Morgunblaðið - 23.09.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.09.1967, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. SEPT. 1%7 11 Hurðarskjöldurinn frá Hjallakirkju í Ölfusi. Hurðsírskjöldur irá CSiailcikzrlciu Unga kirkjan Sálmar og messuskrá UM langan aldur var í kirkju- hurðinni að Hjalla í Ölfusi hurð- arhringur úr kopar. Var hann festur í gegnum skjöld þann, sem meðfylgjandi mynd sýnir. Skjöldurinn er úr kopar, skreyttur rósum og grafinn á hann í hring biblíutexti með fögru settletri, valinn úr 95. sálmi Davíðs, 6. versi, orðréttur úr Guðbrandsbiblíu. Með nútíma stafsetningu er hann þannig: Komið, látum oss tilbiðja og nið- urkrjúpa og framfalla fyrir þann Drottinn, sem oss hefur gjört. Steingrímur biskup Jónsson visíteraði Hjallakirkju sumarið 1829 og lýsti kirkjunni allítar- lega af sinni vana nákvæmni. Um hurðina sjálfa og það, sem henni fylgir segir hann þetta: „Kirkjuhurðin er listuð með hol- skrá, lykli með koparhaldi, hring af kopar í fæti af sama og skjöld af sama, grafið með letri og fangamarki Ao. 1797.“ Þarna var Steingrímur biskup að lýsa þeim sama skildi, sem myndin hér er af. Ártalið og fangamarkið hefur verið grafið á sjálfan hringinn (handfangið), en ekki getur biskup þess, hvers fangamark sé á hríngnum. Samt vill svo vel til, a'ð það má vita með nokkurn veginn fullri vissu, að það hefur verið fangamark Páls Jónssonar klausturhaldara, síðast á Elliðavatni (f. 1737; d. 1819). Um skeið átti hann Hjalla í Ölfusi og lét þá byggja þar vandaða kirkju rétt fyrir alda- mótin 1800, eða árið 1797. Predik unarstóllinn, sem er þar í kirkj- unni enn í dag, er merktur Páli klausturshaldara og á hann letr- að: „Hefur látið gjöra klausturs- haldari Páll Jónsson 1797.“ Þá var á altarishurðinni fagurlega skorinn og málaður skjöldur úr tré með bundnu fangamarki Páls Jónssonar. Kirkja sú, er Páll klausturs- haldari lét reisa, var síðasta torf- kirkjan á Hjalla (með hlö'ðnum veggjum, torfþaki og timbur stöfnum). Hún stóð lítið breytt fram til 1854, en var þá tekin of- an og reist timburkirkja, sem var fullgerð 1855, Hún stóð fram til 1928, var þá rifin og byggð steinkirkja sú sem nú stendur þar. Hringurinn og skjöldurinn voru þá enn í kirkjuhurðinni. En fyrir hirðuleysi og vangá glatað- ist hvoru tveggja. Nokkrum árum síðar kom þó skjöldurinn fram og var bjargað fyrir glöggskyggni athuguls manns úr Hjalla-kirkjusókn. En hringurinn hafði þá orðið við- skila við skjöldinn og er nú ekki vitað, hvað um hann hefur orðið. Ef einhver sá, sem línur þess- ar les, gæti gefið einhverjar upp- lýsingar um þennan gamla og glataða hurðarhring, er hann vin samlega beðinn að hafa samband við undirritaðan. Skúli Helgason, Óðinsgötu 26, Rvk Sími 15746. ÞETTA er lítil og mjöig snot- ur bók, sem æskiulý ðssamba nd kirkjunn'ar í Hólastifti hefur nýlega gefið út. Ætluð er hún aðallega æskulýðnium. Prestarn ir sr. Hjalti Guðmunidssoni o>g sr. Pétur Sigurgeirsslon sáiu að mestu leyti um efnisvalið, sem ekki hefur veri-ð vandalaust, því bæði enu barn'a- og aesku- lýðS'Sálmar af fremur skornum skiammti oig öll oklkar sálma- gerð mjög misjöfn, Margir eru þó sálmarmir í s’álmabólkum okkar prýðilegir, sumir smilld. Aðrir góðir en þó gallaðir, sáunid'um of mikið af guðfræði' í þeirn. Sumt er hálfgert hnioð, sem maetti leggja til hliðar. Flestir eru höfundarnir í þessari nýju bók kunnir, siumir alkunnir, eins oig t.d. Hallgrim ur Pétursson, Matthías Joohumsi- so'rt, Valdimar Briem, Davíð Stefánisson (þýðing), Friðrik Friðriksson, Stein'grímiur Thor- steinsson (þýðing), svo að no.kkrir séu nefnidir. Sálmunum er skipt í 5 flokka. 1. Sálrnar og lofsöngvar. 2. Funidasön'gvar. 3. Ættjarðar- söngvar. 4. Söngvar í sumarbúð uim oig við varðelda. 5. Nokkrir erlendir sönigvar. Eitt er mjög í frásiögur faera'nidi, að allar nót urna í bókinni hefur séra Frð- rik A. Friðriksson, sá ágæti sniilliingur', handskrifað, og er það snill'darverk. Þess skal svo getið hér um leið, að árið 19i54 gaf Kirkjukór Húsavíkur og Karlakórinn Þrymur, sama stað, út S'ruoturt safn af kórlög- um, reyndair ékki nema 14 blað sdður í stóru broti. Sú bók er ei'gulag. Þar hefur sr. Friðrik A. Friðrilksson eininig skritfað allar nóturnar, listaverk. Text- ana hetfur hann sömuleiðis frumsamið eða þýtt. Þar er m, •a. hinin alkunni söngur „Vakma Dísa“. Um þessi kórlög hefur verið ótrúlega hl'jótt: oig myndi þó mangur vilja eiga það kver. Forsíðu þess hefur séra Friðrik eininig skreytt með handbragði sínu. Víkjum nú aftur að.nýju bók inni. Hú hetfst á Ávtaírpsorði bisikups her-ra Sigurbjörns Ein- arsisonar, og er á þessa leið: „Ég heilsa þessari bók með gleöi um leið og hún er búin til farar sinnar á vit ungs fólbs á íslandi. Bók af hennar tagi hefur vantað. Það er þafckar vert, að Æsiku lýðssamband kirkjunnar í Hóla stiifti skiyldi taka sig fram um að bæta úr þeirri vöntun. Ég vil í nafni kirkjunnar þakka þá framtakssemi, votta þeim þökk, sem höfðu forgöngu um þetta og hinum öðrum, sem hafa lagt góða hönd að verki og viljað stuðla að því, að bókin yrði sem bezt úr garði búin, innra og ytra. Hylli Guðs sé með henni. Heilög gleði fylgi henni. Hljóti þeir, sem njóta". Þetta var ávarpsorð biskups. Lítill 'sálmur eftir sér Jóhann- es Pálmason hefst þannig: Vökum og biðjum. Bænamál hljótt blikar sem geisli’ um koldimma nótt, öryggi veitir, fögnuð og frið, Fóður á hæðum tengir oss við. Sálmur eftir sér Helga Sveins- son hefst á þessa leið: Vak yfir veraldar löndum. Vernda hvern jarðneskan gest. Gimsteina’ úr guðlegum höndum geyma lát þú okkur bezt. Höfundur himna, helga þú sérhverja tíð. Blessa þú blóm vorrar jarðar, blessa þú æskunnar lýð. Vafalaust mun „Unga kirkjanh slá á ómþíða strengi í hjörtum æskumanna þjóðarinnar og eiga sinn þátt í.að gera þá sem þezta, borgara landsins. Pétur Sigurðsson. Landsþing bifreiðaeig- enda haldið í Borgarnesi FÉLAGSFORMI Félags ísl. bif- reiðaeigenda hefur nú verið breytt. Var tekin ákvörðun um það á aðalfundi FÍB er haldinn var í vetur, að félagið skyldi verða samband bifreiðaeigenda á öllu landinu. Er íslandi skipt nið ur í sex umdæmi og kýs hvert umdæmi fulltrúa á landsþing, sem hefur síðan æðsta vald i málefnum sambandsins. Fyrsta landsþingið verður haldið 23. og 24. sept., og hefur FÍB sent út eftirfarandi fréttatilkynningu um þingið: 1. la.nidsþing Félagls islenzkria bifreiðaeigienda verður haldið í Borgarnesi daigania 23. og 24. september'. 112 fuililtrúar og um- boðsmenn úr öllum kjördæmum laindsins munu sitja þingið. Segja má, að þetta landisþing martbi tímamót í sögu FÍB. Aðaí- fund.ur FÍB, 28. febmar 1967, samþykkti þá breytingu á lögum FÍB, að félagið skyldi verðai sam- hand bifreiðaeigendia á öllu liandinu, og landsþing skyldi hatfa æðsta vald í máLefnum félagsins. íslandi er akipt niður í sex um- dæmi og kjnása þau fuilltrúa til þingsins. Aðalmál 1. landsþings FÍB verða vegamálin, og verður um- ræðum uim þau sikipt í þrjá aðai- þætti. Kjar.tan Jóihannsson, lækn ir, flytur fra.msöguerindi um fjármál vegaframkvæmda, Hauk ur Pétursson, verkfræðingur, ræðir tæknileg atriði vegagerðar og Garðar Sigurgeinsson, við- skiptaifræðingur, flytur framsögu erindi, sem hann metfnir: „Mest aðka.liandi framkvæmdir í vega- málum“. Önnur aðalmál þings- ins eru: Afnotagjöld útvarpis- viðtækja, öryggismál, þjónusta við félagsmenn FÍB og viðsikipta hömilun á olíuisölu. Landsþin.gið verður haldið að Hótel Borgarnesi, og verður það sett kl. 14.00 á laugardiag af fraimkvæmdastjóra FÍB, Magnúsi H. Valdimarssyni, en siðan mun Arinbjörn Kolbeinsson, læknir, for.maður fólagsims, flytja ávarp. Að því loknu munu þingstörf hefjast: Á laugardagskvöld og sunnud'agsmorgun mun-u mefndir starfa, en stefnt er að því, að land'Siþingin.u ljúki á sunnudag. íslenzkt tón- verk í Hnsselby-höll Á FUNDI borgarráðs hinn 19. þ.m. var lagt fram bréf Menm- imgarimiðstöðvar höfuðborga Norðurlanda, þar sem tilkynmt er, að óskað hafi verið etftir tón verká eftir Þorkel Siigur'björns- son til flutningS' í Hasselby-höll- inni í sambandi við norræna tónlistarhátíð í Stokkhóimi í september 1968. Atvinna Stúlka óskast til að vinna við bókhald, skýrslu- gerðir o.þ.h. hálfan eða allan daginn. — Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist afgr. Morgunbl. merktar „Skrifstofu- stúlka — 131“. Nauðungariippboð Eftir kröfu bæjargjaldkerans í Hafnarfirði, fer fram nauðungaruppboð við Bílaverkstæði Hafnar- f jarðar mánudaginn 2. október næstkomandi kl. 14. Seld verður bifreiðin G-1334, Opel Cadett. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, Sigurður Hallur Stefánsson, ftr. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Flókagötu 57, hér í borg, þingl. eign Péturs Berndsen, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 25. sept. 1967 kl. 3.15 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjav.k. 80-120 rúmlesta vélbátur Útgerðarfyrirtæki á Vestfjörðum óskar eftir 80— 120 rúmlesta vélbát á leigu nú þegar. Möguleikar á að um kaup á bátnum geti verið að ræða. Nánari upplýsingar gefur HAFSTEIN NBALDVINSSON, HRL. málflutningsskrifstofa, Austurstræti 18, sími 21735. sími 3-7908 Skípteini aftient I Austurbæjarbarna- skólanum stofu No. 23 noröurálmu laugardag kl. 4—7 e.h. og sunnudag kl. 2—7 e.h. MALASKOLI sími 3-7908

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.