Morgunblaðið - 26.09.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.09.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPT. 1967 17 Ég hef verið gæfumaöur allt mitt líf Samtal við Sigurjón Sigurðsson, verzl- unarsfjóra, sem hefur starfað hjá Ála- fossi r hálfa öld. Sigurjón Sigurðsson og kona hans, Rannveig Guðmundsdóttir. í DAG eru liðin 50 ár frá því er Sigurjón Sigiurðsson, verzlun- arstjóri Klæðaverksmiðjunnar Álafoss, réðst til þess fyrirtækis. f tilefni þessara merku tímamóta kom MorgunWaðið að máli við Sigurjón á heimili hans að Lauf- ásvegi 3&. Ekki mun ófcunwugum auðvelt að geta nærri um aldur Sigurjóns, því að þrátt fyrir ára- fjölda að baki er maðurinn ennþá ungur, jafnt í anda og fasi. Hann býr þar vafalaust að daglegu sundi í öllum veðrum um 66 ára skeið. — Hvar ertu fæddur, Sigur- jón? — Ég er fæddur hérna í Reykjavík 20. júní 1991. Por- eldrar mínir voru þau Sigríður Jónsdóttix, ættuð úr Þykkvabæ, og Sigurður Jónsson frá Hofi á KjalarnesL Ég ólst upp í Reykjavík og hef áltt hér heima allan aldur minn. — Þú hefur fljótt farið að vinna eins og tíðkaðist á þeim árum? — Já, jafnskjótt og barnaskól- anum lauk, j afn.skjótt cig hægt var, hvað sem bauðst. Ég starfaði tvö ár í Völundi frá stofnun hans. Síðan var ég hjá Klæðaverksmiðjunni Iðunni árin 1909-1905. Á þeim árum kynntist ég Sigurjóni Péturssyni vegna áhuga okkar beggja á iþróttum. Við vorum fimm, sem syntum fyrsta Nýjárssundið árið 1910, Sigurjón á Álafossi, Benedikt Waage, Guðmundur Kr. Guð- mundsson, Stefán Ólafsson og ég. Það voru fleiri, sem byrjuðu á því, á þessum árum að synda í sjó, en Nýjárssundið var til kom- ið fyrir atbeina Sigurjóns Pétiurs- sonar. Hann var forystumaður í hverju sem var. — Var þetta langt sund? — Það var jafnan 50 metrar. í fyrsta Nýjárssundinu syntum við að vísu 50 metra út og til baka aftur, svo að það varð alls 100 metrar. — Hvar fór sundið fram? — Það var alltaf framan við Steinbryggjuna gömlu, niður af PósthússtrætL Við lögðumst til sunds kl. 10 að morgni nýjársdags, svo að ekki dugði að slá sér upp á gamlárs- krvöld, ef við vildum vera vel undir sundið búnir. Þá var reynd ar minna um að vera á gamlárs- kvöld en nú gerist. Að sundinu loknu gengum við til kirkju kl. n. — Þú ræðst svo að Álafossi áu- ið 1917. — Já. Þá kaupir Sigurjón hluta af Álaifossi ásamt Einari Pétiurs- syni, bróður sínum. Ég gerðist þá um haustið afgreiðslumaður fyr- ir verksmiðjuna hér í Reykjavík. Þá var allt flutt á hestvögnum til verksmiðjunnar og frá henni til Reykjavíkur, allt þar til er vörubílarnir komu til skjalanna. Sigurjón á Álafossi var ein- staklega áhugasamur maður og diuglegur, að hverju sem hann gekk. Hann setti hér á stofn hvert iðnfyrirtækið á fætur öðru á þessum árum. Þá var rekstur verksmiðjunnar að mestu leyti þannig, að hún tók ull af bændum til vinnslu í lopa, band og dúka og greiddu þeir vinnulaunin. Seinna meir breyttist þetta þannig, að Ála- foss fór að vinsia sjálfstætt, að kaupa ullina og selja vörurnar. Á þessum tíma leiddi Sigurjón heitt vatn úr hver, sem er í hlíð- inni fyrir ofan Álafoss. Það var einhver fyrsta tilraun til þess að nýta heitt vatn til iðnaðar hér á landi. Árið 1920 hélt Sigurjón mikla vörusýningu, og kynnti þar ís- lenzk veiðarfæri, tóvinnu og sápugerð. Og Sigurjón SigurðBson dreg- ur upp úr skúffu kynningar- bækling sýningarinnar. í for- mála segir meðal annars: „Yörusýning þessi er einkum höfð í því skyni, að gefa mönn- um nokkra hugmynd um það, að hægt er að framleiða í landinu sjálfu ýmsar þær vörur, sem hjer eru notaðar, og að þær geta jafnast fylli'lega við erlendar markaðsvörur samskonar. Vjer vonum líka að sýningin geti í ýmsu orðið órækur vottur um vöxt og framför í íslenzkum iðn- aði og verkhyggni. Það er til- ætlunin, að hún veki til nýrrar umhugsunar um þá miklu nauð- syn, að efla og prýða innlendar iðnir og bæta vinnubrögð með þjóðinni. Það mun rætast á ís- lendingum, eigi síður en öðrum, AÐALFUNDUR sýslunefndar Vestur Húnavatnssýslu var hald- ínn í Félagsheimiilinu á Hvamms tanka dagana 16.-19. maí. Fjárhagsáætlun sýsluvegasjóðs var að upphæð kr. 862.295.32. Sýsluvegasjóður veitti kr. 420.000.00 til viðhalds sýsluvega og kr. 390.000.00 til nýbygginga. Fjárhagsáætlun sýslusjóðs var að upphæð kr. 1.855.700,00 þar af niðurjafnað sýslusjóðsgjald kr. 1.143.000.00. Tiil mennta- og félagsmála voru veittar kr. 133.000.00, til heil'brigðismála kr. 1.186.000.00, þar af til læknis- bústaðar kr. 550.000.00, og til at- vinnumála kr. 108.000.00. Aðalframkvæmd sýslusjóðs V-Húnavatnssýslu er bygging nýs læknisbústaðar á Hvamms- tanga, en heilbrigiðsmál héraðs- — Margt hefur breytzt í við- skiptalífinu á hálifri öld? — Já, það hefur geysilega margt breytzt. Á árunum kring- um 1930 var reksturinn sérstak- lega erfiður. Þá var tekið upp á því, til þess að örva viðskiptin, að fara í réttirnar á haustin og kaupa £é. Ég man einkum eftir einu hausti, þegar við fórum austur í sveitir, Sigurjón og ég, og rák- um um 700 fjár að austan að Álafossi, þar sem því var slátr- að. Ýmist var slátrið selt til Reykjavíkur eða notað á Ála- fossi. Um veturinn komu svo konurnar að austan og tóku út á þetta vörur frá verksmiðjunni. Já, þá var tekið upp á ýmsu svona. Þá hafði verksmiðjan umboðsmenn úti um land, sem tóku á móti ull frá bændum og sendu til vérksmiðjunnar. Nú á dögum þekkist þetta ekki. Nú kaupa menn vörurnar og selja þær, en umboðsmennska er búin að vera. Þannig gekk þetta upp og niður á þessum ár- um, allt þangað til eftir stríð, þegar fór að greiðast úr og rekst- urinn að verða þægilegri. Lífið var erfitt í gamla daga, gerólíkt því sem nú er. — Hvernig var samstarfið við Sigurjón á Álafossi? — Það var mjög ánægjiulegt og ég hef aldrei kynnzt dásam- legri manni en Sigurjóni. Ég get borið um það eftir þau 40 ár sem við unnum saman. Hann var ins hafa verið fjárfrek undanfar- in ár, enda hefir verið byggt sjúkrahús og það búið tækjum, aðstaða sköpuð fyrir heiilsu- vernd o. fl. Árangur þess er að læknar hafa fengizt til Hvamms- tanga. Sýslusjóður hefir lagt fjármagn í félagsheimilisbygg- ingu á Hvammstanga. Þar er nú tilbúið húsnæði fyrir bókasafn og skjalasafn og var sýslufundur inn haldinn að þessu sinni í hús- næði bókasafnsins. Aðalfundur sýslunefndar Aust ur Húnavatnssýlu var haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi dag ana 10.-13. maí og 6.-7. júní. Framkvæmdaáætlun sýslu- vegasjóðs Austur Húnavatns- sýslu 1967 yar að upphæð kr. 856.925.00, þar af veittar krónur stór maður og stórgeðja og frá- bær húsbóndL Hann kunni að meta fólkið, sem vann hjá hon- um, betur en flestir aðrir á þeim tíma. — Þú manst eftir bernsku Ungmennafélagssikaparins. Varst þú félagi í honum? — Já. Þar kynntist ég mörgum ágætum mönnum á árunum 1908-1916. Þessi félagsskapur hefur haft djúp áhrif á flesta eða alla sem þar störfuðu. Guðmundur Kr. Guðmundsson var samstarfsmaður minn hjá Iðunni þegar ég vann þar 1908- 1915. Við byrjuðum að fara í sjóinn árið 1908 og gerðurn það síðan sumar og vetur öll þessi ár. Þetta hafði góð áhrif og herti mann og stælti. Ég var pasturs- lítiU og hafði afar gott af þessu. Ég byrjaði að fara í gömlu s'undlaugarnar árið 1901 og hef gert það af og til fram á þennan 508.0000.00 til nýbygginga sýslu- vega og kr. 300.000.— til viðhallds sýsluvega. Fjár'hagsáætlun sýslusjóðs var að upphæð kr. 2.273.659.00, þar arf niðurjafnað sýslusjóðsgjald kr. 1.974.000.00. Til menntamála voru veittar kr. 947.400.—, þar af til nýbyggingar kvennaskól- ans kr. 400.000.00 og barnaskóla- sjóðs kr. 197.400.—. Til félags og íþróttamála voru veittar kr. 321.500.—, til heiilbrigðismála kr. 421.000.—, til atvinnumála kr. 155.000.—, og til samgöngumála kr. 126.000.—. Helztu framkvæmdir, sem sýslan er aðili að eða styrkir er endurbætur og viðbyggingar við húsmæðraskólann á Blöndu- ósi, bygging læknisbústaðar í Höfðakaupstað, bygging barna- skóla að Reykjum. Þá hafa verið lagðar til hliða nokkur undan- farin ár kr. 150.000.— á ári til byggingar bókhlöðu á Blöndu- ósi. Skipulagsuppdráttur hefir ver ið gerður af spítalalóðinni, er áformað að byggja á næstunni nýján læknisbústað og elliheim- dag síðan, nema þau árin þegar við stunduðum sjóinn. — Hvernig voru sundlaugarn- ar þá? — Þetta var moldarlaug og lítið hús með búningsklefum á stólpum í henni miðri með brúm til beggja handa. Stærðin var svipuð og nú er. — Tókst þú ekki þátt í fram>- kvæmdum Ungmennafélagsins? — Jú. Meðal annars vann ég við byggingu SundskJJians að Þormóðsstöðum við Skerjafjörð. Þax fóru fram kappsund í nokk- ur ár, en síðar við Örfirisey. Við unnum líka að lagningu skíðabrautar í Öskjuhlíð, seni reyndar varð aldrei skíðabraut, vegna þess að þegar við vorum búnir að ryðja grjótinu burtu, hætti snjórinn að koma. Svo fór þetta svæði að byggjast, Þegar unnið var að byggingu Sundsikálans við Skerjafjörð voru gefin út hlutabréf í samræmi við tímann, sem hver maður vann þar. Ég á ennþá í fórum mímum 5 króna hlutabréf í skálanum, undirritað af Hallgrími Bene- diktssyni og Guðmundi Kr. Guð- mundssynL — Þú getur sagt okkur frá íþróttaskólanum að Álafossi? . — Það var liklega um 1930, sem Sigurjón stofnaði íþrótta- skólann. Hann starfaði á sumrin í nokkur ár. Oftast voru þar þetta 20-30 börn í senn. Hvert námsikeið stóð í mánuð. Það er áreiðanlegt, að margir af for- ystumönnium Reykjavíkur, sem þá voru að alast upp, minnast veru sinnar í fþróttaskóla Sigur- jóns Péturssonar. Hann hafði ágæta kennara, sem kenndu bæði sund og aðrar íþróttir. Mest áherzla var samt lögð á sundið. — Hjónaband þitt er orðið langt eins og starfsævin? — Já. Ég kvæntist árið 1919, Rannveigu Guðmundsdóttur, sem er héðan úr Reykjavík eins og ég. Við eignuðumst 6 börn og nú eru barnabörnin orðin 22. Ég hef verið gæfumaður allt mitt Iff. ili, sem tekur 50-60 vistmenn, þar verða 9 íbúðir fyrir öldruð hjón. Síðast liðinn vetur var keyptur snjóbíll af sýslusjóði og ýmsum öðrum aðilum til öryggis að vetrinum. Ný símstöð í Ólafsvík Ólafsvík, 23. september. — HAFIN er bygging á nýju póst og símaliúsi hér í Ólafsvík. HÚS þetta verður tvær hæðir og kjallari og er gólfflötur hverrar hæðar 145 fermetrar. f þessari nýju byggingu verður m. a. tækjum komið fyrir, vegna sjálf virks síma hér í Ólafsvík og er reiknað með að hann verði tek- inn i notkun um áramótin 1968 og ’69. Tilboða var leitað í byggingu hússins og var lægsta tilboð frá Kristjáni Alfonssyni, trésmíða- meistara Hellisandi og hlaut hann verkið. — Hinrik að VERK YÐUR MUNU GERA YÐUR FRJÁLSA". Sýslunefndarfundir í Húnavatnssýslum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.