Morgunblaðið - 23.09.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.09.1967, Blaðsíða 1
28 SIIIUK wmMfátáltífo 54. árg. — 215. tbl. LAUGAKDAGUR 23. SEPTEMBER 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins Wilson svarar frú Katsjenko Lundúnum, 22. sept. — NTB — HAROLD Wilson, forsætisráð- herra Stóra-Bretlands, visaði í dag á bug ákærum ciginkonu sovézka vísindamannsins Vlad- imir Katsjenko á hendur brezk um yfirvöldum. Galina Katsj- enko segir, að brezkir öryggis- verðir hafi misþyrmt manni sin um. í bréfi til frúarinnar segir forsætisráðherrann, að þessar á- kærur væru rakalausar, en sam tímis lét hann í ljós þá ósk sina, að Rússanum unga, sem fór til Sovétríkjanna á fimmtudag, mætti batna sem skjótast. Frú Katsjenko ritaði Wilson bréf, þar sem hún kvaðst undr- andi og óttaslegin vegna þeirr- ar ruddalegu og ómannúðliegu meðíerð, sem maður hennar hefði hlotið hjá brezku öryggis- vörðunum, er þeir drógu hann út úr farþegaflugvél, sem var á leið til Moskvu. Manninum var síðan skilað í sovézka sendi ráðið í Lundúnum, að eigin ósk. Wilson sagði í bréfi sínu, að honum þætti leitt, að Katsjenko væri alvarlega veikur, en bætti því við, að fullyrðingar frúar- innar væru rangar. Hann sagði, að erfiðleikarnir hefðu hatfizt Framhald á bls. 27 Samsæri FRÚ Galina Katsjenko og sov ézkur öryggisvörður aðstoða dr. Katsjenko um borð í svo ézka flugvél á Heathrow- flusrvelli fyrir tveimur dög- um. Dr. Tatsjenko hafði lagt stund á eðlisfræði við háskól- ann í Birmingham. Brezka Jögreglan flutti hann úr sov- ézkri flugvél 16. sept. sl. vegna þess að grunur lék á, að rússneskir leyniþjónustu- menn hefðu rænt honum. — (AP-mynd). Sumsæri gegn Ojukwu? Lagos, 22. sept. AP. STJÓRNARLEIÐTOGI í Biafra, Ojukwu, ofursti, skýrði frá því í útvarpsræSu i dag, aS komizt hefði upp um samsæri gegn stjórn hans og hefðu þar átt hlut að máli nokkrir hægrisinnaðir herforingjar. Væri þeim um að kenna, að stjórnarherinn í Lagos hefði náð á sitt vald Benin — höfuðborginni í miðvesturhéraði Nígeríu, sem einnlg hafði lýst yfir sjálfstæði og kallar sig Ben- in. — Ojukwu sagði, að hægri sinn- aðir herforingjar í Biatfra-(h.e.r hetfðu gefið her.stjórninni í Laigos Framhald á bls. 27 Aukmkosningar í Bretlandi: Verkamannaflokkurinn galt mikið afhroi — i tveimur kjördœmum — Kosningaþátttaka aðeins 54% Lundúnum, 22. sept., AP-NTB. BREZKI Verkamannaflokk- urinn tapaði tveimur þing- sætum til íhaldsflokksins í aukakosningum í Waltham- stow í A-Lundúnum og Cam- bridge á fimmtudag. Urslitin í Walthamstow hafa vakið mikla athygli sökum þess, að þar hefur Verkamannaflokk- urinn átt tryggt þingsæti síð- an 1929, en þetta er kjördæmi Clement Atlees, fyrrv. for- manns Verkamannaflokks- ins. — Ósigur stjórnarinnar í þessum aukakosningum er, að sögn NTB-fréttastofunnar, einn hinn mesti í brezkum Milljón Texas- búar einangraðir vegna flóða - Tjónið nemur milljarði dala Corpus Christi, Texas, 22. sept., AP-NTB. GÍFURLEG flóð í suðurhér- uðum Texas-fylkis hafa ein- angrað allt að milljón manna, aið sbgn AP-fréttastofunnar í dag. Flóðin komu í kjölfar fellibylsins Beulah, sem geis- að hefur í Texas og Mexíkó undanfarna daga, en nú hef- ur mjög dregið úr styrkleika hans. Fellibylurinn hefur orð ið 30 manns að bana á Kara- Framhald á bls^ 27 stjórnmálum eftirstríðsár- anna. Þýða kosningaúrsilitin 18% sveiflu í hag íhalds- flokknum og harða gagnrýni kjósenda á hinum ströngu efnahagsráðstöfunum stjórn- ar Wilsons, forsætisráðherra. Aukakiasningairmar voru haldn ar veigna frálfialla þi'ngmanna kjöirdiæmanna tveggja. Kjörsókn vaT einiunigis 54%, og alls bfoot stjórniarandjstaðan ?12 la.tkvæða-¦ Framhald á bls. 27 Rio de Janeiro, 22. sept. AP: — LÖGREG.LUYFIRVÖLD í Ríó de Janeiro munu í næstu viku kveðja út 4.000 manna vara- lið vegna grunsemda um sam- Bæri gegn þátttakendum í ráð- stefnu Alþjóðabankans og AI- þjóðagjaldeyrissjóðsins. Öryggisverðir verða til stað- ar í hótelum þeim, sem ráð- stefnugestir gista og ennfrem ur við flugvelli og háskóla. Veggspjöldum hefur verið komið fyrir víða í borginni með áletrunum svo sem: ¦— „Burt með IMF", (Alþjó'ða- gjaldeyrissjóðinn), og „Sjóð- ur þýðir sultur". Mest ber á spjöldum þessum við háskól- ana, þar sem stúdentar hyggj- ast efna til mótmælaaðgerða næsta miðvikudag. ALÞJOÐLEGUR G JALDMIÐILL — Fundir Alþjéðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins — Rccítf við dr. Jóhannes Nordal HINN 25. þ. m. hefjast í Rio de Janeiro ársfundur Alþjóðabank- ans og Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins, og verður þar ni.a. rætt um alþjóðlegan gjaldmiðil, sem hug- myndin er að koma á. Af hálfu íslands sækja fundi þessa dr. Jóhanncs Nordal, sem er aðal- fulltrúi íslands hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, og Jónas Har alz, sem varafulltrúi, og Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráðherra, sem er aðalfulltrúi hjá Alþjóða- bankanum, og Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, sem er vara- fulltrúi. Morgunblaðið leitiaði fregna hjiá Jóhannesi Nordial atf funduim þesisuin ag fóriUisit (honium m.a. orð á þessa leið: Útlit er fyirir,, að á þessum fundi verði teknar ákvarðanir um mifcilvægustiu breyitinigar, seim .ge'rðiar hatfa verið á pen- inigafcerfi heimisins, sdðlan Al- þjóðabankinni og Alfþjóðagjiald- eyrissjóðiurinn voru stoifinaðir fyrix 20 árum. Þessar breytingar eru fólgnar í tillög.um, sem fram hiatfa verið llagðar efti.r langvarL andi samniingaviðræðiur milli að- ildari-íkja.nn.a um sköpun nýs allþjóðleigs gjaldmiðils. Á und.anförnum árum hsfuc þiað komið í ljós í vaxiandi mæli, að framboð á gulli og öðrum gjaldmiðli. sem alþjóðiaviðskipti hatfa byg.gzt á, væri ófullnæigj- andi, ,svo hætta vær^ á, að sikort- ur á lalþjóð'esr; greiðsluigstu gæti Framhald á bls. 26 Þrjú barnslík finnast New York, 22. sept. AP: ÞRJÚ barnslík fundust smurð í kofforti í kjallaraíbúð í New York snemma í morgun. Börn in hafa eftir öllu að dæma fæðzt fyrir rúmuin 40 árum og augsýnilega komið fullburða í heiminn. Koffortið var í eigu konu, Anne Solomon að nafni, sem lézt árið 1954, 57 ára gömul, og er talið, að hún hafi verið móðir þessara barna. Barnslíkin voru vafin inn í dagblaðapappír frá árunum 1920, 1922 og 1923. Eins og fyrr segir voru þau smurð og höfðu varðveitzt svo vel, að ógjörningur er fyrir sérfræð- inga að dæma um hvort þau hafi fæðzt lifandi eða and- vana. Engin merki sáust um á- verka á líkunum. Eftirlifandi maður Anne Solomon kveðst enga hug- mynd hafa haft um koffortið og því síður um hvað það geymdi. Hann kva'ð Anne hafa verið gifta áður, en hann vissi ekki til að hún hefði átt börn í því hjónabandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.