Morgunblaðið - 23.09.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.09.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. SEPT. 1967 15 ' • Cs Hannes Þorsteinsson fann Galdra-Loft HINN FRÆGI galdrameistari var um langan aldiur aðeins þjóðsagnapersóna, en það var dr. Hannes Þorsteinsson, sem leysti hans lífsgátu, en lykillinn að henni var það þjóð- airmanntal, sem tekið var hér á Landi árið 1703, en það merka ri)t lá urðað í ríkiisskjalasafni Dana um 225 ára skeið, en er nú loks komið heim og varðveitt í Þjóðskjalasafhi (t þessu manntali skýtur Galdra-Loftur fyrst upp kollin- um, eins árs að aldri, hjá foreldrum sínum á Vörðufelli vestur á Skógarströnd. Dr. Hannes varpaði skíru ljósi á uppruna Lofts, sett hans og æviskeið, sem var jafn við- burðaríkt eins og það var stutit og skráði þátt um hann í Ævum lærðra manna, sem geyma drög að ævisögum meir en tvö þúsimd manna,. Síðan vann Hannes úr þessum þætti og birti í blaðinu ísafold árið 1915, en tæpum þrem áratugum síðar var þátturinn endurprentaður í frekar fá- séðu riti. Þar sem ekki eru lfkindi til, að þessa fróðlegu og skemmtilegu ævisögu hafi borið fyrir augu eins hundrað- asta af lesendum þessa blaðs, væri ekki úr vegi að birta hana hér, og það því frernur sem Þjóðleikhúsið hefir nú tekið Loft upp á sína arma. — K. S. Gunnar Eyjólfsson sem Galdr a-Loftur og Margrét Guðmunds- dóttir sem Dísa. GALDRA-LOPTUR Söguleg rannsókn eptir Hannes Þorsteinsson L Flestir fullvita Islendingar munu hafa h-eyrt Galdra-Lopts getið og kannast við söguna utn hann, einhverja hina miögrauðustu og hroðalegustu galdrasögu í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Má ó'hætt telja Lopt nafnlounnastan íslenzkxa galdramanna á síðari öldum, annan en síra Eirík gamla Magnússon á Vogsósum, er lifði fram á daga Lopts. [Séra Eiríkur dó í desember 1716, sama veturinn, sem Loptur mun hafa verið fyrstan í Hólaskóla]. Hefði Loptur orðið efnilegur erfingi að fjölkynngi Vogsósa- klerksins, hefði horaum enz.t ald- ur, hefði hann ekki oftekið sig á særingunum miklu í Hóladóm- kirkju, þá er hann ærðist þar, og sneri faðirvorinu og blessun- arorðunum upp á djöfulinn, svo að allt lék á reiðiskjálfi. Hann beið ésigur í baráttunni við „makt myrkranna", er sogaði hann til sín, af því hann bunni ekki tökin á kölska, og varð hon- um því að herfangi. Annars er óþarft að lýsa hér sögu Lopts, eins og hún er sögð í Þjóðsög- uraum, því að hún er að eins þjóðsaga og hefir vitanlega lítið saransögulegt gildi, annað en það, að rétt ér hermt, að Loptur var í skóla á Hólum, þá er síra Þorleifur Skaptason var þar dómkirkjiuprestur. En það er lika allt og sumt, að undantekrau því, að Loptur mun við kukl fengizt hafa, eins og lengi hafði títt verið meðal skólapilta, bæði á Hólum og þó sérstaklega í Fyrri hluti ------•--------- » Skálholti, einkum á sey.tjándu 'öld og jafnvel allt-laragt fram á hina átjándu. n. Mér vitanlega er ekkert til á prenti um Galdra-Lopt svo telj- andi sé nema sagan í Þjóðsögun- um, og hún er ekki mikilsvirði í sögulegum skilningi, eiras og geta má nærri. En til er í hand- riti í LandSbókasafninu nr. 1191 4to smáþáttur um Lopt með eiginhendi Gísla Konráðs- sonar, og hefir hann skotið hon- um inn í þátt Þormóðs skálds Eiríkssonar í Gvendareyjum. Þessi frásögn Gísla er að því leyti merkari en sagan í Þjóð- sögunum, að hún er aðallega byggð á sögn Péturs prófasts Péturssonar á Víðfvöllum (f. 1754, f 184)2) hins merkasta manns, er í æsku sinni hafði heyr.t sagnir um Galdra-Lopt, og talað við menn, er verið höfðu horaum samtíða í skóla. og þótzt verða fyrir skráveifum af horaum, eins og t.d. síra Jón Gunnlaugsson í Holtsmúla (f 1780). Eins og síðar mun sýnt verða, var og síra Grímólfur lllugason í Glaumbæ (t 1784), faðir Elínar, fyrri konu síra Pét- urs prófasts, samtíða Lopti í Hólaskóla, og er því mjög senni- legt, þótt þess sé ekki getið í Þormóðsþætti, að síra Pétur hafi einmitt haft sagnirnar um Lopt frá þessum tengdaföður sínum, er sjálfur var talinn vita jafnlangt nefi sírau og lifði lengst allra skólabræðra Lopts, að því er mér er kiunnugt. Og hafa þá sagnirraar ekki farið martgra á milli, enda virðist fráisögn Gísla ihafa nokkurn sannsögulegan Iblæ á sér, og sumt í henni má teljast sögulega rétt, eftir því sem eg hef komizt næst við rannsókn um þetta efni. Má svo að orði kveða, að frásögn þessi standi miðja vega milli Galdra- Loptssögunnar í Þjóðsögunum Jóhann Sigurjónsson og sannsögulegra heimilda, og þó fremur nær hinum síðar- töldu. En vandinn er að greina þar rétt frá röngu, söguleg sann- indi frá ýkjum og þjóðsagna- umbúðum. Þau atriði i frásögn Gísla, er helzt murau styðjast við söguleg rök, eru í stuttu máli þau, að Loptur ha.fi verið ættaður úr Breiðafjarðareyjum, verið á fóstri hjá Þormóði skáldi í Gvendareyjum, er korraið hafi honum í skóla á Hóktm sakir vinfengis við Stein biskup, að Loptu/r hafi verið mjög námfús og bókhnýsinn, en ekki verið vel þokkaðiur í skóla og fengizt við kukl. Þetta mun allt sönrau næst, og mun síðar að því vikið nánar. Svo getur Gísli um særingar Lopts í Hóladómkirkju, nokkuð svipað því, sem sagt er frá í Þjóðsögunum, en ekki nándar- nærri jafn-skáldlega og hrika- lega. [Gísli segir, að það hafi verið Gráskinna, er Loptur vildi ná, en í Þjóðsögunum er. það Rauðskinna. Fleira ber þar og á milli. Þá er tekið var of fljótt í klukkurnar, og Loptur miissti bókarinnar, segir Gísli, að hann hafi sagt: „Þar fórnð þið með sálina mína“. En samninguriinn við kölska, segir hann, að hafi verið gerður innarlega á skóla- gólfinu á Hólum, og margir skólapiltar hafi trúað því fraro undir lok 18. aldar, að spor Lopts sæjiust ökladjúp ofan í skóla- 'gólfið, ag svo svört, sem sviðin væru]. En hann bætiir þar við all-þýðingarmiklu atriði, er hann nafngreinir þrjá skólabræð- ur Lopts, er verið hafi aðstoðar- menn hans við þessa einkenni- legu athöfn, og er það eflaust eptir sögn síra Péturs. En þessir þrír skólapiltar vorui: Jóhann Kristjánsson (síðast prestur á Mælifelli), og þeir hræður, Ari og Einar, synir Jóras prests Einars- sonar greipaglennis á Skinna- stöðum, en fjórði aðstoðarmað- urinn er ekki nafngreindur. Og Gísli skýrir svo nákvæmlega frá þessu, að hann segir, hvernig þeir hafi skipt verkum með sér, ihafi Loptur sjáifur stigið í stól- iran, Einar verið fyrir altari, Ari Hannes Þorsteinsson haldið uppi söngnum, en Jóhann og annar með horaum átt að hringja klukkunum, jafnslkjótt sem Loptux hefði náð bókirarai. Það eybuir gildi þessarar sagraar, að það mun rétt hermt, að þess- ir þrír skólapiltar, er Gísli nefra- greinir, hafa einmitt verið sam- tíða Lopti í skóla (um 1720), og er því hér alls ekki um tíma- villu að ræða. Verður síðar að því vikið. En svo getur Gísli þess, sem alls ekki er getið í Þjóðsögunum, að Loptur hafi verið valdur að því, er Jón Gunralaugsson, síðar prest á Reynistaðaklaustri (t 1780), kól til skemmda á fjallvegi frá Hól- um að Krákugerði í Norðurár- dal, er hann gekk heim til síra jólin, og hafi síra Jón sagt þá sögu sjálfur síra Pétri á Víði- völlum. Var þetta hinn fyrsta vetiur, er síra Jón var í skóla, er hlýtur að 'hafa verið 172)1-1722, eða síðasta vetur Lopts, en ekki 1723, því að þá var Loptur far- inn. [En samkvæmt æfisögu síra Jóns Gunnlaugssonar í Prestaæfum (Presby.terologia) Hálfdánar Einarssonar, var hann fæddur 1704, og kom í skóla raítján ára, er hefði átt að vera 1728, en hafi hann verið nokkuð samtíða Lopti, eins og segir í þessari sögu, hefir hann komið í skóla haustið 1721, seytján ára gamall, og það er líklega réttara. Son síra Jóns Gunnlaugssonar var Jón prestur á Hafsteinsstöðium (f 1802), faðir Jóras prests á Grerajaðar- stað (t 1866)]. En óvild Lopts á Jóni átti að stafa af því, að Jón hjálpaði pilti, er Loptur lék hart (kleip), en Jón var hraust- ur að afli og harðfengur, og þjappaði að Lopti, er var sagð- ur lítill vexti og ekki styrkur, en hrékkjóttur. En þessi sögn sýnir ljósast, hversu mikil trú hefir verið á kynngi Lopts þar nyrðra, þá er síra Jón trúði því, að honum væri að kenna hríð sú, er gerði á haran á fjöllunum, þá er hann kól, og að það hafi verið Framhald á blls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.