaugsdóttir, Steinlaug Sigurjónsdóttir, Georg Jósefsson, Soffía Sigurjónsdóttir, Ólafur Stefánsson, Hreinn Sigurjónsson, Harry R. Sigurjónsson, Helgi Þ. Signrjónsson og barnabörn. foreldrum. Ungur fór hann að heiman í fyrstu, aðeins 11 ára gamall, til að vinna fyrir sér og kom þá dugnaður hans og sam- vizkusemi vel í ljós. Sennilegt er, að þá hafi brotizt fram í brjósti hans sjálfstæðið, verða engum háður né neinum til byrði. Marka má þetta t.d. af því, að fyrstur varð hann til þess, á Akranesi, að eignast fólksbíl. Nýmæli þótti þetta þar þá og gæti ég trúað, að fóik hafi undrazt dirfsku og þor þessa unga manns. — Dugn- aði hans var viðbrugðið, þá sem síðar. Hugur Sigurjóns hneigðist fljótt til smíða, enda hafði hann sköpunargáfu í ríkum mæli og lagni. Hann lærði trésmíði hjá Birni Lárussyni, Ósi, Skilmanna- hreppi og la-uk sveinsprófi árið 1930. — Mörg eru þau verkefni, sem hann hafði á sinni löngu og ströngu starfsævi lagt gjörva hönd á t.d. smíði á bryggju á Ingóilfsfirði, brúarsmíði og íbúða byggingar. Síðasta stór-verkefn- ið er hann stóð að, var bygging mikils húss að Laufásvegi 12 í Reykjavík og lá hann þar ekki á liði sínu. Bezt líkaði Sigurjóni fínsmíði, en þar kom gleggst í ljós hversu hagur hann var. Bátasmíði lagði hann og stund á og smíðaði sér eigin báta eftir teikningum, og fagran og góðan bát átti hann, er hann lézt. Um t Eiginmaður minn, faðir, temgdafaðir, fósturfaðir og afi, Páll Sigurðsson, frá Keldudal, Hólmagrund 11 ,Sauðárkróki, verður jarðsettur frá Sauðér- krókskirkju föstudaginn 15. sepit. kl. 2. Guðrún Magnúsdóttir, og aðrir aðstandendur. t Þökkuim innilegia auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður Þorsteins Daníelssonar, skípasmíðameistara. Ránargötu 17, Lára Guðmundsdóttir, Daníel Þorsteinsson, Hjördís Þorsteinsdóttir, Ásta Þ. Maack, Esther Valdimarsdóttir, Steingrimur Gunnarsson, Viggó Maack. t Maðurinn minn og sonur okkar Tómas Guðberg Hjaltason, lögregluþjónn, verður jarðsunginn miðviku- daginn 13. þ. m. fcL 3 frá Foss- vogskirfcju. Blóm afþökkuð, en þeirn sem viidu minnasit hans er bent á Silysavarnatr- deildina Ingióif. Guðný María Finnsdóttir, Valný Tómasdóttir, Hjalti Gunnlaugsson. borð í þeim bát minnist ég margra góðra stunda með hon- um. Tvisvar átti ég því láni að fagna að sigla með bonum vestur á Mýrar og var þá gjarna höfð byssa með í förinni og færi dýft í sjó. Vestur á Mýrum býr bróð- ir hans Árni, bóndi að Knarrar- nesi, hið mesta Ijúfmenni. — Þess má geta, að í Knarrarnesi bjó fyrrum Bjarni heitinn Ás- geirsson, fyrrv. sendiherra og nú er þar rausnarbú og gott þangað heim að sækja. Sigurjón vann mikið í frístund um sínum við að reyna eitthvað nýtt, draga eitthvað nýtt fram í dagsljósið. Vissi ég, að hann hafði þegar fengið samþykkt einkaleyfi á einangrunaretfni, en sem komst ekki í gagnið, bæði sökum kostnaðar og annarra örðugleika. Árið 1935 hóf hann búskap með eftirlifandi konu sinni, Sig- rúnu Sturlaugsdóttur, ættaðri vestan úr Stykkishólmi og varð það hans mikla lán. Sigrún er góðum kostum gædd og reyndist honum afar tryggur lífgförunaut- ur. Hún á eftir miklum manni að sjá, en endurminningairnar um góðan dreng veita stuðning í djúpri sorg, ekki aðeins henni heldur öllum hans nánustu. Þau hjónin eignuðust 5 mann- vænleg börn, sem öll eru á lifi. Steinlaugu gifta Georg Jósefs- syni, múrarameistaira, Sotffía gifta Ólafi Stefánssyni, lögfræð- ing, Hrein, stýrimann, Harry, bankamann og Helgu, aðeins 11 ára að aldri. — Barnahörnin eru 5 og það elzta 13 áTa. Sigurjón lét lítt á sér bera, enda maður hægverskur. Snill- ingur í sinni iðn eins og margir munu geta vottað. Sanngjarn var hann með afbrigðum og það svo, að sumum þótti nóg um. Fágæt- ur kostur nú á tímum. Ekkert var honum óviðkom- andi, hvorki huglægt né hiut- lægt og ekki mátti hann aumt sjá. Ávallt reiðubúinn til hjálp- ar, það þekkti ég af eigin raun. Hittum við svona mann í dag? Þeir eru sjaldgæfir. Til muna otf sjaldgæfir. Þessar fátæklegu linur ritar tengdasonur hans að honum látn um. Margt var það og mikið, er hann hefur fyrir okkiur hjónin gert og ávallt af vilja. Það þökk- um við af alhug. Sigurjón; ég kveð þig. Sjáumst síðar kæri tengdafaðir. Þinn tengdasonur. Ólafur Stefánsson. FYRIR nærfellt þrjátíu árum stóð ég við húsdyr uppi á Bergs- staðastræti, þar sem ég hafði mælt mér mót við ungan tré- smíðameistara, mér þá ókunnan. Hann hét Sigurjón Sigurðsson og ég hafði heyrt það frá kröfu- hörðum mönnum, að maðurinn væa-i einstakur um dugnað og hagsýni. Hann kom þar otfan götuna á nákvæmlega þeirri mínútu, sem til var tekin, meðalmaður á vöxt, grannleitur og fölleitur, dökkur í augum, kvikur á fæti, athygli og áhugi í svipnum. Við áttum oft etftir að hittast þessa ártaugi, sem liðnir eru síð- an, oft eftir að mæla okkur mót við margvísJeg störf og fram- kvæmdir, en Sigurjón breyttist aldrei í huga mér frá þessum fyirstu kynnum. Hann var mað- urinn, sem alltaf mátti treysta. Maðurinn, sem mætti alltaf á þeirri stund, sem um var talað. Maðurinn sem skilaði verkefni sínu af trúmennsku og velvild til allra, sem hann skipti við. Sigurjón var hlédirægur mað- ur og hafði sig lítt í frammL Undir bjó þó sterkt tilfinninga- líf og mikið skap. Hann var mjög hugkvæmur og hagur í bezta lagi bæði á tré og málma. Allt bjó hann sér vel í hendur og vairð mikið úr starfi, en með hug- kvæmni sinni reyndist honum oftast. létt að ráða fram úr tor- leystum verkefnum. „Ætli við verðum ekki að biðja hann Sig- urjón að leysa málið“ var oft viðkvæði vina hans og kunn- ingja, ef einhvern verklegan vanda bar að höndum — og Sig- urjón leysti málið. Eitt var þó það starf, sem Sigurjóni var alls ekki geðtfellt, og það var að skrifa reikning- inn. Hann varð að vera alveg öruggur um, að sá sem við hann skipti hefði af því ábata, en ekki óhag, og raunar hefði hann helzt kosið að gefa vinnu síria alla, ef lífið hefði leyft þann munað. Þetta var inngróið lífsviðhorf hjá Sigurjóni Sigurðssyni. Alda- gömul hjálpsemiskennd sveita- mannsins við granna sinn, gest eða gangandi, sem á liðinni tíð brúaði stundum bilið milli lífs og dauða og fleytti kynslóðun-. um áfram öld atf öld. Á dögum etfnishyggju og veraldarbrasks finnst okkur þetta lífsviðhorf stundum næsta sjaldlfundið. Rétt er þó að vara sig á svartsýninni, því enn er margur góður dreng- urinn. Sigurjón Sigurðsson var ekki vandlætaTÍnn né maðuxinn, sem las mönnum lífsreglurnar, en það var engu síður mannbætandi að kynnast honum. Sigurjón hafði glöggt auga um margt annað en það, sem laut að starfi hans. Hann hafði ánægju af því að ferðast og á síð- ari árum fór hann nokkrar skyndiferð'ir út um heim til þess að bæta upp það, sem hann taldi þröngt sjónarsvið æskuára. Gam- an var stundum að heyra stuttar kýmniblandnar athugasemdir hans við eitt og annað, sem hann hafði þá heyrt og séð, og ætíð var það græskulaust og jafnan blandað samúð til alls og allra. Sigurjón átti sér léttibát, spengilegan og vel búinn og hafði smíðað sj'áifur. Það var völundarsmíð. Hann fór oft á bátnum um sund og flóa eða vestur á heimamið við Borgar- fjörð. Þær siglingar voru hon- um unaðsstundir. Sigurjón Sigurðsson hefur nú lagt í þá siglingu hina meiri, sem við eigum öll í vændum. Ekki efa ég, að honum vegnar vel í þeinri för. Þórir Baldvinsson. Sigurður Jónsson Kveðjuorð Fæddur 8. jan. 1950 Dáinn 4. sept. 1967 Fáein kveðjuorð. „Skjótt hefur sól brugðið surnri". J. H. MANNVÆNLEGUR var hann og fallgur gagnfræðingahópux- inn, sem brautskráðist frá Gagn- fræðaskólanum á Akranesi 4. júní í vor. Og fagrar og bjartar voru vonirnar, sem tengdar voru framtíð þessa afnilega æsku- fólks. Þar bar hvergi skugga á, enda hefir samvaldari og betri hópur vart kvatt skóla sinn. Ný- lokið var mjög skemmtilegri og fróðlegri frlandrför, og í þeixri ferð hafði unga fólkið sýnt, hver manndáð bjó í því. Það var bjart ytfir þessum vordegi, hann var dagur fyrirheita og órættra drauma. Hvern hefði þá grunað, að þrem mánuðum síðar yrði óbætanlegt skarð í hópinn höggvið? Þó fór svo. „Enn þá drekkja ókunn höf — æskuvon og sumarheiði". Sigurður Jónsson átti ósmáan þátt í því að skapa þann mann- dóms- og menningarblæ, sem jafnan auðkenndi bekk hans. Meðfædd prúðmennska, glað- lyndi og ágætar gáfur gerðu hann eftirsóttan félaga og góðan skólaþegn. Hæglætið var styrk- ur hans. Hann þurfti ekki á hávaða að halda til að vekja á sér athyglL Hýr og greindarleg- ur svipur hans var aðalsmerki, sem eftir var tekið. Sigurður var óvenju samvizkusamur og skyldu rækinn. Aldrei vissum við hann bregðast neinu, sem honum var trúað fyrir. Hann var einn þeirra nemenda, sem hver kennari mætti læra nokkuð af að kynn- ast. Og einmitt hann er nú á braut kvaddur, vammlaus dreng- ur, mikið mannsefni. „Er, þegar öflgir, ungir falla, sem sígi í ægi sól á dagmálum“. Það er erfitt að sætta sig við, að Sigurður Jónsson sé allur. Skólasystkini hans og kennarar trega hann, syrgja þær vonir og þá drauma, sem bundnir voru hæfileikum hans og mannkost- um. En hversu miklu þyngri mun þó ekki harmur ástvina hans, þeirra er þekktu hann bezt og unnu honum mest? Andspænis slíku eru orð öll vanmáttug. Má það þó ef til vill verða þeim nokkur harmabót, að þeir mega vita, að þar sem Sigurður vax, fór vammlaus halux og vítalaus, mikið mannsefni, drengiur góð- ur. Hj,artans þakkir færi ég ölkum þeim, sem á margvís- lega.n Ihátt glöddu mig á 80 ára afmæii mími 12. ágúst si. Guð blessi ýkfcur öll. Þuríður Grúnsdóttlr, Skipagerði, SitokkseyrL Þakka hjartanlega heim- sóknir, skeyti, blóim og marg- ar veglegar gjatfir á sjötiugs- afmaeli minu hinn 18. ágúst s.l. og eins við siöustu skóla- uppsögn. — Lifið heiL Kristján Jónsson, Hnifsdai.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.