Morgunblaðið - 23.09.1967, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 23.09.1967, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. SEPT. 1987 Útgefandi: Hf, Arvakur, R'eykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Jphannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjómarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingar: Árnj Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Símf 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Askriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. STEFNUYFIRL YSING BORGARSTJÓRNAR Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur sl. fimmtu- dag urðu víðtækar umræður um skólamál. Umræður þess- ar beindust bæði að hinum sérstöku vandamálum stærsta fræðsluhéraðs landsins og ekki síður að nauðsyn þess að heildarendurskoðun fræðslu- kerfisins verði hraðað. Á fundinum var samþykkt tillaga frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins þar sem borgarstjórn lýsir þeirri skoð- un sinni að hraða beri heild- arendurskoðun fræðslukerfis- ins og hlutverki og markmiði skólans í breyttu þjóðfélagi. Borgarstjórnin fagnar þeim vísi að skólarannsóknarstofn- im, sem komið hefur verið á fót en bendir á að henni sé ekki enn búin sú aðstaða sem líkleg sé til skjóts árangurs. f samþykkt borgarstjórnar- innar er ennfremur minnt á það frumkvæði sem Fræðslu- ráð og Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur hafa haft um tilraunir og áætlunargerð á sviði skólamála og jafnframt er vakin athygli á því að til þess að áfram verði haldið á þeirri braut verði að efla skólarannsóknlr bæði að mannafla og fjármagni. Loks ítrekar borgarstjórnin boð sitt um samstarf við undirbún ing heildarendurskoðunar fræðslukerfisins og leggur áherzlu á nauðsyn þess að samvinna skólarannsókna og skólastofnana borgarinnar við Efnahagsstofnunina verði efld, en sem kunnugt er vinn- ur Efnahagsstofnunin að áætl unargerð á hinu hagræna sviði menntamála. Þessi samþykkt borgar- stjórnar Reykjavíkur er þýð- ingarmikil m. a. vegna þeirra víðtæku umræðna, sem orðið hafa um skólamál að undan- förnu. Stærsta fræðsluhérað landsins á hér mikilla hags- muha að gæta en hins vegar er Ijóst að nauðsynlegt er að samræma til fulls starf þeirra sem vinna að skólamálum, þannig að mismunandi aðilar vinni ekki hver í sínu homi að endurbótum á fræðslu- kerfinu. í því Ijósi ber að skoða þá ítrekun á boði borg- arinnar um samvinnu við skólarannsóknir og aðra, sem að fræðslumálum vinna en það boð hefur verið sett fram áður. Fræðsluráð og Fræðslu- skrifstofa Reykjavíkur hafa um langt skeið beitt sér fyr- ir endurbótum og tilraunum í skólamálum Reykjavíkur. Þessar aðgerðir hafa verið tvíþættar, annars vegar að- gerðir sem miða að því að bæta námsaðstöðu vangef- inna, tornæmra eða sein- þroska barna og hins vegar tilraunir með nýjungar í kennslu, svo sem hinar víð- tæku tilraunir með nýjung- ar í stærðfræðikennslu svo og nýjar aðferðir í tungu- málanámi, í ensku og dönsku. Það er athyglisvert, að veru legur hluti starfs skólarann- sókna fram til þessa hefur falizt í því að færa í skýrsl- ur niðurstöður þeirra til- rauna, sem Reykjavíkurborg hefur beitt sér fyrir á sviði nýrra kennsluaðferða. Hins vegar er ljóst, að eigi starf skólarannsókna að bera svo skjótan árangur sem nauð- synlegt er, verður að efla þær að mannafla og fjármagni og er því rík ástæða til þess að fagna stefnuyfirlýsingu borg- arstjórnar í þessu efni. NÝTT BORGARHVERFI á^eir Hallgrímsson, borgar- ^ stjóri, kynnti fréttamönn- um í fyrradag hið nýja deili- skipulag Breiðholts III, sem nýverið var samþykkt í borg- arráði. Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar hefur óskað eftir byggingarsvæði í þessu hverfi og af þeim sök- um unnu arkitektar Fram- kvæmdanefndarinnar að skipulaginu. Eins og kunnugt er, eru byggingarframkvæmdir þeg- ar hafnar í Breiðholti I en þar munu um 5600 manns búa í framtíðinni. í Breiðholti III er áætlað að um 12000 manns muni búa við lok skipulagstímabils Aðalskipu- lagsins 1983 svo að þetta borg arhverfi verður fjölmennara en nokkur kaupstaður utan Reykjavíkur og fjölmennasta borgarhverfi Reykjavíkur. Það er vissulega ánægju- legt að fylgjast með upp- byggingu hinna nýju hverfa borgarinnar, Árbæjarhverfis, Fossvogshverfis og Breið- holtshverfis. Skipulagsmál þessara hverfa hafa verið tek- in nýjum og föstum tökum, að þeim hafa unnið ungir og velmenntaðir sérfræðingar og enginn vafi er á því að öll þessi hverfi munu, þegar þau eru fullbyggð verða höfuð- borginni til sóma. Kommúnistar á atvinnu- leysisstyrkjum Eftir Lajos Lederer London í september. SOVÉTRÍKIN og önnur kommúnistaríki í Austur- Evrópu hafa neyðzt til að innleiða atvinnuleysis- styrki vegna vaxandi fjölda þeirra manna, sem enga atvinnu fá. Séð vtar frasm á þðtítia é- stand í Savétríkjuinum í íynria þegar dr. Y. Manevddh, sem er þtebktur sovézlkiuid hagfræðiniglur, h'vaitti sov- ézkiu s<tjóriniinai Itiiil acSgerða í þeim tiilgaingi la'ð mæta hugs anlegu fjöldaatvinniuleyisii vegna verufegra breytinga á efnahagsmálluim. Þser að- igerðiir, sem gripið vlar til í Sovétiríkjiuínum óg öðrium Aus tu’r-Evrópuríkjum, þar sem siamskonar efnaftnagsráð istafainiir haifa verið gerðar á síðasta árii, reyndiust ekki nægair, og alvarlegt atvinnu leyisi blasir nú í fyrsta skipfci við kommúnistalönd- lum Evróplu. Þúis'uindir Ikveninia hiefur verið s/agt upp sfcarfi, en þætr voru íkallaðar til sltarfa við að byiggja iupp lönd sín þegar kommúnilsltar, túíkki völdin í Aust ut -EVrópu. Hiluitverk þeirra í iðniaðar- og landlbúnaðarþiróiuiniinnii er sjaldan í há'vegum hötfð, en án framlags kvennanna hielfði þróuniini orðið mun minni. Það er ékki nema við athuigun hiagskýrslna, slem birltar eriu einlu sinni á ár i, að í Ijó® toemur að um 40% alls vinmuaflis í fles't- um kornm ú nist ar í kjium er koniur. Núna, þeglar altvinnuleysi er 'að igera vart við sig, verða konuirnair fyrsitu fórn- arlömbint Þótlt þeim hafi eklki verið greidd jaifini há latun og toarlmönnum, hiafa lalun þeirra oift verið það ifiramlag, sem lyft hefiur fjöl stoyldumum upp úr neyðar- kjörum, því meðal verka- mannialalun í klammúmisfa- rikjum Austur-Evrópu iniægja varla fiyriir mestu niauðsynjum hjóna, þótt barnlau® siéu. Atvinnulieysið í Austur- Evróplu er eininig orðið eitt-t höfuð vandamál ungra manna, sérstalklega þeúrra, sem nýtoamnir eru úr skóla. Samkvæmt upplýsiingum T-rlud, málgagni isovéztou al- þýðusamtakanna, tótost um 20% þeirra, sem hætAu nlámi á siíðasta vari, etoki að fin-na sér at-vininiu. Júgóislavía er eina toomrn úniistaríkið, sem itiekið hietf- ur aitvinnlul'eysið raunisæjum tölkum. Það hefur veitt ung um mönnlum ieyfii til að leita sér aitvinmu erlendia. Nærri 400 þúsund Júgóisiav- air halfa farið úr iandi und- anfiarið ár til Vestur-Þýzka- landls1, Ítalílu og FrafcklandS. Afiieiðingin hefur orðið sú að þesisi landiflótti hefiur bætt greiðslujöfnuð Júgó- sda'ví-u, því menn þessir hafia sienit mitoinn hliulte launa sinna heim til ættin'gjan-na. Á undantföirnu ári hafa þess ar gjaldeyrisitetojur nium-ið um 3.450 milljónlum krónia. Etoker-t an-niað komimúni- istartfki hefur fiylgt fiordæmi Júgóslavíu', því þau óttaot að ef Jbúunlum verði hleyplt' úr landi munii þeir etoki snúa heim atftur. Þegar nú lafcvinnuleysis- styrkir eru innMddir í Aust- ur-Evrópu, m-innir það á, að 50 ár'um eiftir bydtinguna í Rússlandi og eftir 20 ára stjórn toamimúnista í Ahnsit- ur-Evrópu, geta töfrar Marx ektoi trygglt íbúunium iréttinm á því 'að fiá vi-nnu. (Obs-erver — öll rétti-ndi á- skilin) 700 mi7//ón dala tjón — i kynþáttaóeirðunum í Bandaríkjunum í sumar Chicago, 16. sept. NTB—AP. Rannsóknarnefnd, sem kannað hefur hversu mikið tjón varð af völdum kynþáttaóeirðanna í Monnfall meira í Vietnam í úr en n sex árum Saigon, 21. september. NTB. FLEIRI bandarískir hermenn hafa fallið í styrjöldinni í Viet- nam, það sem ef er þessu ári, en á næstu sex árum á undan, aðallega vegna hinna hörðu bardaga, sem geisað hafa í nyrzta héraði Suður-Vietnam. Bandaríska herstjórnin í Saigon skýrði frá því í dag, að frá síðsutu áramótum til 16. september hefði 6.721 banda- rískur h-ermaður fallið í orrustu. Á tímaiblinu 1. janúar 1961 til 31. desember í fyrra féllu 6.644 bandarískir hermenn í Vietnam. 83.443 bandarískir hermenn hafa særzt í bardögum síðan 1961, þar af 45.705 á þessu ári. Áskorun Fjórir frambjóðenda þeirra, sem biðu ósigur í forsetakosn- ingunum í Suður-Vietnam í þessum mánuði, hafa skorað á Bandaríkjamenn að hætta af- skiptum sínum af innanríkis- málum. f bréfi til bandaríska sendiráðsins í Saigon segja frambjóðendurnir, að íhlutun Bandaríkjamanna miði að því að veita hinum ólöglegu kosn- ingum löglegan blæ. Bandaríkjunum í sumar, hefur upplýst, að það sé metið á um það bil hundrað milljónir doll- ara, (rúmlega 43 milljarða ís- lenzkra króna). f Detroit einni varð tjónið áætlað 55-85 milljón- ir dollara. Formaður rannsókn-arnefndar- inna-r, Richard Huges ríkisstjóri í New Jersey, segir í skýrslu, sem birtist í gær, að í blaða- freg-num hefði tjónið af völdum óeirðanna verið ýkt mjög og tal- ið nema mörgum sinnum hærri upphæð, en raun reyndisit, — h-efðu sum erlend blöð talað um, að það hefði numið a'llt að 715 milljónum dala, en það væri víðs fjarri veruleikanum. Hann bætti því við, að tryggingarfélög væru fullkomlega fær um að bæta tjónið. Vaxa plöntur hraðar í geimnum en á jörðu ? Washington, 15. sept. NTB. Rannsóknir á plöntum, sem voru í bandaríska vísinda- hnettinum, er í síðustu viku var sendur út í geiminn, hafa þegar gefið til kynna, að nokkr ar þeirra að minnsta kosti vaxi hraðar úti í geintnum en á jörðu niðri. Einnig kom í ljós, að 75 hveitikorn, sem í hnettinum voru og urðu að plöntum í ferðinni fengu ýmsa eiginleika frábrugðna þeim, sem vaxa á jörðu, m. a. vísuðu rætur þeirra upp í staðinn fyrir niður. Þetta voru fyrstu plöntur, sem ræktaðar hafa verið við þyngdarleysi. í vísindahnettinum voru þúsundir vespa, flugna og ann arra skordýra og eru þau nú öll í rannsókn. Vísindamenn bíða niðurstöðu rannsóknar- innar með mikilli eftirvænt- ingu en segja, að allt að því ár geti liði'ð áður en útséð verði um árangurinn af til- rauninni. Geimhnötturinn fór þrjátíu ferðir umhverfis jörðu, áður en honum var náð aftur sl. laugardag. Það, sem vísinda- menn vonast til að fá upplýs- ingar um, er fyrst og fremst hver áhrif þyngdarleysið í geimnum hefur á hinar ýmsu lífverur, bæði úr dýra- og jurtaríkinu. Þeir bíða þess einnig með eftirvæntingu hvort breytingar verði á erfða stofnum lífveranna og til þess að kanna það verður fylgzt me'ð skordýrunum í að minnsta kosti þrjár kynslóðir þeírra. Þá verða rannsökuð gaumgæfilega áhrif geislunar á dýrin og jurtirnar. í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.