Morgunblaðið - 26.09.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.09.1967, Blaðsíða 4
< MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPT. 1967 IVIAOINJÚSAR skiphoui21 símar21190 eftir lokun simi 40381 ~ j Hverfisgötu 103. Simi eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensin innifalið • leigugjaldi. Sími 14970 BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. ♦'y--'B/IAUICAM RAUÐARÁRSTfG 31 SfMI 22022 Flest til raflagna: Rafmagnsvörur Heimilstæki Útvarps- og sjónvarpstæki Suðurlandsbraut 12. Simi 81670 (næg bílastæði). GRÆNMETIS- MARKAÐUR 2/vöfaldir 4 cinfaldir Eldfim og fjörug ný íslenzk skáldsaga. Listræn kápumynd eftir Hall- grím Tryggvason. Verð ótrúlega lágt, aðeins kr. 95.00. -jfc- Athugasemdir við R-sjónvarpið „Maður, sem hefur gaman af „Dýriingnum“ og „Bragða- refunum“ “ skrifar: „Það eru bara þrjár smá- athugasemdir, sem hér verða gerðar. 1) Það hefur tvisvar k-omið fyrir, svo að ég hafi séð, að Sjónvarpið hefur í eigin textum (ekki auglýsingum) haft tvöfalt n í orðin „engan“ — m.ö.o. stafsett það „engann“. 2) í fræðslumynd um kóraleyj- ar (alveg nýlega) nefndi þulur þeirrar myndar aftur og aftur fugla, sem hann kallaði „brún- terraur“. „Terne“ er danska nafnið á þeim fugli, sem á ís- lenzku er nefndur kría. Mynd- irnar sýndu það líka svo, að ekki varð um villzt, að þær voru af kríum, þótt dökkar væru á litiran. — Mér finnst það fyrir neðan virðingu Sjón- varpsins að búa ekki svo um hnútana, að vanþekking á ís- lenzku vaði ekki hlaðskellandi upp í útvarpi þess. 3) í dagskrá þeirri, sem það birtir í blöðun- um, er kvikmyndin „Syradirn- ar sjö“ kölluð „gamanmynd“. Mynd þessi er frásaga um svartasta hatur og sjö, ger- samlega samvizkulaus, morð. Er þetta kallað „gamaramynd“, fil þess að blessuð börnin — já, og unglingarnir — fari ekki á mis við hana — eða hvað? Maður, sem hefur gaman af „Dýrlingnum" og Bragðaref- unum“.“. Velvakandi sá hvorki né heyrði þennan kóraleyjaþátt, en þulurinn skyldi þó aldrei hafa sagt „brúnþerna“? Svo nefnist kríutegund eiin í hinni ágætu Fuglabók AB. Latneskt nafn hennar er anous stolidus, svo að hún er annað hvort heimsk eða löt, nema hvort tveggja sé. Þerna er gamalt kríuheiti; sbr. Þerraey hér inni á Sundum. Þjálfi eða Röskva „Kæri Velvakandi, Tilvalið nafn á véraldarundr ið, sem fer jafnt um láð og lög, þykir mér vera þjálfi eða röskva. Með kærri kveðju, Margrét Sigurðardóttir“. Lækningastofu hefi ég opnað í Domus Medica. Viðtalstími eftir samkomulagi í síma 1 16 84. FRIÐRIK EINARSSON, dr. med. Sérgrein: Skurðlækningar og kvensjúkdómar. Biðskýli til sölu Biðskýli á góðum stað við fjölfarna götu er til sölu af sérstökum ástæðum. Þeir, sem áhuga hafa sendi nöfn sín í pósthólf 432, Reykjavik. Við Laugarnesveg Til sölu eru mjög skemmtilegar 2ja og 3ja her- bergja íbúðir sunnarlega við Laugarnesveg. Selj- ast tilbúnar undir tréverk og sameign úti og inni frágengin. Teikning til sýnis á skrifstofunni. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutnngur. Fasteignasala. Suðurgotu 4. Simi 14314. r I Vesturbænum Til sölu er 2ja herbergja kjallaraíbúð á góðum stað í Vesturbænum. Er ekkert niðurgrafin. íbúðin afhendist nú þegar máluð með hurðum og sól- bekkjum, en skápa vantar. Sameign úti og inni frágengin þar á meðal lóð að nokkru leyti. Allir gluggar á móti suðri. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutnngur. Fasteignasala. Suðurgötu 4. Sími 14314. — Af þessu þjónustufólki Ása-Þórs eru skemmtilegar sögur í Gylfaginningu, eirak- um Þjálfa, en hann var manna fóthvatastur, segir SnorrL 'k Því ekki blaðberar? ,J'íorðmaður" skrifar: „Ég hefi lengi furðað mig á auglýsingum í íslenzkum dag- blöðum eftir sölubörnum, útburðarfólki, og nú síðast blaðburðarfólki. Hvers vegna ekki einfald- lega: Blaðberar óskast, sbr. bréfberar, vatnsberar o. s. frv.“. — Norðmaðurinn gleymir þó verstu útgáfunni, sem var „út- burðarbörn“. Velvakanda lízt mætavel á þetta orð, blaðberi, en trúir því tæplega, að engum íslendingi hafi dottið þetta áð- ur í hug. Orðin blaðasalar og blaðberar ná yfir alla þá, sem selja eða bera út blöð, hvort sem þeir eru ungir eða garralir, karlar eða konur. Sláturaðferðir Færeyinga „Húsmóðir í Vesturbæn- um skrifar: „Ágæti Velvakandi! Það er víst vani, að menn skrifi þér, þegar þeir eru yfir sig reiðir eða hneykslaðir, svo að ég ætla að hafa þann hátt- inn líka. Ég horfði á sjónvarpsþátt frá Færeyjum í gærkvöldi, meira að segja verðlaunaþátt, sem varð þess valdandi, að Fær- eyingar hröpuðu niður úr öllu valdi í áliti hjá mér. Ég vissi nú áður um marsvínadrápið og læt það nú vera, en að því l'ík meðferð eigi sér stað á fé í næsta nágrannalandi okkar, því óraði mig ekki fyrir. Að binda sláturfé með sauðbandi og geyma það þannig í hrúg- um og skera það síðan á háls, (því að það gera þeir sjálf- sagt, til hvers væru þeir ann- ars að binda það?): Það er villimennska. Vita Færeyingar ekki, að það er búið að finna upp púðr ið? Er ekkert dýraverndunar- félag í Færeyjum? Ef ekki, væri þá ekki rétt fyrir það ís- lenzka að koma upp eins kon- ar útibúi þar? Ég kepptist við að skrökva að börnunum mín- um, að það ætti bara að taka ullina af kinduraum, enda þótt ég sæi sjálf vel að hverju fór, en það er stundum erfitt að viðurkenna fyrir góðum börn- um, sannleikann um manninn, en ég verð að segja það, að ég átti ekki von á þessu af Fær- eyingum. Húsmóðir í V estur bænum“. Stórleikur land- skaparins“ í Skaftafelli „Verndarengill“ skrifar: „Tveir menn voru að ræða sairaan um Skaftafell í Öræfum og Náttúruverndarráð. Hafði annar þeirra orð á því, að margendurtekin yfirlýsing Náttúruverndarráðs um „stór- leik landskaparins“ á þessum slóðum bæri vott um, að miál- vernd væri ekki á stefnuskrá hins áigæta verndarráðs. Hinn maðurinn vildi bera 1 bætifláka fyrir Náttúruvernd- arráð og taldi, að líklega væri um smávegis prentvillu eða misritun að ræða, og að í stað „landskaparins“ ætti að koma „landskaparans“, og varð þá til þessi vísa: Langt og vítt á leik hann brá Landskaparinn stór á sviðL Skaftafellið skóp hann þá, það skyldi síðan — hvíla í friðL „V erndarengill“. atrix verndar fegrar EIIMAIMGRUIMARGLER BOUSSOIS INSULATING GLASS er heimsþekkt fyrir gæði. Verð mjög hagstætt. Stuttur afgreiðslutimi. 10 ÁRA ÁBYRGÐ. Leitið tilboða. Fyrirliggjandi RÚÐUGLER 2-4-Ö-6 mm. Einkaumboð: HANNES ÞORSTEINSSON, heildverzlun, Sími 2-44-55.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.