Morgunblaðið - 26.09.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.09.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPT. 1967 MAYSIB GREIG: 16 Læknirinn og dansmærin Er þetta sá stórbrotni, sem þú þorir ekki að nefna við kaup- hækkun? öllu má nú nafn gefa. sér betur. Á eftir stakk Marcel upp á því, að þau kæmu öll sem gestir hans í Maxim-klúbbinn í Nice. — En ég vara þig við því, Yvonne, að ég ætla ekki að leyfa þér að dansa. Fóturinn á þér er ekki orðinn góður enn, og það gæti tafið fyrir þér um marga mánuði. Hún andvarpaði en sagðist skyldu verða þæg og ekki dansa neitt. En hún vissi vel, að ekki langaði hana til annars meira en dansa við Marcel. Forresterhjónin urðu stórhrif- in. Þau höfðu ékki efni á að fara á dansstaði. En þau þurftu ekki að búa sig uppá Nætur- klúbbarnir þarna á ströndinni voru ekki mjög vandlátir um klæðaburð gesta sinna. Danssalurinn í Maxirn var lang ur og allur uppljómaður. í öðr- um endanum var hljómsveit á palli, en bar í hinum endanum. Þarna voru ýms skemmtiatriði. Þetta var andrúmsloft, sem Yvonne kannaðist við, því að það var svipað því og hún hafði vanizt alla ævi. En henni fannst skrítið að vera ekki sjálf að skemmta. Við hvert atriði fór um hana ánægjustraumur. Hún var búin að vera svo lengi utan við þetta allt, að henni var ánægja að vena nú komin þar aftur, jatfn vel þótt hún væri ekki nema áhorfandi. Marcel virtist skilja þetta. Hann þrýsti hönd hennar undir borðinu. — Þú færð einfrverja heimþrá, af því að þú ert ekki með í þessu sjálf? En farðu bara vel með þig stúlka mín, þá kemstu von bráðar aftur í hóp- inn. En hún varð eitthvað einkenni lega niðurdregin. Hún var tekin að efast um, að sig langaði neitt aftur í þennan óstýriláta hóp. Hún vildi bara vera konan mannsins, sem hún elskaði. Hún vissi nú orðið að sá maður var Marcel en ekki Tim, Hún óskaði þess heitast að þau færi fljótt úr klúbbnum, s-vo að þa,u Marcel gætu aftur ekið upp í fjöllinn. En samkvæmið dróst á lang- inn — að minnsta kosti frá henn ar bæjardyrum séð. En hin virt- ust skemmta sér ágætlega. Loks- ins andivarpaði Louise og sagði: — Við verðum víst að fara heim. Þó langar mig ekkert til að fara, því að mikið höfum við skemmt okkur vel í kvöld. — Ég líka, sagði Yvonne, — enda þótt hann Marcel vilji ekki lofa mér að dansa. Mig hefur kitlað í fætura. Mér þykir svo gaman að dansa. — Þú getur það áreiðanlega bráðum, sagði Louise. Og svo þegar Carl er búinn að selja mál verk, ætlum við að bjóða ykkur á einhvern svona stað — bara ekki svona fínan. Jafnvel þótt Carl fengi hámarksverð fyrir mynd, hefðum við aldrei efni á að fara á svona dýran stað. — Ég veit nú heldur ekki, hvernig þú hefur efni á því, Marcel, sem tekur aldrei neitt gjald af sjúklingunum þínum. Hann hló. — Hafðu engar áhyggjur. Ég læt svei mér þá borga, sem hafa efni á því, og ef þú heldur áfram að stríða mér, Yvonne, sendi ég þér bara reikning. — Og ég skal greiða hann samstundis, sagði hún. — Ég held við verðum að fá okkur eina flösku af kampavíni, sagði hann og brosti. — Það virð ist svo sem ég ætli að fara að verða múraður í næstu viku, og það verðum við að halda hátíð- legt. Þau drukku svo kampavín og horfðu á síðari sýninguna. Klukk an var langt gengin tvö, þegar Louise vakti aftur máls á því, að þau færu að fara. Yvonne var þreytt. Þetta hafði verið langur dagur hjá henni. En hún var lí'ka niðurdregin. Það var orðið alltof framorðið til að aka upp upp í fjöllin. — Þið verið að koma fljótt aftur og borða hjá okkur, sagði Louise. — Já, við dett.um inn áður en varir, lofaði Marcel. — Þið eruð alltaf velkomin. Eiguim við ekki að ákveða dag- inn strax? Yvonne leit á Marcel. Hún hefðfi fegin viljað fara aftur næsta föstiudag, en hann hristi höfuðið. — Ég er hræddur um, að ég geti ekki aðstaðið. Ég hef svo mikið að gera á næstunni. En eins og ég sagði, getum við dottið inn hjá ykkur þá og þeg- ar. Yvonne tók að velta því fyrir sér, hversvegna hann væri svona tregur að nefna ákveðinn dag. Var það bara af því, að hann vildi ekki binda sig fyrirfram? En í þetta sinn hafði hann sam- þykkt föstudaginn orðalaust. Þau óku Forresterhjónunum heim, afþökkuðu boð þeirra að koma inn og fá sér eitt glas að skilnaði, og óku síðan áleiðis til Antibes. — Þakka þér fyrir að vilja vera gestur minn. Svo bætti hann við eftir nokkra þögn. — Ég veit bara ekki, hversu oft þú getur orðið gestui minn, fyrst um sinn. Hún fékk fyrir hjartað. Hún varð hrædd. — Hvað áttu við, Maroel? — Elskan mín .... Hann sneri sér við til hálfs og snerti arm hennar. — Ég þarf að segja þér nokkuð/ en þá vildi ég heldur að við ækjum á einhvern kyrr- látan stað. Það eru ýmsir mjóir þvervegir út frá veginum hérna. Eigum við að aka inn á einhvern þeirra og stanza stundarkorn? Þetta hafði hún verið að þrá allt kvöldið, en nú kveið hún fyr ir því. — Já, það skulum við gera. Þau óku upp brattann, spöl- korn upp í fjallið og aðeins út af aðalveginum. Hann ók bílnum út í vegarbrúnina og drap á vél- inni. _ Elskan mín. Ég er hræddur um, að við þurfuim að hætta við þetta. Hún áttaði sig ekki strax á því, hvað hann var að fara. Hiún gat það ekki. Hún var enn undir töfrum 'kossa hans og atlota. En loksins færði hún sig ofurlítið frá honum. — Hvað áttu við með því að við verðum að hætta Við það? — Mamma mín kann að hafa tekið eftir einhverju. Hún er svo næm fyrir öllu. Hún hefur boðið unnustunni minni, henni Alise Dupont, í heimsókn hingað. Ég get fullvissað þig um, að þetta kom mér heldur illilega á óvart. Svo virðist sem hún vilji fara að flýta bnúðkaupiniu. Og ég verð að láta eins og ég sé því feginn. __ En ef þú ert ekki feginn, hvergvegna segirðu þá ekki for- eldrum þínum það? — Hvernig get ég það? Þau mundu aidrei skilja það. Og ég hef eytt þremur ánum fyrir Alise. Hún hefði getað fengið annað og betra gjaforð. Hún er af góðu og ríku fólki komin. Hvað hjónaband snertir, hefur hún allt hugsanlegt til síns ágætis. — Já, en þú elskar hana ekki, Marcel! — Ég hef aldrei gefið sjálfum mér tækifæri til að elska hana. Ég býst við að ég hafi ósjálfrátt verið því andvígur. þegar for- eldrar okkar fóru að semja um þetta. En sú afstaða mín er ekki kóleu BlMMMKMiIiiailV Hafnarstræti 19 Ný sending: tækifæriskjóla C H KO « jví© rO Tækifæriskjólar skokkar pils blússur sloppar í mjög fallegu og góðu úrvali. SÖNGMENN Getum bætt við nokkrum góðum söngmönnum. Upplýsingar í síma 33553 kl. 6—7 eftir hádegi. KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR. Kennsla hefst í Góðhemplarahúsinu við Vonar- stræti mánudaginn 2. október. Kennt verður í byrjenda- og framhaldsflokkum. Innritun á morgun og næstu daga í síma 83085 mííli kl. 10—12 og 18—20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.