Morgunblaðið - 15.09.1967, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. SEPT. 1567
1
*
Síldin vel söltunarhæf eftir
4 daga geymslu í ís og pækli
Siglufirði, 14. septem’ber.
HAFÖRNINN kom í morgun
með fullfermi og hefur þá alls
flutt yfir 40 þúsund tonn bræðslu
síldar hingað í sumar og haust.
Þessi sild er öll af hinum fjar-
lægu miðum við Jan Mayen og
Svalbarða.
Sjónvorp
vornorliðsins
tnkmnrkoð
í DAG 15. september, á að tak-
(marka sjónvarp varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli, samikvæmt
'yfirlýsingu Stones, aðmiráls, yf-
irmanns varnarliðsins, hafi tækni
legum undirbúningi verið lok-
ið.
Eftir takmörkun sjónvarps
Varnarliðsins mun það ekki sjást
í Reykjavík, Kópavogi, Hafnar-
'firði og nágrenni, en hin vegar
'munu íbúar bæja og þorpa á
Suðurnesjum geta horft á það
’áfram.
Fyrsta söltun
á Vopnafirði
LOKIÐ var við að salta fyrstu
síldina á Vopnafirði í gærmorg-
un. Brettingur landaði um nótt-
ina 300 tonnum, og þar af 97
tunnur í pækli. Var síldin tekin
beint úr nótinni í tunnurnar.
Síldin leit mjög vel út, þegar
hún var verkuð, og fengust 53
tunnnr af saltsíld. Hins vegar
er ekki að vita hvemig hún
muni verkast í tunnunum.
Þá kom Örn einnig til Vopna-
fjarðar um nóttina með 290
tonn, en von er á Kristjáni Val-
geir með 290 tonn. Gideon og
Halkion, en hann er einnig með
síld í ís.
í iþessari ferð kom Haförninn
einnig með ísaða síld og síld í
pækli í tilraunaskyni á vegum
Bíldarverksmiðja ríkisins og
niðurlagningarverksmiðjunnar,
Sigló-síld.
Úr þessum tilraunum fengust
um 20 uppsaltaðar tunnur, bæði
úr ísuðu síldinni og þeirri í
pæklinum. ísaða síldin reyndist
betur til söltunar, þ.e.a.s. síldin,
sem var efst í kössunum.
Um það bil helmingur af þess-
um tuttugu tunnum var úr ís-
uðu síldinni, en hinn helmingur-
inn úr pæklinum.
Öll síldin, sem Haförninn kom
með, reyndist vel söltunarhæf
og þurfti engu að henda af
henni. Hefur oft verið söltuð hér
verri vara.
Þessi reynsla, sem hér
hefur fengizt, sýnir að vel mögu
legt er að flytja síldina ísaða í
kössum eða í pækli í tönkum.
Þó með smávegilegum breyting-
um.
Síldin var orðin um fjögurra
sólarhringa gömul, þegar Haf-
örninn kom með hana hingað.
í sumar hefur Haförninn flutt
til síldveiðiflotans um 1300 tonn
af brennsluolíu. Telja sjómenn
nauðsyn til þess að hafa olíuskip
sem fylgi síldveiðiflotanum.
— S. K.
„Eg tel mig mikinn lánsmann"
— sagði Fœreyingurinn, sem bjargaði
litla drengnum í StykkishólmshÖfn
ÉG var niðri í lúkarnum á bátn-
um, er lítill drengur kom um
borð og var hann sýnilega í
miklu uppnámi, og mér gekk
ekki vel að skilja hann. Mér var
það þó ljóst að eitthvað hafði
borið að höndum og snaraði mér
upp á þilfar. Sá ég þá hvar lítill
drengur flaut í snjónum út af
Svið lækka
umkr.8.35
1 FRÁ og með deginum í dag
gengur í gildi ákvörðun um
verðlækkun á sviðum. Kost-
ar kg. nú kr. 43, en var áð-
I nr kr. 51.35. Lækkunin nem-
I ur því kr. 8.35 pr. kr.
bryggjunni svo sem 20 metra
frá bátnum.
Það var Svend Andreasen sem
þannig komst að orði í símtali
við Morgunblaðið í gær, er hann
lýsti stuttlega björguninni á
Utla drengnum Lárentinusi
Gunnleifssyni, sem nærri var
drukknaður í höfninni í Stykk-
ishólmi á miðvikudaginn.
Andreasen sagðist strax hafa
stungið sér til sunds eftir drengn
um. Ég var ekki lengi að ná
honum, en hann var þá orðinn
alveg meðvitundarlaus. Ég synti
með hann upp að bryggjurmi.
Þar voru engir fullorðnir en
unglingstelpa og nokkur börn
sem hjálpuðu mér við að koma
drengnum upp á bryggjuna. Nú
er það svo með mig, sagði
Andreasen, að ég kann ekki
björgun úr dauðadái sem skyldi,
en ég hóf að reyna að lífga
drenginn við og fann fljótlega
að það var lífsmark með honum.
Nokkru síðar kom lögreglan og
tók drenginn og ók með hann
í skyndi í sjúkrahúsið. Ég fór
ekki með, en mér var sagt að
þar hafi þeir gefið drengnum
súrefni og hafi hann þá brátt
komist til meðvitundar á ný.
Ég tel mig mikinn lánsmann
að hafa getað bjargað drengn-
umÉg hefi átt heima hér í Stykk
ishólmi í 10 ár og kunnað vel
við mig og hef hug á að setjast
hér að fyrir fullt og allt.
Það hefur svo vakið mig til
frekari umhugsunar, — lífgun-
artilraunir mínar, — að það er
hverjum manni nauðsynlegt að
kunna á slíku góð skil. Það veit
enginn hvenær hann þarf að
kasta sér til sunds til að bjarga
mannslífi og þá er kannski ekki
nóg að kunna að synda, ef vel
á að takast, sagði Andreasen.
Andreasen er frá Suðurey í
Færeyjum. Hann var að fara á
leið heim til Lárentinusar sem
er annar tveggja sona Guðbjarg-
ar Lárentinusdóttur og Gunn-
leifs Kj.artanssonar, en sá eldri
sem er fimm ára var líka á
bryggjunni með litla bróður
sínum er hann féll fram af
bryggjunni.
ÍSLENDINGAR hafa fylgzt
með fréttum af Loftleiðadeil-
unni af miklum áíhuga og
hafa margir kennt Svíum um
það, að Loftleiðum hafa ekki
verið boðnir aðgengilegir
samningar um áætlunarflug
til SAS-landanna.
Fyrir utan minjagripaverzl
un í Hafnarstræti hefur verið
komið fyrir fanurn ýmissa
þjóða, m. a. Norðurlandaþjóð-
anna. í gær mátti sjá, að
sænski fáninn hafði verið
tekinn þar niður, en fáni Loft
leiða settur upp í staðinn.
Með þessu hefur vafalaust
átt að lýsa stuðningi við Loft
leiðir, en andúð á framkomu
Svía í deilunni.
Níundo
banaslysið
’ÖLDRUÐ kona lézt í sjúkraihúsi
í fyrrinótt af völdium umferðar-
slyss, sem hún varð fyrir hinn
20. júnl sl. Varð konan fyrir
'bifreið á Hringbrautinm, rétt
austan við viðkomustað SVR
þar. Fékk hún mikið höfuðhögg
'og lá meðvitunidarlaus í sjúkra-
búsi allan þennan tima. Er
þetta níunda banaslysið í um-
'ferðinni í ár. Konan hét Helga
Björnsdóttir, Hagamel 36, og var
79 ára a@ aldri.
Sikkimátökin og
styrjöldin 1962
U M margra ára bil hafa
Kínverjar og Indverjar átt
í deilum varðandi sameig-
inleg landamæri ríkjanna,
og hefur oft komið til
vopnaviðskipta milli þess-
ara tveggja fjölmennustu
þjóða heims af þeim sök-
um. Alvarlegustu árekstr-
amir urðu seint á árinu
1962 þegar Kínverjar
gerðu innrásir á fjórum
stöðum á austur og vest-
ur landamærunum. Ind-
verjar snerust til vamar,
og stóð styrjöld milli ríkj-
anna yfir í rúman mánuð.
Enn hefur komið til vopna
viðskipta á iandamærunum,
að þessu sinni í konungsrík-
inu Sikkim, sem er ind-
verskt verndarsvæði. Nokkurt
mannfall hefur orðið á báða
bóga, og kennir hvor hinum
um upptökin. Átökin nú eru
þó mjög frábrugðin upphafi
styrjaldarinnar 1962, því að
hér er ekki um landakröfu
að ræða af Kínverja hálfu,
að minnsta kosti ekki svo vit-
að sé.
Landamæri Indlands og
Kína eru um fjögur þúsund
kílómetra löng, ef Kashmir-
hérað er meðtalið, og liggja
að mestu í Himaiajafjöllun-
um. Austasti kafli landamær-
anna, þ.e. kaflinn frú Bhu-
tan að Burma, var markaður
árið 1914, og eru mörkin
nefnd McMahon-línan. Þessa
líniu neituðu Kínverjar að við
urkenna sem hin réttu landa-
mæri ríkjanna, og það var
þartna, sem aðal innrás þeirra
var gerð árið 1962. Gerðu Kín
verjar þá kröfu til 84 þúsund
ferkílómetra landssvæðis Ind-
lands-megin línunnar í Amm-
anhéraði. Einnig kröfðust þeir
þá 39 þúsund ferkílómetra
svæðis í Ladakhéraði í Kash-
mir, vestast á landamærum
Indlands og Kína.
Hinn 20. október 1962 hófu
Kínverjar skyndisókn inn í
Indland yfir McMahon línuna
og inn í Ladakhérað. Eins og
nú sögðu þeir þá að Indverj-
ar hefðu átt frumkvæðið að
bardögum á báðum svæðum,
en Indverjar bentu hinsvegar
á að útvarpið í Peking hefði
sagt frá innrásinni áður en
hún var gerð, og áður en til
nokkurra vopnaviðskipta
kom, sem sannaði að það
hefðu ekki verið Indverjar,
sem upptökin áttu.
Indverjar áttu mjög í vök
að verjast, og sóttu Kínverj-
ört fram, aðallega á aust-
urvígstöðvunum, þ.e. í Ass-
am-héraði. Voru þeir komnir
um 160 kílómetra inn í Ass-
am og áttu stutt eftir nið-
ur á slétturnar við Brama-
putra-fljótið þegar vopnahlé
var samið hinn 21. nóvember.
Það voru Kínverjar, sem boð-
uðu einhliða vopnahlé, og
lýstu því jafnframt yfir að
hersveitir þeirra yrðu látnar
hörfa „20 kílómetra út fyrir"
landamæri ríkjainna eins og
þau voru í framkvæmd 7. nóv
emiber 1959“. Þetta þýddi að
Kínverjar hörfuðu út fyrir
McMahon línuna á austurvíg
stöðvunum, en héldu landi
þvi, sem þeir höfðu unnið í
Ladak.
Indverjar saettu sig ekki
við hersetu Kínverja í Lad-
aik, en Pakistanstjórn tók af
þeir orðið vorið eftir þegar
hún samdi við Kínverja um
landamærin í Kashmir. Kash-
mir var sem kunnugt er bit-
bein Indlands og Pakistans,
og óráðið hvort ríkið ætti með
réttu að fara þar með völd.
Eftir samninga Pakistans og
Kína um landamærin var deil
unni vísað til Sameinuðu þjóð
anna til lausnar, en Kínverj-
ar höfðu fengið sína lausn,
Erfitt er að sjá hver til-
gangur Kínverja er að þessu
sinni, því þeir hafa engar
kröfur gert til héraða eða yf-
irstjórnar í Sikkim. Ef til vill
er nú um að ræða óskipu-
laigða árekstra, sem orðið
hafa fyrir mistök ein, eins og
talsmaður japanska utanríkis-
ráðuneytisins hefur spáð.
Mun það væntanlega verða
ljóst fljótlega.