Morgunblaðið - 30.09.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.09.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPT. 1967 3 un og annar um ellefuleytið. Annars hafa þeir flestir veri'ð smávægilegir. — Þú hefur ekki frétt um neitt tjón af völdum jarð- skálftanna? — Nei, í mesta lagi hafa myndir skekkzt á veggjum og eitthvað brakað í rúðum. En vonandi linnir þessu bráð- lega, því það er aldrei að vita, hvað komið getur fyrir. Strákarnir í Grindavík. Frá vinstri: Enok, Sænsundur, Magnús, Guðni Þór, Gísii og Vignir. „Þetta kemur stundum fyrir hérna í Grindavíkinni" IIFPTOK jarðskjálftanna á Suðurlandi voru skammt norð austur af Grindavík. íbúarnir þar urðu því manna bezt var- ir við jarðliræringarnar og í gær brugðum við okkur þang- að suður eftir til að heyra lýs ingar nokkurra þeirra. Þegar við ókum inn í þorp- ið mættum við nokkrum fjör- ugum strákum á hjólum. — Þið hafið auðvitað orðið varir við jarðskjálftana, strák ar? sögðum við. — Auðvitað. Það kom einn núna rétt áðan. Þeir eru allt- af að koma annað slagið. -— Urðuð þið nokkuð hrædd ir? — Nei, það var sko engin ástæða til þess. En við vökt- um flestir í fyrrinótt. — Hvenær haldið þið, að sterkasti kippurinn hafi kom- ið? — um sex leytið í morgun. Þá dingluöu ljósakrónurnar og sumar myndirnar á veggj- unum skekktust. -— En það hefur ekkert dott fð úr hillunum, eða svoleiðis? — Nei, það bara brakaði í rúðunum. — Það var gaman í skól- anum í morgun Einn strákur inn var svo hræddur, þegar kippirnir komu, að hann skreið alltaf undir borðið sitt, sem hristist svo yfir honum. Þeir hló.gu allir dátt. — En við fengum ekki frí og það var verst. Næst lögðum við leið okk- ar í símstöðina og hittum að máli Dagbjört Óskarsdóttur símamær. — Eg svaf eins og steinn í fyrrinótt, sagði Dagbjört, þar til klukkan hálf sex. Kippur- inn þá stóð svo lengi, a'ð ég hélt að hann ætlaði aldrei að taka enda. Þá voru líka dálít- ið snarpir kippir í gærkvöldi og svo hafa þeir alltaf verið að koma annað slagið í dag. — Það hefur ekkert lauslegt brugðið á leik hjá þér? — Nei, það toldi allt á sín- um stað. — Og þér hefur ekkert orð- ið órótt? — Nei, það held ég ekki. Ég hef svo sem á'ður lent í þessu, því þ'etta kemur stund- um fyrir hérna í Grindavík- inni. Þegar Sigurður Sveinbjörns son, aúðarmaður hjá Kaupfé- lagi Suðurnesja, kom til vinnu í morgun lágu nokkrar ávaxta dósir niðri á- gólfi og einnig höfðu kústsköft og plastrúll- ur, sem stóðu upp við vegg, oltið fram á góif. — Þetta er ekkert svipað því, sem var fyrir norðan um árið, sagði Sigurður, en hann er frá Hofsósi. Þá komu reglu legir kippir. Þessir, sem koma núna, eru fleiri en styttri og veikari. Það var nokkuð sterk ur kippur um hálf sex í morg I itaupíélaginu hrukku ávaxtadósirnar niður á gólf. — Sigurður Sveinbjörnsson stendur hjá. (Ljósm,: Sv. I».) Dagbjort við skiptiborðið. - GJALDMIÐILL Fram’hald af bls. 1 an gjaldeyrissjóð, bar sem að- ildairríki geti h.afið fé eftir vis’s- uin reglum, með því að ten.gja hana flóknari atriðum ein® og endurskoðun á lögum Aliþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Næsta skref - i þessum samn- ingum verður stigið um miðjan inóvember. þegar fjármálaráð- ‘herrar. Efnahagsbandalagisland- anna leggja frarn kröfur síner um endurbætur á lögum sjóðsins. Það verður verkefni stjórnar Aliþjóðagjaldeyrissjóðsins að finna samningsgrundvöll, með hliðsjón aif þessum kröfum, sem ailir g-eta sáett sig við. Hvernig sem til tekst munu a.m.k.. líða tvö ár þar til á- ætlunin verður að veruleika, að -Isögn málsmetandi aðila á fund- inum í Rio de Janeiro. Forstjóri Alþjóða.gjaldeyris- sjóðsins, Pierre-Paul Schweitzer, i-agði í ræðu í dag að hann væri persónulega mjög ánægður með að forstjórar Alþjóðabankans hefðu verið áætluninni hlynntir, þrátt fyrir, að margir hefðu lát- ið í Ijós þá skoðun, að þeir hefðu viljað, að henni væri öðrvisi hagað í sumum atriðum. Á fundinum var einnig sam- þykkt áætlu.n, þar sem Albjóða gjaldeyrissjóðurinn og Alþjóða- bankinn voru ihvattir til, að skipuleggja kerfi til að halda verðlagi stöðu.gu. á mikilvæig- ustu framleiðsluvörum. Að þess- ari ályktun stóðu Frakkland og 14 frönskumælandi þjóðir. Schweitzer sagði, að frum- kvæðii. þessara þjóða væri mjög lánægju.legt, en benti þó á að wandfundin væri góð lausn á ó- Istöðugu verðlagi á matvörum. Margir fulltrúar þróunarland- anna bentu á, að endurbótatil- jlögurnar væru ekki í fullu sam- ræmi við þörf landa þeirra, en kváðu þær skreif í rétta átt og fóru þess á leit, að þeim væri Ikomið á eins fljótt og kostur væri á. Þess miá getia, að dr. Jóhannes Nordal, bankastjóri Seðlabank- ans sa:gði í viðtali við Morgun- blaðið fyrir skömmu, að á und- anförnum árum hefði það kom- ið í ljó.s, í vaxandi mæli, að fr.amboð á gulli og öðrum gjald- miðli, s.em alþjóðaviðskiptii h'efðu byggzt á, væru ófullnægjandi svo hætta væri á að s'kortur á a’l- þjóðlegri greiðslugetu gæti haft láihrif í þá át't, að draga úr al- þióðabankaviðskiptum. Hefðu lýmsir talið að hinn efnalhags- legi samdrátiur, sem borið hefði á í ýmsum löndum að undan- förnu ‘haifi m.a. átt rætur sínar að rekja til sliks skorts á al- þjóða gjaldmiðli. Um þýðin.gu þessa fyrir ís'land sagði dr. Jóhannes, m.a.: Fyrir ísland er þetta mikil- vægt frá tveimur sjónarmiðu.m. í fyrsta lagi er það mikið hags- m'u.namiál ísilendinga, eins og allra þjóða, sem eiga afkomu sína að miklu l.eyti undir utan- ríkis’viðskiptum, að ráðst.afanÍT séu gerðar til þess að þróun al- lalþjóðaviiðsikipta haldi áfram, með svipuðum hraða og verið hef ur, og ek'ki komi tiil samdrátt- ar, sem ætíð bitnar harðast á þióðum, sem háðastar eru út- f 1'U.tningst.ekj u,m. I öðru lagi mundu fslendingar þegar slíkt kerfi kæmiist til fram 'kvæmda fá sinn hlut yfirdrátt- arréttinda, sem væru mákilvæg viðbót við gj.aldeyrisforða þjóð- arinn.ar o.g mundu því skapa •henni meira öryggi út á við. - MÁLAFERLI Framhald af bls. 1 á síðari heimsstyrjöldinni stóð. Hinir fimm ákærðu eru sak- aðir um, að hafa tekið þátt í fjöldaaftökum á Sovétborgurum í Kupiskas fyrstu vikur þýzka hernámisins þar árið 1941. So- vézlk daig’blöð hafa Mtillega skýrt frá málaferlunum og helzt á þeim að skilja, að hinir ákærðu verði allir dæmdir til dauða. STAKSTEIMR Hvað gerist á Alþingi? Innan skamms kemur Alþingi saman tii íundar. Eitt af fyrstu verkum þingsins vcrður að kveða upp úrskurð um það, hvort þing- flokkur Alþbl. skuli telja níu þingmenn eða tíu. Eins og mönn- um er enn í fersku minni hauð formaður Alþbl. sig fram til þings í Reykjavík gegn lista þeim, sem Alþbl.félag Reykjavík ur samþykkti að bjóða fram. For- maður Alþbl. krafðist þess að iisti hans yrði merlitur bókstöf- unum GG og sagði að hann væri boðinn fram í nafni Alþbl. Full- trúar Alþbl. í Reykjavík mót- mæltu því og sögðu að listi þessi væri Alþbl. óviðkomandi og mál- gagn Sósíalistaflokksins sagði raunar að með þessu framboði hefði formaður Alþbl. „sagt skil- ið við það“. Yfirkjörstjórn taldi ekki Iagarök fyrir því að merkja hinn umdeilda lista GG og merkti hann I, þeim úrskurði var áfrýjað til Landskjörstjórnar sem sagði að listinn skyldi merktur GG, yfirkjörstjórn neitaði að hlýta þeim úrskurði og merkti listann I. Þeirri ákvörðun yfir- kjörstjórnar var mjög fagnað í kommúnistablaðinu. „Ekki viðurkenndur" í forsíðugrein hinn 9. maí sl. sagði Þjóðviljinn svo: „Þessi klofningslisti verður að sjálf- sögðu ekki viðurkenndur af Al- þýðubanifaiaginu, atkvæði þau sem hann kann að fá falla dauð og ógild og koma engum að gagni nema ríkisstjórnarflokkun- um og þeir, sem taka sæti á klofningslistanum, eru að sjálf- sögðu þar með að segja sig úr Alþýðubandalaginu". Daginn eft- ir, 10. maí, segir blaðið svo um framboðslista Alþbl. á Vestfjörð- um: „í gærkvöldi birti Ríkisút- varpið frétt um nýjan lista Alþbl. í Vestfjarðakjördæmi. Er það 7 manna nefnd klofnings- manna úr liði Hannibals, sem skipað hefur mönnum á lisíann, eftir að sex þeirra manna er voru á upphaflega Iistanum, er kjör- dæmisráð hafði samþykkt, höfðu dregið nöfn sín til baka vegna ofríkis Hannibalsmanna, er vildu einir ráða skipun efstu sæta list- ans“. Þar með var afstaða komm- únistablaðsins til þessara tveggja framboðslista skýrt mörkuð. I kosningabaráttunni lögðu Þjóð- viljinn og efsti maður á G-listan- um í Reykjavík megináherzlu á eitt atriði, að atkvæði greidd I- listanum mundu falla dauð og ó- merk, þau atkvæði yrðu ekki talin með atkvæðum Alþbl. við úthlutun uppbótarsæta. og kæmu bví ekki að gagni. Hvað gerir Magnús alþingismaður? Þegar til Alþingis kemur verða þingmenn hver um sig að gera upp hug sinn um það, hvort atkvæði I-listans skuli talin til Alþbl. eða ekki. A því veltur hvort Steingrímur Pálsson, efsti maður á „lista klofningsmanna“ í Vestf jarðakjördæmi situr á Alþingi eða ekki. Ekki er vitað til þess að nema einn þeirra 'þing manna, sem taka. sæti á Alþingi innan skamms, hafi tekið af- stöðu til málsins. Sá maður er Magnús Kjartansson. Hann hefur lýst því yfir skýrt og skorinort, að Hannibal hafi sagt skilið við Alþbl. og atkvæði hans komi Alþbl. ekki að gagni. Af því» leiðir að Magnús mun greiða at- kvæði í samræmi við þéssa af- stöðu, þegar til þings kemur. Hann mun alla vega ekki taka sæíi í sama þingflokki og Hanni- bal og Steingrímur. Eða hvað? Tekur Magnús Kjartansson, al- þingismaður, aðra afstöðu til málsins en Magnús Kjartansson, ritstjóri? *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.