Morgunblaðið - 26.09.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.09.1967, Blaðsíða 1
32 SIÖUR $r0Mt#Miil> 54. árg. 217. tbl. ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins Mao kynnir sér ástandið í Kína — Tiltolulega friðsamt í Canton Aður en „Queen Mary" fór frá New York í síðasta sinn sl. föstudag var hún kvödd með mörgum höfugum tárum og göfugum veigum. Síðan var haldinn dansleikur um borg og þangað kom, sá og sigraði George Brown, utan- ríkisráðherra Bretlands. — Hann kom ásamt Jens Otto Krag, forsætisráðherra. Dan- merkur — þeir höfðu borðað saman uni kvöldið — og Cara don lávarði, fulltrúa Breta hjá Sameinuðu þjóðiiniim. — Þegar klukkan nálgaðist eitt gafst Iávarðurinn upp — og fór lieim að sofa. Brown var þá enn i fullu fjöri og neitaðí að fara strax. Hlann fór ekki fyrr en með síðustu gestun- um kl. 1.30 og lagði það í vald ritara síns að koma sér á fund kl. 8 að morgni. „Ég varð að koma og kveðja „Queen Mary'V' sagSi Brown, „ég fór tvisvar me<5 henni yf- ir Atlantshafið og á viðkvæm ar minningar um hana bless- aða. En ég geri svo sem ráð fyrir, að það hafi verið mesta vitleysa hjá mér að koma. — Hvað um það, ég hef skemmt mér alveg konunglega og sé ekkert eftir þvi." Og þa* má nú sjá á meðfylgjandi mynd. Hong Kong, 25. sept., NTB. Mao Tse-tung, formaður kínverska kommúnistaflokks- ins, kom nýlega úr heimsókn til fimm kínverskra héraða, að sögn opinberra aðila í Pe- king sl. sunnudag. Fréttastof- an Nýja Kína sendi þann dag út stutta yfirlýsingu þar sem sagði, að Maó hefði farið í ferðalag þetta til að kynna sér árangur menningarbylt- ingarinnar. Fréttastofan minntist ekki á hvenær þessi ferð hefði verið farin, en sagði, að Maó hefði þótt ástandið í landinu með ágæt- um. Þá upplýsti þessi fréttastofa, að byltingarverkamönnum í Nan- chang hefði verið afhend vopn samkvæmt skipun frá miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins. Miðstjórnin tók þessa ákvörðun BEN GURION EINN A BATI — Kallar Eskhol „lygara", stjórn hans „spillta" og berst gegn sameiningu verkamannaflokkanna í Israel Tel Aviv, 25. sept. AP-NTB. • Til vopnaviðskipta kom í dag hvað eftir annað milli Egypta og Israelsmanna við Suez skurð. Vísa þeir upptök- iiniiin hvor til annars en hörðust var skothríðin um 19 km suður af Ismalia. Vopna- hlé komst á síðdegis, en gæzlulið Sameinuðu þjóð- anna líta þessa atburði al- varlegum augum, þar sem þetta er annar dagurinn í röð, að upp úr sýður með þessum hætti. 0 Þá var svo að sjá í Tel Aviv í dag, að allir fyrri stuðningsmenn og samherjar Davids Ben Gurions, fyrrum forsætisráðherra ísraels, hefðu snúið við honum baki. Kom til árekstra milli hans og þeirra í umræðum um fyr- irhugaða sameiningu allra þriggja verkamannaflokka landsins, Mapai, Rafi og Ah- duth da 'Avoda. Eru allir helztu foringjar flokkanna fylgjandi sameiningu nema Ben Gurion, sem hefur enga trú á samvinnu við Levi Es- khol, núverandi forsætisráð- herra. Lét hann svo um mælt í dag, að Eskhol væri „lyg- ari" og stjórn hans „spillt og til lítils dugandi." Ben Gurion gagnrýndi mjög harðlega, a'ð stjórnin skyldi ekki hafa gert ráðstafanir til þess að láta ísraelsmenn flytjast til gamla borgarhlutans í Jerúsalem, sem áður var í höndum Jórdana. Þetta gauf kvað hann bjóða þeirri hættu heim, að Israels- menn yrðu neyddir til að láta lh hlutar Texas undir vatni /¦borgarhlutann af hendi. Ben Gurion verður 81 árs í næsta mánuði. Hann var stofn- andi Mapai flokksins og leiðtogi hans árum saman, unz upp úr sauð milli hans og Levi Eskhol. Ben Gurion klauf þá flokk'nn og stofnaði RAFI-flokkinn svo- nefnda. Þar hafa nánustu sam- starfsmenn hans verið Moshe Dayan, landvarnaráðherra nú- verandi — sem kallaður var í þa'ð embætti, vegna styrjaldar- innar við Araba — og Shimon Speres. Hafa þeir nú báðir snú- izt gegn Ben Gurion. Moshe Day- an hélt uppi vörnum fyrir stjórn Eskhols, sagði, að hún hefði margt vel gert, m. a. lagt allt kapp á að tryggja stöðu ísraels gagnvart Aröbum og efla stjórn á þeim stöðum, sem náðst hefðu í styrjöldinni. Hinsvegar bauðst Dayan til að segja af sér embætti sínu, ef flokkurinn óskaði þess. Miðstjórn RAFI kemur aftur saman á morgun, biiðjudag, og verður þá væntanlega ákveðiS endanlega hvort hann tekur þátt í samstarfi við hina flokkana. Stjórnmálafréttaritarar telja víst, að svo verði og segja, að Ben Gurion hafi framið „pólitískt sjálfsmorð" með því að neyða samstarfsmenn sína til þess að Fraimth. á bls. 31 sína eftir að hafa rætt þróun menningarbyltingarinnar í Ki- angsi-héraði í Suður-Kína. Sam- tímis hefur veri'ð komið upp höf- uðstöðvum fyrir vopnaða bylt- ingarverkamenn í Nanchang. Wen Tao-hung, foringi bylt- ingarinnar í Kiangsi, sagði á fiöldafundi í Nanchang á laugar- dag sl., að Maó formaður og mið- stjórnin hefðu ákveðið að af- henda verkamönnum vopn til að þeir gætu mætt kröfum bylting- arinnar. Hann skoraði ákaflega á hina vopnuðu verkamenn, að bæla niður harðri hendi allar gagnbyltingar og ill öfl, sem. reyndu a'ð grafa undan menning- arbyltingunni. Víða í Kína hafa verið settar á fót samsvarandi byltingar- nefnöir, að sögn Pekingútvarps- ins. Peking hefur nú fyrirskipað kínverska hernum í Kanton, að fá borgarstjóranum, Tseng Shen, stjórn borgarinnar í hendur. Tseng og Huang Yung?shen, hw- stjóri borgarinnar, hafa verið í stofufangelsi í Peking meðan A átökum fylgismanna Maós og and stæðinga hans stóð í Kanton. Ferðamenn, sem komu til Hong Kong f rá Canton á sunnu-, dag sögðu, að tiltölulega rólegt væri í borginni eins og stendur, en svo sem kunnugt er af frétt- um hafa blóðugir bardagar geis- að á strætum hennar undanfarn- ar vikur. Munu fylgismenn Maós í borginni hafa stefnt Ijóst og leynt að friði þar fyrir 15. nóv- ember nk., en þá hefst í Cahton mikil vörusýning, sem þegar hef- ur seinkað um einn mánuð vegna bardaganna. Corpus Christi, 25. sept. — (NTB-AP) — UM fimm þúsund manns úr fimm þorpum flýðu frá heím ilum sínum í Kio Grande dalnum í dag, eftir að 150 metra stífla brast og geysi- legt vatnsmagn flæddi um dalinn. Ekki er vitað um manntjón en eignatjón mun hafa orðið geysilegt. Stíflan, sem brast var úr stáli ©g steinsiteypu. Fólkið vissi, hver hættia var á ferðum og hafði því nægan tima til að komast á ör- uggan stað. Orsök þessa ástands er fellibylurinn Beulah, sem gangið hefur yfir Texas og Mexico síðustu daira og valdið óskaplegn tjóni. Tveir þriðju hlutar Texas-ríkis m.unii undir Vatni — landsvæði á stærð við Noreg og sagði fréttamaður frá Reuter, er fór fljúgandi yfir flóðasvæðin í gær, að sennilega mundi taka heilt ár að hreinsa til eftir þessar náttúruhamfarir. Úrkoma var óskapleg um helgina við Mexicoflóa og hafði vatnsborð fljótsins Arroyo Col- orado stigið um sextán metna í morgun. Það hélt áfram að stíga um tíu sentimetra á klukku- stund. Reiknað er með, að fellibyl- urinn Beulah hafi valdið tjóni sem nemur um sjö miljörðum dollara. 30 bandarískir öldunga- deildarþingmenn hafa komið sér upp bækistöð í Corpus Christi og fara þaðan til flóðasvæðanna áð fylgjast með biörgunarstarfi og kanna hverrar hjálpar sé þörf frá yfirvöldunum í Was- hingað. Þyrlur hafa flutt mat og vistir til einangraffra svæða — þar sem um ein milljón manna kemst hvergi. 150fórust með ferju Dacca, 25. sept. NTB. • Talið er að um 150 manns hafi týnt lífi, er ferja fóirst á Gangesfljóti sl. föstudag. Opinberar heimildir herma, að um tvö hundruð marms hafi verið með ferjunni er hún rekst á sker í slæmu veðri og sökk. Flest hafði fólk ið verið í svefni og aðeins 50 manns tókst að komast lifandi í land. Engin lík hafa fundizt — og ekki hægt að fara út í flakið vegna veðurs. Lítil kosningaþótttaka í Noregi Osló, 25 sept. NTB. # Bæja- og sveitarstjórnarkosn ingar fóru fram í Noregi í gær og í dag. Veður var víðast ágætt báða dagana en þátttaka í kosn- ingunum dræm, — og yfirleitt verri en menn höfðu vænzt. 1 Bergen til dæmis kusu aðeins ¦70% eða 56.T30 af 80.000 á kjör- skrá. Er það minna en i siðustu kosningum. <§ Kosið var að þessu sinni um 13.510 menn í 451 bæja- og sveitarstjórnir. A kjörskrá eru 2.472.000 en voru við síðustu kosn ingar 1963 2.363.000. Um kl. 23.00 í kvöld (að ís- lenzkum tíma) voru engar stór- breytingar á atkvaeðaskipting- unni sjáanlegar, úrslitin virtust upp og ofan fyrir alla flokka en leiðtogar flokkanna allra voru hinir bjartsýnustu Þá höfðu verið talin atkvæði í 142 kjördaamum og stóðu leikar svo, að Verkamannaflokk- urinn hafði 41.8%, Hægri 14.5%, Miðflokkurinn 14,4,% Vinstri 8,6% Kristilegi þjóðarflokkurinn 7,2%, Sósíaliski þjóðarflokkurinn 3J% og kommúnistar 1%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.