Morgunblaðið - 26.09.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.09.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPT. 1967 Pöntunarþiónusta á varahlutum í bíla Búið að setja upp ölt tœki í skoðunarstöð BRÁÐLEGA kemur til fram- kvæmda nýjung- í þjónustu ís- lenzkra bifreiðaeigenda. Hefur fé lagið ákveðið að koma upp í Reykjavík pöntunarþjónustu á varahlutum fyrir félagsmenn, sem búsettir eru úti á landi. Sem kunnugt er, kostar það oft fjölmörg símtöl fyrir utan- bæjarmenn að fó pantaða vara- hluti, þar sem oft og tíðum þarf að hrinigja í fleiri en eitt um- boð. En nú gefur FÍB félags- mönnum s'ínum, sem búsettir eru út á landi, kost á að htringja í skrifstofu félagsins í Reykjavík, en hún hefur síðan samband við umboðin og pantar umbeðna varahluti. >á líður senn að því að skoð- unarstöð FÍB taki til starfa. Bú- ið er að koma öllum tækjunum fyrir, og hið eina, sem standur á, er sérþjálfun manna, sem við hana starfa. Tækin eru fengin frá Danmörku, en þau eru keypt og sett upp í samráði við danska bifireiðaeigendafélagið. Þarna verður væntanlega hægt að skoða 48 atriði í bifreiðinni, en að skoðun lokinni fær eigandinn skýrslu með athugasemdum um ástand hennar. Frá þingi Félags íslenzkra bif reiðaeigenda í Borgarnesi. Vegamálin aðalumræðuefnið á fyrsta landsþingi FÍB FYRSTA landsþing Félags ís- lenzkra bifreiðaeigenda var hald- ið í Borgarnesi um helgina. 112 manns höfðu rétt til setu á þing- inu, fulltrúar, umboðsmenn og starfsmenn félagsins. Þingið var sett kl. 14 á laugardag af Magn- úsi II. Valdimarssyni, fram- kvæmdastjóra FÍB, en í upphafi þingsins bauð Asgeir Pétursson, sýslumaður, þinggesti velkomna. Síðan fór fram kosning fundar- Istjóra og fundarritara en að svo búnu flutti Arinbjörn Kolbeins- son, læknir, formaður FÍB, á- varp. Hann sagði m.a. í ávarpi sínu, að þetta fyrsta landsþing FÍB markaði óneitanlega tímamót í sögu félagsins, þar sem félagið væri nú orðið landssamband Bif- reiðaeigenda. Var þessi breyting gerð í febrúarmánuði s.l. á aðal- fundi félagsins en með hratt vax andi félagatölu hafi komið í ljós að hið upprunalega skipulag fé- ia.gisins væri á ýmstan hátt ófull- nægjandi, einkum hvað það snerti að hæigt væri að skoða FÍB ótvírætt sem landsamband bifreiðaeigenda. Segja mætti að hlutverk FÍB frá upphafi sé tvíþætt. Annars vegar að vinna að sérstakri þjón ustu fyrir félagsmenn, og má þar nefna vegaþjónustu, upplýsinga- verið rekið sem ein heild fyrir landið. Félagatalia þessi hefur rúmlega tvöfaldast á undanförn- um sex árum, og eru nú um 40% af öllum bifreiðaeigendum á landinu í félaginu. Er það hlut- tfallslega hæsta félagatala bif- reiðiaeigendafélag Evrópu. 1 upphafi fundarins var lesið upp bréf frá dómsmálaráðuneyt- inu og þar skýrt frá nýrri breyt- ingu, sem gerð hefur verið á reglugerð um endurikrötfurétt tryggingartfélaga á hendur þeim, sem valda tjóni eða siysi af ásetningi eða stórkostlegu gá- leysi. Viðurkennir dómsmálaráðu neyið í bréfi þessu FÍB sem for- svarsmenn bifreiðaeigenda á landinu, enda áskilur ráðuneytið að félagið sé opið öllum. Aðalmálið á dagskrá þingsins voru vegamálin, enda telur FÍB þau eitt af mestu vandamálum landsmanna, bæði efnahagslega og menningariega. Á þinginu iræddi Kj artan Jó'hannsson um fjármál vegaframkvmda, Hauk- ur Pétursson um tæknileg atriði vegagerðar, oig Garðar Sigur- geirsson um mesit aðkallandi Arinbjörn Kolbeinsson, formaður FÍB, setur þingið. íramkvæmdir í vegamálum. Þá ræddi Valdiimar J. Magnús- son um viðskiptahömlun olíufé- laganna, Ingvar Guðmundsson um afnotagjöld útvarpstækja og Arinbjörn Kolbeinsison um ör- yggismál. Loks var rætt um þjónustu við félagsmenn. Á sunnudag voru svo nefndar- störf oig nefndir Skiluðu áliti. Umferðartol I urinn 14 millj. fyrsta árið í SKÝRSLU F.Í.B. er greint frá umferð um Suðurnesjaveg á tímabilinu 26. október 1965 til 1. október í fyrra. Segir þar að heildarumferðin sé orðin 251 þúsund bifreiðar, og tekjur af henni kr. 13.430.700 hinn 1. okt. 1966, en áætlaðar 14.2 milljónir til 28. október 1966. Innheimtu- kostnaður vegna veggjalds er 1,4 millj. kr. Umferðarhæstu dagarn- ir voru 1080 til 1110 bíla á dag. Fjöldi Tegund umferðar farartækja Fólksbílar 1100 kg eða minni 130 þús. Fólksbílar 1100 kg eða stærri 85 — Völubílar XVz tonn til 5 tonn og fólksibílar 8-20 farþega 10 — Vörubílar með 5 tonn og fólksbílar með meira en 20 far- þega 25 — Bifreiðir m/tengivagna ■og dráttarbifreiðir m/festivagna 1 — 251 þús. í skýrslunni segir, að ekki sé vitað um að fyrirhugað sé að leggja aðra vandaða vegi, þar sem innheimtur verði tollur, og ekki er heldur gert ráð fyrir, að tollur verði innheimur af ýms- um mjög dýrum vegurn og jarð- göngum, sem nú er verið að vinna við. — Bandarísk stúlka Framih. atf foLs. 32 ar af landi brott, utan ein, austur rísk stúlka frá Vín, Augusta Kúrtf. Mbl. náði tali af Augustu í gær og spurði hana um Anitu og ferðir hennar hér: — Ég veit nú ekki mikið, sagði Augusta, enda stóð Aníta mjög stutt við — aðeins í þrjár nætur. Þetta var ósíköp geðug stúllka og við tókum tal saman, þegar ég frétti að hún hefði hug á að Magnús Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri, setur landsþingið. starfsemi, lögtfræðilega aðstoð, tæknilegar upplýsdngar, leiðbein- ingar um kaup og sölu á bílum, ferðaþjónustu erlendis og útgáfu fræðslurits um hagsmuna- og fé- laigsmál bifreiðaeigenda. Á hinn bóginn væri svo að vinna að al- mennum hagsmunamálum bif- reiðaeigenda og þjóðarinnar I heild. Þar koma fynst öryggis- mál, vegamál, skattamál umferð- innar, tryggingarmál ferðaþjón- uáta erlendis o.ffl. FÍB er 3*5 ára, stotfnað 6. maí 1932. Það kom fram í ávarpi for- manns, að félagið hefur frá 1960 Viðskiptahömlur ölíusölu til umræðu á E^ndsþingi FÍB Félagið telur álagningu olíufélaganna sennilega 100 °/o A LANDSÞINGI F.Í.B. í Borgar- nesi gerði Valdimar J. Magnús- son m.a. nokkra grein fyrir af- skiptum félagsins að benzín- og olíumálum bifreiðaeigenda. Drap hann á það, að löngum hefði það verið eitt af baráttumálum. F.Í.B undanfarin sjö ár að fá hingað til lands betra benzín, eða með hærri oktantölu. Rakti hann gang þessara mála — Yiðræður þær og bréfaskipti, sem urðu um þau milli F.f.B. og olíufélaganna, sem lauk með því að Rússar samþykktu að senda hingað benzín með okantölunni 93-94. Valdimar upplýsti þó, að benzín það, sem keypt væri frá Rúss- landi, væri alls ekki sambæri- legt að gæðum við það sem feng- ist frá Vesturlöndum. Sem kunnugt er hafa öll við- skipti íslands á þessu sviði verið tákmörk.uð við Sovétríkin, en Valdimar lagði mikla áherzlu á að þessum viðskiptahömlum á olíu- sölu yrði aflétt. Kæmi það bæði olíufélögunum og neytendum til góða. Hann upplýsti ennfremur, að F.Í.B. hefði í fyrra reynt að atfla upplýsinga hjá verðlags- skrifstofu og verðlagsráði um v.erðsamsetningu útselds ben- zíns og olíu, og sömuleiðis hjá viðskipta- og fjármálaráðu- neytinu. Hefði beiðnum félagsins yfirleitt verið svarað með því að vísa á innflytjendur, þ.e. olíu- félögin, en F.Í.B. hafði þá þegar gert tilraun til þess án árangurs. Benti félagið á það í svarbréfi, en gat þess jafnframt, að það teldi eðlilegast að fá umibeðnar upplýsingar frá opinberum aðila, þar sem verðlagseftirlit væri á þessum vörum. Sagði Valdimar, að öll tormerki hefðu verið á að félagið gæti fengið aðgang að þessum upplýsingum, því að þótt um verðlagsákvæði væri að ræða, þá væri útreikningurinn ekki opinbert plagg, og því trún- aðarbort við olíufélögin að svara þessu. Valdimar sagði ennfremur, að í dag héldu oliufélögin því fram, að þeim væri skorinn þröngur stakkur um álagningu af verð- lagsyfirvöldum, því að þau hafi aðeins 3% álagningu, auk ákveð- ins dreifingarkostnaðar, sem bundimn sé af vísitölu. Talsmað- ur verðlagsráðs hafi tekið undir með olíufélögunum, og sagt að ráðinu hafi aldrei verið hrósað fyrir að vera rausnarlegt um álagningu olíufélögunum til handa. Með brófi, sem sent var verðlagsskrifstofunni fyrst í sl. viku, hafi enn verið leitað eftir sömu upplýsingum og grein ir frá hér á undan. Hafi verið óskað eítir svari fyrir vikulokin, þar sem upplýsingar þessar ættu að notast á þinginu. Hafi þessari ósk verið vísað til viðskipta- málaráðuneytisins, þar sem það var tekið til athugunar, en ekki hægt að afgreiða málið að svo stöddu. Valdimar sagði, að þó hefði komið mjög greinilega fram, að litið var svo á, að einka félag ætti enga heimtingu að fá upplýsingar um varðlagsgrund- völl oliu og benzíns, og væri lit- ið svo á frá lögfræðilegu sjónar- miði að um trúnaðarbrot væri að ræða. Valdimar sagði að endingu, að af hálfu F.Í.B. hefðu verið gerðir útreikningar á álagningu benzíns. Hafi verið athugað innkaupsverð samkvæmt tölum úr hagskýrslum, en síðan höfð viðmiðun við 50% toll, vega- gjald til vegasjóðs, söluskatt og aðra liði, sem ákveðnir eru. Hafi athugun þessi leitt í Ijós, að cif- verð benzíns er innan við eina krónu á hvern lítra, og álagning olíufélaganna sennilega 100%. fara til Vínar. Að öðru leyti töl- uðum við um atvinnumöguleika. Ég sagði henni, að ég hefði feng- ið atvinnu hér í Reykjavík og hún sagðislt hafa hug á að kom- ast í vinnu, er til Bretlandseyja •kæmi. Þar ætlaði hún síðan að dvelj'ast um nokkurn tíma og gerði síðan ráð fyrir að vera komin til Vínar eftir um það bil tvo mánuði. — Ég lét hana fá heimilisfang mömmu minnar í Vínarborg, og skrifaði jafnframt á sama blað örlítið bréf til mömmu, þar sem ég bað hana um að taka á móti Anitu og leiðbeina henni, ef hún þyrfti einhvers með. Samtal ok)k- ar var nú ekki lengra. Það h’ryggði mig hins vegar mikið, er ég frétiti um lát hennar. Forstöðu tmiaðurinn hér sagði mér fró þessu og lögreglan fékk þær litlu upplýsingar, sem mér var ■Unnt að láta í té, sagði Augusta iKurt að lokum. 6 AP frétt sem Morgunblaðinu foarst í gærkvöldi var sagt að lögreglan teldi lík stúlkunnar fhafa legið a.m.k. fimmtán daga í tjaldinu og að hún hafi verið kyrkt. Það var þrettán ára gam- iall drengur sem fann líkið þegar •hann fór tjaldvillt. Hann varð •skelfingu Iostinn og hrópaði á •hjálp. Fjórar hjúkrunarkonur •sem voru í tjaldi þar skammt frá, •þutu á vettvang, og það voru þær •sem gerðu lögreglunni aðvart. •Skilríki látnu stúlkunnar, sendi- 'bréf og aðrir persónulegir hlutir 'lágu á víð og dreif um tjaldið. •Rannsókn málsins er miklum erf- •iðleikum bundin, þar sem svo 'langt er síðan morðið var framið, •og fjöldi fólks hefur afmáð vegs- ummerki á tjaldstaðnum. Lög- reglan yfirheyrði á skömmum 'tíma 250 manns, myndum af •stúlkunni var dreift, og lögregl- 'an bað um aðstoð, gegnum sjón- •varpið. En árangur hefur enginn •orðið ennþá. Brezka lögreglan •hefur þegar haft samband við tforeldra stúlkunnar. Faðir henn- ar sagði m.a. að hún hefði ekki •haft með sér tjald, aðeins vand- aðan svefnpoka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.