Morgunblaðið - 26.09.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.09.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPT. 1967 Sigfús Bjarnason, forstjóri - MIIMIMIIMGARORÐ - Það mun hafa verið árið 1932 að Ólafur Thors, þáverandi fram- kvæmdarstjóri í Kveldúlfi h.f., fékk bréf frá ungum manni inn- an við tvítugt úr Vestur-Húna- vatnssýslu. Þetta var á þeim ár- um, þegar kreppan var farin að segja til sín og ungum mönnum ekki au'ðfengin tækifæri, heldur erfitt um algengustu vinnu. Það var erindi hins unga manns að spyrjast fyrir um það, hvort ekki væri hægt að fá eitthvað að gera hjá Kveldúlfi. Ólafi leizt vel á bréfið. Það var með fallegri rit- hönd og einhvernveginn álitlegt, eins og Ólafur sagði seinna. Sigfús Bjarnason fékk eitt fyrsta starfið sitt hér í Reykjavík í fiskinum hjá Kveldúlfi. Milli hins unga bóndasonar að norðan og Ólafs Thors átti eftir að verða mikið og gott vinfengi og leiðir þeirra sfðar meir að liggja sam- an í margháttuðu starfi innan Sj álf stæðisf lokksins. Sigfús Bergmann Bjarnason kom úr fátæklegu umhverfi í Núpsdalstungu þar sem hann fæddist 4. maí 1913. En Sigfús var af góðu fólki, sonur hjónanna Bjarna Björnssonar, bónda á Uppsölum í Miðfirði og Margrét- ar Sigfúsdóttur, sem einnig var Húnvetningur, fædd og uppalin á Uppsölum og var hún barna- kennari í sveitinni. Þeir, sem komu í verzlun Heklu h.f. fyrir nokrum árum, hafa ef til vill séð þar myndar- legan, unglegan mann afgreiða með lipurð rafmagnsvörur og annað og tala af áhuga, en hlý- lega við viðsgiptavinina. Þessi vasklegi maður var Bjami, faðir Sigfúsar, sem orðinn er 77 ára, og lifir nú sitt æfikvöld með konu sinni hér í Reykjavík. Frá ættfólki sínu geymdi bóndasonurinn, sem lagði leið sína su'ður í leit að lífshamingju og gengi, þann kjarna, sem veitti honum lífsorku og kraft svo undrum sætti. Sigfús Bjamason undi ekki lengi við fiskvinnuna, en tvítug- ur að aldri stofnar hann heild- verzlunina Heklu h.f. ásamt Magnúsi Víglundssyni, sem var lítið eldri, en þeir slitu félags- skap árið 1940. Ekki munu þeir hafa þótt miklir bógar á þeim árum, Sigfús og Magnús, en fyrir báðum átti eftir að liggja að verða með fremstu mönnum í sinni stétt. Árið 1952 verður Sigfús framkvæmdastjóri og að- aleigandi P. Stefánsson h.f. og stefnir með því inn í bifreiða- verzlun og tengd viðskipti. Mörg önnur fyrirtæki hefir Sigfús átt þátt í að koma á fót af ýmsu tagi, sem aðrir hafa sfðan tekið við. Nú þekkja allir, sem nokkuð fylgjast með verzlun og við- skiptum heildverzlunina Heklu h.f. og öll þau margháttuðu og stórbrotnu viðskipti, sem rekin eru á hennar vegum. Þótt ekki sé nema nefnd nöfn eins og Volkswagen, Landrover og Ca- terpillar, þá vita menn strax að hér er engu smáu saman fisjað. En það eru margir fleiri traust- ir þættir sem gera þetta stóra fyrirtæki Sigfúsar Bjarnasonar að einni sterkri heild, sem nú stendur með hvað mestum blóma þegar foringinn fellúr í valinn, aðeins 54 ára gamall. Sigfús taldi sér það til mik- illar gæfu að eiga trausta og góða samstarfsmenn, en þeirra fremstir eru þrír, sem starfa'ð hafa lengst af með honum, Ámi Bjamason, Lýður Bjömsson og Óli M. ísaksson, en þessir menn voru ekki aðeins samstarfsmenn heldur hollvinir. Nú starfa einn- ig í fyrirtækinu þrír ungir synir Sigfúsar, allt vænlegir menn, Ingimundur, Sverrir og Sigfús. Á þessa menn leggst nú mikill þimgi við fráfall Sigfúsar, en vonandi er að reynsla og hæfi- leikar hjálpi þeim til þess að halda uppi merki forstjórans. Sigfús Bjamason hafði ekki af að státa neinni skólagöngu svo heitið gæti. Hann brauzt áfram af sjálfsdáðum með sjálfsaga og sjálfsmenntun þar til hann stóð engum að baki í sinni atvinnu- grein. Við vorum eitt sinn boðnir til Sigfúsar og frú Rannveigar nokkrir kunningjar þeirra hjóna. Leiðin lá norður í land og á áfangasta'ð renndum við í hlað á Þingeyrum í Húna-Þingi, þessu sögufræga höfuðbóli og klaustur- setri. Þar tók- eigandinn á móti okkur, Sigfús Bjarnason og lék bros um vanga: Hérna sjáið þið nú eiganda Þingeyra, lang land- ríkustu jarðar norður hér og þótt víðar væri leitað, — eða eitthvað á þessa leið sagði Sigfús, þegar hann bauð okkur velkomna. Þetta var ekki mælt af stæri- læti, en víst mátti merkja hug- ljúfa þökk og gleði fátæka bóndasonarins að norðan, sem nú var orðinn eigandi sjálfra Þing- eyra. Sigfús hafði mikinn áhuga fyrir því a'ð bæta staðinn og hef- ir gert það með endurbyggingum og aukið ræktunina mikið. Sigfús Bjarnason kom víða við í ýmsum félagsmálum og sam- tökum stéttar sinnar. Hann var stjórnarmeðlimur í Almennar Tryggingar h.f. og hann átti um skeið sæti í stjóm Verzlunarráðs íslands. Hann tók þátt í ýmsum samtökum stéttarbræðra, eins og að koma á fót Tollvörugeymsl- unni, og átti sæti í fyrstu stjóm hennar. Sigfús Bjarnason var mikill og áhugasamur Sjálfstæðismað- ur, en hugsjónir og stefna Sjálf- stæðisflokksins voru í fyllsta samræmi við lífsskoðun þessa atorkumanns. Hann var ætíð mjög virkur þátttakandi í félags- starfi Sjálfstæ'ðismanna, hefir í fjölmörg ár átt sæti í fjármála- »áði og flokksráði, en á þessum vettvangi er nú mikið ófyllt skarð. Telja má með afrekum Sigfús- ar Bjarnasonar að blása nýjum anda í útgáfu og rekstur dag- blaðsins „Vísi“ — en það er fýrst og fremst hans verk að rétta þessa útgáfustarfsemi við eftir lamandi hallarekstur og skulda- söfnun. Það var eingöngu áhugi Sigfúsar fyrir framgangi sjálf- stæðisstefnunnar, sem rak hann til þess erfiðis, sem þetta átak hafði í för með sér. _ 0— Sigfús Bjarnason var sér- kennilega gerður maður. Hann var svo orkumikill áð umbrot hans gátu verið mikil þegar því var að skipta. Þegar hann fékk „hugdettu" um framkvæmd eins eða annars var hann eldsnöggur að hafast að. Skipti þá naumast nokkru, hvort hafizt var handa á nóttu eða degi. Og ætíð hélt hann þeim vana að fara eld- snemma á fætur, þegar eitthvað lá við, og var þá oft búinn að afkasta miklu þegar aðrir byrj- uðu morgunverkin. Auðvitað slíta svona atorkumenn sér út. Enda hafði Sigfús fengið þau læknisrá'ð síðari árin að taka sér hvíldir. Hann reyndi að taka sér hvíldir, en það var eins og hann yndi ekki hvíldinni. Sigfús Bjarnason ók lífsferilinn á sín- um „fólksbíl" ætíð í hágír, — -allt til þess er yfir lauk. „He died with his boots on“, er sagt á ensku með virðingu, um hers- höfðingja og stríðshetjur og þá við það átt, að þeir hafi ekki velgt sóttarsæng eða látizt í hæg- indi. Þetta mætti orðast á ís- lenzku, að deyja í eldlínunni, í sjálfri hringiðu lífsins, í fram- línu framsóknar og athafna. Það voru örlög atorkumannsins, Sig- fúsar Bjarnasonar, að deyja þannig. — 0 — Ráða má af því, sem sagt hefir verfð, að Sigfús Bjarnason hafi komizt í góðar álnir, jafnvel ver- ið ríkur maður. Þótt svo hafi verið varð það ekki séð af líf- erni hans eða háttsemi. — Hann var látlaus og barst lítið á per- sónulega. Þegar honum heppn- aðist vel í viðskiptum rann sá ágóði jafnan í fyrirtæki hans til nýrra átaka, vöxtur þess og við- gangur var líf hans, honum þótti vænt um að sjá fyrirtækin stækka og blómgast, veita fleir- um atvinnu, veita meiri umsvif. Ýmsir hafa annan hátt á, en þetta er Sigfúsar saga. Sigfús Bjarnason var kvæntur Rannveigu Ingimundardóttur, trésmiðs frá Djúpavogi, ágætis- konu, en þau hjón áttu fjögur börn, eina dóttur, Margréti, sem er yngst, og þrjá syni, sem áð- ur er getið. Þungur harmur er kve'ðinn að fjölskyldunni og öldr- uðum foreldrum við svo snöggt andlát fyrir aldur fram, en undir morgun þann 19. september vakn aði Sigfús Bjarnason í síðasta sinn til þessa lífs, en ljós hans slokknaði af augabragði. Megi Guðs miskunn sefa söknuð eigin- konu og nánustu ættingja og minningin lifa til heiðurs góðum dreng. Jóhann Hafstein. Rétt eftir heimskreppuna miklu á árunum milli 1930 og 1940 skaust inn í raðir tiltölulega fámennrar stéttar kaupsýslu- manna höfuðstaðarins einn norð- lenzkur bóndasonur. Sá vildi sýna að atorka og áræðni mætti sín nokkurs í skiptum við marg- slungna og skóla'ða kaupsýslu- menn staðarins. Kannski bar hann með sér nokkrar menjar viðskipta sinna við íslenzk náttúruöfl og eitt er víst að eldmóður svall í brjósti og sveinninn var vel undir átök- in búinn. Sá einn þekkir mátt sinn er þurft hefir að berjast gegn storm byljum vetrarins og skynjar, hvemig hver vöðvi og hver taug endurnýjast af snertingu við vetrarstorm og byl, þá svellur í brjósti. Þegar íslenzkir kaupsýslumenn þræddu hinn þrönga veg íslenzks viðskiptalífs millistríðsáranna, þá þeysti þessi húnvetnski bónda- sonur fáki sínum um velli þeirra og beinustu leið inn á markaðs- torg heimsviðskiptanna. Keppi- nautarnir sátu eftir sem mein- lausir heimalningar, þeir skildu ekki, hvemig þessi áræðni ung- lingur hafði fengið svo fráan farkost er skiláði honum jafnan heim á leið. Dugnaður og framsýni piltsins við að útvega góð verzlun- arsambönd varð keppinautunum undrunarefni. Á nokkrum árum hafði piltur- inn byggt upp stórt og umfangs- mikið fyrirtæki, sem bar öll merki fyrirhyggju hans og áræðni. Fyrirtæki hans urðu um- bjóðendur margra af beztu fram- leiðendum heimsins og var hann ótrauður að vinna þeim fram- gang á íslenzkum markaði. Sigfús Bjamason var skapstór átakamaður en hið innra sló drengilegt hjarta. Hann var ávallt rei’ðubúinn til að ljá góð- um málum lið, hvort sem í hlut átti málefni stéttar hans eða þeirra er verst eru settir í þjóð- félaginu. Síðustu árin var Sigfús í Heklu risinn í íslenzku fjármála- og kaupsýslustéttinni. Æfi hans varð styttri en vænta mátti, kannski hafa stórar ákvarðanir oft meiri áhrif á viðkvæma lund heldur en marga grunar. Starfsdagur hans varð lengri en margra og þar naut hann sín. Fyrirtæki hans bera vott um mikinn dugnað og framsýni og margt af starfsfólki hans starf- aði með honum í áratugi. Þessi stutta lífssaga Sigfúsar Bjarnasonar er táknræn fyrir ís- land nútímans. Ungur bónda- drengur kemur til höfuðstaðar- ins, haslar sér völl á vettvangi kaupsýslu og athafna. Hver áfangi verður honum sigur og með atorku sinni auðgar hann stétt sína og gerir hana áhrifa- meiri í þátttökunni í a’ð stækka landið og þjóðina, sem það bygg- ir. En lífssagan endurtekur sig og vonandi eigum við eftir að eign- ast marga slíka, þeir lifa í þjóð- inni. Ástvinum er vottuð innileg- asta samúð. Þórir Jónsson. Mig hnykkti við er mér barst fréttin um lát míns gamla vinar, Sigfúsar Bjarnasonar, maður í blóma lífsins svo snögglega burtu kallaður. En þannig er dauðinn. Þegar ég hugsa um Sigfús, kem ur mér í hug þegar hann ungur að árum, nýbúinn með lærdóm sinn við Reykjaskóla í Hrúta- firði, kom fyrst hingað suður til Reykjavíkur úr fæðingarsveit okkar, ekki auðugur af veraldar- fé en því meir af krafti og dugn- aði. Þá var það margt sem hann vildi og ætlaði að gera. Hann bjó sinn fyrsta vetur hér í bæ hjá foreldrum mínum. Fljót- lega hóf hann nám í tímum, bæði í bókhaldi og málum, en jafn- framt því byrjaði hann að vinna við fiskvinnslu í svokallaðri Vatnsgeymisstöð eign h.f. Kveld- úlfs. Með honum þar meðal ann- arra, var og annar ungur maður utan af landi, sem átti eftir að stofna með honum heildverzlun- ina Heklu h.f., en það var Magn- ús Víglundsson, stórkaupm. Þess- ir tveir menn höfðu báðir óbil- andi trú á framtíðinni og sínum dugnaði, þó skotsilfrið væri af skornum skammti hjá báðum þessum ungu mönnum þá var áhuginn því meiri. Sigfús Bjarnason var stórhuga maður, allt sem hann tók sér fyrir hendur varð að vera stórt í sniðum, þessvegna gat hann ekki hugsað sér að setjast að í sveit við smá bliskap eins og hann tíðkaðist þá, enda átti kaupsýsl- an hug hans allan. Má vera að smásagan, sem sögð var um hann að norðan, hafi því verið rétt, en hún var eitthvað á þessa leið: Hann var sem ungur drengur við slátt hjá föður sínum og sótt lítt að, bar þá að bónda frá öðrum bæ og tóku þeir bænd- ur tal saman, segir þá aðkomu- maður: Hægt þykir mér hann slá, sonur þinn, hann verður lík- lega baggi á þér, þessi strákur. Þetta var of lítill akur fyrir Sigfús Bjarnason. Svo hóf hann sinn eigin atvinnurekstur hér í Reykjavík og voru þá mörg ljón á veginum eins og oft vill verða þegar með lítið er byrjað en mikið á að gera. Árangurinn þekkjum við öll og munu aðrir um það skrifa. Sigfús var hreinn og beinn og mikill persónuleiki. Hann var af- kastamaður með afbrigðum og varð allt undan að láta þar sem hann beitti sér og þannig var hann strax í byrjun. Nú ert þú horfinn, kæri vinur, ég þakka þér gamlar stundir. Hvíl í friði. Öllum nánustu votta ég mína dýpstu samúð. B. Guðmundsson. Elsku frændi! I dag, þegar þú ert kvaddur, get ég ekki orða bundizt. Mig langar til að þakka þér af öllu hjarta fyrir tryggð þína og góð- mennsku gagnvart mér og fjöl- skyldu minni. Hugurinn leitar ellefu ár aftur í tímann, þegar ég stóð föðurlaus. Hvernig styrk hönd þín og hlýtt hjarta þitt kom til mín og sýndi mér föðurumhyggju. Sömu hlýj- una og sama styrka handartakið fann ég æ síðan. Aldrei skal ég gleyma öllum sunnudagsmorgnunum sem þú komst ásamt börnunum þínum, að sækja mig í bíltúr. Hvernig þú gæddir okkur á ýmsu góð- gæti, sem barnshugurinn gimt- ist og ræddir um framtíð okkar, sem þér var svo hjartfólgin. Minningar brúðkaupsdags míns eru tengdar þér. Þegar þú leidd- ir mig upp að altarinu í stað föður míns og þú sagðir við mig að stærsta spor lífsins væri spor- ið inn í höfn hjónabandsins og að makalán væri dýrmætara en nokkuð annað. En þú talaðir af reynslunni, jafn góðan förunaut og þú hafðir í lífinu. Frændi minn, stór og glæsileg- ur varstu á velli, en innri mað- urinn var enn stærri og gl*si- legri og minningin um hann mun lifa áfram, þótt þú hverfir. Vertu sæll og þökk fyrir allt. Helga M. Björasdóttir. M'eð kveðju, þökk og virðingu fyrir liðna samverudaga: Þú áttir þrek Oig st.erka; sta rfaiþrá, og stórlhug þann .er þjó-ðin fann og siá. Þú veiittir áist til viita þin.na og tja.rnai. Og konan þín va.r kona, er gaí þér allt, og kannski galzt þú 'henni þús- iundifialt. Hún var þín sól, ihiún var þín gæfiuistj arnia.. Sigurjón Narfason. „Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga“. Það eru svo margvísleg atvik, sem valda því, hve lengi sú viðkynning varir, sem í upphafi var til stofnað. Dagar verða að mánuðum, mán- uðir að árum og ár að áratugum. Viðkynningin þróast í vináttu. En þegar kallið kemur, fæst enginn frestur, — aðeins söknuð- ur og hljóðar endurminningar fylla huga okkar, sem störfuðum mað Sigfúsi til hinztu stundar. Við stöndum eftir höggdofa gagnvart hinum snöggu og mis- kunnarlausu umskiptum, sem nú eru á orðin. Hann, sem ávallt var vakandi yfir velferð fyrir-. tækjanna, leiðandi og leiðbein- andi okkur, sem hjá honum unn- um, hefur nú langt fyrir aldur fram verið svo skyndilega burt Fraính. á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.