Morgunblaðið - 20.09.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.09.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. SEPT. 1967 21 SKIP SMÍ-ÐUÐ ERIENDI 1 SKIP SMÍÐUÐ Á ÍSLANDI. VFRn* UMBOÐSLAUN TEKJUR í RÍKIS- OG SVEITASJÓÐI ÍSLANDS UMBOÐSLAUN TIL ERLENDRA AÐILA TIL fSLENZKRA AÐILA AF ERLENDRI SMÍÐI AF INNLENDRI SMÍÐI TIL ERLENDRA AÐILA TIL ÍSLENZKRA AÐILA MISM. Efni og tæki til skipsins. 50.00 0.00 0.00 50.00 — — — umboðslaun. 5.00 1.00 0.10 0.60 0.00 6.00 Vinnutaun nettó. 30.00 40.00 Skattar og opinber gjöld. 10.00 0.00 2.00 10.00 HagnaSur skipasmiðastöSvar. 10.00 0.00 1.00 10.00 Umboðslaun tU soluumboðs skips. 5.00 óiso íslenzkfr eftírlitsmenn og áhöfn. 10.00 1.00 0.10 1.00 Breytingar viS.heimkomu skips. 1.00 0.10 0.00 Flutningskostnaður. 0.50 0.01 0.20 ' 2.00 Vextir af lánum. 5.00 6.00 Samtals: 116.50 5.00 6.00 1.71 3.90 0.00 6.00 119.00 Mismunur á umboSslaunum, 1.00 6.00 6.00 6.00 6.00 6/00 — — tekjum til opinberra sjóSa. 2.19 - 2.19 3.90 3.90 íslenzk vaxtalækkun 1.00 Skattar, útsvör, 'söluskattur 0. fl., opinberar greiSslur frá skipa- smíSastöSvum, starfsfólki þeirra og ýmissa verktaka,. endurgreitt til „niðurgreiSslu" skipsverSs. * 3.19- 3.19 SAMTAIS: ERIENT. 116.50 INNLENT. 115.81 Athygli skal vakin á því að tölur töflunnar eru hlutfallstölur. Tölurnar sýna því ekki raunverulegt verðmæti heldur samanburð á kostnaði við skipasmíðar erlendis og á íslandi. Sýnir taflan, að gefi íslenzka ríkið eftir opinber gjöld, sem þag fær ekki af erlendri skipasmíði, er ódýraraog hagkvæmara að smíða skip á íslandi. Skipasmíöar hér og erlendis fyrir íslenzka útgerð HVERS vegna láta íslendingar smíða skip sín erlendis? Er það samkvæmt ráðleggingu inn- lendra og erlendra hagfræðinga, eða annarra sérfræðinga? Er það vegna þess að þeir er- -lendu séu færari fagmenn en þeif íslenzkiu? Er það vegna skorts á lánsfé frá íslenzkum lánastofnunum? Nýtist okkur erlendi gjaldeyr- irinn betur á þann hátt? Er það vegna ýmiskonar snobb samvinnu (t.d. norrænnar sam- vinnu), og klíkuskapar? Bezt er að hætta við að skrifa upp fleiri spurningar, en í raun ætti og mætti hafa þær fleiri varðandi innflutnininn. Mér virðist í þessu máli, að minnsta kosti á sumum sviðum innflutnings vera t.d. um hreina vernd fyrir erlenda aðila að ræða. Hafið þið gert ykkur grein fyrir því, að ef keypt er til skips, statt í erlendri höfn, þá er það toll- og söluskattsfrítt? Og að umboðslaun fara að öllu eða að mestu til erlendra aðila? Síðan er ætlazt til þess að innlendi um boðsmaðurinn veiti þjónustu og leiðbeiningar (án endurgj alds), og eigi á boðstólum varahluti til þeirra tækja, er keypt vor.u á áðurnefndan hátt til landsins. Mig langar til þess að gera til- raun til þess að athuga nánar skipasmíðamálið með því að setja það fram í nókkurskonar töfluformi til samanlburðar, til þess að gera mér einhverja hug- mynd um fjármunahreyfinguna. Á töflunni sést meðal annars að ríkis- sveita eða bæjasjóðir gera sig ánægða með lágar fjárhæðir í „kassann“, nánast sagt ekkert, sé skipið smíðað erlendis. Ef ríkissjóður gerir sig ánægð- an með núll-stöðuna gagnvart er- lendum skipainnflutningi, því þá ekki að endurgreiða alla tolla og skatta er „ríki“ og bæjarfélög fá, beint eða ótoeint frá þeim sem að smíðinni standa hérlend- is, til skipasmíðastöðvarinnar? Með öðrum orðum, haldi áfram að standa á tekju-núllinu, þótt skipið sé smíðað hérlendis, eins og nú er þegar það er byggt er- lendis? Þessi aðferð l'ítur betur út helduT en ef settir yrðu verndar- toliar fyrir íslenzkan iðnað. Sigurður Hilmar Ólafsson. Heiftariegir bardagar í Kanton Peking-stjórnin viðurkennir alvarlegan ágreining innan Rauða hersins og verkamannasamtaka landsins Moskvu-útvarpið og dag- blöð í Hong Kong hafa skýrt frá því að herflokkar Pe- king-stjórnarinnar notuðu skriðdreka og Iangdrægar fallbyssur til að stöðva bar- dagana milli andstæðinga og Sir John Cockroft látínn Cambridge, 18. september NTB BREZKI eðlis- og kjarnorku- fræðingurinn Sir Jolin Cockroft, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1951, fannst í dag látinn að heimili sínn í Cam bridge. Sir John stóð á sjötugu er hann lézt og hafði ekki verið við góða heilsu undanfarið en ætlaði sér engu að síður að sitja landsþing frjálslynda flokksins brezka nú í vikunni. Sir John varð heimsfrægur maður árið 1932 er þeim dr. E.T.S. Walton tókst að kljúfa atómið. Er heimsstyrjöldin síð ari skall á vann hann að loft- vörnum og þróun ratsjárinnar. Er heimsstyrjöldinni lauk gerð- ist hann forstöðumaður brezku kjarnorkurannsóknastöðvarinn- ar í Harwell. stuðningsmanna Mao Tse- tungs í Kanton, höfuðborg Kwangtung-héraðsins í S- Kína. Segja Hong Kong blöð- in, að heiftarlegir bardagar hafi geisað í borginni um hclgina og 200 rauðir varð- liðar hafi fallið í þessum átökum. Þá hafa blöðin það eftir ferðamönnum frá Kan- ton, að andstæðingar Maós hafi sprengt í loft upp sex hæða byggingu, sem Maóist- ar notuðu fyrir starfsemi sína. Brezkir hermenn á landamærum Hong Kong og Kínverska alþýðulýðveldisins handtóku í fyrri viku tug kín- verskra flóttamanna, sem sögðu að 20.000 flóttamenn biðu handan landamæranna eftir því að komast á ólögleg- an hátt til Hong Kong. Fregnir Moskvu-útvarpsins voru að mestu leyti samhljóða fréttum Hong Kong blaðanna. Sagði útvarpið, að andstæðingar Maós hefðu ráðist á flotastöð í Kanton og náð á sift vald all- mörgum skipum. Herstjórnin hefur fyrirskipað rauðum varð- liðum og andstæðingum Maós, að afhenda öll vopn, en þetta boð er virt að vettugi. Hefur her- stjórnin látið í það skína, að hver sá borgari, sem beri á sér vopn í Kanton verði skotinn um- svifalaust. Ferðamenn segja, að þrátt fyrir þessar hótanir hafi andstæðingar Maós gengið fylktu Ifði um göturnar, vel vopnaðir. Þeir hafa hvatt fólk til að flýja frá Kanton og segja ofsafengna bardaga framundan í borginni. Það hefur verið staðhæft, að bændur streymi í hundruð þús- unda tali til Canton og vopn- um og sprengjum sé smyglað til borgarinnar á vöruflutningabíl- um. Dagblað alþýðunnar í Peking hefur hvatt bændur til að sinna haustuppskerunni meira en menn ingarbyltingunni. í leiðara blaðs- ins er skorað á bændur að vinna að uppskerunni á daginn, en nota kvöldin til byltingarstarfsemi. Varaði blaðíð bændur við að fara til borganna til að taka þátt í menningarbyltingunni þar. Peking-stjórnin viðurkenndi á sunudag, að iðnaðarverkamenn í Kína væru alvarlega klofnir innbyrðis í baráttunni milli Liu Shaa-chi, forseta, og Maó, for- manns. Stjómin viðurkenndi einnig, að tilraunir væru gerðar til að kljúifa Rauða heninn. Þessar játningar voru gerðar í málgagni kinverska kommúnistaflokksins, Rauðafánanum. Þar er einnig deilt mjög harðlega á Liu for- seta, sem blaðfð nafngreinir ekki, en kallar „Krúsjeff Kínverska alþýðulýðveldisins." Yfirmaður leyniþjónustu kín- verskra þjóðernissinna á For- New York, 16. sept.. NTB. BORGARYFIRVÖLDIN í New York hafa krafizt þess, að kenn- arasamtökin greiði 10.000 dala sekt á dag, hverfi kennarar ekki þegar aftur til vinnu. Dómstóll hefur úrskurðað, að verkfall kennara, sem staðið hefur í fimm daga, sé ólöglegt. Krafan um skaðabótagreiðslur var lögð fram í hæstarétti New York ríkis, sem fjallar nú um þá ákæru, sem borin hefur verið fram gegn formanni kennara- samtakanna, Albert Sanker, og tveimur aðstoðarmönnum hans, að þeir hafi sýnt réttinum fyrir- litningu. Á föstudag mættu aðeiris um tuttugu prósent kennara í New mósu sagði á laugardag, að hvorki Maó formaður né Lin Piao, Varnarmálaráðherra, njóti óskoraðs trausts Rauða hersins á meginlandi Kína. Sagði yfirmað-- urinn, að hreinsanir þær, sem Maó lét framkvæma í hernum hafi valdið mikilli úlfúð innan hans. York til vinnu. Samtök þeirra ná til 58.000 kennara í 900 skólum. Skólabörn í New York eru 1,1 milljón talsins. Talsmaður borgarstjórnarinn- ar hefur sagt við blaðamenn, að borgaryfirvöldin muni ekki krefjast refsingar leiðtoga sam- takanna, svo framarlega, sem. kennarar hlíti úrsk.urði dóms- valdsins og hefji vinnu. Sanv- kvæmt lögum gætu yfirvöldin krafizt þess, að leiðtogamir' yrðu dæmdir í mánaðar fang- elsi og 2i50 dollara sekt. Laun kennaranna eru nú 5.400 til 9.900 dalir á ári en þeir krefjast hækkunar upp í 7.500 til 15.000 dali á ári Kennarasamtökin greiöi 10.000 dala sekt á dag — hefji þau ekki vinnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.