Morgunblaðið - 23.09.1967, Side 24

Morgunblaðið - 23.09.1967, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. SEPT. 1967 MAYSIE CREIG: 14 Læknirinn og dansmærin þá hugmynd, að ég hefði áhuga á yður í fullri alvöru. Hún hristi höfuðið. — Og þá yrði hún fljót að losa sig við mig. — Það gæti hún aldrei. Það er ég, sem gæti buddunnar. Ég hef aldrei gefið henni peninga til umráða. Ég er ekkert fyrir að kasta peningum á glæ. Hún verður að koma til mín í hvert skipti sem hún þarfnast ein- hvers. — Er þetta nú sanngjarnt gagnvart henni? — Því ekki það. Þetta eru mínir peningar. Hún mundi bara eyða þeim á þessa ónytjunga, kunningja sína. Ég gef henni nóg til þess, að hún geti verið almennilega til fara og komið á mannamót. Ég eftirlæt henni meira að segja bílinn minn og bílstjórann, þegar ég þarf ekki á þeim að halda sjálfur. Hún kom til mín blásnauð, og lagði ekkert í búið. Mér finnst ég koma alveg heiðarlega fram við hana. Og svo hélt hann áfram að rifja upp endurminningar sínar: — Ég hélt, að hjónabandið okk ar gæti orðið hamingjusamt, en svo reyndist það ekki hætinu betra en svo mörg hundruð önn ur meðal fyrirfólksins í Banda- ríkjunum. Konan vill þiggja allt en ekkert gefa í staðinn. Það er svo sem sæmilega algengt, en ég ætla bara ekki að þola það. Ég ætla að gjalda henni líku líkt. Viltu ekki koma út með mér eitthvert kvöldið, Yv- onne. Þernan hennar Grace get ur litið eftir Dickie. Ég skal ahuga málið, sagði hún brosandi og gekk út. Hún var bæði hrædd og ringl uð. Var Aroni alvara með hana? Og væri gvo, hvernig gat hún þá tekið þessari fáránlegu uppá stungu hans? Henni hafði því aðeins yfirleitt dottið það í hug, að það gæti gefið þeim Tim nóg til að lifa á. En ef Aron væri að hugsa um hana í fullri al- vöru, gat ekki komið til mála að taka þessu boði. En sama daginn réðst Grace einnig að henni. — Þú varst nokkuð lengi úti í nótt sem leið, Yvonne. Þú ert of ung til þess að vera svona lengi úti. Hún flýtti sér að bæta við: — Þú hefur væntanlega ekki verið með Marcel Sellier allan þennan tíma? — Jú, það var ég. — Jæja þá, ég held, að þú sért ekki annað en bjáni. Ég var búin að segja þér, að hann væri trú- lofaður stúlku í París. — Ég veit það. Hann sagði mér það sjálfur í gærkvöldi. Foreldr- ar þeirra hafa komið þessari trú- lofun í kring. — Já, en það er nú einusinni siður hérlendis. Heldurðu kannski, að hann færi að slíta i svona trúlofun fyrir stúlku á borð við þig? Yvonne roðnaði. — Ég ætlast ekki til, að hann fari að slíta neinni trúlofun mín vegna. Við erum bara kunningjar. — Kunningjar, sem eru að horfa á tunglið fram eftir allri nóttu? Það var beizkja í rödd- inni. — En varaðu þig, Yvonne, þetta ástarævintýri ykkar Mar- cels — ef það er þá orðið ástar- ævintýri — færir þér ekki annað en ógæfu. Frakkar giftast ekki stúlku án heimanmundar. Fáir Englendingar gera það heldur, eða svo hefur mér verið sagt. Það eru bara Ameríkumenn, sem eru að hugsa um þessa ást, og láta sér nákvæmlega á sama standa, hvort stúlkan á nokkuð eða ekki neitt. Ekki átti ég græn an eyri, þegar ég giftist honum Aron — svo vitlaus var hann. Ývonne leið illa eftir þessi viðtöl. Hún hafði aldrei haft neina von um að geta nokkurn- tírna átt Marcel. En Grace hafði rekið smiðshöggið á þá trú henn ar. En samt hafði hann haldið henni í fanginu og kysst hana og sagt henni, að hún væri falleg. Hann hafði sagzt vera farinn að elska hana, og þá í svipinn hafði hún trúað honum. Ástaratlot Tims höfðu verið allt annars eðlis. Hann var með allar hömlur Englendingsins, og óttaðist að heimska sig. Það mesta, sem hann hafði sagt við hana var: „Þú ert ekki sem verst, kelli mín. Svei mér ef ég gæti ekki orðið skotinn í þér“. Einu- sinni hafði hann sagt við hana: „Þú ert svei mér falleg. Ég held ég ætli að fara að verða vitlaus í þér“. En Marcel hafði sagt, að hún væri yndisleg. Hún taldi dagana til næsta föstudags, þegar þau Marcel áttu að borða hjá Forresterhjónunum í skrítnu listamannaíbúðinni þeirra í Haut-de-Cagnes. En (hún hafði bara ekki mikið næði til heilabrota. Hún hafði nóg að gera að líta eftir Dickie. Hann var alltaf að sleppa frá henni. HIISEIGENDUR! Hlöðum arineldstœði og veggi, inni og úti. Flísaleggjum. DAVÍÐ ÞÓRÐARSON múrarameistari. Hraunbraut 18 — Sími 42143. Utvegum Drápuhlíðargrjót. Mósaík og flísar í fjölbreyttu úrvali. Cefum bindandi verðtilboð Einu sinni fór hann frá henni á sjóskiðunum sínum, án þess að hún vissi af, og var næstum drukknaður Sundkennari, sem starfaðd þarna á ströndinni, gia.t rétt náð í hann og bjargað hon- um. En hún gat aldrei verið viss um, hvar hann væri, þá og þá stundina. Henni fannst hún vera á sífelldum hlaupum á eftir hon- um. Hún þráði það heitast að verða afiur góð í fætinum, til þess að geta dansað. Hún fékk póstkort frá Tim. Það var sent frá klúbbnum hans í London og var stutt og laggott: „Hitti þig bráðum. Ástarkveðj- ur. Tim“. Antoinette, þjónustustúlkan færði henni þet-ta kort og var eitt glettnisbros um allt litla and- litið, þegar hún rétti henni það. Hún hafði sýnilega lesið það. Hún talaði ensku sæmilega. En ef Tim elskaði hana, hefði hann ekki þá sent henni ofurlítið per- sónulegra bréf? En þetta var hon um.l'íkt. Hann hataði allt hefð- bundið — ekki sízt í hjónabandi. En hún trúði því nú samt ekki, að hann fyrirliti hjónabandið eins og hann lét, og talaði um gifta kunningja sína, sem „ves- lings fábjána". Hún þóttist viss um, að ef hann ætti eitthvað til, mundi hann biðja hana að gift- ast sér. 9. kafli. Hún var tilbúin og farin að bíða löngu áður en Marcel kom að sækja hana, næsta föstudag. Hún reyndi að hlæja, tii þess að koma sér í eðlilegt skap. Þetta kvöld yrði gjörólíkt hinu fyrra. Það var liðin heil vika frá því, og margt gæti hafa skeð í milli- tíðinni. Nú gæti hann verið far- inn að iðrast þess að hafa tekið hana í faðm sér og sagt henni, að 'hún væ: i falleg. Hann gæti verið fartnn að hugsa s’itt af hveiju um hana. En þegar hún sá bilinn hans staðnæmast fyrir utan, hoppaði í henni hjartað. Hún haiði ekki farið í bezta kjólinn sinn, heldur í annan rós- óttan og einfaldan í sniðum, sem hún taldi mundu eiga betur við í kvöldverðinum í listamanna- íbúð Forresterhjónanna. Grace kom upp í herbergið hennar og sagði: — Hann vinur þinn bíður eftir þér niðri, Þú manst, Yvonne, að ég er búin að vara þig við því, að Frakki giftir sig ekki út fyrir sína eigin stétt. Og hann gleymir heldur ekki fjölskyldu-skuldbindingum sín- um. — Ég skal muna það, svaraði Yvonne. — En þakka þér samt fyrir að minna mig á það. Nú var það Grace, sem roðn- aði. — Ég segi þetta nú bara þin vegna, sagði hún. — Það gæti valdið þér hjartasorg að komast í æri við Frakka. — Ég skil, frú Hennesy. - Ég er fegin, að þú skulir vera blátt áfram til fara í kvöld, sagði Marcel, er þau óku frá hús inu. — Forresterhjónin eru af- skaplega blátt áfram. Við fáum sennilega smurt brauð, sem við borðum hver í sínu sæti. Ég held ekki, að þau hafi neina borð- DLW - PARKET - PLASTINO KORK. Litaver sf. Grensásvegi 22—24. — Símar 30280 og 32262. SÖNGMENN Getum bætt við nokkrum góðum söngmönnum. Upplýsingar í síma 33553 kl. 6—7 eftir hádegi. KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.