Morgunblaðið - 23.09.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.09.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. SEPT. 1967 Tónlistarhátíð Norðurlanda MIKIÐ er um dýrðir í músíklífi höfuðborgarinnar um þessar mundir: samnorræn tónlistarhá- tíð með þátttöku allmargra er- lendra gesta, tónleikum upp á hvern dag og tilheyrandi veizlu- höldum. Alls eru það fimm tón- leikar, sem mönnum gefst kostur á að hlýða, án þess að nokkurn- tíma líði dagur á milli, og kynnt eru verk nærri 30 höfunda, að meðtöldum sex íslenzkum tón- sfeáldum, ,sem eiga verk á sérstök um tónleikum wtan aðaldagskrár hátíðarinnar. Það er Sinfóníu- hljómsveit Islands undir stjórn Bohdans Wodiczkos og Musica nova, sem hafa mestan vanda af öllum þessum tónlistarflutningi, en annars er það Ríkisútvarpið. sem sér um framkvæmd hátfðar- inna.r. Áður herfir verið rækdlega skýrt frá tilhögun og tilgangi há- tíðarinnar hér í blaðinu og marg ir þátttakenda kynntir með ýtar- legum viðtölum, svo að hér verð- ur að mestu látið nægja að víkja að sumu því, sem fyrir eyru hef- ur borið á tónleikunum. Kammertónleikar í Háteigs- kirkju á mánudag Það ber til nýlundu, að tvennir kammertónleikar hátíðarinnar eru haldnir í Háteigskirkju. Eft- irhljómur er þar með mesta móti, að minnsta kosti þegar náð er ákveðnu styrkleikastigi, og er hætt við að hann geti orðið dá- lítið þreytandi. Hitt má líka vera að þetta venjist: reykvískir tón- leikagestir þekkja yfirleitt ekki annað heima fyrir en hljómburð arlausa sali. Fyrir strokkvartetta og aðra slíka fíngerða tónlist kemur þetta ekki að sök, og má því segja að skrautkirkja þessi sé ekki illa fallin til slíkra nota. Og sæti eru þar þægilegri en í flestum öðrum kirkjum, sem und irritaður hefur kynnzt. Þa'ð var Páll Pampichler Páls- son, sem „opnaði" hátíðina ef litið er fram hjá frumsýningu Þjóðleikhússins á Galdra-Lofti með músík eftir Jón Leifs, en undirritaður átti ekki kost á að vera viðstaddur þá sýningu. — „Hringspil" Páls P. Pálssonar, sem hér var flutt, hefur áður heyrzt á tónleikum hjá Musica nova, ef hægt er þá að tala um að slíkt verk heýrist tvisvar, því að svo margar og mikilvægar á- kvarðanir um heildarsvip verks- ins eru af höfundi eftirlátnar flytjendum hverju sinni, að eng- ar líkur eru til að verkið hljómi í dag neitt líkt því sem þa'ð gerði í gaer. Hvað sem segja má um listgildi slíkra tilrauna, hafði „Hringspil" — að minnsta kosti í þetta skipti — þá höfuðkosti, að það va» hressilegt í bragði og hreint ekki lengra en svo, að það gat ekki misboðið þolinmæði nokkurs manns. En þetta er því miður meira en sagt verður með sanni um margt af hinni nýju músík. Elegi fyrir lítinn hljóðfæra- flokk eftir norska tónskáldið Tor Brevik (f. 1932) var næst á efnis- skránni, ljóðrænt verk með róm- antískum blæ, þrátt fyrir nokkuð nýtízkulegan búning, og ekki ris- mikið. Guðrún Tómasdóttir fór þar með sópranhlutverk (án texta). Tvö kórverk um Davíðs-sálma eftir danska tónskáldið Vagn Holmboe (f. 1909) voru vafa- lítið það sem hæst bar á þessum tónleikum sökum öruggra taka tónskáldsins á efninu og hnit- miðaðs forms. — Jón Leifs kom á óvart með Kyrie op. 5 fyrir bland aðan kór með organforleik. Þetta nærri hálfrar aldar gamla verk — að sögn höfundar — býr yfir talsveroum áhrifamætti og sýnir tækniaðferðir, sem sjaldgæfar eru í síðari verkum höfundarins, en mjög er það endasleppt. — Tvær mótettur eftir norska tón- skáldið Bjarne Sl0gedal (f. 1927) sýndu miklu fjölbreytilegri tök á kórnum og voru litbrigðaríkar og áheyrilegar. — Öll þessi kórverk voru flutt af nýjum kammerkór undir stjórn söngkonunnar Ruth Little Magnússon. í kórnum eru að vísu margir þekktir söngmenn og konur, en þó verður að segja að samstilling hans, tónhæfni og öryggi kom á óvart, þar sem um nýjan kór er að ræða, því að varla mun nokkur íslenzkur kór hafa „debuterað" með erfiðara prógrammi. Nokkra tilbreytingu gerði „Gaffky's" — eina píanóverkið á allri efnisskrá hátíðarinnar — eftir danska tónskáldið Gunnar Berg (f. 1909). Aðeins hluti af verkinu var fluttur hér og sýnd- ist þó nokkuð langt, þótt mörg falleg og eftirtektarverð hljóm- brigði væri þar að heyra. Þorkell Sigurbjörnsson lék á píanóið, en hann stjórnaði einnig hljóðfæra- flokkunum í sumum hinna verk- anna. — Síðast á efnisskránni var svo oktett fyrir blásturshljóð- færi eftir finnska tónskáldið Ein- ojuhani Rautavaara (f. 1928), lit ríkt verk og „músíkantískt" í þrem fremur stuttum þáttum. Þátttakendur í þessum tónleik- um voru fleiri en svo, að hér verði taldir, en þeir skilu'ðu allir hlutverkum sínum með prýði, að því er bezt varð heyrt, og má fullyrða, að svipur tónleikanna að því leyti, hafi ekki verið lak- ari en gerist á samskonar tónleik um annars staðar. Húsfyllir var í kirkjunni þetta kvöld. Hljómsveitartónleikar á þriðjudag Þrjú verk voru á efnisskrá Sin fóníuhljómsveitarinnar í sam- komuhúsi Háskólans á þriðjudags kvöld, og er ekki nokkur vafi á, að þar mun að flestra dómi hafa borið hæzt píanókonsertinn nr. 4 eftir danska tónskáldið Hermann D. Koppel (f. 1908). Þetta er kröftugt og hressilegt verk, með töluverðri rýtmískri spennu a köflum en Ijóðræjfum milliþátt- um og stefjum, sem enginn getur verið í vandræðum með að þekkja, þegar þau ber fyrir eyru — að nokkru leyti hefðbundið verk, en í útfærslunni þó að ýmsu leyti ferskara en sumt, sem nytízkulegra á að vera. Það er heldur ekki vafamál, að beztu kostir verksins nutu sín til fulls í höndum höfundarins, sem sjálf- ur lék á einleikshljóðfærið, og milli hans og hljómsveitarstjór- ans, Bohdans Wodiczkos, sýrdist hin bezta samvinna. Fyrst á efnisskránni var Seren- ade fyrir strengjasveit eftir norska tónskáldið Björn Fon- gaard, helc'ur langdregið verk og- einhli'ða þrátt fyrir vandað handbragð. Síðar mun höfundur- inn nafa samið nýstárle^ri verk, og eitt þeirra átti að flytja á þessum tónleikum, en það mun haifa orðið að vólkja „af tæknileg- um ástæðum". AlLt annan svip bar síðasta verkið á efnisskránni, sinfónía nr. 2 í þrem báttum eftir finnska tónskáldið Osmo Lindeman (f. 1929;. Þar hvíldi aðalstarfið á fjórum mönnum, sem þjörmuðu allt hvað af tók að öllum þeim margvíslegu sláttarhljó'ðfærum, sem Tónlistarskólinn hefur ný- lega eignazt og lánaði hljóm- sveitinni við þetta tækifæri, og nokkrum í viðbót, sem hljóm- sveitin a sjálf. Varö betta mikill gnýr en ekfci forvitnilegur að sama skapi, því að meðferð hljóð færanna var að mestu hversdags- leg og ekki hugmyndarík. Nokkr ir blásarar fengu að leggja orð í belg öðru hverju, en næstum fjörutíu strengj;íleikarar urðu að láta sér nægja að kitla úr hljóð- færum sínum lítilsver'ðan bak- sviðsklið, sem eins vel hefði mátt hafa á segulbandi, að því er sýnd ist. í stuttu máli: höfundinum virtist ekki ltggja mikið á hjarta, en hann sagði það hátt. Jón Þórarinsson. HER birtist mynd af Jóni Viðari Sigurðssyni, Hásteinsvegi 53, Vestmannaeyjum. Jón Viðar,' sem var átta ára, lézt af slysför- um 6. september sl., eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu, en ekki tókst að fá mynd af lionuin fyrr en nú. Endurminningar Svetlönu á íslenzku Fifill gefur bókina út ENDURMINNINGAR Svetlönu, dóttur Jóseps Stalíns, koma út í íslenzkri þýðingu í næsta mán- uði hjá Bókaútgáfunni Fífill, en eigandi hennar og forstjóri er Guðgeir Ólafsson. Skömmu eftir að bók W. Svetlana Stalin Borgarleikhús \ nýja eðcr gamla bœnum? Akvörðun um staðsetningu þess tekin í haust, svo og um þaÖ hver teikna skuli ÁKVEÐID verður í haust, hvort Leikfélag Reykjavíkur tekur lóðinni, sem Reykjavíkurborg afhenti því á 70 ára afmæli þess í vetur, og staðsett er í nýja mið bænum, eða hvort LR fær lóð í gamla miðbænum við Tjörnina, en það mál hefur hlotið byr und- ir báða vængi, vegna forystu- greinar hér í blaðinu, laugardag- inn 16. september. Þar var bent á það að saga Leikfélags Reykja- víkur væri svo nátengd Tjörn- inni og gamla miðbænum, að at- hugandi væri, hvort ekkl væri unnt að staðsetja Borgarleikhús þar. Þetta kom frarn á blaðamanna fundi með Sveini Einarssyni, leikhússtjóra í gær. Sagði hann, að þegar ákvörðun um þetta mál yrði tekin, yrði ákveðið hvort einhverjum einstökum arkitekt yrði faiið að teikna leikhúsið, eða höfð samkeppni um teikningar. Báðar þessar ákvarðanir ættu að liggja fyrir í haust. Sveinn sagði, að ætlunin væri að reisa hús, sem ræki í sæti 400 Ul 500 manns, og hefði þá kosti gamla hússins, Iðnó, að hið nána samband milli leikara og áhorf- enda héldist. Menn á vegum LR hafa að und anförun ferðazt erlendis og kynnt sér nýjungar í leikhúss- byggingum. Hafa þeir skoðað leikhús og aflað sér upplýsinga um þau, sem hefur ekki verið kostur að heimsækja. Einnig sátu fulltrúar LR þing leikhús- sérfræðinga, er haldið var í sa.m- bandi við EXPO í Montreal og sagði Sveinn, að það þing hefði verið LR-mönnu.m lærdóxnsríkt. Hins vegar væri það alls ekki stefna LR að eftirlíkja nei'tt er- lent leikhús, heldur samieina kosti margra í eitt. Aðaláhugamálið riú sem stend- ur, sagði Sveinn, er að málið, sem orðið er mjög brýnt, komizt sem fyrst í höfn. Manchester um morðið á Kenn- edy hafði valdið miklu kapp- hlaupi meðal bókaútgefenda um allan heim og sprengt áður þekkt ar greiðsilur fyrir höfundalaun, kom í dagsljósið annað handrit, sem olli enn harðari baráttu á hinum alþjóðlega bókamarkaði, en það var minningalbók Svet- lönu Alliluyeva, en handritið mun hafa verið nálega hið eina, sem hún hafði með sér á flótta sínuim frá Sovétríkjunum. Fyrr- verandi amb'assador Bandaríkj- anna í Moskvu, sem fékk fyrstur manna að lesa handrit bókarinn- ar, hefur sagt, að bókin sé fram úr skarandi vel skrifuð og þrátt fyrir það, að hún sé ópólitísk, þá sé hún þýðingarmikið fram- lag og heimild, sem varpi ljósi yfir suma leyndustu þættina í einveldisstjórn Stalíns. Bókin hefst með frásögn af hinu hamingjusama hjónabandi Svetlönu og Ind'verjans Brijesh Singh, en síðan segir frá tíman- um aftur til dauða föður hennar og þar inn í er fléttað frásögn- um af æsku hennar og uppeldi, þar á meðal hvernig henni vaxð við, þegar henni varð ljóst að móðir hennar hafði framið sjálfs morð. Bókin kemur fyrst út hjá Harper and Row í New York, en síðan samtímis hjá fjölda útgef- endum um heim allan. í Englandi kemur hún út hjá Hutchinsson í samvinnu við Pen.guin Biooks, en Observer hefur tryggt sér birtingarrétt á þeim þáttum bók arinnarv sem seldir verða til blaða. í Bandaríkjunum hefur blaðarétturinn verið seldur Life Magazine og New York Times, sem munu skipta honum á milli sín. í Þýzkalandi var hörð barátta eins og annar staðar um útgáfuréttinn, en hlut- skarpast var tiltölulega nýtt útgáfiufyrirtæki, Fritz Molden, sem raunar er austurískt, en það greiddi óhemju háa upphæð fyr- ir réttinn. Það er rétt að geta þess, að blöð, sem keypt hafa birtingarrétt í framhaldsformi, fá ekki að birta nema ákveðna þætti bókarinnar vikulega og að- eins hluta bókarinnar. STAKSTEIEMAR Efling atvinnuveganna Framsóknarblaðið virðist telja, að viðtal, sem útvarpið átti við Eystein Jónsson hafi orðið lands- — niönnum einhver opinberun. Það hafi leitt í ljós, að ríkisstjórnin vilji aðeins „bráðabirgðakák" en Framsóknarflokkurinn „vandaða athugun á rekstrargrundvelli at- vinnuveganna". Hver er sæll í sinni trú. Menn minnast þess enn, þegar Framsóknarflokkur- inn hafði stjórnarforustu á hendi á hörmungartímum vinstri stjórn arinnar og boðuð var „úttekt á þjóðarbúinu" sem aldrei sá dags- ins ljós. Það er slík „úttekt" sem Eysteinn boðar nú, en hver trúir á slíkt orðaglamur eftir fyrrí frammistöðu Eysteins? Verk rík- isstjórnarinnar tala hins vegar sínu máli. Óhætt er að fullyrða að þess eru engin dæmi í allri Islandssögunni, að slík bylting hafi orðið í atvinnumálum lands- ^ manna sem í tíð núverandi ríkis- stjórnar enda hefur ríkisstjórnin lagt á það sérstaka áherzlu að efla þá atvinnuvegi sem fyrir eru og stuðla að því að nýjar atvinnugreinar komizt á fót. Þessi staðreynd kemur skýrlega fram í sjávarútvegi og fiskiðn- aði. Hvenær áður hefur orðiiS jafnmikil nýsköpun fiskiskipa- flotans sem í tíð núverandi ríkis- stjórnar? Uppbygging síldariðn- aðarins talar sínu máli. M. a, fyrir tilstuðlan ríkisstjórnarinn- ar hefur verið komið á veru^ Iegri hagræðingu í frystiiðnaðin- um, sem er mun meiri en menn almennt gera sér grein fyrir off nú stendur yfir ítarleg athugun, á rekstri frystihúsanna, Iðnaðurinn Af eðlilegum ástæðum hættií mönnum til að einblína á þá erf- iðleika, sem vissar greinar iðn- aðarins hafa átt við að stríða. Eni tímarnir breytast og það er al- gengt í öðrum löndum, að vissar iðngreinar hverfi en aðrar komí í staðinn. Þróun og framfarir hljóta alltaf að hafa einhverjar breytingar í för með sér. Og hver efast um það gífurlega átak, sem gert hefur verið í uppbygg- ingu nýrra iðngreina hér á landi og stálskipasmíðin er eitt gleggsta dæmi um. Auk þess hef- ur grundvöllur verið lagður að stórfelldrí iðnvæðingu landsins, sem mun hafa meiri og jákvaeð- ari áhrif á efnahagsafkomu þjóð- arinnar en nokkurn órar fyrir í dag. Ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir stórfelldum endurbótum á lánamálum allra höfuðatvinnu- greina okkar, sjávarútvegs, iðn- aðar og landbúnaðar. Þar tala , tölurnar sínu máli. Og uppbygg- ingin í landbúnaðinum hefur verið slík í tíð núverandi rík- isstjórnar að þess eru engin sam bærileg dæmi alla þá tíð sem Framsóknarflokkurinn ráðskaðist með landbúnaðarmálin bændum til tjóns. I ljósi þessa starfs, sem ríkisstjórnin hefur unnið í þágu atvinnuveganna og með hliðsjón af efnum hér áður fyrr er beinlín is kátlegt að lesa skrif Framsókn arblaðsins um það að ríkisstjórn in reyni að „þrengja kost at- vinnuveganna". Eríiðleikar utan frá Uppbygging atvinnuveganna ^ hefur verið gífurleg í tíð núver- andi ríkisstjórnar en hins vegar ræður ríkisstjórnin auðvitað ekki heimsmarkaðsverði á afurðum okkar eða því hvort afli bregzt eða ekki. Og það er kjarni þess vandamáls sem atvinnuvegirnir eiga við að stríða um þessar mundir. Hins vegar hefur ríkis- stjórnin beitt sér fyrir margvís- legum ráðstöfunum til þess að létta undir með atvinnuvegunum, meðan á þessum erfiðleikum stendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.