Morgunblaðið - 27.09.1967, Side 12

Morgunblaðið - 27.09.1967, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. SEPT. 1967 Ný mjólkurstöð tekin í notkun á Patreksfirði Patreksfirði, 9. sept. ar Vestur-Barðastrandarsýslu. HINN 1. sept. var tekin í notkun ný mjólkurstöð á Patreksfirði. Afkastageta stöðvarinnar er 2000 Mtrar é klst. í gerilsneiðingu. Að stöðinni standa flestir hrepp- Aðaimjólkurfamleiðendur eru, nú sem stendur, einkum úr Rauðasandshreppi, en vonir standa til að fleiri hreppar bæt- ist í hópinn með tilkomu stöðv- ariininjain. Kostnaðarverð stöðvarinnar varð um 5 miUj. kr. og er þar með taMn fullkomin pökkunar- véL Stöðvarstj. Lauritz Jörgensen, kvað stöðina munu ebra sig fjárhagsleiga með um 1200—1500 kg. Úr mjólk þeirri, siem umfram væri daglega neyzlu, yrði fram- leitt: rjómi, skyr oig súrmjólk. Trausti. I STUTTU m Buenos Aires, AP. Argentínski rithöfundurinn heimsfrægi, Jorge Luis Borges, kvæntiist sl. fimmtudag Elsu Ast- ete Milla-n, 57 ára gamalli ekkjiu. Borges er 67 ára gamalL Rússar krefjast refsinga. Moskvu, september. NTB. Izvestia, málgagn sovétstjórnar- innar, hefur krafizt þess að söku- dólgunum í Tkatsjenko-málinu yrði refsað svo að enginn skuggi félli á sambúð Breta og Rússa. Vinna Viljum ráða húsgagnasmiði og húsasmiði vana innréttin gavinnu. G. SKÚLASON og HLÍÐBERG H.F., Þóroddsstöðum. Danskennarasamband íslands Eftirtaldir kennarar eru meðlimir í Danskennarasambandi Islands Edda Scheving, (ballet, barna- og samkvæmisdansar), Guðrún Pálsdóttir, (barna- og samkvæmisdansar), Guðbjörg Pálsdóttir, (barna- og samkvæmisdansar), Guðný Pétursdóttir, (ballet), Guðbjörg Björgvinsdóttir, (ballet), Heiðar Ástvaldsson, (bama- og samkvæmisdansar), Hermann Ragnar Stefánsson, (barna- og samkvæmisdansar), Iben Sonne, (barna- og samkvæmisdansar), Ingibjörg Björnsdóttir, (ballet), Ingibjörg Jóhannsdóttir, (barna- og samkvæmisdansar), Jóninna Karlsdóttir, (barna- og samkvæmisdansar), Katrín Guðjónsdóttir, (ballet), Sigríður Ármann, (ballet), Sigvaldi Þorgilsson, (barna- og smakvæmisdansar, stepp), Svanhildur Sigurðardóttir, (barna- og samkvæmisdansar), Unnur Arngrímsdóttir, (bama-og samkvæmisdansar), Örn Guðmundsson, (bama- og samkvæmisdansar), Trygging fyrir réttri tilsögn í dansi. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS Málverkasýning i Menntaskólanum Ung listakona, Karólína Lárusdóttir, heldur málverkasýningu í nýbyggingu Menntaskólans um þessar mundir. Myndin er af einu málverkanna á sýningunni. Sýningin er opin daglega frá kL 2-10 e.h. og henni lýkur á sunnudaginn. Sprengja fannst í skála 15 Afríkuríkja á EXPO — rétt áÖur en U Thants var vœnzt þangað í heimsókn Montreal, 25. sept. AP. • U Thant, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fór í ferða- lag til Kanada um heigina og skoðaði þá meðal annars heims- sýninguna í Montreal. Það bar til tíðinda meðan hann var á sýningarsvæðinu, að sprengja fannst í sýningarskála 15 Afríkn- þjóða, sem hann hugðist heim- sækja. Var þetta tímasprengja og tókst að gera hana óvirka sex mínútum áður en henni var ætl- að að springa. Hálftíma síðar átti framkvæmdastjórinn að koma í skálann — en hann hafði sjálfur haft forgöngu um að láta reisa hann. Heimsókninni var hinsvegar aflýst, þegar fréttist um fund sprengjunnar. Fregnir um, að önnur slík sprengja hefði fundizt á sýningarsvæðinu, reynd ust ekki á rökum reistar. U Thant minntist ekki orði á sprengjuna í stuttri yfirlýsingu, sem hann las fréttamönnum á flugvellinum í Montreal, á'ður en hann hélt aftur til New York. Hinsvegar ræddi hann um áhyggjur sínar af ástandinu í alþjóðamálum og sagði, að vetn- issprengjan væri mesta hættan, sem að mannkyninu steðjaði. „Hún er harmleikur okkar tíma,“ sagði hann, „siðferðileg þróun mannsins hefur ekki haldizt í hendur við vísindaþróunina og af því stafar okkur mikil hætta“. Framkvæmdastjórinn heimsótti nokkrar deildanna á sýningunni, m. a. deildir Sovétríkjanna, Bret- lands, Tékkóslóvakíu, Indlands og Burma. ASBEST pEmA-on MEÐ TREFJAGLERI ÚTVEGGJAMÁLNING MEÐ MÚRHÚÐUNARÁFERÐ, 16 LITIR, PERMA-DRI samanstendur sem sagt af sömu efnum og KENITEX, en á KENITEX er 10 ára ábyrgð, hvað afflögnun og sprungum viðkemur. (29 ára reynsla er fyrir KENITEXI). Málið með PERMA-DRI og þér sparið mikla peninga. Húseigendur, þér sem hafið sprungur í múrhúðun á húsum yðar, eða jafn- vel leka útveggi, þá athugið eftirfarandi: Notið undraefnin: KEN-DRI (olíuvatnsverja), Kenitex til að fylla í sprung- urnau- og málið síðan yfir með PERMA-DRI. AthugiÖ aÖ PERMA DRI hentar sérstaklega vel á hús sem ekki eru múrhúÖuÖ aÖ ufan. HEILDSALA: Sigurður Pálsson, byggingam. Kambsvegi 32. Rvik. Símar 34472 & 38414. PERMA-DRI er til á lager í nokkrum litum, og einnig KEN-DRI. LítiÖ í sýningargluggann aÖ Bankastrœti 14 Khan í Sovét- ríkjunum Moskvu, 25. sept. AP. FORSETI Pakistan, Ayub Khan, kom í dag í sjö daga opinbera heimsókn til Sovétrikjanna. I för með honum eru utanríkis- ráðherra Pakistan, Shari Fuddin Pirzada, og varaformaður áætl- unarnefndar landsins, M. M. Ahamd. Taiiff er víst, að Ayub forseti muni ræða við Kosygin, forsætisráðherra Sovétríkjanna um auknar vopnasendingar og efnahagsaðstoð við Pakistan. Kosygin og Podgorny, forseti Sovét-Rússlands, tóku á móti Ayub við komuna. Á fimmtu- dag fer hann flugleiðis til Volgo- grad, áður Stalingrad, og á föstu- dag heimsækir hann Yalta við Svartahaf. Þaðan heldur hann heimleiðis í næstu vikiu. Jón Finnsson hæstaréttarlögmaður Sölvhólsgötu 4, 3. hæð (Sambandshúsið). Málflutningur - lögfræðistörf Simar: 23338 og 12343.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.