Morgunblaðið - 20.09.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.09.1967, Blaðsíða 10
f i I í I Ungverjalandi, þar sem tónlist er kennd sem eitt af að'alfög- iu.m, en slíkir skólar munu einn ig til í Sviss, Frakklandi og iBandaríkjunum — og e.t.v. víðar. Fleiri lönd munu hafa í hyggju ag gera tilraunir í þessa átt. — Þetta þurfum við .— og þið íslendingair — líka að gera. I því sambandi vildi ég þó sérstaklega minnast á það hér, að frá því ég kom hér fyrir þrettán árum — þá líka á Tónlistarhátíð Norðuxlanda — hefur íslenzkum hljóðfæra- leikurum farið mjög mikið fram. Frammistaða þeirra á hljómleikunum í gærkvöldi var ágæt og sýndi, að hér hafa orð- ið miklar framfarir í tónlist á þessum tíma. Ástandið hér á íslandi er að því leyti líkt og í Fin-nlandi, að bókmenntir hafa setið í fyrirrúmi fyrir öðrum listum. Það er skiljanlegf — þið eigið ykkar jöfur, þar sem er Halldór Kiljan Laxness og eflaust fleiri — og það hlýtur að hafa mikil áhrif. Við eigum líka okkar stórmenni á bók- menntasviðinu. En þetta hlýt- ur smám saman að breytast. Menn verða aðeins að gera sér ljóst, að tónlistin er kostnaðar- sem blm. Mbl. hitti að máli sem snögigvast í gær ásamt öðr- um fulltrúa Svía, Csaba Deák. Sá síðarnefndi er raunar ung- verskur að ætt og uppruna en flýði til Svíþjóðar eftir upp- reisnina haustið 1956 og er nú sænskur ríkisborgari. Hann er u.þ.b. 35 ára, kvæntur sænskri konu og eiga þau tvö börn. Lidlholm, sem er fæddur ár- ið 192.1, sagði í spaugi, að þeir gætu komið fram sem full'trúar gömiu og nýju kynslóðanna í sænskxi tónlist — en láta mun nærri að ekki megi á milli sjá hvor þeirra er „yngri“ í list- sköpun. Lidlhiolm er það, sem eitt íslenzku tónskáldanna kallaði „ulfra moderne" og sjálfur taldi hann sig heldur í hópi með „róttækum‘ ‘nútíma- skáldum en þeim, sem kallast mættu „moderet". Að aldri til og tónsmíðum væri helzt hægt að skipa sér í flokk með Karl Birger Blomdahl og Sven Erick Bácke. Bæði Lidlhioilm og Deáfc eru nemendur Hildings Rosenbergs, sem þeir sögðu „The Grand Old Man“ sænskrar nútímatón- listar. Hann væri nú 76 ára eða þar um bil og annar aðal „póllinn í sænskri tónlistar- sköpun. „Við getum sagði Lidlhottm, stiiMt þeim u.pp saman, Rosenberg og Lars Erik Larsson, sem tveim- ur höfuðpaurum; Larsson fyrir þeirri tónlist, sem telzt meira „moderat" hinum fyrir „rótttækari" tón’ist. Annars er óhugsandi að flokka sænsk tónskáld eftir ákveðnum stílum Ingvar Lidholm og frú. sömust allra lista — hún hefur alltaf þurft og mun alltaf þurfa á miklum peningum að halda. — Að lokum, Kokkonen, að hverj.u vinnið þið nú? — Ég hef nýlokið við þriðju sinfóníuna mína. Hún var frum flutt heima í Helsinki fyrir viku. Ég er því eins og maður segir, „mdlli verka“ nú um þess ar miundir. Hinsvegar hef ég verið beðinn að semja verk fyr- ir Helsinki-vikuna í vor — það eru tónlistardagarnir, sem áður gengu undir nafninu Sibelíusar vikan — og verð að fara taka til hendinni. Þetta verður ver.k fyrir sinfóníuhljómsveit og á að leikast á setningar- hiljómleiikunum. Hvensfconar verk þetta verður veit ég ekki ennþá — ég hef ýmsar hug- myndir í kollinum en hef ekki enn gert það upp við mig, hver er sú bezta. Á hljómleikunum á föstudag- inn verður einnig leikið tón- verkið „Mutanza" eftir sænska tónskiáldlið Ingvar Lidholm eða stefnum og þá heldur ekki eftir aldri. Tónlistarlíf mun óvíða jafn fjölbreytt eða teg- undir tónlistar margvíslegri en í Svíþjóð. — Það svið, sem sænsk tónlist spannar, sagði Deak, nær allt frá því róttæk- asta til hins íhaldssamasta. Hann bætti því við, að hann teldi sjálfan sig sennilega þar mitt á milli, ef maður á að vera að skipa sjáflum sér á belbk eimhvers staðar“. — Byggið þér að einhverju leyti á ungverskri tónlist eða tónlistarhefð? — Það hlýt ég að gera i þeim skilningi, að hver maður byggir að nokkru leyti á því umhverfi, sem hefur alið hann og haft á hann áhrif. En í þeim skilningi, að þetta bomi beint fram í Dónlist minnd, held ég, að svo sé ekki. Ég hlýt hinsvegar að vera frábrugðinn ungum sænskum að því leyti, að ég hlaut grundvallarmenntun mína í Búdapest við allt önnur skilyrði og annað andrúmsloft en sænsku tónskáldin. Þegar ég II. Erlendu tónsmíðarnar og höfundar þeirra Á HLJÓMLEIKUM, sem haldn- ir eru þessa viku, meðan Tón- listarhátíð Norðurlanda stend- ur yfir, verða leikin tónverk eftir nítján norræna höfunda aðra en íslendinga. Flestir eru þeir ungir menn, aðeins fjórir þeirra eru fæddir fyrir 1920 en elztur er Daninn Hermann D. Koppel, prófessor í pianóleik í Kaupmannahöfn og mikil- virkt tónskáld. Til hátiðarinnar hér mun aðeins tæpur helming- ur þessara tónskálda hafa komið og náði Mbl. tali af nokkrum þeirra í gær, að loknum hádegisverði, er þeir snæddu að Hótel Sögu ásamt ýmsum framámönnum i lista- og menntíngarlifi Reykjavik,- ur. Á Sinfóníuhljómleikunum í Háskólabíói á föstudagskvöld ið verður meðal verka á efnis- skrá „Sinfonia de camera“ eftir finnska tónskáldið Joon- as Kokkonen. Það var skrifað fyrir sex árum að beiðni hljóm sveitarinnar Festival Strings Lucerne og stjórnanda hennar, Rudolfs Baumgartnes. Þá hljómsveit hafði Kokkonen fyrst heyrt leika á tónlistar- hátíðirmi í Luzern árið 1960, er hún flutti „Kunst der Fuge“ eftir Johann Sebastian Bach. Til minningar um þessa hljóm- leika eða öllu fremur í þakk- lætisskyni, lét Kokkonen sin- fóníu sína hefjast á stefinu B-A-C-H — Þó er „Sinfonia de camera“ fyrst og fremst óður til Bach, sagði Kokkonen í viðtali við Mbl. í gær, — ég hef víst oft sagt það áður og er reiðubúinn að endurtaka hér, að Bach er minn fyrsti og bezti kennari. Enda þótt verkið sé sex ára, er það mér hugstætt einmitt nú, því að ég kom hingað beint frá Austur-Þýzkalandi, þar sem ég var á tónlistarráðstefnu. Ég ætla ekkert að segja um muninn á þessum tveimur löndum, Austur-Þýzkalandi og íslandi, því þá förum við að tala um stjórnmál og það vil ég ekki. En í þessari ferð sá ég Thomasar-kirkjuna í Leipzig og gröf meistarans mikla í fyrsta sinn og það voru mér ógleymanlegir viffburðir. Þeg- ar við komum inn í kirkjuna vildi svo lánlega til, að Thom- asarkórinn var að æfa kantötu eftir Bach: „Ein Festeburg ist unser Gott“ — Vor Guð er borg á bjargi traust — og það var stund. Kokkonen, sem nú er 46 ára að aldri, er eitt virtasta núlif- andi tónskáld í Finnlandi og tónlist hans víða kunn. Hann á sæti í finnsku akademíunni, sem skipuð er tólf mönnum, er hvað hæst standa í vísindum og listum landsins. Er einn fulltrúi fyrir hverja grein, sex úr vísindagreinum og fjórir úr listgreinum, Kokkonen frá tón- listinni, Sam Wanni sem er listmálari, Mika Waltari, rit- höfundur og Alvar Aalto, arki- tekt. Þeir, sem skipaðir eru í afcademíuna halda þvi sæti til æviloka. Megin markmið henn- ar er að gefa þessum mönnum færi á að vinna að eigin verk- um, óháffir fjárhagslegum álhyggjum. Þeir fá laun frá ríkinu en jafnframt ber þeim að sinna ýmsum opinberum skyldum, vinna eftir megni að framgangi sinnar greinar og Joonas Kokkonen taka að sér sem nemendur unga vísinda- og listamenn, sem hafa sérstaka hæfileika. Kokkonen hefur sem meðlim- ur akademíunnar mikil af- skipti af tónlistarlífi Finnlands almennt — og sagði, að uppi væru ýmsar ráðagerðir, sem miðuðu að því að auka almenna tónlistarfræðslu og gefa efni- legum tónlistarmönnum, bæði hljóðfæraleikurum og tónskáld um, aukna starfsmöguleika. — Tónlistarlíf er mjög fjöl- breytt í Finnlandi, sagði hann. Þar er ekki ráðandi nein ein stefna, menn gera tilraunir með margvíslega tegund tónlis’ar. Nefna nöfn? — Ja, þá tala ég auðvitað fyrst og fremst um mína eigin nemendur í þeirri von og vissu, að þeir lesi ekki íslenzku dagblöðin, sagði Kokkonen kankvíslega. — Raunar má segja að næstum öll yngstu tónskáldin hafi ver- ið nemendur mínir. Með þeim fremstu og efnilegustu mundi ég samt telja Erikki Salmen- hara, sem fæddur er 1941. Eitt tónverka hans, „Elegie 11“ fyr- ir tvo strokbvartetta verður leikið á hljómleikunum á fimmtudaginn. Annar mjög efnilegur er Aulis Sallinen, hann er 5 eða 6 árum eldri en Salmenhara og orðinn tölu- vert kunnur og viðurkenndur erlendis. — Eitt helzta vanda- mál finnskra tónsmiða hefur verið að fá verk sín útgefin á nótum og leikin á hljómplötur, en ég geri mér vonir um að þetta sé nú að breytast til batn aðar. Hinsvegar hefiur eitt mikilvægasta vandamáiið í tónlistarlífi Finnlands almennt, eins og annarsstaðar, verið ónóg tónlistarfræðsla í skól- um. f þeim efnum býst ég einnig við miklum framförum á næstunni. Við verðum að gera okkur ljósrt, að samkeppn- in á sviði tónlistarinnar er orð in svo geysilega hörð, segjum til dæmis milli hljóðfæraleik- ara, að ekki dugir annað en byrja nógu nemma og nýta tím ann vel. Það, sem við þörfn- umst eru sktólar, þar sem efni- legir nemendur geta stundað list — hvort sem er tónlist, málaralist, höggmyndalist eða aðrar greinar, samhliða venju- legu skólanámi. Ég hef kynnt mér slíka skóla í Rússlandi og kom til Svíþjóðar var ég 25 ára; nógu gamall til þess að hafa orðið fyrir áhrifum af ungverskri tónlistarhefð og ungversku umhverfi. Á hinn bóginn líka nógu ungur til þess að geta veitt viðtöku og sam- lagazt þeim nýju staumum og nýja andrúmslofti, sem ég kynntist við komuna til Sví- þjóðar. Rosenberg tók mig upp á sína arrna, þegar ég kom þang- að og fyrir hans tilstilli fyrst og fremst, komst ég í kynni við sænskt tónlistarlíf. — Það er víst óhætt að segja, sagði Lidholm, að flest efnilegustu ungu tónskáldin I Svíþjóð séu nemendur Rosen- bergs. Ekki svo að skilja, að hann hafi lifað á kennslu, heldur tók hann að sér þá, sem honum þótti efnilegastir og kenndi þeim. Hann þénaði að minnsta kosti ekki mikið á okkur tveimur. Ingvar Lidholm er nú próf- essor við tónlistarháskólann i Stokkhólmi og kennir fyrst og fremst nútímamúsik — „ég hef ekki áhuga á að kenna annað en það, sem tilheyrir okkar lífsviðhorf". Á sama hátt hef ég ekki áhuga á að semja öðru vísi tónlist. Mér finnst, að menn hvers tíma eigi að leita nýrra forma og nýrra leiða til tjáningar. Að byggja á gömlum formum er eins og að umsemja gömlu verkin og mér er til efs, að nokfcru sinni tafcist að gera betur en gömlu meistararnir gerðu“. Hann sagði, að nú væri í fyrsta sinn farið að kenna sænskum nemendum í tónsmíð- um að fást við elektróníska músik — og höndla þau tæki sem til hennar þarf. „í sænska útvarpinu, sagði hann, hefur á undanförnuh árum verið byggt upp mjög fullkomið elektrón- ískt studío, eitt hið fullkomn- asta, sem þekkist í Evrópu og nemendur fá nú að kynnast þessu, meðan þeir eru við nám. Svo er nú í bígerð að byggja nýjan tónlistarháskól'a í Stokk- hólmi. Ég býst við, að þingið taki ákvörðun um það í vetur. Síðan fer sennilegt eitt ár í undibúning og við getum búizt við, að verkinu verði lokið eftir fimm eða sex ár. Þar verður vonandi — og áreiðan- lega ef ég fæ nokkru um ráðið — fullkomið elektrónískt stúdíó og skólinn yfirleitt sniðinn algerlega eftir ströng- ustu kröfum um nútíma tón- listarskóla. Þar munu einnig stunduð tónvísindi, sem til þessa hafa fallið undir verk- svið Stokkhólmsbáskóla. Hug- myndin er sú, að upp rísi eins- konar listháskólamiðstöð — annar skóli verði reistur fyrir leikhúsgreinarnar, hinn þriðji fyrir kvikmyndagerð og svo framvegis. Tónverki „Mutanza" sem leikið verður á föstudag, sagði Lidholm að væri samið árið 1959. Það væri stef með til- brigðum eða öllu heldur mynd- breytingum. Þar skiptust á til- brigði í hljómum og hljóðfalli. Verkið sagði hann samið fyrir sinfóníu af meðalstærð en með nokkuð miklu slagverki og ein- leiksatriði væru fyrir saxofón, flautu og fiðlu. Mjög sagði Lidholm verk sitt byggjast á hljómum ein- stakra hljóðfæra. Hann hafði ekki heyrt æfingu á verkinu, er saigði, að sér virtist bljóm- sveitarstjórinn gera sér full- komlega ljóst, hvernig það skyldi flutt. „Ég býst við góðu eftir það sem við heyrðum í gær sagði hann. Þrátt fyrir dá- lítið óheppilegan hljómburð í kirkjunni voru tónleikararnir þar ágætir. Þar var fullmikið bergmál en maður vandist því“. k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.