Morgunblaðið - 23.09.1967, Page 20

Morgunblaðið - 23.09.1967, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. SEPT. 1967 - GALDRA LOFTUR Framhald af hls. 15 af göldrum hans, er hann missti hníf sinn ofan í snjóinn, er hann hafði skorið þrúguna af öðrum fætinuim, og kól því til skemmda á þeim fætinum, sem hann náði ekki þrúgunni af. Um æfilok Lopts segir Gísli eptir sögn Péturs prófasts, að hann hafi verið fenginn til gæzlu síra Halldóri Brynjólfs- syni, síðar biskupi, og hafi hann látið hraustan karlmann gæta hans vandlega, en það hafi verið um haustið, er prófastur var ekki heima og veðúr gott og lygnt, að fylgdarmaður Lopts —HÓTEL lét það eptir honum að róa á sjó út og hugði ekki saka, en er skammt var komið frá landi, hafi Loptur steypt sér útbyrðis, er minnst varði, og ekki sko.tið upp síðan. í þessari sögu er ekkert minnzt á gráu og loðnu höndina, er átt hafi að grípa Lopt, en þar er samt bætt við, að þetta hafi borið upp á sama daginn, sem Loptur hafi veðsett sig fjand- anum haustið áður í Hólaskóla. Og er þá lokið aðalatriðunum i sognum Péturs prófasts á Víði- 'völlum um Galdra-Lopt, er Gísli Konráðsson hefir skrásett. III. Nú er þá eptir að vita, hvað BORG — ekkar vinsœTa KALDA BORÐ skemmta. Opið í kvöld til kl. 1. Haukur Morthens og hljómsveit kl. 12.00, elnnig olis« konar heitlr réttir. Fjölbreyttur matseðill allan daginn alla daga. STAP DANSLEIKUR í KVÖLD. O Ð £ OG X I sja um fjörið STAPI. með sönnu sagt verður um þennan nafnkunna Galdra- Lopt, hverrar ættar hann var, og hvar hans sé getið í áreiðan- legum, sannsögulegium heimild- arritum. En það er alls ekki svo auðgert að dreifa því myrkri, er hvílt hefir hingað til yfir ætt- erni og æfiferli þessa unga galdramanns, og er ekki unnt nema að nokkru leyti. En þá er að tjalda því, sem til er. Vörðufell er bær vestur á Skógarströnd. Þar búa vorið 1703 Þorsteinn Jónsson fálfca- fangari, þá talinn þrjátíu og þriggja ára gamall, og kona hans Ásta Loptsdóttir, fjörutíu og þriggja ára, en börn þeirra eru Solveig þriggja ára og Lopt- ur eins árs. Þessi ársgamli drenghnokki er einmitt Galdra- Loptur, og er hann því ef- laust fæddiur þar á Vörðufelli árið 1702. En ætt Þorsteins fálkafangara er kunn, því að hann var son Jóns Péturssionar fálkafangara í Brokey (f 1672) og bróðir samfeðira Benedikts föðurbróður Boga gamla í Hrappsey (f 1803). Hafa þeir Bogi og Galdra-Loptur því verið bræðrasynir. Er það Brokeyjar- og Hrappseyjarkyn alþekkt,. og óþarft að rekja það hér nánar. Var Þorsteinn fálkafangari tvi- kvæntur, og hefir Ásta, móðir Lopts, verið fyrri kona hans. En það er dálítið einkennilegt og eptirtektarvert, að í öllum ætt- artölum, er eg þekki, eir fyrri kona Þorsteins hvergi nafn- greind, alstaðar eyða fyrir nafni hennar, og barna þeirra ekki getið, en þó ekki sagt, að þau hafi verið barnlaus. En síðari kona Þorsteins er alstaðar nafn- igrein, og börn þeirra talin vendilega. Finnst mér sú getgáta liggja allnærri, og vera allsenni- leg, að þeim, sem fyrstur ritaði um afkomendur Jóns Pétuirsson- ar í Brokey, er líklega hefur verið einhver þeirra, hafi verið fullkunnugt um, að Galdra- Loptur var sonarsonur Jóns, en ekki viljað láta þess getið, þótt lítill sómi að slíkum herra í ætt- inni, og látizt því ekkert vita um fynri konu Þorsteins og börn þeirra. Nú mun engum minnk- un þykja, að frændsemd við Galdra-Lopt. Ásta, fyrri kona Þorsteins, mun hafa andazt, þá er Loptur, son þeirra, var á barnsaldri, og það er að minnsta kosti víst, að Þorsteinn bjó ekki lengi á Vörðufelli, hefir líklega fliutt þaðan, þá er Ásta kona hans BÚÐIN • • KVEÐJIiDANSLEIKUR TVÆR VINSÆLAR HLJÓMSVEITIR BENDIX og FJARKAR leika og syngja. Komið tímanlega og tryggið ykkur miða. BENDIX BÚÐIN FJARKAR JAMES BOND —K— IAN FLEMING FJames Bond Vt IAN FtEMINB ' SRAWING BY BOND WANTED TO GET ON AFTEE GOLDFINGER. HE HAD MADE A GOOD JOB OF Tmmobilising the SPOftTS CAR.. . Það eina, sem Bond hugsaði um, var að halda eftirförinni áfram. Honum hafði tekizt vel við að gera sportbílinn ófæran til áframhalds í leiknum ...... — Mér þykir þetta ákaflega leitt. Héma eru þúsund frankar — það ætti að nægja fyrir viðgerðinni. — Mér væri mikil ánægja af því að sjá yður aftur á bílnum en ég þarf að komast á ákvörðunarstað fyrir kvöldið .... — Ó nei! — Ég þarf einnig að komast leiðar minnar fyrir kvöldið — til Genf. Ég verð að komast þangað. Þér gætuð ekið þangað á tveim stundum. Viijið þér? — Gerið það fyrir mig andaðist, og ef til vill, hæt.t búskap um sinn. Er því alls ekki ósennilegt, að Loptur hafi þá verið tekinn til fósturs af Þor- móði skáldi, er þá (um 1710) hefir líklega verið kominn í Gvendareyjar, en þær eru í sama prestakali sem Vörðufell. Að sú sögn sé sögulega rétt, má með- al annars ráða af því, að Þor- móður var ekki að eins haldinn kraptaskáld, og trúði því sjálf- ur, heldur var hana einnig mjög hjátrúarfullujr, og fór með kukl og þótti fremur meinsamur. Hjá Þormóði var því gott tæki- færi fyrir námfúsan pilt, eins og Loptur hefir eflaiust verið, að kynnast alls konar kukli og hjá- trú, og karl líklega ekki sparað að fræða hann um slíka hluti, en sú fræðsla fest rætur hjá unglingnum, og því hafi farið sem fór fyirir honum. Er og sagt, að Þormóður hafi haft miklar mætux á LoptL [Gísli Konráðsson segir, að Þormóður hafi ort þessa vísu, eir hann frétti andlát Lopts: Á hugann stríðir ærið opt óróleiki nægur, síðan ég missti hann litla Lopt, er löng mér stytti dægur. Sennilegt er — og vísan beir það enda með sér, — að Þormóður hafi ort hana, þá er Loptur fór frá honum (í skóla?), og hafi karli leiðst á vetrum, er drengurinn var farinn. Mun Loptur og ekki hafa dvalið langvistum hjá Þor- móði upp frá því]. Að vísu eru ekki sannsögulegar heimildir fyrir þvg að Loptur hafi verið í fóstri hjá Þormóði, en þótt svo hafi ekki verið, þá gat Loptur hafa kynnzt honum í æsku sinni og lært hjá honium fr.umatriði kukls og kynngi, þar sem þeir hafa verið samsveitis. Annars er ekkert með vissu kunnugt um uppvöxt Lopts, eða hvar hann hafi lært undir skóla — ef til vill hjá Hannesi prófasti Hall- dórssyni í Reykholti (t 1731) — en það er víst, að hann gekk 1 Hólaskóla, og mun hafa komið þangað 1716, fjórtán ára gamall. Er ekkert ósennilegt í þeirri sögn, að Þormóður hafi komið honum þar í skóla sakir vin- fengis við Stein biskup, þá er hann var prestuæ á Setbergi. Á fyrstu ár.um Steins biskups á Hólum lærðu einmitt ýmsir pilt- ar úr Snæfellsnessýslu norður í Hólaskóla, og hefir það einmitt verið sakir kunnugleika við Stein þar L sýslu. Veturinn 1714- 1715 voru t.d. í Hólaskóla fjórir piltar úr Snæfellsnessýslu: Halldór Brynjólfsson (síðar biskup), Sigurður Vigfússon sterki „íslandströll“ (síðar skóla- meistari og sýslumaður í Döl- um), Þorvarður Bárðarson (síð- ar prestur að Felli í Sléttu- hlíð) og Pétur Einarsson (síð- ar prestur í Miklholti). Það var því ekki nema eðlilegt, að Loptur væri þangað sendur, en ekki í Skálholtsskóla, og hafa sömu ástæður verið til þess, eins og hjá hinum, er á undan voru þangað komnir: vinátta og kunningsskapur aðstandenda þeirra við Stein biskup. SAMKOMUR Bænastaðurinn, Fálkagötu 10. Kristilegar samkomur sunnu daginn 24. sept. Sunnudags- skóli kl. 11, almenn samkoma kl. 4. Bænasbund alla virka daga kl. 7 e. h. K.F.U.M. Almenn samkoma í húsi fé- lagsins við Amtmannsstíg annað kvöld kl. 8,30. Bjarni E. Guðleifsson, cand. agric., talar. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn. Sunnud. kl. 11, helgunar- samkoma. Kl. 4 e. h. útisam- koma (ef veður leyfir). kl. 8,30 e. h. Hjálpræðisherssam- koma. Yngri hermennirnir hafa sérstaka dagskrá. Kapt. Aasoldsen og Auður Eyr Vil- hjálmsdóttir. Mánudagur kl. 4 e. h., heimilissamband. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.