Morgunblaðið - 23.09.1967, Page 10

Morgunblaðið - 23.09.1967, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. SEPT. 1987 UM ALMANNAVARNIR UM ALMANNAVARNIR UM ALMANNAVARNIR UM ALMANNAVARNIR Kjarnorkuvopn og áhrif þeirra Tilgangur almannavarna. HUGTAKEÐ almannavarnir er í eðli sínu hvers konar varnir til styrktar og hjálpar hinum al- menna borgara og er þannig að vissu lejrti samnefnari allrar Starfisemi, sem lýtur að hjálpar- og líknarstarfL Almannavarnir eins og þaer eru byggðar upp víðast hvar nú á tímum miða þó fyrst og fremst að því að stuðla að auknu öryggi borgaranna, ef sú vá steðjar að, sem svo oft hefur hrjáð mannkynið, styrjöld og hernaðarátök. Hernaðartækni fleygir fram, kraftur árásarvopnanna þúsund- og jafnvel milljónfaldast og þungamiðja hernaðarrekstursins í styrjöld beinist ekki lengur að afmörkuðum víglínum heldur að heilum þjóðlöndum eða heims- hlutum. Vamaraðgerðir og verndaraðgerðir hljóta af þess- um ástæðum að verða mikið víðtækari en áður hefur þekkzt. Styrj'aldir síðari tíma hafa þeg- ar sýnt, hver þróunin er að þessu leytL Mannfall af völdum hemaðar. Með til'komu kjarnorkuvopna verða áhrifin þó augljóslega margfalt ægilegri, þar sem mátt- ur þeirra til eyðileggingar er svo yfirþyrmandi. Af þessum ástæð- um hafa fjölmargar þjóðir heims talið óhjákvæmilegt að byggja upp og skipuleggja almanna- varnakerfi, sem hafa það hlut- verk að undirbúia á friðartím- um viðbúnað, sem fyrxt geti sem mestu eigna- og manntjóni. Slíkur viðbúnaður skapar jafnframt margháttað öryggi gegn vá af völdum náttúruham- fara eða stórslysa. Annar aðal- þáttur í starfsemi almannavarna er hvarvetna tengdur slíku starfi og skipulag starfseminnar og uppbygging við það miðuð. Hernaðarátök með nútíma- tækni geta haft mjög skamman aðdraganda. Þar getur verið um klukkustundir eða jafnvel mín- útur að ræða. Allir sem hugsa um þessi mál sjá ljóslega að verndaraðgerð- um verður að litlu leyti við kom- ið, ef ætlað er að hefja undir- búning, þegar hættuástand er þegar ríkjandi og styrjöld yfir- vofandi Almannavarnir verður því að treysta sem bezt á friðar- tímum, til þess að þær komi að gagni á hættunnar stund. Til þess að gefa íslendingum nokkra innsýn í þessi mál og iil þess að kynna þau almennt, verða á næstunni birtar stuttar greinar um ýmislegt, sem þessi mál varða og hvernig um þau er fjallað í öðrum löndurn, (Norð- urlönd). Allir kannast við, hvað ger- ist, þegar efni brenna. Við brunann myndast hiti, sem not- aður er, sem orkugjafi og kem- ur fram í ýmsum formum í dag- legu li.fi. Orkan, sem myndast er kemisk orka. Sem dæmi um orkfumyndun við bruna má nefna bruna á kolum, sem gefa 3 Kal. pr. gramm (Kílókaloríur). Virkni sprengiefna er líka tengd kemiskri orku. Algengt sprengi- efni TNT (trinitrotoluol) mynd- ar við spreningu sem næst 1 Kal. pr. gramm. Kjarnorkan er hins vegar orka, sem bundin er kjarna frumeindanna (atómanna), bæði kl'ofnun kjarnanna (þungir kjarnar) og samnmi þeirra (léttir kjarnar). Það er talað um klofnun (fission) og samruna (fusion). Við fullkomna klofn- un uraníum og plutonium kjarna myndast orka, sem er um 20 millj. Kal. pr. gramm og við samruna léttra kjarna (fusion) er orkan um 85 millj. Kal. pr. gramm. Þær tölur, sem hér eru nefndar gefa í grófum dráttum hugmynd um þá geysilegu orfku, sem kjarnorkusprenging leysir úr læðingi saman borið við al- genga orkugjafa og algeng sprengiefnL Orkuform atómvopna. Orka atómvopna birtist í fjór- um megin myndum: Höggbylgja, hiti, frumgeislun og úrfalls- geislun í DAG birtist fyrsta grein- in eftir Jóhann Jakobsson, verkfræðing, forstöðu- mann Almannavama, um almannavamir. Munu á næstimni fimm aðrar grein ar fylgja í kjölfarið. Al- mannavamir eru áhuga- mál víða um heim, enda miða þær að því að koma í veg fyrir slys og dauða á fólki ef alvarleg átök yrðu í heiminum. Enn- fremur miða almanna- varnir að því að veita nauð synlega aðstoð ef slys verða af völdum náttúru- hamfara. Mál þetta á því brýnt erindi við almenn- ing hér á íslandi. Ahrifa hiana þriggja fyrst töldu orbu forma gætir strax, og þau vara aðeins skaanma stund, en hið síðast taldar hefur langæa verbun. Högg og hiti frá kjarnorku- Jóhann Jakobsson, verkfræðingur. Orka frá kjamorkusprengingu: 1. Höggbylgja og höggvindur 50% 2. Ilitageislun 35% 3. Úrfallsgeislun 10% 4. Frumgeislun 5% sprengingu er samskonar að eðli og frá sprengingu venju- legra sprengiefna. Frumgeislun og úrfallsgeislun er hins vegar áhrif, sem tengd eru kjarnorku- sprengingu eingöngu. Högg- og hitaorkan er að sjálfsögðu margfalt meiri en við spreng- ingu venjulegs sprengiefnis. Orka kjarnorkusprengingar er líka talin í kíló-tonnum, þ.e. þúsund tonn TNT, og metga- tonnum þ.e. milljón tonn TNT. Kjarnorkusprengjan, sem varp- að var á borgina Hirosima í Jap- an í lok heimsstyrjaldarinnar síðari, var þannig talin 20 kíló- tonn þ.e. samsvarandi orku 20.000 tonna af sprengiefninu TNT. Nú er stærð kjarnorku- sprengja fremur taiin í mega- tonnum (MT) en kíló-tonnum. Högg, hiti og frumgeislun. Áhrif af höggL hiita og firum- geislun eru tiltölulega staðbund- in. Áhrifanna gætir mismunandi langt út frá sprengingu eftir því, hvort sprengjan springur við eða á yfirborði jarðar eða í nokk- urri hæð yfir jörðu (lofitspreng- ing). í fyrra tilfellinu ná fyrstu beinu áhrifin skemmra, en sprengingin rótar upp miklu af jarðefnum, sem síðar dreifast, sem geilsavirkt úrfall. Höggið. Þrýstingurinn í eld- kúlunni, sem myndast við spreng inguna nemur milljónum lofit- þyngda. Útþennsla kúlunnar hrindir af stað höggbylgju, sem berst með rúmlega hraða hljós- ins út frá sprengistað. Högg- bylgjan eyðileggur mannvirki og veldur skaða á þeim í margra km. fjarlægð frá sprenigistað. Því stærri, sem sprengjan er, því stærra svæði verður fyrir eyðileggingu eða aivarlegum skemmdum. Sprengja, sem er 10 sinnum stærri en önnur, veldur hliðstæðri eyðileggingu af völd- um höggs 2,2 sinnum lengra frá sprengistað. 1 MEGAT0NN Hiti. Eldkúlan, sem myndast við sprenginguna, er ofsaskær og hitastig hennar nemur millj- ónum gráða. í fyrstu er birt.a eldhnattarins slík, að ef horft væri í glampann, jafnvel úr nokkurra tuga kílómetra fjar- lægð, myndi það valda blindu. Hitageislun berst með hraða ljóssins og áhrifanna gætir mun lengra, en áhrifa höggbylgjunn- ar. Geislun gæti valdið íkveðjum vegna beinna áhrifa tugi kíló- metra frá sprengistað, jafnframt alvarlegum brunasárum á mönn- um og skepnum. (sbr. mynd 3). Frumgeislun. Frumgeislun er að mestu hátíðnigeislun (gamma geislar) og nevtronugeislun (straumar kjarnabrota, nev- trona). Geislunin er lifshættuleg öllum lifandi verum og lífs- hættulegra áhrifa gætir álíka langt frá sprengistað og hættu- legra áhrifa höggbylgjunnar. Frumgeislun veldur ekki s'kaða á mannvirkjium og áhrifin eru fyrst og fremst líffræðileg. Eyði- legging og skaði á frumstarfsemi líkamans, (mynd 3). UM ALMANNAVARNIR UM ALMANNAVARNIR UM ALMANNAVARNIR UM ALMANNAVARNIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.